Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar 5. janúar 2025 12:01 Ég hef í spjalli við ýmsa orðið þess áskynja að sumir trúa lyginni sem haldið hefur verið að fólki árum saman um „áframhald“ aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þannig hefur fólk í Viðreisn, Samfylkingu og aðrir með sambærilega siðferðisvitund hamrað á því að hægt sé að setjast niður í einhverskonar óformlegt kaffispjall við ESB í þeim tilgangi að komast að því „hvað sé í boði“ fyrir Ísland ef landið gengi í sambandið. Þegar þeir svo neyðast í rökræður um hvernig þessu er í raun háttað vísa þeir einatt í að Norðmenn hafi einmitt gert þetta áður. Á sama hátt og að fullyrðingin um „áframhald“ viðræðna er blekking, þá er það líka fals að halda því fram að Ísland geti fetað sömu slóð og Noregur á sínum tíma þar sem ESB breytti inngönguferli umsóknarríkja eftir seinni höfnun Noregs yfir í aðlögunarferli þar sem hvert umsóknarríki aðlagi lög, reglur og stofnanaumhverfi viðkomandi lands að kröfum ESB samhliða viðræðunum. Þannig verði umsóknarríkið búið að innleiða öll lög, allar reglur og allar aðrar kröfur sambandsins í lok viðræðnanna. Í þessu ljósi er önnur kosning almennings á þeim tímapunkti sýndarmennska og blekking. Íslendingar voru svo ólánsamir að fá yfir sig ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 sem sótti um aðild að Evrópusambandinu. Það gerði hún eftir stærstu kosningasvik Íslandssögunnar sem formaður Vinstri grænna, Steingrímur Jóhann Sigfússon, á „heiðurinn“ að. Hann lofaði ítrekað í aðdraganda kosninga að VG myndi aldrei taka þátt í að sækja um aðild að ESB kæmust þeir í ríkisstjórn. Út á þessi loforð fékk hann mjög mörg atkvæði fólks sem annars hefði aldrei kosið flokk hans, en kjósendur voru varla komnir út úr kjörklefanum þegar hnífasettið stóð í baki þeirra. Aðildarviðræður Íslendinga reyndust (eins og margir vissu) vera aðlögunarviðræður og á þeim tíma sem þær stóðu yfir véluðu ráðherrar og embættismenn um umbreytingu Íslands á þeim sviðum sem hverju sinni voru í umræðuferli. Aðlögunarferlið rak svo í rogastans þegar að því kom að gefa eftir stjórn sjávarauðlinda Íslands til skrifstofumanna í Brussel. Auðvitað vissu allir að það væri ein slæmra afleiðinga inngöngu í sambandið, en á þessum tímapunkti hættu blekkingar stjórnarliða að virka og Ísland slapp með skrekkinn þegar aðlögunarumsóknin var sett á ís. Næsta ríkisstjórn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stýrði tók svo að sér að loka endanlega fyrir blekkingaleik fyrri stjórnvalda með afgerandi hætti sem Evrópusambandið átti ekki annars kost en að taka undir. Í ljósi ofanritaðs má öllum vera ljóst að Ísland er ekki umsóknarríki um aðild að ESB. Þannig afhjúpast blekkingarleikur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um að kosið skuli um áframhald viðræðna við sambandið því ekki er hægt að taka upp þráðinn á því sem ekki er til staðar. Það er ekki heldur hægt að kjósa um að „kíkja í pakkann“, heldur þyrfti að sækja að nýju um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem er allt annar hlutur. Þá er með öllu óvíst að aðildarríki ESB kæri sig um aðra slíka umsókn vitandi það að hvorki ríkisstjórn Íslands, Alþingi eða íslenskur almenningur er samstíga um inngöngu. Í raun eru Íslendingar mótfallnir því að binda trúss sitt frekar en orðið er við ríkjasamband ESB vitandi að hagsmunir Íslendinga yrðu þar fyrir borð bornir, en í ljósi þess að mannfjöldi ríkjanna ræður valdahlutföllunum og í ESB eru um 500 milljónir manns á meðan Íslendingar eru innan við 400 þúsund. Íslendingar ættu að einbeita sér að þeim málum sem lagfæra þarf hér innanlands fremur en að steypa þjóðinni í uppnám næstu árin með umræðum um aðildarumsókn að ESB og öllum þeim gífurlega kostnaði sem slíkri umsókn myndi fylgja. Íslendingar eru stolt sjálfstæð þjóð sem þarf ekki að láta segja sér fyrir verkum og verandi utan ríkjabandalags Evrópusambandsins erum við þjóð meðal þjóða og höfum okkar eigin rödd. Höldum áfram að vera sjálfstæð fullvalda þjóð. Áfram Ísland. Höfundur er stoltur Íslendingur og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Högni Elfar Gylfason Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef í spjalli við ýmsa orðið þess áskynja að sumir trúa lyginni sem haldið hefur verið að fólki árum saman um „áframhald“ aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þannig hefur fólk í Viðreisn, Samfylkingu og aðrir með sambærilega siðferðisvitund hamrað á því að hægt sé að setjast niður í einhverskonar óformlegt kaffispjall við ESB í þeim tilgangi að komast að því „hvað sé í boði“ fyrir Ísland ef landið gengi í sambandið. Þegar þeir svo neyðast í rökræður um hvernig þessu er í raun háttað vísa þeir einatt í að Norðmenn hafi einmitt gert þetta áður. Á sama hátt og að fullyrðingin um „áframhald“ viðræðna er blekking, þá er það líka fals að halda því fram að Ísland geti fetað sömu slóð og Noregur á sínum tíma þar sem ESB breytti inngönguferli umsóknarríkja eftir seinni höfnun Noregs yfir í aðlögunarferli þar sem hvert umsóknarríki aðlagi lög, reglur og stofnanaumhverfi viðkomandi lands að kröfum ESB samhliða viðræðunum. Þannig verði umsóknarríkið búið að innleiða öll lög, allar reglur og allar aðrar kröfur sambandsins í lok viðræðnanna. Í þessu ljósi er önnur kosning almennings á þeim tímapunkti sýndarmennska og blekking. Íslendingar voru svo ólánsamir að fá yfir sig ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 sem sótti um aðild að Evrópusambandinu. Það gerði hún eftir stærstu kosningasvik Íslandssögunnar sem formaður Vinstri grænna, Steingrímur Jóhann Sigfússon, á „heiðurinn“ að. Hann lofaði ítrekað í aðdraganda kosninga að VG myndi aldrei taka þátt í að sækja um aðild að ESB kæmust þeir í ríkisstjórn. Út á þessi loforð fékk hann mjög mörg atkvæði fólks sem annars hefði aldrei kosið flokk hans, en kjósendur voru varla komnir út úr kjörklefanum þegar hnífasettið stóð í baki þeirra. Aðildarviðræður Íslendinga reyndust (eins og margir vissu) vera aðlögunarviðræður og á þeim tíma sem þær stóðu yfir véluðu ráðherrar og embættismenn um umbreytingu Íslands á þeim sviðum sem hverju sinni voru í umræðuferli. Aðlögunarferlið rak svo í rogastans þegar að því kom að gefa eftir stjórn sjávarauðlinda Íslands til skrifstofumanna í Brussel. Auðvitað vissu allir að það væri ein slæmra afleiðinga inngöngu í sambandið, en á þessum tímapunkti hættu blekkingar stjórnarliða að virka og Ísland slapp með skrekkinn þegar aðlögunarumsóknin var sett á ís. Næsta ríkisstjórn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stýrði tók svo að sér að loka endanlega fyrir blekkingaleik fyrri stjórnvalda með afgerandi hætti sem Evrópusambandið átti ekki annars kost en að taka undir. Í ljósi ofanritaðs má öllum vera ljóst að Ísland er ekki umsóknarríki um aðild að ESB. Þannig afhjúpast blekkingarleikur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um að kosið skuli um áframhald viðræðna við sambandið því ekki er hægt að taka upp þráðinn á því sem ekki er til staðar. Það er ekki heldur hægt að kjósa um að „kíkja í pakkann“, heldur þyrfti að sækja að nýju um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem er allt annar hlutur. Þá er með öllu óvíst að aðildarríki ESB kæri sig um aðra slíka umsókn vitandi það að hvorki ríkisstjórn Íslands, Alþingi eða íslenskur almenningur er samstíga um inngöngu. Í raun eru Íslendingar mótfallnir því að binda trúss sitt frekar en orðið er við ríkjasamband ESB vitandi að hagsmunir Íslendinga yrðu þar fyrir borð bornir, en í ljósi þess að mannfjöldi ríkjanna ræður valdahlutföllunum og í ESB eru um 500 milljónir manns á meðan Íslendingar eru innan við 400 þúsund. Íslendingar ættu að einbeita sér að þeim málum sem lagfæra þarf hér innanlands fremur en að steypa þjóðinni í uppnám næstu árin með umræðum um aðildarumsókn að ESB og öllum þeim gífurlega kostnaði sem slíkri umsókn myndi fylgja. Íslendingar eru stolt sjálfstæð þjóð sem þarf ekki að láta segja sér fyrir verkum og verandi utan ríkjabandalags Evrópusambandsins erum við þjóð meðal þjóða og höfum okkar eigin rödd. Höldum áfram að vera sjálfstæð fullvalda þjóð. Áfram Ísland. Höfundur er stoltur Íslendingur og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun