Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar 12. desember 2024 14:32 Hverskonar frelsi er það sem Viðreisn berst fyrir? Er það samskonar frelsi og hægriflokkarnir í Svíþjóð hafa barist fyrir og komið á undanfarna áratugi? Frelsi til aukinnar spillingar? Í kjölfar einkavæðinga innan opinbera geirans hefur Svíþjóð tapað stigum á spillingarvísitölunni og fá önnur lönd hafa haft jafn neikvæða þróun undanfarna áratugi. Opinber innkaup í sveitarfélögum og héruðum hafa sýnt sig vera áhættusvæði í þessu sambandi. Glæpamenn sölsa undir sig opinberar stofnanir, gengjaforingjar eiga dómshús, meðferðarheimili fyrir börn og heilsugæslustöðvar. Öfgamenn reka skóla og leikskóla. Embættismenn og ráðherrar fara beint frá stórfyrirtækjum sem lifa á velferðarkerfinu inn í stjórnarráðið. Listinn yfir áhættuþætti spillingarinnar er langur. Í Svíþjóð kalla hægriflokkarnir þetta „valfrelsi“, í flestum öðrum löndum kallast þetta spilling. Nýlega var alþjóðlegi dagurinn gegn spillingu. Þá tel ég að við ættum öll að hugleiða hvernig samfélag við höfum skapað í Svíþjóð skrifaði Óla Möller, þingmaður Sósíaldemokrata, nýlega í grein sem ég vitna í hér ofan og heldur áfram „Þar sem almannatenglar senda forsætisráðherra skilaboð og hrósa honum fyrir að hafa barist fyrir rétti ráðgjafa til að hagnast ótakmarkað á skólanemendum okkar. Þar sem lobbíistar einkaskóla eru ráðherrar. Þar sem sjóðir taka við fé til að skapa skoðanamyndun fyrir hægrimenn. Allt til að fara fram hjá þeim reglum sem stjórnmálamenn hafa sett. Þar sem vinir eru ráðnir í störf með miðum í móttökunni á umdæmisskrifstofunni í Stokkhólmi. Eða af hverju ekki vinir í lykilstöðu í stjórnarráðinu. Án miða. Vinir sem síðan telja að lög og reglur eigi ekki við um þá þegar kemur að öryggisprófunum. Spilling er eitur. Hún drepur traustið í samfélaginu og skapar frjóan jarðveg fyrir réttmæta tortryggni og vantraust. Sama hvaðan fólk kemur í heiminum, þá benda flestir á spillingu sem helsta hindrun lýðræðis, framfara og frelsis. Við skulum ekki lenda þar í Svíþjóð. Ein mikilvægasta auðlind okkar í landinu er traust okkar á hvert öðru og samfélaginu. Það er í allra hæsta máta þess virði að verja.” Ég kom til Svíþjóðar haustið 1976, sama dag og Svíar kusu yfir sig hægri stjórn í fyrsta sinn eftir næstum hálfrar aldar stjórnartíð sósíaldemókrata þar í landi. Ég kom til lands sem var hæst rankað í heiminum á nánast ölum sviðum, velferðarríki númer eitt og til fyrirmyndar hvert sem litið var. Helstu áherslur hægri flokkana í kosningabaráttunni 1976 var einmitt frelsi, frelsi frá háum sköttum með tilheyrandi aukningu einkavæðingar innan opinbera geirans. Þeir lögðu áherslu á aukið frelsi einstaklingsins til að velja í opinberri þjónustu, svo sem menntakerfi og í heilbrigðisþjónustu. Við vitum nú hvaða áhrif þessi vegferð hægrisins í Svíþjóð hafði á þróunina í landinu sem á engan hátt getur lengur státað af yfirburðum á þessu sviði, miklu frekar hið gagnstæða. Það er engin ástæða til að halda að þessi pólitík ímyndaðs frelsis hafi önnur áhrif á Íslandi en hún hafði í Svíþjóð. Ég vona svo sannarlega að Samfylkingu og Flokki fólksins takist að tala Viðreisn ofan af þessum nýfrjálshyggju hugmyndum og setji frekar lífsviðurværi þeirra verst settu í þjóðfélaginu á oddinn Í stjórnarmyndunar viðræðunum. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Hverskonar frelsi er það sem Viðreisn berst fyrir? Er það samskonar frelsi og hægriflokkarnir í Svíþjóð hafa barist fyrir og komið á undanfarna áratugi? Frelsi til aukinnar spillingar? Í kjölfar einkavæðinga innan opinbera geirans hefur Svíþjóð tapað stigum á spillingarvísitölunni og fá önnur lönd hafa haft jafn neikvæða þróun undanfarna áratugi. Opinber innkaup í sveitarfélögum og héruðum hafa sýnt sig vera áhættusvæði í þessu sambandi. Glæpamenn sölsa undir sig opinberar stofnanir, gengjaforingjar eiga dómshús, meðferðarheimili fyrir börn og heilsugæslustöðvar. Öfgamenn reka skóla og leikskóla. Embættismenn og ráðherrar fara beint frá stórfyrirtækjum sem lifa á velferðarkerfinu inn í stjórnarráðið. Listinn yfir áhættuþætti spillingarinnar er langur. Í Svíþjóð kalla hægriflokkarnir þetta „valfrelsi“, í flestum öðrum löndum kallast þetta spilling. Nýlega var alþjóðlegi dagurinn gegn spillingu. Þá tel ég að við ættum öll að hugleiða hvernig samfélag við höfum skapað í Svíþjóð skrifaði Óla Möller, þingmaður Sósíaldemokrata, nýlega í grein sem ég vitna í hér ofan og heldur áfram „Þar sem almannatenglar senda forsætisráðherra skilaboð og hrósa honum fyrir að hafa barist fyrir rétti ráðgjafa til að hagnast ótakmarkað á skólanemendum okkar. Þar sem lobbíistar einkaskóla eru ráðherrar. Þar sem sjóðir taka við fé til að skapa skoðanamyndun fyrir hægrimenn. Allt til að fara fram hjá þeim reglum sem stjórnmálamenn hafa sett. Þar sem vinir eru ráðnir í störf með miðum í móttökunni á umdæmisskrifstofunni í Stokkhólmi. Eða af hverju ekki vinir í lykilstöðu í stjórnarráðinu. Án miða. Vinir sem síðan telja að lög og reglur eigi ekki við um þá þegar kemur að öryggisprófunum. Spilling er eitur. Hún drepur traustið í samfélaginu og skapar frjóan jarðveg fyrir réttmæta tortryggni og vantraust. Sama hvaðan fólk kemur í heiminum, þá benda flestir á spillingu sem helsta hindrun lýðræðis, framfara og frelsis. Við skulum ekki lenda þar í Svíþjóð. Ein mikilvægasta auðlind okkar í landinu er traust okkar á hvert öðru og samfélaginu. Það er í allra hæsta máta þess virði að verja.” Ég kom til Svíþjóðar haustið 1976, sama dag og Svíar kusu yfir sig hægri stjórn í fyrsta sinn eftir næstum hálfrar aldar stjórnartíð sósíaldemókrata þar í landi. Ég kom til lands sem var hæst rankað í heiminum á nánast ölum sviðum, velferðarríki númer eitt og til fyrirmyndar hvert sem litið var. Helstu áherslur hægri flokkana í kosningabaráttunni 1976 var einmitt frelsi, frelsi frá háum sköttum með tilheyrandi aukningu einkavæðingar innan opinbera geirans. Þeir lögðu áherslu á aukið frelsi einstaklingsins til að velja í opinberri þjónustu, svo sem menntakerfi og í heilbrigðisþjónustu. Við vitum nú hvaða áhrif þessi vegferð hægrisins í Svíþjóð hafði á þróunina í landinu sem á engan hátt getur lengur státað af yfirburðum á þessu sviði, miklu frekar hið gagnstæða. Það er engin ástæða til að halda að þessi pólitík ímyndaðs frelsis hafi önnur áhrif á Íslandi en hún hafði í Svíþjóð. Ég vona svo sannarlega að Samfylkingu og Flokki fólksins takist að tala Viðreisn ofan af þessum nýfrjálshyggju hugmyndum og setji frekar lífsviðurværi þeirra verst settu í þjóðfélaginu á oddinn Í stjórnarmyndunar viðræðunum. Höfundur er sósíalisti.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun