„Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. desember 2024 09:02 „Þetta er algerlega galið,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmður Flokks fólksins og nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Útvarpi Sögu 12. september síðastliðinn. Tilefnið var frumvarp sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, hugðist leggja fram í annað sinn varðandi svonefnda bókun 35 við EES-samninginn sem felur í sér að almenn lög hér á landi sem eigi uppruna sinn í regluverki Evrópusambandsins í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem er innlend að uppruna. „Þetta gengur ekki að stjórnarskránni vegna þess að þú getur ekki sagt í almennum lögum að ein tegund almennra laga sem á uppruna sinn í Brussel gangi framar öðrum. Þú verður að gera það í stjórnarskrá, að sjálfsögðu,“ sagði Eyjólfur enn fremur. „Þannig að ég vona að þetta verði bara ein tilraunin enn til þess að leggja þetta fram og það verði ekkert af þessu. Ég bara trúi ekki öðru. Við munum allavega, sem höfum áhuga á að verja fullveldi þessa samfélags, fullveldi Íslands, þeir munu berjast gegn þessu og ég ætla að gera það.“ Hins vegar var haft eftir Eyjólfi á Vísir.is á þorláksmessu að hann ætlaði að greiða atkvæði með fyrirhuguðu frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um málið. Spurður út í áðurnefnd og önnur orð hans fyrir kosningarnar gegn málinu sagði Eyjólfur að kveðið væri á um samþykkt bókunar 35 í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fyrir vikið myndi hann styðja það: „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag.“ Hvergi er hins vegar kveðið á um málið sem slíkt í stjórnarsáttmálanum. Með öðrum orðum hyggst Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt meðal annars með áherzlu á Evrópurétt, greiða atkvæði með frumvarpi sem hann hefur sjálfur lýst því yfir, ásamt ófáum lögspekingum, að fari gegn stjórnarskrá lýðveldisins af þeirri einu ástæðu að hann er kominn í ríkisstjórn og ekki lengur í stjórnarandstöðu. Mál sem hvergi er að finna í stjórnarsáttmálanum þrátt fyrir fullyrðingu hans um annað sem aftur vekur eðlilega upp spurningar um það hvort hann hafi lesið sáttmálann áður en hann var samþykktur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
„Þetta er algerlega galið,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmður Flokks fólksins og nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Útvarpi Sögu 12. september síðastliðinn. Tilefnið var frumvarp sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, hugðist leggja fram í annað sinn varðandi svonefnda bókun 35 við EES-samninginn sem felur í sér að almenn lög hér á landi sem eigi uppruna sinn í regluverki Evrópusambandsins í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem er innlend að uppruna. „Þetta gengur ekki að stjórnarskránni vegna þess að þú getur ekki sagt í almennum lögum að ein tegund almennra laga sem á uppruna sinn í Brussel gangi framar öðrum. Þú verður að gera það í stjórnarskrá, að sjálfsögðu,“ sagði Eyjólfur enn fremur. „Þannig að ég vona að þetta verði bara ein tilraunin enn til þess að leggja þetta fram og það verði ekkert af þessu. Ég bara trúi ekki öðru. Við munum allavega, sem höfum áhuga á að verja fullveldi þessa samfélags, fullveldi Íslands, þeir munu berjast gegn þessu og ég ætla að gera það.“ Hins vegar var haft eftir Eyjólfi á Vísir.is á þorláksmessu að hann ætlaði að greiða atkvæði með fyrirhuguðu frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um málið. Spurður út í áðurnefnd og önnur orð hans fyrir kosningarnar gegn málinu sagði Eyjólfur að kveðið væri á um samþykkt bókunar 35 í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fyrir vikið myndi hann styðja það: „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag.“ Hvergi er hins vegar kveðið á um málið sem slíkt í stjórnarsáttmálanum. Með öðrum orðum hyggst Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt meðal annars með áherzlu á Evrópurétt, greiða atkvæði með frumvarpi sem hann hefur sjálfur lýst því yfir, ásamt ófáum lögspekingum, að fari gegn stjórnarskrá lýðveldisins af þeirri einu ástæðu að hann er kominn í ríkisstjórn og ekki lengur í stjórnarandstöðu. Mál sem hvergi er að finna í stjórnarsáttmálanum þrátt fyrir fullyrðingu hans um annað sem aftur vekur eðlilega upp spurningar um það hvort hann hafi lesið sáttmálann áður en hann var samþykktur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun