Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 23. desember 2024 10:00 Síðustu daga hefur verið töluverð umræða um kaup Hafnarfjarðarbæjar á Skessunni, knatthúsi FH, sem á sér meira en sex ára sögu. Árið 2018 ákváðu bæjaryfirvöld að byggja knatthús á félagssvæði FH og var verkið boðið út. Aðeins þrjú tilboð bárust sem öllum var hafnað þar sem lægsta tilboð var 53% yfir kostnaðaráætlun. Málið keyrt í gegn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Þetta gerðist á vordögum 2018 og eftir kosningar tók við meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Meðal fyrstu verka meirihlutans var að ganga frá málum við FH og í miklum flýti var gengið frá rammasamkomulagi við félagið um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum á svæði FH fyrir 790 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu átti andvirði sölu eigna að renna til byggingar knatthússins, sem FH átti að eiga og reka sjálft. Með því móti átti að nást hagkvæmni og samlegð við aðrar framkvæmdir við Kaplakrika. Þessu mótmæltu fulltrúar Samfylkingarinnar harðlega á sínum tíma, enda ekki talið í samræmi við ráðstöfun opinbers fjár og jafnframt kúvending á stefnu sveitarfélagsins um eignarhald á íþróttamannvirkjum sem samþykkt var árið 2017. Þá voru gerðar alvarlegar athugasemdir við eignarhlut eigna sem átti að kaupa af FH sem lá ekki að fullu fyrir. Rammasamkomulagið var samþykkt af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi um mitt sumar. Minnihlutinn kærði ákvörðunina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Skessan eina íþróttamannvirkið í eigu félags Knatthús FH reis og var tekið í notkun haustið 2019 og fékk nafnið Skessan og bætti til muna aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Fyrir rúmlega tveimur árum síðan var samþykkt að hefja byggingu knatthús Hauka fyrir rúma 4 milljarða sem verður tekið í notkun núna í byrjun árs. Húsið er byggt af Hafnarfjarðarbæ. Skessan er eina íþróttamannvirkið í Hafnarfirði sem er í eigu félags. Það er eðlilegt að öll íþróttafélög sitji við sama borð og njóti jafnræðis og það lendi ekki á foreldrum iðkenda að greiða fyrir rekstur íþróttamannvirkja. Því hófust samningaviðræður FH og Hafnarfjarðarbæjar um kaup bæjarins á Skessunni, en reksturinn hefur reynst félaginu þungur og auk þess var ráðist í byggingu nauðsynlegrar búningaaðstöðu við knatthúsið sem ekki var í fyrri áætlunum. Áætlaður kostnaður bæjarins vegna kaupa Skessunar er um 1.2 milljarður. Meirihlutinn slær ryki í augu bæjarbúa Niðurstaðan er að þegar allt er talið saman þá hefur bærinn lagt til Skessunar meira en 2 milljarða. Ef staðið hefði verið að uppbyggingu Skessunnar eins og Samfylkingin lagði til fyrir sex árum, þá væri staðan allt önnur. Það er ljóst að þessir fordæmalausu fjármálagjörningar sem gerðir voru fyrir sex árum eru að koma í bakið á bæjaryfirvöldum í dag og vitna um óráðsíu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjármálum bæjarins. Það vita fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og reyna því allt hvað þeir geta að slá ryki í augu bæjarbúa og víkja undan ábyrgði með því að skella skuldinni á forystu FH. Það er er ekki stórmannlegt. Ábyrgðin liggur hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði ber fulla ábyrgð á því hvernig komið er. Nú þarf að taka höndum saman um að ljúka þessu máli. Skessan er gott hús og hagkvæmt hús og mikil lyftistöng fyrir félags- og íþróttastarf í Hafnarfirði. Hvort meirihlutanum tekst að ljúka þessu máli af reisn fyrir Hafnarfjörð má stórlega efast um, nema að stefnubreyting eigi sér stað í störfum hans. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður FH Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur verið töluverð umræða um kaup Hafnarfjarðarbæjar á Skessunni, knatthúsi FH, sem á sér meira en sex ára sögu. Árið 2018 ákváðu bæjaryfirvöld að byggja knatthús á félagssvæði FH og var verkið boðið út. Aðeins þrjú tilboð bárust sem öllum var hafnað þar sem lægsta tilboð var 53% yfir kostnaðaráætlun. Málið keyrt í gegn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Þetta gerðist á vordögum 2018 og eftir kosningar tók við meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Meðal fyrstu verka meirihlutans var að ganga frá málum við FH og í miklum flýti var gengið frá rammasamkomulagi við félagið um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum á svæði FH fyrir 790 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu átti andvirði sölu eigna að renna til byggingar knatthússins, sem FH átti að eiga og reka sjálft. Með því móti átti að nást hagkvæmni og samlegð við aðrar framkvæmdir við Kaplakrika. Þessu mótmæltu fulltrúar Samfylkingarinnar harðlega á sínum tíma, enda ekki talið í samræmi við ráðstöfun opinbers fjár og jafnframt kúvending á stefnu sveitarfélagsins um eignarhald á íþróttamannvirkjum sem samþykkt var árið 2017. Þá voru gerðar alvarlegar athugasemdir við eignarhlut eigna sem átti að kaupa af FH sem lá ekki að fullu fyrir. Rammasamkomulagið var samþykkt af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi um mitt sumar. Minnihlutinn kærði ákvörðunina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Skessan eina íþróttamannvirkið í eigu félags Knatthús FH reis og var tekið í notkun haustið 2019 og fékk nafnið Skessan og bætti til muna aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Fyrir rúmlega tveimur árum síðan var samþykkt að hefja byggingu knatthús Hauka fyrir rúma 4 milljarða sem verður tekið í notkun núna í byrjun árs. Húsið er byggt af Hafnarfjarðarbæ. Skessan er eina íþróttamannvirkið í Hafnarfirði sem er í eigu félags. Það er eðlilegt að öll íþróttafélög sitji við sama borð og njóti jafnræðis og það lendi ekki á foreldrum iðkenda að greiða fyrir rekstur íþróttamannvirkja. Því hófust samningaviðræður FH og Hafnarfjarðarbæjar um kaup bæjarins á Skessunni, en reksturinn hefur reynst félaginu þungur og auk þess var ráðist í byggingu nauðsynlegrar búningaaðstöðu við knatthúsið sem ekki var í fyrri áætlunum. Áætlaður kostnaður bæjarins vegna kaupa Skessunar er um 1.2 milljarður. Meirihlutinn slær ryki í augu bæjarbúa Niðurstaðan er að þegar allt er talið saman þá hefur bærinn lagt til Skessunar meira en 2 milljarða. Ef staðið hefði verið að uppbyggingu Skessunnar eins og Samfylkingin lagði til fyrir sex árum, þá væri staðan allt önnur. Það er ljóst að þessir fordæmalausu fjármálagjörningar sem gerðir voru fyrir sex árum eru að koma í bakið á bæjaryfirvöldum í dag og vitna um óráðsíu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjármálum bæjarins. Það vita fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og reyna því allt hvað þeir geta að slá ryki í augu bæjarbúa og víkja undan ábyrgði með því að skella skuldinni á forystu FH. Það er er ekki stórmannlegt. Ábyrgðin liggur hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði ber fulla ábyrgð á því hvernig komið er. Nú þarf að taka höndum saman um að ljúka þessu máli. Skessan er gott hús og hagkvæmt hús og mikil lyftistöng fyrir félags- og íþróttastarf í Hafnarfirði. Hvort meirihlutanum tekst að ljúka þessu máli af reisn fyrir Hafnarfjörð má stórlega efast um, nema að stefnubreyting eigi sér stað í störfum hans. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun