Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 17. desember 2024 11:31 Liðna helgi var umfjöllun á Sprengisandi um hækkað raforkuverð, raforkuskort og forgangsorku til almennings. Í framhaldi af þeirri umfjöllun er rétt að eftirfarandi komi fram: Hreina orkan á Íslandi er auðlind og fyrir hana fær þjóðin tekjur m.a. í formi arðgreiðslna til Landsvirkjunar. Áætlað keyptu álverin raforku fyrir rúma 68 milljarða á árinu 2023 og það sama ár greiddi Landsvirkjun 30 milljarða arð í ríkissjóð. Álverin hafa tekið á sig orkuskerðingar þegar vatnsstaða í uppistöðulónum Landsvirkjunar er óhagstæð og þar með má segja að almenningur og smærri fyrirtæki njóti forgangs í slæmum vatnsárum. Það ber þó að hafa í huga að þessar skerðingar kosta þjóðina; í skertum útflutningstekjum og minni umsvifum álveranna vegna kaupa á vöru og þjónustu. Samtök iðnaðarins áætluðu að útflutningstekjur þjóðarinnar hefðu minnkað um 14 til 17 milljarða á árinu 2023 vegna skerðinga Landsvirkjunar á raforku til orkusækins iðnaðar. Það er ekkert fararsnið á íslensku álverunum og þau eiga nóg eftir af líftíma sínum, sem betur fer, því þau standa undir um fimmtungi af útflutningstekjum þjóðarinnar og langtíma samningar um sölu á raforku tryggja íslensku orkufyrirtækjunum fyrirsjáanleika og stöðugleika í rekstri. Hjá álverunum á Íslandi starfa um 2000 manns og annar eins fjöldi í afleiddum störfum. Það er mikið ábyrgðarleysi að kasta því fram að það þurfi ekki að loka nema eins og einu álveri til að klára orkuskiptin. Eftirspurn eftir áli er mikil og ekkert bendir til annars en hún fari vaxandi. Íslensku álverin skipta þjóðina máli og heimsbyggðina alla, því það er jú hér á Íslandi sem við framleiðum ál með lægst kolefnisspor í heimi; það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Stóriðja Áliðnaður Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Liðna helgi var umfjöllun á Sprengisandi um hækkað raforkuverð, raforkuskort og forgangsorku til almennings. Í framhaldi af þeirri umfjöllun er rétt að eftirfarandi komi fram: Hreina orkan á Íslandi er auðlind og fyrir hana fær þjóðin tekjur m.a. í formi arðgreiðslna til Landsvirkjunar. Áætlað keyptu álverin raforku fyrir rúma 68 milljarða á árinu 2023 og það sama ár greiddi Landsvirkjun 30 milljarða arð í ríkissjóð. Álverin hafa tekið á sig orkuskerðingar þegar vatnsstaða í uppistöðulónum Landsvirkjunar er óhagstæð og þar með má segja að almenningur og smærri fyrirtæki njóti forgangs í slæmum vatnsárum. Það ber þó að hafa í huga að þessar skerðingar kosta þjóðina; í skertum útflutningstekjum og minni umsvifum álveranna vegna kaupa á vöru og þjónustu. Samtök iðnaðarins áætluðu að útflutningstekjur þjóðarinnar hefðu minnkað um 14 til 17 milljarða á árinu 2023 vegna skerðinga Landsvirkjunar á raforku til orkusækins iðnaðar. Það er ekkert fararsnið á íslensku álverunum og þau eiga nóg eftir af líftíma sínum, sem betur fer, því þau standa undir um fimmtungi af útflutningstekjum þjóðarinnar og langtíma samningar um sölu á raforku tryggja íslensku orkufyrirtækjunum fyrirsjáanleika og stöðugleika í rekstri. Hjá álverunum á Íslandi starfa um 2000 manns og annar eins fjöldi í afleiddum störfum. Það er mikið ábyrgðarleysi að kasta því fram að það þurfi ekki að loka nema eins og einu álveri til að klára orkuskiptin. Eftirspurn eftir áli er mikil og ekkert bendir til annars en hún fari vaxandi. Íslensku álverin skipta þjóðina máli og heimsbyggðina alla, því það er jú hér á Íslandi sem við framleiðum ál með lægst kolefnisspor í heimi; það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun