Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar 24. janúar 2025 10:31 „Þingmaður og spilling á Veðurstofunni” er fyrirsögn á grein á Vísi, sem mér blöskraði. Lögmaður hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi(SFS) hefði mátt kynna sér betur staðreyndir málsins, áður en hann rauk í þingmanninn. Velkominn aftur á þing Sigmundur Ernir Rúnarsson. Ísland þarf þingmann eins og þig til að snúa skútunni við. Sigmundur Ernir er vissulega skáld, góður og skemmtilegur penni. Lögmaðurinn segir: ”Og það er eins og við manninn mælt, þingmaðurinn skilur ekki, misskilur og fer rangt með, sitt á hvað.” Þetta eru ekki réttar staðhæfingar um grein Sigmundar. Ég hef lesið hana aftur til að finna upplýsingaóreiðuna, sem lögmaðurinn talar um. Þetta heitir að hjóla í þingmanninn og vera sjálfur með allt niður um sig. Grein lögmannsins er full af staðreyndavillum. Spillingu á Veðurstofunni er hvergi að finna í grein Sigmundar. Hins vegar er það staðreynd að Kaldvík hafði sína hentisemi í að láta áhættumeta fjörðinn vegna ofanflóða og siglingaáhættu í Seyðisfirði. Náttúruvá Í Seyðisfirði er mikil náttúruvá, öfugt við það sem Kaldvík hefur haldið fram í skýrslum sínum. ” Lítil hætta er talin af náttúruvá í Seyðisfirði”. ” Skriður eru algengar á Austfjörðum sérstaklega í úrhelli og miklum leysingum sem fylgja austlægum og suðlægum áttum. Slíkar skriður eru að mestu staðbundnar við bratta lækjarfarvegi og mun fiskeldi í Seyðisfirði ekki stafa hætta af þeim. Svipaða sögu er að segja um snjóflóð á svæðinu”. ”þá er hafís nær óþekktur og engin hætta er á að lagnaðarís ógni eldi Fiskeldis Austfjarða í Seyðisfirði.” Það er ekki rétt því skv. upplýsingum Veðurstofu voru 9 hafísár á Seyðisfirði á síðustu öld, þar af sjö á síðari hluta hennar. Umsögn Skipulagsstofnunar um náttúruvá og sjókvíaeldi vegna umsóknar Kaldvíkur. ” Niðurstaða Skipulagsstofnun telur þær náttúruhamfarir sem orðið hafa á Seyðisfirði nýverið skýra áminningu um að taka verður tillit til þeirrar náttúruvár sem fyrirhuguðu sjókvíaeldi í Seyðisfirði getur stafað hætta af. Skipulagsstofnun telur ákveðna óvissu um áhrif náttúruvár á eldisbúnað, enda geta slíkir atburðir leitt til skemmda á eldisbúnaði sem síðan geta leitt til slysasleppinga. Skipulagsstofnun telur óvissu um gagnsemi mögulegra mótvægisaðgerða, til að mynda að strengja stálvír skáhallt á móti hafísreka. Þá getur verið vandasamt og seinlegt að færa kvíarnar og óvíst að sú aðgerð myndi heppnast. Stofnunin telur að mögulega þurfi að grípa til neyðarslátrunar til að fyrirbyggja slysasleppingar ef hafís berst í miklu magni inn í Seyðisfjörð. Varðandi mögulega vá af völdum marglyttu eða þörunga telur Skipulagsstofnun að framkvæmdaraðili þurfi að hafa sérstakan vara á síðsumars, þegar helst er von á marglyttu og þörungablóma og gera viðeigandi ráðstafanir verði þess vart.Skipulagsstofnun telur að setja eigi skilyrði í rekstrarleyfi um að viðbragðsáætlun fyrir náttúruvá liggi fyrir áður en leyfi verður veitt.” Ekkert er talað um náttúruvá í tillögu að rekstrarleyfi. Snjóflóð falla Í þessari viku féllu þrjú snjóflóð í sunnanverðum Seyðisfirði sbr. frétt á mbl.is . Á mynd í fréttinni sést að eitt þeirra er beint ofan við áætlað eldissvæði í Sörlastaðavík. Ekkert ofanflóðamat var gert fyrir það svæði. Strandsvæðaskipulag Við gerð Strandsvæðaskipulags Austfjarða gerði Skipulagsstofnun þau mistök, að klára ekki ofanflóðamat fyrir eldissvæðin í Seyðisfirði, því samkvæmt lögum og reglugerð á ofanflóðamat og staðbundið ofanflóðamat að ligga fyrir, undirritað af ráðherra, þegar skipulag er samþykkt. Eingöngu kom fram í strandsvæðaskipulaginu fyrir eitt svæðið: ” Áður en leyfi til fiskeldis er veitt á reitnum þarf að liggja fyrir nánara mat á hættu á ofnflóðum og þannig mögulegri hættu á slysasleppingu vegna ofanflóða.” Ofanflóðahættumat Kaldvíkur Kaldvík greip tækifærið og lét vinna staðbundið ofanflóðamat fyrir sig á röngum forsendum. Eins og sést á myndinni var matið gert eingöngu út frá kvíum, sem reyndar eru rangt staðsettar, allt of utarlega, til að koma þeim fram fyrir snjóflóðaferlana. Ekki var gert ofanflóðamat út frá mannvirkinu öllu, þ.m.t. akkerisfestingum og hættu á slysasleppingum eins og krafist er í Strandsvæðaskipulaginu. Ofanflóðaferlar og eldissvæði Hér er búið að setja saman á mynd rétta afstöðu af ofanflóðaferlum Veðurstofunnar og staðsetningu eldisstöðvar- og svæðis skv. hnitum frá HMS/EFLU. Matvælastarfssemi Kaldvíkur er á miklu ofanflóðahættusvæði. Þarna er ekki verið að gæta velferðar dýra og það á ekki að vera hægt að veita rekstrar-, starfs- eða byggingarleyfi á þessum stað. Hvaða matvælaiðnaður vill ekki hafa öruggt skjól fyrir skepnurnar sínar, og allan þann búnað sem þeim tilheyrir. Stríðsminjar Við spurðumst fyrir hjá Landhelgisgæslunni um dufl og kafbátagirðingu, sem staðsett var út af Selstöðum á stríðsárunum, og fengum þetta svar frá starfsmanni: ”Ég leitaði upplýsinga hjá séraðgerðasviði LHG og samkvæmt þeim upplýsingum sem LHG hefur var slætt eftir duflum eftir stríð og fundust nokkur við það. Hafa verðu í huga að aðferðin sem var notuð þá var ekki mjög skilvirk auk þess að þeim duflum sem komu upp þá var sökkt á staðnum og liggja því væntanlega enn þar. Það er því í raun ekkert vitað um staðsetningu dufla eða hve mörg dufl eru þarna. Varðandi kafbátagirðinguna þá var henni sökkt á staðnum þar sem hún lá og hefur ekki verið fjarlægð.” Hér er linkur á sjónvarpsþátt um eyðibýlið Selstaði. Þar sagt frá því þegar dufl rak upp í fjöru og sprakk með þeim afleiðngum að bærinn hristist og skalf og sprengjubrot festist í útvegg hússins. Veslings dýrin að eiga ekki von á betri húsbændum en þetta, sem er nákvæmlega sama um íverustað þeirra. Úr umsögn Veðurstofunnar við tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur í Seyðisfirði. Veðurstofa Íslands hefur farið yfir tillögu MAST að rekstrarleyfi FE-1135a/ FE-1135b og fylgigögn hennar og veitir eftirfarandi umsögn: Að beiðni Kaldvíkur hf. (dags.23. janúar 2023) vann Veðurstofan staðbundið hættumat, dags. 14.06.2023 vegna fyrirhugaðra sjókvía í Selstaðavík. Staðbundna hættumatið fylgir tillögu MAST um rekstrarleyfi. Veðurstofan vann staðbundna hættumatið á grundvelli reglugerðar nr. 505 frá 2000 og var þar miðað við innsend gögn um staðsetningu sjókvíanna en ekki nýtingarreitinn í heild sinni sem miðað er við í tillögu MAST að rekstrarleyfum FE-1135a/FE-1135b. Ekki var gert sérstakt hættumat fyrir akkerisfestingar. Staðbundið hættumat Veðurstofunnar er ekki mat á mögulegri hættu á slysasleppingum vegna ofanflóða eins og krafa er um í skipulagsákvæði SN2, Selstaðavík í Standsvæðaskipulagi Austfjarða en samkvæmt því þarf að liggja fyrir nánara mat á hættu á ofanflóðum og þannig mögulegri hættu á slysasleppingum vegna ofanflóða. Umhverfismat: Í staðbundnu hættumati sem Veðurstofan vinnur á grundvelli laga nr. 49/1997 og reglugerðar 505/2000 er verið að meta hættu sem lífi fólks er búin vegna ofanflóða. Reiknuð er staðaráhætta fyrir sjókvíarnar þar sem þær voru dregnar upp í innsendum gögnum en ekki fyrir önnur mannvirki eða akkerisfestingar. Staðaráhætta er árlegar dánarlíkur einstaklings af völdum ofanflóða ef dvalið er öllum stundum í óstyrktu einbýlishúsi. Ekki hafa verið sett viðmið um hættumat vegna ofanflóða fyrir mannvirki í sjó og á Veðurstofunni hefur ekki verið gert sérstakt hættumat fyrir akkerisfestingar eða mat á áhrifum ofanflóða á umhverfið eins og bent er á í umhverfismati. Þá hefur ekki verið lagt mat á lagnaðarís eða aðra náttúruvá hjá Veðurstofu Íslands en ekki var leitað umsagnar hjá stofnuninni. Veðurstofa Íslands tekur undir tillögur Skipulagsstofnunar, sem settar eru fram í áliti stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum, að í rekstrarleyfi þurfi að setja skilyrði um viðbragðsáætlun fyrir náttúruvá.“ Veðurstofan er afdráttarlaus í sinni umsögn til MAST um að það er ekkert ofanflóðamat til fyrir mannvirki til atvinnurekstar í Selstaðavík. Lögmaður SFS er með fyrirsögn um spillingu á Veðurstofunni. Þar tekur hann stórt upp í sig og skýtur hátt yfir markið. Það er hins vegar með ólíkindum að sjá lögmann SFS verja framgöngu Kaldvíkur, og þar með nýkjörins þingmanns Sjálfstæðisflokksins, áður aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, vegna áhættumata í Seyðisfirði. Það er af nægu að taka vegna áhættumats siglinga og annarra atriða, þó ekki sé fjallað um það núna. Upplýsingaóreiðan, sem lögmaðurinn talar um, er hjá honum sjálfum. Það er margt í opinberum skjölum, sem sýnir það. SFS á að huga betur að dýravelferð og náttúrulegum nytjastofnum heldur en gert verður í Seyðisfirði, ef sjókvíaeldi verður leyft þar. Það er spilling, að reyna að nota falskar forsendur til að koma sér og sínum hagsmunum fyrir í Seyðisfirði. Höfundur er félagsmaður í VÁ-félagi í vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Múlaþing Sjókvíaeldi Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
„Þingmaður og spilling á Veðurstofunni” er fyrirsögn á grein á Vísi, sem mér blöskraði. Lögmaður hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi(SFS) hefði mátt kynna sér betur staðreyndir málsins, áður en hann rauk í þingmanninn. Velkominn aftur á þing Sigmundur Ernir Rúnarsson. Ísland þarf þingmann eins og þig til að snúa skútunni við. Sigmundur Ernir er vissulega skáld, góður og skemmtilegur penni. Lögmaðurinn segir: ”Og það er eins og við manninn mælt, þingmaðurinn skilur ekki, misskilur og fer rangt með, sitt á hvað.” Þetta eru ekki réttar staðhæfingar um grein Sigmundar. Ég hef lesið hana aftur til að finna upplýsingaóreiðuna, sem lögmaðurinn talar um. Þetta heitir að hjóla í þingmanninn og vera sjálfur með allt niður um sig. Grein lögmannsins er full af staðreyndavillum. Spillingu á Veðurstofunni er hvergi að finna í grein Sigmundar. Hins vegar er það staðreynd að Kaldvík hafði sína hentisemi í að láta áhættumeta fjörðinn vegna ofanflóða og siglingaáhættu í Seyðisfirði. Náttúruvá Í Seyðisfirði er mikil náttúruvá, öfugt við það sem Kaldvík hefur haldið fram í skýrslum sínum. ” Lítil hætta er talin af náttúruvá í Seyðisfirði”. ” Skriður eru algengar á Austfjörðum sérstaklega í úrhelli og miklum leysingum sem fylgja austlægum og suðlægum áttum. Slíkar skriður eru að mestu staðbundnar við bratta lækjarfarvegi og mun fiskeldi í Seyðisfirði ekki stafa hætta af þeim. Svipaða sögu er að segja um snjóflóð á svæðinu”. ”þá er hafís nær óþekktur og engin hætta er á að lagnaðarís ógni eldi Fiskeldis Austfjarða í Seyðisfirði.” Það er ekki rétt því skv. upplýsingum Veðurstofu voru 9 hafísár á Seyðisfirði á síðustu öld, þar af sjö á síðari hluta hennar. Umsögn Skipulagsstofnunar um náttúruvá og sjókvíaeldi vegna umsóknar Kaldvíkur. ” Niðurstaða Skipulagsstofnun telur þær náttúruhamfarir sem orðið hafa á Seyðisfirði nýverið skýra áminningu um að taka verður tillit til þeirrar náttúruvár sem fyrirhuguðu sjókvíaeldi í Seyðisfirði getur stafað hætta af. Skipulagsstofnun telur ákveðna óvissu um áhrif náttúruvár á eldisbúnað, enda geta slíkir atburðir leitt til skemmda á eldisbúnaði sem síðan geta leitt til slysasleppinga. Skipulagsstofnun telur óvissu um gagnsemi mögulegra mótvægisaðgerða, til að mynda að strengja stálvír skáhallt á móti hafísreka. Þá getur verið vandasamt og seinlegt að færa kvíarnar og óvíst að sú aðgerð myndi heppnast. Stofnunin telur að mögulega þurfi að grípa til neyðarslátrunar til að fyrirbyggja slysasleppingar ef hafís berst í miklu magni inn í Seyðisfjörð. Varðandi mögulega vá af völdum marglyttu eða þörunga telur Skipulagsstofnun að framkvæmdaraðili þurfi að hafa sérstakan vara á síðsumars, þegar helst er von á marglyttu og þörungablóma og gera viðeigandi ráðstafanir verði þess vart.Skipulagsstofnun telur að setja eigi skilyrði í rekstrarleyfi um að viðbragðsáætlun fyrir náttúruvá liggi fyrir áður en leyfi verður veitt.” Ekkert er talað um náttúruvá í tillögu að rekstrarleyfi. Snjóflóð falla Í þessari viku féllu þrjú snjóflóð í sunnanverðum Seyðisfirði sbr. frétt á mbl.is . Á mynd í fréttinni sést að eitt þeirra er beint ofan við áætlað eldissvæði í Sörlastaðavík. Ekkert ofanflóðamat var gert fyrir það svæði. Strandsvæðaskipulag Við gerð Strandsvæðaskipulags Austfjarða gerði Skipulagsstofnun þau mistök, að klára ekki ofanflóðamat fyrir eldissvæðin í Seyðisfirði, því samkvæmt lögum og reglugerð á ofanflóðamat og staðbundið ofanflóðamat að ligga fyrir, undirritað af ráðherra, þegar skipulag er samþykkt. Eingöngu kom fram í strandsvæðaskipulaginu fyrir eitt svæðið: ” Áður en leyfi til fiskeldis er veitt á reitnum þarf að liggja fyrir nánara mat á hættu á ofnflóðum og þannig mögulegri hættu á slysasleppingu vegna ofanflóða.” Ofanflóðahættumat Kaldvíkur Kaldvík greip tækifærið og lét vinna staðbundið ofanflóðamat fyrir sig á röngum forsendum. Eins og sést á myndinni var matið gert eingöngu út frá kvíum, sem reyndar eru rangt staðsettar, allt of utarlega, til að koma þeim fram fyrir snjóflóðaferlana. Ekki var gert ofanflóðamat út frá mannvirkinu öllu, þ.m.t. akkerisfestingum og hættu á slysasleppingum eins og krafist er í Strandsvæðaskipulaginu. Ofanflóðaferlar og eldissvæði Hér er búið að setja saman á mynd rétta afstöðu af ofanflóðaferlum Veðurstofunnar og staðsetningu eldisstöðvar- og svæðis skv. hnitum frá HMS/EFLU. Matvælastarfssemi Kaldvíkur er á miklu ofanflóðahættusvæði. Þarna er ekki verið að gæta velferðar dýra og það á ekki að vera hægt að veita rekstrar-, starfs- eða byggingarleyfi á þessum stað. Hvaða matvælaiðnaður vill ekki hafa öruggt skjól fyrir skepnurnar sínar, og allan þann búnað sem þeim tilheyrir. Stríðsminjar Við spurðumst fyrir hjá Landhelgisgæslunni um dufl og kafbátagirðingu, sem staðsett var út af Selstöðum á stríðsárunum, og fengum þetta svar frá starfsmanni: ”Ég leitaði upplýsinga hjá séraðgerðasviði LHG og samkvæmt þeim upplýsingum sem LHG hefur var slætt eftir duflum eftir stríð og fundust nokkur við það. Hafa verðu í huga að aðferðin sem var notuð þá var ekki mjög skilvirk auk þess að þeim duflum sem komu upp þá var sökkt á staðnum og liggja því væntanlega enn þar. Það er því í raun ekkert vitað um staðsetningu dufla eða hve mörg dufl eru þarna. Varðandi kafbátagirðinguna þá var henni sökkt á staðnum þar sem hún lá og hefur ekki verið fjarlægð.” Hér er linkur á sjónvarpsþátt um eyðibýlið Selstaði. Þar sagt frá því þegar dufl rak upp í fjöru og sprakk með þeim afleiðngum að bærinn hristist og skalf og sprengjubrot festist í útvegg hússins. Veslings dýrin að eiga ekki von á betri húsbændum en þetta, sem er nákvæmlega sama um íverustað þeirra. Úr umsögn Veðurstofunnar við tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur í Seyðisfirði. Veðurstofa Íslands hefur farið yfir tillögu MAST að rekstrarleyfi FE-1135a/ FE-1135b og fylgigögn hennar og veitir eftirfarandi umsögn: Að beiðni Kaldvíkur hf. (dags.23. janúar 2023) vann Veðurstofan staðbundið hættumat, dags. 14.06.2023 vegna fyrirhugaðra sjókvía í Selstaðavík. Staðbundna hættumatið fylgir tillögu MAST um rekstrarleyfi. Veðurstofan vann staðbundna hættumatið á grundvelli reglugerðar nr. 505 frá 2000 og var þar miðað við innsend gögn um staðsetningu sjókvíanna en ekki nýtingarreitinn í heild sinni sem miðað er við í tillögu MAST að rekstrarleyfum FE-1135a/FE-1135b. Ekki var gert sérstakt hættumat fyrir akkerisfestingar. Staðbundið hættumat Veðurstofunnar er ekki mat á mögulegri hættu á slysasleppingum vegna ofanflóða eins og krafa er um í skipulagsákvæði SN2, Selstaðavík í Standsvæðaskipulagi Austfjarða en samkvæmt því þarf að liggja fyrir nánara mat á hættu á ofanflóðum og þannig mögulegri hættu á slysasleppingum vegna ofanflóða. Umhverfismat: Í staðbundnu hættumati sem Veðurstofan vinnur á grundvelli laga nr. 49/1997 og reglugerðar 505/2000 er verið að meta hættu sem lífi fólks er búin vegna ofanflóða. Reiknuð er staðaráhætta fyrir sjókvíarnar þar sem þær voru dregnar upp í innsendum gögnum en ekki fyrir önnur mannvirki eða akkerisfestingar. Staðaráhætta er árlegar dánarlíkur einstaklings af völdum ofanflóða ef dvalið er öllum stundum í óstyrktu einbýlishúsi. Ekki hafa verið sett viðmið um hættumat vegna ofanflóða fyrir mannvirki í sjó og á Veðurstofunni hefur ekki verið gert sérstakt hættumat fyrir akkerisfestingar eða mat á áhrifum ofanflóða á umhverfið eins og bent er á í umhverfismati. Þá hefur ekki verið lagt mat á lagnaðarís eða aðra náttúruvá hjá Veðurstofu Íslands en ekki var leitað umsagnar hjá stofnuninni. Veðurstofa Íslands tekur undir tillögur Skipulagsstofnunar, sem settar eru fram í áliti stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum, að í rekstrarleyfi þurfi að setja skilyrði um viðbragðsáætlun fyrir náttúruvá.“ Veðurstofan er afdráttarlaus í sinni umsögn til MAST um að það er ekkert ofanflóðamat til fyrir mannvirki til atvinnurekstar í Selstaðavík. Lögmaður SFS er með fyrirsögn um spillingu á Veðurstofunni. Þar tekur hann stórt upp í sig og skýtur hátt yfir markið. Það er hins vegar með ólíkindum að sjá lögmann SFS verja framgöngu Kaldvíkur, og þar með nýkjörins þingmanns Sjálfstæðisflokksins, áður aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, vegna áhættumata í Seyðisfirði. Það er af nægu að taka vegna áhættumats siglinga og annarra atriða, þó ekki sé fjallað um það núna. Upplýsingaóreiðan, sem lögmaðurinn talar um, er hjá honum sjálfum. Það er margt í opinberum skjölum, sem sýnir það. SFS á að huga betur að dýravelferð og náttúrulegum nytjastofnum heldur en gert verður í Seyðisfirði, ef sjókvíaeldi verður leyft þar. Það er spilling, að reyna að nota falskar forsendur til að koma sér og sínum hagsmunum fyrir í Seyðisfirði. Höfundur er félagsmaður í VÁ-félagi í vernd fjarðar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar