„Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2025 21:03 Dagbjört Harðardóttir er sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili- og skóla. vísir/einar Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar sem fylgt geta tálbeituaðferðum. Myndbönd sem sýna ungmenni ganga í skrokk á meintum barnaníðingum eru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Undanfarið hefur verið fjallað um hóp ungmenna sem stundar það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Á föstudag var til dæmis greint frá árás sem átti sér stað á Akranesi í desember þar sem hópur ungmenna réðst á karlmann sem er sagður hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Árásin, sem tekin var upp á myndskeið, er sögð hafa verið hrottaleg og hafa nokkrir verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili- og skóla segir tilgang árásanna að einhverju leyti snúa að því að búa til efni til birtingar á samfélagsmiðlum. „Við erum að sjá þetta úti um allan heim. Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki þar sem krakkar eða ungmenni vilja koma alls konar á netið,“ segir Dagbjört Harðardóttir, sérfræðingur hjá Heimili- og skóla. Opinskátt samtal Mikilvægt sé að foreldrar setjist niður með börnum sínum og ræði opinskátt við þau um afleiðingar ofbeldis. Undirstrika þurfi að um lögbrot sé að ræða. „Og nýta þessa hversdagslegu hluti í samtöl. Þetta kemur í fréttunum, þetta er á miðlunum. Að taka þá umræðuna, hvort sem það er við matarborðið eða annars staðar.“ Hún segir að mögulega haldi ungmenni sem taki þátt í ofbeldi tengdu tálbeituaðferðum að þau séu að gera eitthvað jákvætt, afstýra mögulegum glæp. „Sem bara er alls ekki raunin. Þetta er mjög hættulegt og þetta er lögbrot líka og það á ekki að gera neitt annað, ef maður fréttir af einhverju svona, en að hafa samband við lögregluna.“ Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 24. janúar 2025 12:02 Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. 17. janúar 2025 19:07 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um hóp ungmenna sem stundar það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Á föstudag var til dæmis greint frá árás sem átti sér stað á Akranesi í desember þar sem hópur ungmenna réðst á karlmann sem er sagður hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Árásin, sem tekin var upp á myndskeið, er sögð hafa verið hrottaleg og hafa nokkrir verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili- og skóla segir tilgang árásanna að einhverju leyti snúa að því að búa til efni til birtingar á samfélagsmiðlum. „Við erum að sjá þetta úti um allan heim. Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki þar sem krakkar eða ungmenni vilja koma alls konar á netið,“ segir Dagbjört Harðardóttir, sérfræðingur hjá Heimili- og skóla. Opinskátt samtal Mikilvægt sé að foreldrar setjist niður með börnum sínum og ræði opinskátt við þau um afleiðingar ofbeldis. Undirstrika þurfi að um lögbrot sé að ræða. „Og nýta þessa hversdagslegu hluti í samtöl. Þetta kemur í fréttunum, þetta er á miðlunum. Að taka þá umræðuna, hvort sem það er við matarborðið eða annars staðar.“ Hún segir að mögulega haldi ungmenni sem taki þátt í ofbeldi tengdu tálbeituaðferðum að þau séu að gera eitthvað jákvætt, afstýra mögulegum glæp. „Sem bara er alls ekki raunin. Þetta er mjög hættulegt og þetta er lögbrot líka og það á ekki að gera neitt annað, ef maður fréttir af einhverju svona, en að hafa samband við lögregluna.“
Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 24. janúar 2025 12:02 Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. 17. janúar 2025 19:07 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 24. janúar 2025 12:02
Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. 17. janúar 2025 19:07