Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2025 08:49 Garðar Hannes Friðjónsson. EIK Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik. Þar segir að Garðar Hannes muni stýra félaginu áfram sem forstjóri fram yfir aðalfund félagsins sem ráðgert sé að halda þann 10. apríl næstkomandi. Haft er eftir Garðari Hannesi að hann sé afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja upp félagið frá upphafi þess árið 2002, allt frá því að vera eini starfsmaður þess, upp í það að félagið varð eitt af stærstu félögum á Íslandi sem og elsta skráða fasteignafélagið á aðallista kauphallar. „Það er búið að vera stórkostleg reynsla að fá að stýra félaginu í gegnum lífshlaup þess, hvort sem það var í með- eða mótvindi. Á þessum tímamótum er ég afar stoltur af þeim árangri sem félagið hefur náð. Félagið hefur skilað hærri ávöxtun eiginfjár en meðaltal skráðra fasteignafélaga frá skráningu þess að teknu tilliti til arðgreiðslna sem hafa verið þær hæstu á markaðnum. Sú vegferð sem mörkuð hefur verið og félagið er nú á felur í sér áframhaldandi tækifæri bæði að teknu tilliti til aukins rekstrarhagnaðar og þróunarmöguleika, sem áætlað er að raungerist á næstu misserum. Árangur þessi hefði ekki náðst nema vegna þess mannauðs sem félagið býr yfir í reynslumiklu og hæfu fólki. Sú starfsánægja og liðsheild sem okkur hefur auðnast að skapa er ekki sjálfsögð en er lykilatriði þegar kemur að árangri. Ánægja starfsfólks og sú gleði sem ríkir á vinnustaðnum er ég hvað stoltastur af. Ég óska félaginu, öllu því fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina, starfsfólki, stjórnarmönnum, viðskiptavinum og þeim fjárfestum sem komið hafa að félaginu áframhaldandi góðs gengis.“ Í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi Þá er haft eftir Bjarna K. Þorvarðarsyni, stjórnarformanni að hann vilji fyrir hönd stjórnar þakka Garðari Hannesi fyrir óeigingjarnt framlag til félagsins frá upphafi sem og fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf. „Mótun félagsins, uppbygging þess og áherslur, sem Garðar Hannes hefur leitt, hefur búið til öflugt arðgreiðslufélag sem hefur náð eftirtektarverðum árangri. Það er öllum félögum hollt að skoða endurnýjun á forystu þeirra með reglulegu millibili. Stjórn félagsins telur á þessum tímapunkti eðlilegt að endurnýjun eigi sér stað og þakkar Garðari Hannesi fyrir að breytingin sé gerð í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.“ Vistaskipti Eik fasteignafélag Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik. Þar segir að Garðar Hannes muni stýra félaginu áfram sem forstjóri fram yfir aðalfund félagsins sem ráðgert sé að halda þann 10. apríl næstkomandi. Haft er eftir Garðari Hannesi að hann sé afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja upp félagið frá upphafi þess árið 2002, allt frá því að vera eini starfsmaður þess, upp í það að félagið varð eitt af stærstu félögum á Íslandi sem og elsta skráða fasteignafélagið á aðallista kauphallar. „Það er búið að vera stórkostleg reynsla að fá að stýra félaginu í gegnum lífshlaup þess, hvort sem það var í með- eða mótvindi. Á þessum tímamótum er ég afar stoltur af þeim árangri sem félagið hefur náð. Félagið hefur skilað hærri ávöxtun eiginfjár en meðaltal skráðra fasteignafélaga frá skráningu þess að teknu tilliti til arðgreiðslna sem hafa verið þær hæstu á markaðnum. Sú vegferð sem mörkuð hefur verið og félagið er nú á felur í sér áframhaldandi tækifæri bæði að teknu tilliti til aukins rekstrarhagnaðar og þróunarmöguleika, sem áætlað er að raungerist á næstu misserum. Árangur þessi hefði ekki náðst nema vegna þess mannauðs sem félagið býr yfir í reynslumiklu og hæfu fólki. Sú starfsánægja og liðsheild sem okkur hefur auðnast að skapa er ekki sjálfsögð en er lykilatriði þegar kemur að árangri. Ánægja starfsfólks og sú gleði sem ríkir á vinnustaðnum er ég hvað stoltastur af. Ég óska félaginu, öllu því fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina, starfsfólki, stjórnarmönnum, viðskiptavinum og þeim fjárfestum sem komið hafa að félaginu áframhaldandi góðs gengis.“ Í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi Þá er haft eftir Bjarna K. Þorvarðarsyni, stjórnarformanni að hann vilji fyrir hönd stjórnar þakka Garðari Hannesi fyrir óeigingjarnt framlag til félagsins frá upphafi sem og fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf. „Mótun félagsins, uppbygging þess og áherslur, sem Garðar Hannes hefur leitt, hefur búið til öflugt arðgreiðslufélag sem hefur náð eftirtektarverðum árangri. Það er öllum félögum hollt að skoða endurnýjun á forystu þeirra með reglulegu millibili. Stjórn félagsins telur á þessum tímapunkti eðlilegt að endurnýjun eigi sér stað og þakkar Garðari Hannesi fyrir að breytingin sé gerð í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.“
Vistaskipti Eik fasteignafélag Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent