Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar 9. janúar 2025 07:01 Íslendingum finnst yfirleitt eðlilegt að skella í sig nokkrum bjórum á föstudagskvöldi, líða illa á laugardegi og ná sér ekki fyrr en um miðja viku. En um leið og við heyrum um hugvíkkandi efni, eins og sveppi, erum við fljót að dæma þau sem hættuleg fíkniefni. Þetta var líka mín upplifun fyrir nokkrum árum. Ég var sannfærður um að þessi efni væru stórskaðleg og ættu ekkert erindi í umræðu um geðheilbrigði. En forvitni mín varð sterkari en dómharkan. Fyrir nokkrum árum fór ég að lesa mér til um hugvíkkandi efni, sérstaklega psilocybinsveppi. Mér fannst áhugavert hvernig vísindamenn og hugsuðir fjölluðu um möguleg jákvæð áhrif þessara efna þegar þau eru notuð í öruggu umhverfi með fagaðstoð. Þegar ég kafaði dýpra í rannsóknir sá ég að psilocybinsveppir hafa verið rannsakaðir sem meðferðarúrræði við alvarlegu þunglyndi, kvíða, fíkn og áföllum. Kerfisbundnar yfirlitsgreinar, sem taka saman niðurstöður margra rannsókna, benda til þess að þessi efni geti haft veruleg jákvæð áhrif á geðheilbrigði. Til dæmis sýna rannsóknir að hugvíkkandi efni geta sterklega minnkað kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er þó að nefna að flestar rannsóknir eru á byrjunarstigi. Því þarf meiri gögn og lengri eftirfylgni til að staðfesta niðurstöður. Engu að síður sýna rannsóknir að árangur byggist á réttri umgjörð þar sem þátttakendur fá faglega leiðsögn og stuðning. Hver er lærdómurinn? Það er mikilvægt að nálgast þessi efni með forvitni og opnum huga. Þetta þýðir ekki að við eigum að samþykkja þau án umhugsunar, heldur að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rannsóknum, frekar en fordómum. Þetta er einmitt sem þú getur gert á ráðstefnunni Psychedelics as Medicine í febrúar næstkomandi. Þar munu leiðandi sérfræðingar deila nýjustu rannsóknum á þessu sviði. Hvort sem þú sannfærist eða ekki, þá er það ábyrgð okkar að halda opnu fyrir umræðu sem gæti breytt lífum fólks til hins betra. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði. Heimildir Aday, J. S., Mitzkovitz, C. M., Bloesch, E. K., Davoli, C. C., & Davis, A. K. (2020). Long-term effects of psychedelic drugs: A systematic review. Neuroscience & Biobehavioral Reviews, 113, 179–189. https://doi.org/10.1016/j.neubiorev.2020.03.017 Amada, N., & Shane, J. (2022). Self-Actualization and the Integration of Psychedelic Experience: The Mediating Role of Perceived Benefits to Narrative Self-Functioning. Journal of Humanistic Psychology, 002216782210996. https://doi.org/10.1177/00221678221099680 Andersen, K. A. A., Carhart‐Harris, R., Nutt, D. J., & Erritzoe, D. (2021). Therapeutic effects of classic serotonergic psychedelics: A systematic review of modern‐era clinical studies. Acta Psychiatrica Scandinavica, 143(2), 101–118. https://doi.org/10.1111/acps.13249 Ko, K., Kopra, E. I., Cleare, A. J., & Rucker, J. J. (2023). Psychedelic therapy for depressive symptoms: A systematic review and meta-analysis. Journal of Affective Disorders, 322, 194–204. https://doi.org/10.1016/j.jad.2022.09.168 Leger, R. F., & Unterwald, E. M. (2022). Assessing the effects of methodological differences on outcomes in the use of psychedelics in the treatment of anxiety and depressive disorders: A systematic review and meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 36(1), 20–30. https://doi.org/10.1177/02698811211044688 Marchi, M., Farina, R., Rachedi, K., Laonigro, F., Žuljević, M. F., Pingani, L., Ferrari, S., Somers, M., Boks, M. P. M., & Galeazzi, G. M. (2024). Psychedelics as an intervention for psychological, existential distress in terminally ill patients: A systematic review and network meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 02698811241303594. https://doi.org/10.1177/02698811241303594 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Íslendingum finnst yfirleitt eðlilegt að skella í sig nokkrum bjórum á föstudagskvöldi, líða illa á laugardegi og ná sér ekki fyrr en um miðja viku. En um leið og við heyrum um hugvíkkandi efni, eins og sveppi, erum við fljót að dæma þau sem hættuleg fíkniefni. Þetta var líka mín upplifun fyrir nokkrum árum. Ég var sannfærður um að þessi efni væru stórskaðleg og ættu ekkert erindi í umræðu um geðheilbrigði. En forvitni mín varð sterkari en dómharkan. Fyrir nokkrum árum fór ég að lesa mér til um hugvíkkandi efni, sérstaklega psilocybinsveppi. Mér fannst áhugavert hvernig vísindamenn og hugsuðir fjölluðu um möguleg jákvæð áhrif þessara efna þegar þau eru notuð í öruggu umhverfi með fagaðstoð. Þegar ég kafaði dýpra í rannsóknir sá ég að psilocybinsveppir hafa verið rannsakaðir sem meðferðarúrræði við alvarlegu þunglyndi, kvíða, fíkn og áföllum. Kerfisbundnar yfirlitsgreinar, sem taka saman niðurstöður margra rannsókna, benda til þess að þessi efni geti haft veruleg jákvæð áhrif á geðheilbrigði. Til dæmis sýna rannsóknir að hugvíkkandi efni geta sterklega minnkað kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er þó að nefna að flestar rannsóknir eru á byrjunarstigi. Því þarf meiri gögn og lengri eftirfylgni til að staðfesta niðurstöður. Engu að síður sýna rannsóknir að árangur byggist á réttri umgjörð þar sem þátttakendur fá faglega leiðsögn og stuðning. Hver er lærdómurinn? Það er mikilvægt að nálgast þessi efni með forvitni og opnum huga. Þetta þýðir ekki að við eigum að samþykkja þau án umhugsunar, heldur að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rannsóknum, frekar en fordómum. Þetta er einmitt sem þú getur gert á ráðstefnunni Psychedelics as Medicine í febrúar næstkomandi. Þar munu leiðandi sérfræðingar deila nýjustu rannsóknum á þessu sviði. Hvort sem þú sannfærist eða ekki, þá er það ábyrgð okkar að halda opnu fyrir umræðu sem gæti breytt lífum fólks til hins betra. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði. Heimildir Aday, J. S., Mitzkovitz, C. M., Bloesch, E. K., Davoli, C. C., & Davis, A. K. (2020). Long-term effects of psychedelic drugs: A systematic review. Neuroscience & Biobehavioral Reviews, 113, 179–189. https://doi.org/10.1016/j.neubiorev.2020.03.017 Amada, N., & Shane, J. (2022). Self-Actualization and the Integration of Psychedelic Experience: The Mediating Role of Perceived Benefits to Narrative Self-Functioning. Journal of Humanistic Psychology, 002216782210996. https://doi.org/10.1177/00221678221099680 Andersen, K. A. A., Carhart‐Harris, R., Nutt, D. J., & Erritzoe, D. (2021). Therapeutic effects of classic serotonergic psychedelics: A systematic review of modern‐era clinical studies. Acta Psychiatrica Scandinavica, 143(2), 101–118. https://doi.org/10.1111/acps.13249 Ko, K., Kopra, E. I., Cleare, A. J., & Rucker, J. J. (2023). Psychedelic therapy for depressive symptoms: A systematic review and meta-analysis. Journal of Affective Disorders, 322, 194–204. https://doi.org/10.1016/j.jad.2022.09.168 Leger, R. F., & Unterwald, E. M. (2022). Assessing the effects of methodological differences on outcomes in the use of psychedelics in the treatment of anxiety and depressive disorders: A systematic review and meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 36(1), 20–30. https://doi.org/10.1177/02698811211044688 Marchi, M., Farina, R., Rachedi, K., Laonigro, F., Žuljević, M. F., Pingani, L., Ferrari, S., Somers, M., Boks, M. P. M., & Galeazzi, G. M. (2024). Psychedelics as an intervention for psychological, existential distress in terminally ill patients: A systematic review and network meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 02698811241303594. https://doi.org/10.1177/02698811241303594
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun