Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar 19. desember 2024 11:00 Í heimi þar sem gervigreind og tækniþróun færast sífellt í aukana er mikilvægt að endurskoða hvernig við nálgumst menntun og þekkingarleit. Menntun er ekki lengur einskorðuð við skólakerfi sem helst vill skila vel þjálfuðu vinnuafli. Nú er runnið upp tækifæri til að hugsa um menntun sem tæki til að vekja, styrkja og efla sjálfstæða hugsun, sköpunarmátt og seiglu. Í stað þess að fylgja gamalgrónum námskrám sem miðast við þarfir ríkis og hefðbundins atvinnulífs, er nauðsynlegt að beina sjónum að því sem þjónar einstaklingnum best: Að gera hann færan um að tileinka sér nýja færni, greina flókin viðfangsefni, taka upplýstar ákvarðanir og þróa með sér úthald til að takast á við krefjandi og síbreytilega framtíð. Frá verkþjálfun að sönnum vísdómi: Mikill munur er á verkþjálfun, sem miðar að tiltekinni þekkingu, þröngum verkefnum, og raunverulegri menntun sem vekur einstaklinginn til vitundar og visku um innri mátt og getu til að læra á eigin forsendum. Rækta þarf færni á borð við rökvísi, gagnrýna hugsun, góða gagnaúrvinnslu og hæfni til að brúa bilið á milli ólíkra fræðasviða. Með því að leggja áherslu á sjálfsnám, símenntun og þroska með sér sjálfstæði í þekkingarleit, draga lærdóm af mistökum og vinna markvisst að lausnum, verður einstaklingurinn betur í stakk búinn að takast á við síbreytilegan veruleika í stöðugri mótun. Ný sýn á grunnfærni: Í stað þess að leggja ofuráherslu á sérhæfingu skiptir meginmáli að ná tökum á grunnhæfni sem nýtist víða: 1. Rökfræði: Að geta dregið skynsamlegar ályktanir af staðreyndum. 2. Talnalæsi: Að lesa í tölur, greina mynstur og beita gögnum með vitrænum hætti. 3. Sannfæringar- og samningafærni: Að semja, sannfæra, tjá hugmyndir skýrt, greina hvenær reynt er að hafa áhrif á mann og hvernig á að standast slíkt. 4. Rannsóknarfærni: Að kunna leiðir til að afla trúverðugra heimilda og vanda til verka sem byggð er á sannanlegum staðreyndum. 5. Hagnýt sálfræði: Að skilja hvata og hegðun fólks til að eiga betri samskipti og móta umhverfi sitt. 6. Fjármálalæsi og úrræðasemi: Að auka, rækta og verja eigur sínar, um leið og maður eykur fjárhagslegt frelsi og sjálfstæði. 7. Frumkvæði og úthald: Að hafa kjark til að byrja, seiglu til að klára, sveigjanleika til að endurskoða og kjark til að halda áfram í mótbyr og til að yfirstíga skakkaföll. Frumkvæði er meira en greind: Há greindarvísitala getur virst eftirsóknarverð, en er lítils virði ef mann skortir getu, vilja og frumkvæði til að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Með frumkvæði er átt við eiginleikann til að hefjast handa, sigrast á erfiðleikum, bregðast við breytilegum aðstæðum, læra af mistökum og halda áfram. Án þessa drifkrafts verður menntun og greind máttlaus og lítils megnug. Með honum lifnar hins vegar þekkingin við – hún verður fræið sem af sprettur árangur, nýsköpun og framfarir. Sjálfsnám: Listin að mennta sjálfa/n sig Að geta kennt sjálfum sér er kjarni þess að teljast menntaður í nútímanum. Isaac Asimov sagði að hann væri sannfærður um að sjálfsmenntun væri eina raunverulega tegund menntunar. Eina hlutverk skóla væri að auðvelda sjálfsmenntun; tækist það ekki væri hann gagnslaus. Tækniþróun gerist svo hratt að það sem var gott og gilt fyrir fáeinum árum getur verið orðið úrelt í dag. Þess vegna er nauðsynlegt að rækta með sér hæfileikann til að tileinka sér nýja þekkingu, færni og ný viðfangsefni hvenær sem tækifæri gefast. Þetta er samspil greindar, úthalds, gagnrýnnar hugsunar og sveigjanleika. Sá sem þróar með sér þessa eiginleika mun geta staðið af sér hverjar þær breytingar sem framtíðin ber í skauti sér. Að sigrast á efasemdum og hindrunum: Einn stærsti þröskuldurinn á vegi framfara eru eigin efasemdir og vissan að stór markmið séu óyfirstíganleg. Í stað þess að afskrifa metnaðarfullar hugmyndir sem fjarstæðukenndar er betra að brjóta þær niður í viðráðanleg verkefni, hænuskref sem hægt er að stíga hvert af öðru. Með því að vera óhræddur við mistök, líta á þau sem hluta af námsferli og taka þeim sem hvatningu til að reyna aftur og gera betur, verður það sem áður virtist ómögulegt smám saman raunhæft og framkvæmanlegt. Fjölbreytt sýn á greind og hæfni: Greind er ekki bara talna- eða orðleikfimi. Hún felur í sér innsæi, margbreytileika mennskunnar, sköpunargáfu, hluttekningu og getuna til að tengja saman ólíkar upplýsingar í nýtt samhengi. En hversu djúp eða fjölbreytt sem greindin er, skiptir mestu máli að geta notfært sér hana, hagnýtt hana til að leysa vandamál, örva hugmyndir og hvetja sjálfan sig áfram. Það er samspil greindar og frumkvæðis sem skilar árangri, að sigla sínu skipi heilu í höfn. Menntun byrjar heima: Endurbætur á menntakerfinu þurfa ekki að koma ofan frá. Menntun byrjar oftast í nánasta umhverfi okkar. Foreldrar, fjölskyldur og forráðamenn geta skapað aðstæður fyrir börn til að spyrja, efast, gera tilraunir og kanna nýjar slóðir. Með þessu er verið að leggja grunn að sjálfstæðum, skapandi og úrræðasömum einstaklingum sem geta tekist á við þá óvissu sem er fram undan. Seigla og sveigjanleiki: Í samfélagi þar sem tölvur og tækni leysa sífellt fleiri verkefni þarf maðurinn að endurskilgreina eigin styrkleika. Með því að einbeita sér að raunverulegri menntun – þeirri sem kveikir sjálfstæða hugsun, rökvísi, frumkvæði og seiglu – getur hver og einn staðið betur að vígi. Slík menntun er ekki fastbundin námskrám, heldur stöðugum vilja til að læra, hugsa, skapa og leita nýrra lausna og leiða. Það er þetta samspil sköpunar, seiglu, þekkingarleitar og úthalds sem gerir okkur kleift að takast á við morgundaginn, sama hvernig hann lítur út. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Árni Sigurðsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í heimi þar sem gervigreind og tækniþróun færast sífellt í aukana er mikilvægt að endurskoða hvernig við nálgumst menntun og þekkingarleit. Menntun er ekki lengur einskorðuð við skólakerfi sem helst vill skila vel þjálfuðu vinnuafli. Nú er runnið upp tækifæri til að hugsa um menntun sem tæki til að vekja, styrkja og efla sjálfstæða hugsun, sköpunarmátt og seiglu. Í stað þess að fylgja gamalgrónum námskrám sem miðast við þarfir ríkis og hefðbundins atvinnulífs, er nauðsynlegt að beina sjónum að því sem þjónar einstaklingnum best: Að gera hann færan um að tileinka sér nýja færni, greina flókin viðfangsefni, taka upplýstar ákvarðanir og þróa með sér úthald til að takast á við krefjandi og síbreytilega framtíð. Frá verkþjálfun að sönnum vísdómi: Mikill munur er á verkþjálfun, sem miðar að tiltekinni þekkingu, þröngum verkefnum, og raunverulegri menntun sem vekur einstaklinginn til vitundar og visku um innri mátt og getu til að læra á eigin forsendum. Rækta þarf færni á borð við rökvísi, gagnrýna hugsun, góða gagnaúrvinnslu og hæfni til að brúa bilið á milli ólíkra fræðasviða. Með því að leggja áherslu á sjálfsnám, símenntun og þroska með sér sjálfstæði í þekkingarleit, draga lærdóm af mistökum og vinna markvisst að lausnum, verður einstaklingurinn betur í stakk búinn að takast á við síbreytilegan veruleika í stöðugri mótun. Ný sýn á grunnfærni: Í stað þess að leggja ofuráherslu á sérhæfingu skiptir meginmáli að ná tökum á grunnhæfni sem nýtist víða: 1. Rökfræði: Að geta dregið skynsamlegar ályktanir af staðreyndum. 2. Talnalæsi: Að lesa í tölur, greina mynstur og beita gögnum með vitrænum hætti. 3. Sannfæringar- og samningafærni: Að semja, sannfæra, tjá hugmyndir skýrt, greina hvenær reynt er að hafa áhrif á mann og hvernig á að standast slíkt. 4. Rannsóknarfærni: Að kunna leiðir til að afla trúverðugra heimilda og vanda til verka sem byggð er á sannanlegum staðreyndum. 5. Hagnýt sálfræði: Að skilja hvata og hegðun fólks til að eiga betri samskipti og móta umhverfi sitt. 6. Fjármálalæsi og úrræðasemi: Að auka, rækta og verja eigur sínar, um leið og maður eykur fjárhagslegt frelsi og sjálfstæði. 7. Frumkvæði og úthald: Að hafa kjark til að byrja, seiglu til að klára, sveigjanleika til að endurskoða og kjark til að halda áfram í mótbyr og til að yfirstíga skakkaföll. Frumkvæði er meira en greind: Há greindarvísitala getur virst eftirsóknarverð, en er lítils virði ef mann skortir getu, vilja og frumkvæði til að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Með frumkvæði er átt við eiginleikann til að hefjast handa, sigrast á erfiðleikum, bregðast við breytilegum aðstæðum, læra af mistökum og halda áfram. Án þessa drifkrafts verður menntun og greind máttlaus og lítils megnug. Með honum lifnar hins vegar þekkingin við – hún verður fræið sem af sprettur árangur, nýsköpun og framfarir. Sjálfsnám: Listin að mennta sjálfa/n sig Að geta kennt sjálfum sér er kjarni þess að teljast menntaður í nútímanum. Isaac Asimov sagði að hann væri sannfærður um að sjálfsmenntun væri eina raunverulega tegund menntunar. Eina hlutverk skóla væri að auðvelda sjálfsmenntun; tækist það ekki væri hann gagnslaus. Tækniþróun gerist svo hratt að það sem var gott og gilt fyrir fáeinum árum getur verið orðið úrelt í dag. Þess vegna er nauðsynlegt að rækta með sér hæfileikann til að tileinka sér nýja þekkingu, færni og ný viðfangsefni hvenær sem tækifæri gefast. Þetta er samspil greindar, úthalds, gagnrýnnar hugsunar og sveigjanleika. Sá sem þróar með sér þessa eiginleika mun geta staðið af sér hverjar þær breytingar sem framtíðin ber í skauti sér. Að sigrast á efasemdum og hindrunum: Einn stærsti þröskuldurinn á vegi framfara eru eigin efasemdir og vissan að stór markmið séu óyfirstíganleg. Í stað þess að afskrifa metnaðarfullar hugmyndir sem fjarstæðukenndar er betra að brjóta þær niður í viðráðanleg verkefni, hænuskref sem hægt er að stíga hvert af öðru. Með því að vera óhræddur við mistök, líta á þau sem hluta af námsferli og taka þeim sem hvatningu til að reyna aftur og gera betur, verður það sem áður virtist ómögulegt smám saman raunhæft og framkvæmanlegt. Fjölbreytt sýn á greind og hæfni: Greind er ekki bara talna- eða orðleikfimi. Hún felur í sér innsæi, margbreytileika mennskunnar, sköpunargáfu, hluttekningu og getuna til að tengja saman ólíkar upplýsingar í nýtt samhengi. En hversu djúp eða fjölbreytt sem greindin er, skiptir mestu máli að geta notfært sér hana, hagnýtt hana til að leysa vandamál, örva hugmyndir og hvetja sjálfan sig áfram. Það er samspil greindar og frumkvæðis sem skilar árangri, að sigla sínu skipi heilu í höfn. Menntun byrjar heima: Endurbætur á menntakerfinu þurfa ekki að koma ofan frá. Menntun byrjar oftast í nánasta umhverfi okkar. Foreldrar, fjölskyldur og forráðamenn geta skapað aðstæður fyrir börn til að spyrja, efast, gera tilraunir og kanna nýjar slóðir. Með þessu er verið að leggja grunn að sjálfstæðum, skapandi og úrræðasömum einstaklingum sem geta tekist á við þá óvissu sem er fram undan. Seigla og sveigjanleiki: Í samfélagi þar sem tölvur og tækni leysa sífellt fleiri verkefni þarf maðurinn að endurskilgreina eigin styrkleika. Með því að einbeita sér að raunverulegri menntun – þeirri sem kveikir sjálfstæða hugsun, rökvísi, frumkvæði og seiglu – getur hver og einn staðið betur að vígi. Slík menntun er ekki fastbundin námskrám, heldur stöðugum vilja til að læra, hugsa, skapa og leita nýrra lausna og leiða. Það er þetta samspil sköpunar, seiglu, þekkingarleitar og úthalds sem gerir okkur kleift að takast á við morgundaginn, sama hvernig hann lítur út. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun