Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar 8. janúar 2025 00:00 Nú er nýtt ár gengið í garð og ný ríkisstjórn tekin við. Það var ánægjulegt þegar nýja ríkisstjórnin tilkynnti að hún hafi engin áform um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kennir hins vegar ýmissa grasa. Til að mynda hyggist hún rukka ferðamenn um auðlindagjald fyrir aðgang að náttúruperlum, en á meðan verið er að útfæra slíka gjaldtöku skal innheimta komugjöld. Sú yfirlýsing hefur vakið upp ýmsar spurningar svo vægt sé til orða tekið. Samhengi hlutanna skiptir máli Á dögunum samþykkti Alþingi enn eina nær fyrirvaralausa hækkun á gistináttaskatti og að innviðagjald skuli lagt á farþega skemmtiferðaskipa. Þá hafa meðal annars hömlulaus bílastæðagjöld haldið áfram að spretta upp við margar af helstu náttúruperlum landsins og ný gestagjöld litið dagsins ljós innan þjóðgarða, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Það er því varhugavert að ofan á nýjar álögur og hækkanir á þeim sem fyrir voru eigi nú að bæta enn frekar í. Það er ekki eitt, það er allt. Þó óljóst sé hvernig boðuð auðlinda- og komugjöld nýrrar ríkisstjórnar eigi að líta út þá er ljóst að slík gjöld munu vera til þess fallin að leiða til enn frekari verðhækkana á íslenskri ferðaþjónustu. Rannsóknir sýna að ferðaþjónusta er fremur næm fyrir verðbreytingum. Það liggur fyrir að óhóflegar hækkanir skatta og gjalda sem og nýjar álögur geta dregið úr komum erlendra ferðamanna til þess áfangastaðar sem fyrir barðinu verður. Það er ekki sjálfsagt að erlendir ferðamenn kjósi að ferðast til Íslands fremur en til annarra áfangastaða. Fari svo að ferðamönnum fækki hér á landi hefur það ekki aðeins bein áhrif á ferðaþjónustuna heldur á atvinnulífið í heild enda eru einnig óbein og afleidd áhrif sem fylgja slíkri þróun sem eiga það oft til að gleymast í umræðunni. Auknar álögur ekki svarið Jafn opið orðalag og raun ber vitni í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar varðandi boðuð auðlinda- og komugjöld felur sömuleiðis í sér aukna óvissu þar sem hvorki er vitað hvernig þau verða né hvenær eða hvort þau eigi að taka gildi. Sú staðreynd ein og sér dregur úr fyrirsjáanleika og leggur stein í götu fyrirtækja sem geta þá síður gert raunhæfar áætlanir til framtíðar. Í slíku umhverfi er það almennt svo að fyrirtæki halda að sér höndum, fjárfestingar þeirra verða minni en ella og það dregur að öðru óbreyttu úr verðmætasköpun. Mikilvægi þess að stjórnvöld lágmarki óvissu og tryggi atvinnulífinu fyrirsjáanleika er óumdeilanlegt. Ferðaþjónustan er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og skapar um 9% af verðmætasköpun landsins. Það er óþarfi að leggja nú samkeppnishæfni Íslands og íslenskrar ferðaþjónustu að veði. Nær engin umræða hefur orðið samhliða stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar um þær álögur sem fyrir eru. Auknar álögur geta einfaldlega ekki alltaf verið svar stjórnvalda enda eru skatttekjur ekki ótæmandi uppspretta. Samhengi hlutanna skiptir máli. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Nú er nýtt ár gengið í garð og ný ríkisstjórn tekin við. Það var ánægjulegt þegar nýja ríkisstjórnin tilkynnti að hún hafi engin áform um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kennir hins vegar ýmissa grasa. Til að mynda hyggist hún rukka ferðamenn um auðlindagjald fyrir aðgang að náttúruperlum, en á meðan verið er að útfæra slíka gjaldtöku skal innheimta komugjöld. Sú yfirlýsing hefur vakið upp ýmsar spurningar svo vægt sé til orða tekið. Samhengi hlutanna skiptir máli Á dögunum samþykkti Alþingi enn eina nær fyrirvaralausa hækkun á gistináttaskatti og að innviðagjald skuli lagt á farþega skemmtiferðaskipa. Þá hafa meðal annars hömlulaus bílastæðagjöld haldið áfram að spretta upp við margar af helstu náttúruperlum landsins og ný gestagjöld litið dagsins ljós innan þjóðgarða, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Það er því varhugavert að ofan á nýjar álögur og hækkanir á þeim sem fyrir voru eigi nú að bæta enn frekar í. Það er ekki eitt, það er allt. Þó óljóst sé hvernig boðuð auðlinda- og komugjöld nýrrar ríkisstjórnar eigi að líta út þá er ljóst að slík gjöld munu vera til þess fallin að leiða til enn frekari verðhækkana á íslenskri ferðaþjónustu. Rannsóknir sýna að ferðaþjónusta er fremur næm fyrir verðbreytingum. Það liggur fyrir að óhóflegar hækkanir skatta og gjalda sem og nýjar álögur geta dregið úr komum erlendra ferðamanna til þess áfangastaðar sem fyrir barðinu verður. Það er ekki sjálfsagt að erlendir ferðamenn kjósi að ferðast til Íslands fremur en til annarra áfangastaða. Fari svo að ferðamönnum fækki hér á landi hefur það ekki aðeins bein áhrif á ferðaþjónustuna heldur á atvinnulífið í heild enda eru einnig óbein og afleidd áhrif sem fylgja slíkri þróun sem eiga það oft til að gleymast í umræðunni. Auknar álögur ekki svarið Jafn opið orðalag og raun ber vitni í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar varðandi boðuð auðlinda- og komugjöld felur sömuleiðis í sér aukna óvissu þar sem hvorki er vitað hvernig þau verða né hvenær eða hvort þau eigi að taka gildi. Sú staðreynd ein og sér dregur úr fyrirsjáanleika og leggur stein í götu fyrirtækja sem geta þá síður gert raunhæfar áætlanir til framtíðar. Í slíku umhverfi er það almennt svo að fyrirtæki halda að sér höndum, fjárfestingar þeirra verða minni en ella og það dregur að öðru óbreyttu úr verðmætasköpun. Mikilvægi þess að stjórnvöld lágmarki óvissu og tryggi atvinnulífinu fyrirsjáanleika er óumdeilanlegt. Ferðaþjónustan er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs og skapar um 9% af verðmætasköpun landsins. Það er óþarfi að leggja nú samkeppnishæfni Íslands og íslenskrar ferðaþjónustu að veði. Nær engin umræða hefur orðið samhliða stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar um þær álögur sem fyrir eru. Auknar álögur geta einfaldlega ekki alltaf verið svar stjórnvalda enda eru skatttekjur ekki ótæmandi uppspretta. Samhengi hlutanna skiptir máli. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar