Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 13. janúar 2025 08:32 Það var með ólíkindum að horfa upp á það siðleysi sem forsvarsmenn Eflingar sýndu um nýliðna helgi, þegar þeir réðust með ósvífnum hætti inn á veitingastað í Kringlunni með skrílslæti, hávaða og látum. Í gulum vestum með gjallarhorn var öskrað á gesti staðarins og þá sem fyrir framan hann voru, að snæða ekki á staðnum. Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði. Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám. Orðræða forsvarsmanna Eflingar hefur verið með ólíkindum og einkennst af upphrópunum, ósannindum, hótunum, útúrsnúningi og er treyst á hið fornkveðna að lygin hafi ferðast um hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn hafi reimað á sig skóna. Einn stjórnarmanna Eflingar hefur líkt íslenskum veitingamönnum við sníkjudýr og spillta auðmenn sem geri ekki handtak á vinnustað. Í hvaða heimi lifir þetta fólk sem sér heiminn með þessum hætti? Íslenskir veitingamenn vinna líklega lengri vinnutíma en flestir og rekstur margra veitingastaða er í járnum. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur hér á landi, sem hefur verið algjör afgangsstærð í kjarasamningum hér á landi þar sem ekkert tillit er tekið til eðli rekstrarins, starfsumhverfisins eða slíkra þátta. Við stofnun stéttarfélagsins Virðingar, sem eru samtök starfsfólk veitingastaða, var gerður löglegur kjarasamningur sem miðar að því að hækka laun fastráðsins starfsfólks á kostnað ungs fólks sem vinnur stakar vaktir í stuttan tíma og heldur síðan sína leið. Slíkir samningar eru í gildi á hinum Norðurlöndunum og löngu kominn tími til að þeir tækju gildi hér. Þetta getur Efling ekki sætt sig við. Ástæðan er einföld og skýrist líklega best með þessari mynd og er frá Eflingu: Já, Efling er ekki aðeins að missa spón úr sínum aski, Efling er að missa mjög stóran spón. Mörg hundruð milljón krónur hverfa úr félagssjóðum Eflingar við það að aðilar á veitingamarkaði semji sín á milli, en ekki við Eflingu. Efing, sem vel að merkja, hafnaði að semja við SVEIT. Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalgeir Ásvaldsson Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Það var með ólíkindum að horfa upp á það siðleysi sem forsvarsmenn Eflingar sýndu um nýliðna helgi, þegar þeir réðust með ósvífnum hætti inn á veitingastað í Kringlunni með skrílslæti, hávaða og látum. Í gulum vestum með gjallarhorn var öskrað á gesti staðarins og þá sem fyrir framan hann voru, að snæða ekki á staðnum. Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði. Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám. Orðræða forsvarsmanna Eflingar hefur verið með ólíkindum og einkennst af upphrópunum, ósannindum, hótunum, útúrsnúningi og er treyst á hið fornkveðna að lygin hafi ferðast um hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn hafi reimað á sig skóna. Einn stjórnarmanna Eflingar hefur líkt íslenskum veitingamönnum við sníkjudýr og spillta auðmenn sem geri ekki handtak á vinnustað. Í hvaða heimi lifir þetta fólk sem sér heiminn með þessum hætti? Íslenskir veitingamenn vinna líklega lengri vinnutíma en flestir og rekstur margra veitingastaða er í járnum. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur hér á landi, sem hefur verið algjör afgangsstærð í kjarasamningum hér á landi þar sem ekkert tillit er tekið til eðli rekstrarins, starfsumhverfisins eða slíkra þátta. Við stofnun stéttarfélagsins Virðingar, sem eru samtök starfsfólk veitingastaða, var gerður löglegur kjarasamningur sem miðar að því að hækka laun fastráðsins starfsfólks á kostnað ungs fólks sem vinnur stakar vaktir í stuttan tíma og heldur síðan sína leið. Slíkir samningar eru í gildi á hinum Norðurlöndunum og löngu kominn tími til að þeir tækju gildi hér. Þetta getur Efling ekki sætt sig við. Ástæðan er einföld og skýrist líklega best með þessari mynd og er frá Eflingu: Já, Efling er ekki aðeins að missa spón úr sínum aski, Efling er að missa mjög stóran spón. Mörg hundruð milljón krónur hverfa úr félagssjóðum Eflingar við það að aðilar á veitingamarkaði semji sín á milli, en ekki við Eflingu. Efing, sem vel að merkja, hafnaði að semja við SVEIT. Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun