Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar 22. janúar 2025 15:31 Húmanismi í anda Upplýsingarinnar virðist nú vera á undanhaldi í hinum vestræna heimi, nánast hvert sem lítið er. Skynsemi, siðfræði, samúð og réttlæti eru hugtök sem litin eru hornauga og jafnvel sem “aumingjaskapur” og stimpluð sem “woke” og endurspeglar þetta ákveðinn menningarlegan klofning sem hefur verið að dýpka í samfélaginu. Hugtakið “woke”, sem upphaflega lýsti vakningu gagnvart félagslegu óréttlæti og þörfinni á aðgerðum til að uppræta mismunun, hefur í sumum hópum fengið neikvætt yfirbragð. Það er nú oft notað á niðrandi hátt til að afgreiða fólk sem vill leggja áherslu á mannréttindi og samúð sem óraunsæja eða jafnvel veika. Þessi afstaða byggir að hluta til á gömlum rótgrónum gildum sem leggja áherslu á hörku, sjálfsbjargarviðleitni og óskerta einstaklingshyggju. Samúð og krafa um réttlæti krefjast hins vegar þess að við viðurkennum að samfélagið er samtvinnað og að hagsmunir heildarinnar skipta máli. Þeir sem hafna þessum gildum líta stundum á þau sem ógn við frelsi einstaklingsins eða hefðbundin gildi, þar sem þeim finnst sem slíkar kröfur setji óraunhæfar skyldur á herðar þeirra. Þegar samúð er tengd við “woke” stimpilinn, verður hún ekki aðeins vanmetin heldur einnig útskúfuð sem eitthvað sem tilheyri aðeins ákveðnum hópum eða pólitískum hreyfingum. Þetta getur haft þær afleiðingar að einstaklingar forðast að sýna samkennd eða tala fyrir réttlæti af ótta við að verða útskúfaðir eða settir í hólf. En á bak við þessa mótstöðu má einnig greina ótta við breytingar. Að sýna samúð og standa fyrir réttlæti krefst þess að við horfumst í augu við eigin forréttindi og samfélagslegt óréttlæti – eitthvað sem getur vissulega verið óþægilegt og krefjandi. En er það virkilega merki um veikleika að krefjast réttlætis eða að vilja bæta kjör annarra? Þvert á móti er það oft hugrekki að horfa út fyrir eigin þarfir og viðurkenna þörfina fyrir sameiginlega velferð. Þegar samúð er stimpluð sem “woke” eða “aumingjaskapur” missir umræðan af mikilvægi hennar fyrir heilbrigð og réttlát samfélög. Í stað þess að úthrópa þessi gildi ætti að viðurkenna þau sem grundvöll fyrir betra lífi fyrir alla. Við sósíalistar gerum okkur grein fyrir þessu. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Húmanismi í anda Upplýsingarinnar virðist nú vera á undanhaldi í hinum vestræna heimi, nánast hvert sem lítið er. Skynsemi, siðfræði, samúð og réttlæti eru hugtök sem litin eru hornauga og jafnvel sem “aumingjaskapur” og stimpluð sem “woke” og endurspeglar þetta ákveðinn menningarlegan klofning sem hefur verið að dýpka í samfélaginu. Hugtakið “woke”, sem upphaflega lýsti vakningu gagnvart félagslegu óréttlæti og þörfinni á aðgerðum til að uppræta mismunun, hefur í sumum hópum fengið neikvætt yfirbragð. Það er nú oft notað á niðrandi hátt til að afgreiða fólk sem vill leggja áherslu á mannréttindi og samúð sem óraunsæja eða jafnvel veika. Þessi afstaða byggir að hluta til á gömlum rótgrónum gildum sem leggja áherslu á hörku, sjálfsbjargarviðleitni og óskerta einstaklingshyggju. Samúð og krafa um réttlæti krefjast hins vegar þess að við viðurkennum að samfélagið er samtvinnað og að hagsmunir heildarinnar skipta máli. Þeir sem hafna þessum gildum líta stundum á þau sem ógn við frelsi einstaklingsins eða hefðbundin gildi, þar sem þeim finnst sem slíkar kröfur setji óraunhæfar skyldur á herðar þeirra. Þegar samúð er tengd við “woke” stimpilinn, verður hún ekki aðeins vanmetin heldur einnig útskúfuð sem eitthvað sem tilheyri aðeins ákveðnum hópum eða pólitískum hreyfingum. Þetta getur haft þær afleiðingar að einstaklingar forðast að sýna samkennd eða tala fyrir réttlæti af ótta við að verða útskúfaðir eða settir í hólf. En á bak við þessa mótstöðu má einnig greina ótta við breytingar. Að sýna samúð og standa fyrir réttlæti krefst þess að við horfumst í augu við eigin forréttindi og samfélagslegt óréttlæti – eitthvað sem getur vissulega verið óþægilegt og krefjandi. En er það virkilega merki um veikleika að krefjast réttlætis eða að vilja bæta kjör annarra? Þvert á móti er það oft hugrekki að horfa út fyrir eigin þarfir og viðurkenna þörfina fyrir sameiginlega velferð. Þegar samúð er stimpluð sem “woke” eða “aumingjaskapur” missir umræðan af mikilvægi hennar fyrir heilbrigð og réttlát samfélög. Í stað þess að úthrópa þessi gildi ætti að viðurkenna þau sem grundvöll fyrir betra lífi fyrir alla. Við sósíalistar gerum okkur grein fyrir þessu. Höfundur er sósíalisti.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun