Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar 18. janúar 2025 19:31 Héraðsdómur og Hvammsvirkjun Þann 15. janúar síðastliðinn komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að leyfi sem gefið hafði verið út fyrir Hvammsvirkjun væri ólöglegt. Í dómnum var vísað í 18 gr. laga um stjórn vatnamála (36/2011), sem ýmsir hafa síðan tjáð sig um og sagt vera mistök. Mér virðist þessi grein reyndar vera nokkuð skynsamleg og líka mikilvæg. Í greininni er fjallað um skilyrði fyrir því að spilla megi vatnsheild, sem í lögunum er kallað að breyta vatnshloti. Þar segir að Umhverfisstofnun geti heimilað breytingu á vatnshloti m.a. vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar. Einnig er gert ráð fyrir að vatnshloti megi breyta ef um ný sjálfbær umsvif er að ræða eða þannig að ástandið fari úr „mjög gott“ í „gott“. En allar slíkar breytingar eru háðar öllum eftirfarandi skilyrðum: „(a) gripið sé til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, (b) tilgangur framkvæmdanna eða umsvifanna vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinnings fyrir heilsu og öryggi manna eða fyrir sjálfbæra þróun en ávinningur af því að umhverfismarkmið náist, (c) tilgangi framkvæmdanna eða umsvifanna verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Ég sé ekki betur en að engum af þessum skilyrðum hafi verið fullnægt í tilviki Hvammsvirkjunar. Skilyrði (a) kveður á um að minnka skaðann eins og kostur er. Talað er um að gripið sé til „allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum“. Meðal raunhæfra leiða til að draga úr skaðlegum áhrifum virkjunarinnar væri t.d. að lækka hana, segjum um þrjá metra eða svo. Slík lækkun myndi hafa veruleg áhrif til hins betra á umhverfið, en myndi vissulega líka skerða framleiðslugetu hennar um svona 10%. Skilyrði (b) vísar til almannaheilla sem Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, kvartaði yfir að væru illa skilgreind. Hann hefur líka haldið því fram að samfélagið þurfi á þessari virkjun að halda: „Stærsta áhyggjuefnið er að samfélagið þarf mjög á þessari orku að halda, í þeirri stöðu sem við erum í og vegna þeirra markmiða sem við höfum sett okkur. Þannig að afleiðingar á samfélagið eru að mínu mati mjög neikvæðar.“ (https://www.visir.is/g/20252675509d/domurinn-valdi-vonbrigdum-og-hafi-neikvaedar-afleidingar) Þetta er einfaldlega rangt hjá Herði. Þessi virkjun er ekki mikilvæg fyrir samfélagið, hvað þá almannaheill, eins og ég mun rekja í næsta hluta þessarar greinar. Skilyrði (c) kveður á um að tilgangi framkvæmdanna verði ekki náð með umhverfisvænni hætti. EF hægt er að virkja – hvort heldur vatn, jarðvarma eða vind – til að framleiða orku með umhverfisvænni hætti en gert yrði með Hvammsvirkjun þá er þessu skilyrði ekki fullnægt. Orka og almannaheill Orkumál varða sannarlega almannaheill og reyndar eru fá ríki heims jafn háð orkuframleiðslu og orkusölu um afkomu sína og Ísland. Það eru líka ýmis afmörkuð úrlausnarefni í orkumálum sem blasa við og varða almannaheill, eins og afhendingaröryggi á Vestfjörðum. En það er bara hrein vitleysa að það sé einhver samfélagsleg þörf fyrir Hvammsvirkjun, hvað þá að virkjunin sé nauðsynleg vegna almannaheillar. Í fyrsta lagi þá myndi Hvammsvirkjun ekki breyta miklu í orkuframleiðslu landsins. Gert er ráð fyrir að orkugeta hennar yrði 740 Gwst/ári, sem er um 3,6% af orkuframleiðslu ársins 2024. Þessi 3,6% skipta engum sköpum í kerfinu. Því hefur verið haldið fram að löngu sé orðið tímabært að virkja, að orkuframleiðsla hafi staðið í stað í mörg ár og því sé Hvammsvirkjun meira en tímabær. Það er ekki rétt. Frá 2014 til 2024 óx rafmagnsframleiðsla úr 18.122 Gwst/ári í 20.244 Gwst/ári, eða um 12%. Á þessum tíma óx rafmagnsframleiðsla með vatnsafli úr 12.873 Gwst/ári í 14.226 Gwst/ári, eða um 10,5%. Í þessu sambandi er líka vert að hafa í huga að Ísland er nú þegar mesti raforkunotandi í heimi, miðað við höfðatölu. Árið 2022 var staðan sú að Ísland var í fyrsta sæti um raforkunotkun með tæpar 54.000 Kwst á hvern íbúa á ári. Noregur var í öðru sæti með árlega raforkunotkun í kringum 28.000 Kwst á íbúa. Til samanburðar má nefna að samsvarandi tala fyrir Finnland er 13.000 Kwst og fyrir Þýskaland tæplega 7.000 Kwst. Það er einfaldlega ekki trúlegt að það hafi alvarlegar afleiðingar að þessi tala hækki ekki enn hraðar en hún hefur gert (sjá grein mína „Alveg í ruglinu“). Þess má svo líka geta að ýmsar aðrar virkjanir eru í býgerð, t.d. vindorkuverkið sem Landsvirkjun ætlar að reisa í Búrfellslundi sem gert er ráð fyrir að framleiði 440 Gwst/ári. Fleiri virkjanir eru svo á teikniborðinu þar sem ýmist er gert er ráð fyrir að beisla vatnsorku, jarðvarma eða vind. Almannaheill og stóriðja Þegar talað er um almannaheill er stundum látið að því liggja að við blasi orkuskortur og að við þurfum að virkja meira til að viðhalda lífskjörum í landinu og eiga orku fyrir orkuskipti. En þetta er enn ein vitleysan. Eins og staðan er í dag þá fer um 80% af framleiddu rafmagni til nokkurra stórnotenda, einkum álbræðsla. Á mynd 1 má sjá hvernig almenn notkun er í samanburði við stóriðjuna. Þróun raforkuframleiðslu og raforkunotkunar á árunum 2010 til 2019. Á mynd 1 sjáum við að raforkuframleiðslan er í heild um 20.000 Gwst/ári en að almenn notkun er vel innan við 5.000 Gwst/ári og hefur verið nokkuð stöðug í kringum 4.000 Gwst/ári undanfarinn áratug. En nú eru breyttir tímar, segir fólk, og bendir á að framundan séu orkuskipti sem kalli á mikla raforkuþörf. Þetta er vissulega satt og gera má ráð fyrir að orkuþörf til almennings tvöfaldist fram til ársins 2050. Mynd 2 sýnir stöðuna eins og hún er í dag og tvær spár, grunnspá og háspá. Á myndinni má sjá hvernig orkunotkun hefur þróast síðan 2005 og tvær sviðsmyndir af þróun orkunotkunar næstu 25 ár (Orkuspá Orkustofnunar 2024-2050, bls 22.) Eins og sjá má á mynd 2 gerir grunnspá um raforkuvinnslu ráð fyrir að almenn notkun verði ríflega 8.000 Gwst/ári þegar kemur fram á árið 2050. Það er um þriðjungur af núverandi raforkuframleiðslu. Hvammsvirkjun skiptir engum sköpun í þessu samhengi. Til að hafa nóga orku miðað við þessa spá væri nóg að endurnýja ekki raforkusamning við Rio Tinto sem rekur álbræðsluna í Straumsvík. Umsamin orkukaup þess eru 4.074 Gwst/ári. En væri ekki glapræði að endurnýja ekki orkusamninginn við Rio Tinto? Skilar álbræðslan ekki tekjum í ríkissjóð og til Landsvirkjunar, og skapar atvinnu á höfuðborgarsvæðinu? Vissulega, en sennilega fengist talsvert hærra verð fyrir rafmagn til orkuskipta heldur en til álbræðslu. Og ríkið hagnast á orkuskiptum, það mun spara sér miklar gjaldeyristekjur með minni innflutningi á olíu. Svo myndu orkuskiptin líka skapa störf, og líklega yrðu störf fyrir hverja Kwst/ári mun fleiri ef orkan yrði notuð í orkuskipti og smærri iðnað heldur en með því að veita henni til eins stórframleiðanda eins og álbræðslu. Þessar ríflega 4000 Gwst/ári sem fengjust inn í kerfið með því að loka álbræðslunni í Straumsvík myndu duga fyrir almennri orkuþörf til ársins 2050 miðað við háspána, en samkvæmt henni fer almenn notkun upp í ríflega 9.000 Gwst/ári. Af þessu er ljóst að það eru engir almannahagsmunir sem knýja á að valda stórkostlegum náttúruspjöllum í og kringum neðri hluta Þjórsár. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Héraðsdómur og Hvammsvirkjun Þann 15. janúar síðastliðinn komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að leyfi sem gefið hafði verið út fyrir Hvammsvirkjun væri ólöglegt. Í dómnum var vísað í 18 gr. laga um stjórn vatnamála (36/2011), sem ýmsir hafa síðan tjáð sig um og sagt vera mistök. Mér virðist þessi grein reyndar vera nokkuð skynsamleg og líka mikilvæg. Í greininni er fjallað um skilyrði fyrir því að spilla megi vatnsheild, sem í lögunum er kallað að breyta vatnshloti. Þar segir að Umhverfisstofnun geti heimilað breytingu á vatnshloti m.a. vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar. Einnig er gert ráð fyrir að vatnshloti megi breyta ef um ný sjálfbær umsvif er að ræða eða þannig að ástandið fari úr „mjög gott“ í „gott“. En allar slíkar breytingar eru háðar öllum eftirfarandi skilyrðum: „(a) gripið sé til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, (b) tilgangur framkvæmdanna eða umsvifanna vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinnings fyrir heilsu og öryggi manna eða fyrir sjálfbæra þróun en ávinningur af því að umhverfismarkmið náist, (c) tilgangi framkvæmdanna eða umsvifanna verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Ég sé ekki betur en að engum af þessum skilyrðum hafi verið fullnægt í tilviki Hvammsvirkjunar. Skilyrði (a) kveður á um að minnka skaðann eins og kostur er. Talað er um að gripið sé til „allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum“. Meðal raunhæfra leiða til að draga úr skaðlegum áhrifum virkjunarinnar væri t.d. að lækka hana, segjum um þrjá metra eða svo. Slík lækkun myndi hafa veruleg áhrif til hins betra á umhverfið, en myndi vissulega líka skerða framleiðslugetu hennar um svona 10%. Skilyrði (b) vísar til almannaheilla sem Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, kvartaði yfir að væru illa skilgreind. Hann hefur líka haldið því fram að samfélagið þurfi á þessari virkjun að halda: „Stærsta áhyggjuefnið er að samfélagið þarf mjög á þessari orku að halda, í þeirri stöðu sem við erum í og vegna þeirra markmiða sem við höfum sett okkur. Þannig að afleiðingar á samfélagið eru að mínu mati mjög neikvæðar.“ (https://www.visir.is/g/20252675509d/domurinn-valdi-vonbrigdum-og-hafi-neikvaedar-afleidingar) Þetta er einfaldlega rangt hjá Herði. Þessi virkjun er ekki mikilvæg fyrir samfélagið, hvað þá almannaheill, eins og ég mun rekja í næsta hluta þessarar greinar. Skilyrði (c) kveður á um að tilgangi framkvæmdanna verði ekki náð með umhverfisvænni hætti. EF hægt er að virkja – hvort heldur vatn, jarðvarma eða vind – til að framleiða orku með umhverfisvænni hætti en gert yrði með Hvammsvirkjun þá er þessu skilyrði ekki fullnægt. Orka og almannaheill Orkumál varða sannarlega almannaheill og reyndar eru fá ríki heims jafn háð orkuframleiðslu og orkusölu um afkomu sína og Ísland. Það eru líka ýmis afmörkuð úrlausnarefni í orkumálum sem blasa við og varða almannaheill, eins og afhendingaröryggi á Vestfjörðum. En það er bara hrein vitleysa að það sé einhver samfélagsleg þörf fyrir Hvammsvirkjun, hvað þá að virkjunin sé nauðsynleg vegna almannaheillar. Í fyrsta lagi þá myndi Hvammsvirkjun ekki breyta miklu í orkuframleiðslu landsins. Gert er ráð fyrir að orkugeta hennar yrði 740 Gwst/ári, sem er um 3,6% af orkuframleiðslu ársins 2024. Þessi 3,6% skipta engum sköpum í kerfinu. Því hefur verið haldið fram að löngu sé orðið tímabært að virkja, að orkuframleiðsla hafi staðið í stað í mörg ár og því sé Hvammsvirkjun meira en tímabær. Það er ekki rétt. Frá 2014 til 2024 óx rafmagnsframleiðsla úr 18.122 Gwst/ári í 20.244 Gwst/ári, eða um 12%. Á þessum tíma óx rafmagnsframleiðsla með vatnsafli úr 12.873 Gwst/ári í 14.226 Gwst/ári, eða um 10,5%. Í þessu sambandi er líka vert að hafa í huga að Ísland er nú þegar mesti raforkunotandi í heimi, miðað við höfðatölu. Árið 2022 var staðan sú að Ísland var í fyrsta sæti um raforkunotkun með tæpar 54.000 Kwst á hvern íbúa á ári. Noregur var í öðru sæti með árlega raforkunotkun í kringum 28.000 Kwst á íbúa. Til samanburðar má nefna að samsvarandi tala fyrir Finnland er 13.000 Kwst og fyrir Þýskaland tæplega 7.000 Kwst. Það er einfaldlega ekki trúlegt að það hafi alvarlegar afleiðingar að þessi tala hækki ekki enn hraðar en hún hefur gert (sjá grein mína „Alveg í ruglinu“). Þess má svo líka geta að ýmsar aðrar virkjanir eru í býgerð, t.d. vindorkuverkið sem Landsvirkjun ætlar að reisa í Búrfellslundi sem gert er ráð fyrir að framleiði 440 Gwst/ári. Fleiri virkjanir eru svo á teikniborðinu þar sem ýmist er gert er ráð fyrir að beisla vatnsorku, jarðvarma eða vind. Almannaheill og stóriðja Þegar talað er um almannaheill er stundum látið að því liggja að við blasi orkuskortur og að við þurfum að virkja meira til að viðhalda lífskjörum í landinu og eiga orku fyrir orkuskipti. En þetta er enn ein vitleysan. Eins og staðan er í dag þá fer um 80% af framleiddu rafmagni til nokkurra stórnotenda, einkum álbræðsla. Á mynd 1 má sjá hvernig almenn notkun er í samanburði við stóriðjuna. Þróun raforkuframleiðslu og raforkunotkunar á árunum 2010 til 2019. Á mynd 1 sjáum við að raforkuframleiðslan er í heild um 20.000 Gwst/ári en að almenn notkun er vel innan við 5.000 Gwst/ári og hefur verið nokkuð stöðug í kringum 4.000 Gwst/ári undanfarinn áratug. En nú eru breyttir tímar, segir fólk, og bendir á að framundan séu orkuskipti sem kalli á mikla raforkuþörf. Þetta er vissulega satt og gera má ráð fyrir að orkuþörf til almennings tvöfaldist fram til ársins 2050. Mynd 2 sýnir stöðuna eins og hún er í dag og tvær spár, grunnspá og háspá. Á myndinni má sjá hvernig orkunotkun hefur þróast síðan 2005 og tvær sviðsmyndir af þróun orkunotkunar næstu 25 ár (Orkuspá Orkustofnunar 2024-2050, bls 22.) Eins og sjá má á mynd 2 gerir grunnspá um raforkuvinnslu ráð fyrir að almenn notkun verði ríflega 8.000 Gwst/ári þegar kemur fram á árið 2050. Það er um þriðjungur af núverandi raforkuframleiðslu. Hvammsvirkjun skiptir engum sköpun í þessu samhengi. Til að hafa nóga orku miðað við þessa spá væri nóg að endurnýja ekki raforkusamning við Rio Tinto sem rekur álbræðsluna í Straumsvík. Umsamin orkukaup þess eru 4.074 Gwst/ári. En væri ekki glapræði að endurnýja ekki orkusamninginn við Rio Tinto? Skilar álbræðslan ekki tekjum í ríkissjóð og til Landsvirkjunar, og skapar atvinnu á höfuðborgarsvæðinu? Vissulega, en sennilega fengist talsvert hærra verð fyrir rafmagn til orkuskipta heldur en til álbræðslu. Og ríkið hagnast á orkuskiptum, það mun spara sér miklar gjaldeyristekjur með minni innflutningi á olíu. Svo myndu orkuskiptin líka skapa störf, og líklega yrðu störf fyrir hverja Kwst/ári mun fleiri ef orkan yrði notuð í orkuskipti og smærri iðnað heldur en með því að veita henni til eins stórframleiðanda eins og álbræðslu. Þessar ríflega 4000 Gwst/ári sem fengjust inn í kerfið með því að loka álbræðslunni í Straumsvík myndu duga fyrir almennri orkuþörf til ársins 2050 miðað við háspána, en samkvæmt henni fer almenn notkun upp í ríflega 9.000 Gwst/ári. Af þessu er ljóst að það eru engir almannahagsmunir sem knýja á að valda stórkostlegum náttúruspjöllum í og kringum neðri hluta Þjórsár. Höfundur er heimspekingur
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun