Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar 23. janúar 2025 10:00 Það er margt líkt með gatnakerfinu og tönnunum okkar. Ótrúlegt en satt. Tannlækningar eru lykilþáttur í því að viðhalda góðri heilsu og vellíðan. Með reglulegum heimsóknum til tannlæknis og góðri tannhirðu er hægt að koma í veg fyrir mörg algengustu vandamál. Tannlæknar sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilbrigðum tönnum og tannholdi. En svo gera þeir við holurnar ef illa hefur farið. Það er ekkert grín að skemma bílinn sinn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt ef bíllinn skemmist við það eitt að skella í óvænta holu á veginum. Holu sem var kannski ekki þarna í gær. Til að koma í veg fyrir holur í götunum þarf að beita sömu aðferðum og tannlæknar. Það þarf að skoða reglulega og sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilu og fínu yfirborði. En svo þarf að gera við holuna hratt og vel ef illa hefur farið. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að holur myndast í vegum. Umhleypingar, vatn, frost og þíða hafa mikil áhrif. Slíkt veðurfar er eins og harðar karamellur fyrir vegi. Lítil sprunga í vegi, sem fyllist af vatni sem svo frýs og þiðnar aftur myndar spennu í veginum. Þegar þungum bíl er ekið yfir sprunguna á þessum tímapunkti getur hola myndast mjög hratt. Það er heldur ekkert grín að brjóta tönn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt skemma tönn við það að bíta í eitthvað eins og gómsæta karamellu. Eitthvað sem þú hefur margoft bitið í. Líklega brotnar hún vegna þess að fyrir var veikleiki eða lítil sprunga. Þegar tönn brotnar þarf að hafa samband við tannlækni. Hann getur fyllt í holuna til bráðabirgða og svo gefið þér tíma í betri viðgerð. Þegar vegur brotnar þarf að líka að láta vita. Þá ber veghaldara skylda til að láta laga holuna til bráðabirgða þar til hægt er að framkvæma betri viðgerð. Í áratugi hefur vegum á Íslandi ekki verið nægilega vel við haldið. Vegagerðin er fjársvelt og getur með núverandi fjárveitingum aðeins sinnt bráðaviðhaldi. Forsvarsmenn Vegagerðarinnar telja viðhaldsskuld okkar við vegakerfið okkar nema tugum milljarða. Vonandi kemur sá tími að veitt verði fé í viðhald vega og vonandi kemur sá tími að ákveðið verður að leggja betri vegi. Þangað til verðum við að sætta okkur við lélega umhirðu og tjasla í holur svo þær skemmi ekki bíla og valdi ekki slysum. Tilkynnum holur sem verða á vegi okkar. Til dæmis með því að senda línu á Vegagerðina eða með því að nota vegbot.is Höfundur er framkvæmdastjóri Colas. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Það er margt líkt með gatnakerfinu og tönnunum okkar. Ótrúlegt en satt. Tannlækningar eru lykilþáttur í því að viðhalda góðri heilsu og vellíðan. Með reglulegum heimsóknum til tannlæknis og góðri tannhirðu er hægt að koma í veg fyrir mörg algengustu vandamál. Tannlæknar sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilbrigðum tönnum og tannholdi. En svo gera þeir við holurnar ef illa hefur farið. Það er ekkert grín að skemma bílinn sinn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt ef bíllinn skemmist við það eitt að skella í óvænta holu á veginum. Holu sem var kannski ekki þarna í gær. Til að koma í veg fyrir holur í götunum þarf að beita sömu aðferðum og tannlæknar. Það þarf að skoða reglulega og sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilu og fínu yfirborði. En svo þarf að gera við holuna hratt og vel ef illa hefur farið. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að holur myndast í vegum. Umhleypingar, vatn, frost og þíða hafa mikil áhrif. Slíkt veðurfar er eins og harðar karamellur fyrir vegi. Lítil sprunga í vegi, sem fyllist af vatni sem svo frýs og þiðnar aftur myndar spennu í veginum. Þegar þungum bíl er ekið yfir sprunguna á þessum tímapunkti getur hola myndast mjög hratt. Það er heldur ekkert grín að brjóta tönn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt skemma tönn við það að bíta í eitthvað eins og gómsæta karamellu. Eitthvað sem þú hefur margoft bitið í. Líklega brotnar hún vegna þess að fyrir var veikleiki eða lítil sprunga. Þegar tönn brotnar þarf að hafa samband við tannlækni. Hann getur fyllt í holuna til bráðabirgða og svo gefið þér tíma í betri viðgerð. Þegar vegur brotnar þarf að líka að láta vita. Þá ber veghaldara skylda til að láta laga holuna til bráðabirgða þar til hægt er að framkvæma betri viðgerð. Í áratugi hefur vegum á Íslandi ekki verið nægilega vel við haldið. Vegagerðin er fjársvelt og getur með núverandi fjárveitingum aðeins sinnt bráðaviðhaldi. Forsvarsmenn Vegagerðarinnar telja viðhaldsskuld okkar við vegakerfið okkar nema tugum milljarða. Vonandi kemur sá tími að veitt verði fé í viðhald vega og vonandi kemur sá tími að ákveðið verður að leggja betri vegi. Þangað til verðum við að sætta okkur við lélega umhirðu og tjasla í holur svo þær skemmi ekki bíla og valdi ekki slysum. Tilkynnum holur sem verða á vegi okkar. Til dæmis með því að senda línu á Vegagerðina eða með því að nota vegbot.is Höfundur er framkvæmdastjóri Colas.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar