Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar 2. janúar 2025 14:02 Þvert gegn grunngildum íþrótta Ég lít á íþróttastarfsemi á Íslandi sem ómetanlegan þátt í samfélaginu okkar, þar sem hún þjónar heilsueflingu, forvörnum og félagslegri uppbyggingu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Hugmyndin um sölu áfengis og annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga vekur miklar áhyggjur. Mér finnst þetta ekki samræmast þeim gildum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Áfengissala á íþróttaviðburðum Ég tek undir ályktun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT), sem á haustfundi sínum lýsti yfir áhyggjum af áfengissölu á íþróttaviðburðum.Að mínu mati grefur sala á áfengi á slíkum vettvangi undan þeim jákvæðu gildum sem íþróttirnar standa fyrir og sendir röng skilaboð til barna og ungmenna. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttafélög til að standa vörð um gildi íþróttahreyfingarinnar og forðast sölu áfengis eða annarra vímuefna á viðburðum. Ég trúi því að við berum ábyrgð á því að tryggja að allir íþróttaviðburðir séu fjölskylduvænir, stuðli að heilbrigðu samfélagi og viðhaldi trausti og trúverðugleika íþróttanna. Hvar á að stoppa? Ég spyr sjálfan mig: Hvar eigum við að draga mörkin? Með sama rökstuðningi sem notaður er til að réttlæta áfengissölu gæti einhver viljað leyfa sölu annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga. Mér finnst það grafalvarlegt að hugsa til þess að börn gætu staðið við söluborð eða gengið í hús með Vape, nikótínpúða eða önnur vímuefni til fjáröflunar fyrir deildir eða félög. Ég tel nauðsynlegt að tryggja að fjáröflun íþróttafélaga sé í samræmi við þessi gildi. Að leyfa sölu á áfengi eða öðrum vímuefnum til styrktar íþróttafélögum setur í hættu samfélagslega ábyrgð íþróttanna og sendir röng skilaboð til næstu kynslóða. Ekki líku við að jafna Þegar íslensk íþróttafélög reyna að miða sig við erlenda aðila, sérstaklega einkahlutafélög sem starfa á atvinnumarkaði, er nauðsynlegt að hafa í huga að ekki er líku við að jafna. Íslenskt íþróttalíf byggir á sjálfboðaliðastarfi og samfélagslegum gildum, á meðan rekstrarform erlendra félaga getur oft einkennst af viðskiptahagsmunum. Þessi munur skiptir máli, sérstaklega þegar kemur að fjáröflun. Það má einnig hafa í huga að erlendis er litið til á íslenskra íþróttaviðburða og þeirrar góðu menninguna sem eru í kringum þá. Fjölskylduvænt umhverfi íslenskra íþrótta hefur vakið athygli og aðdáun. Með því að viðhalda þessum gildum tryggjum við að íslenskt íþróttalíf haldi áfram að vera til fyrirmyndar, bæði innanlands og utan. Aðrar leiðir í fjáröflun Ég vil hafna allri sölu vímuefna á íþróttakappleikjum og heldur leggja áherslu á að finna aðrar leiðir til fjáröflunar sem styrkja íþróttahreyfinguna án þess að rýra grunngildi hennar. Með því tryggjum við að íþróttahreyfingin standi sterk á þeim grunni sem hún byggir á – heilbrigði, samheldni og virðingu. Höfundur er íþrótta- og tómstundafulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Íþróttir barna Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þvert gegn grunngildum íþrótta Ég lít á íþróttastarfsemi á Íslandi sem ómetanlegan þátt í samfélaginu okkar, þar sem hún þjónar heilsueflingu, forvörnum og félagslegri uppbyggingu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Hugmyndin um sölu áfengis og annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga vekur miklar áhyggjur. Mér finnst þetta ekki samræmast þeim gildum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Áfengissala á íþróttaviðburðum Ég tek undir ályktun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT), sem á haustfundi sínum lýsti yfir áhyggjum af áfengissölu á íþróttaviðburðum.Að mínu mati grefur sala á áfengi á slíkum vettvangi undan þeim jákvæðu gildum sem íþróttirnar standa fyrir og sendir röng skilaboð til barna og ungmenna. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttafélög til að standa vörð um gildi íþróttahreyfingarinnar og forðast sölu áfengis eða annarra vímuefna á viðburðum. Ég trúi því að við berum ábyrgð á því að tryggja að allir íþróttaviðburðir séu fjölskylduvænir, stuðli að heilbrigðu samfélagi og viðhaldi trausti og trúverðugleika íþróttanna. Hvar á að stoppa? Ég spyr sjálfan mig: Hvar eigum við að draga mörkin? Með sama rökstuðningi sem notaður er til að réttlæta áfengissölu gæti einhver viljað leyfa sölu annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga. Mér finnst það grafalvarlegt að hugsa til þess að börn gætu staðið við söluborð eða gengið í hús með Vape, nikótínpúða eða önnur vímuefni til fjáröflunar fyrir deildir eða félög. Ég tel nauðsynlegt að tryggja að fjáröflun íþróttafélaga sé í samræmi við þessi gildi. Að leyfa sölu á áfengi eða öðrum vímuefnum til styrktar íþróttafélögum setur í hættu samfélagslega ábyrgð íþróttanna og sendir röng skilaboð til næstu kynslóða. Ekki líku við að jafna Þegar íslensk íþróttafélög reyna að miða sig við erlenda aðila, sérstaklega einkahlutafélög sem starfa á atvinnumarkaði, er nauðsynlegt að hafa í huga að ekki er líku við að jafna. Íslenskt íþróttalíf byggir á sjálfboðaliðastarfi og samfélagslegum gildum, á meðan rekstrarform erlendra félaga getur oft einkennst af viðskiptahagsmunum. Þessi munur skiptir máli, sérstaklega þegar kemur að fjáröflun. Það má einnig hafa í huga að erlendis er litið til á íslenskra íþróttaviðburða og þeirrar góðu menninguna sem eru í kringum þá. Fjölskylduvænt umhverfi íslenskra íþrótta hefur vakið athygli og aðdáun. Með því að viðhalda þessum gildum tryggjum við að íslenskt íþróttalíf haldi áfram að vera til fyrirmyndar, bæði innanlands og utan. Aðrar leiðir í fjáröflun Ég vil hafna allri sölu vímuefna á íþróttakappleikjum og heldur leggja áherslu á að finna aðrar leiðir til fjáröflunar sem styrkja íþróttahreyfinguna án þess að rýra grunngildi hennar. Með því tryggjum við að íþróttahreyfingin standi sterk á þeim grunni sem hún byggir á – heilbrigði, samheldni og virðingu. Höfundur er íþrótta- og tómstundafulltrúi
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun