Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2025 09:52 Shishkova og Naumov á Ólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994. Getty/ALLSPORT/Chris Cole Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. Nítján lík eru sögð hafa fundist í Potomac-ánni og engin fundist á lífi enn sem komið er. CBS hefur greint frá því að líkamsleifum og braki úr vélinni hafi skolað upp Virginíu-megin við ána. Dmitri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði í samtali við fréttamenn í morgun að fleira skautafólk og fleiri rússneskir ríkisborgarar hefðu verið um borð í vélinni. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu áður greint frá því að skautafólk hefði verið meðal farþega, á leið frá Wichita í Kansas til Washington. Shishkova og Naumov voru hjón og unnu til gullverðlauna í parakeppni á HM árið 1994. Þau voru búsett í Bandaríkjunum. Alls voru 64 um borð í flugvélinni, sem var af tegundinni Bombardier CRJ700, þar af fjögurra manna áhöfn og 60 farþegar. Þá virðist sem þrír hafi verið um borð í herþyrlu sem flogið var á vélina en hún var af tegundinni Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvor-herstöðinni í Virginíu. Slysið átti sér stað um klukkan 21 að staðartíma og var öllum brottförum og lendingum á Reagan-alþjóðaflugvellinum í Washington frestað í kjölfarið. Gríðarmikill viðbúnaður er á vettvangi, fjöldi neyðarbifreiða og um 300 björgunarmenn. Kafarasveitir eru mættar á vettvang en aðstæður sagðar afar erfiðar. Eins stigs frost er á svæðinu og vatnið ískalt. Fjöldi látinna hefur ekki verið staðfestur af yfirvöldum. Björgunaraðgerðir standa enn yfir en CNN hefur eftir viðbragðsaðilum að staðan sé alvarleg og menn undirbúi sig undir að leita að látnum fremur en að finna fólk á lífi. Bandaríkin Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Skautaíþróttir Andlát Flugslys í Washington-borg Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Nítján lík eru sögð hafa fundist í Potomac-ánni og engin fundist á lífi enn sem komið er. CBS hefur greint frá því að líkamsleifum og braki úr vélinni hafi skolað upp Virginíu-megin við ána. Dmitri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði í samtali við fréttamenn í morgun að fleira skautafólk og fleiri rússneskir ríkisborgarar hefðu verið um borð í vélinni. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu áður greint frá því að skautafólk hefði verið meðal farþega, á leið frá Wichita í Kansas til Washington. Shishkova og Naumov voru hjón og unnu til gullverðlauna í parakeppni á HM árið 1994. Þau voru búsett í Bandaríkjunum. Alls voru 64 um borð í flugvélinni, sem var af tegundinni Bombardier CRJ700, þar af fjögurra manna áhöfn og 60 farþegar. Þá virðist sem þrír hafi verið um borð í herþyrlu sem flogið var á vélina en hún var af tegundinni Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvor-herstöðinni í Virginíu. Slysið átti sér stað um klukkan 21 að staðartíma og var öllum brottförum og lendingum á Reagan-alþjóðaflugvellinum í Washington frestað í kjölfarið. Gríðarmikill viðbúnaður er á vettvangi, fjöldi neyðarbifreiða og um 300 björgunarmenn. Kafarasveitir eru mættar á vettvang en aðstæður sagðar afar erfiðar. Eins stigs frost er á svæðinu og vatnið ískalt. Fjöldi látinna hefur ekki verið staðfestur af yfirvöldum. Björgunaraðgerðir standa enn yfir en CNN hefur eftir viðbragðsaðilum að staðan sé alvarleg og menn undirbúi sig undir að leita að látnum fremur en að finna fólk á lífi.
Bandaríkin Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Skautaíþróttir Andlát Flugslys í Washington-borg Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira