Aðventustjórnin Skúli Ólafsson skrifar 7. desember 2024 15:30 Þegar við risum úr rekkju á fyrsta sunnudegi í aðventu voru niðurstöður þingkosninga farnar að skýrast, eins og kunnugt er. Áhugavert verður að sjá hvernig næstu skref verða. Við fáum nýja forystu og væntanlega verða þar orðaðar þær hugsjónir sem unnið verður eftir. Hér er lagt til að sú stjórn verði kennd við aðventuna. Fer vel á því. Orðið er dregið af því latneska ,,adventus” sem merkir ,,koma” og felur í sér von og eftirvæntingu. Aðventan birtir okkur jú ákveðna leiðtogasýn. Í kirkjum landsins, lásum við textann úr Mattheusarguðspjalli þar sem segir frá því þegar Jesús hélt inn í borgina helgu, Jerúsalem. Sá atburður var þrunginn merkingu í hugum fólks. Í augum íbúanna var þetta pólitískur viðburður. Nýr leiðtogi var mættur í bæinn. Þetta samfélag var með merkilega sjálfsmynd og tímaskinið var ólíkt því sem nú gildir. Kristur fór ekki með látum inn í borgina helgu. Hann mætti ekki á stríðsfáki svo sem hæfði höfðingjum þeim sem láta menn kenna á valdi sínu. Nei hann sat á asna. Með því mætti hann fólkinu í augnhæð. Asninn var að friðartákn ólíkt stríðsfákum sem þóttu við hæfi þeim sem fóru með ófriði. Forysta er jú ekkert gamanmál. Leiðtogar hafa meiri áhrif en aðrir og þurfa að hegða sér í samræmi við það. Fálæti fólks úr þeirri stöðu hvað þá andúð, getur setið á sálinni um langt skeið. Leiðtogar hafa margföld áhrif á umhverfi sitt en á við um þau sem ekki gegna slíku hlutverki. Innreið Jesú í borgina helgu gefur okkur mikilvæg skilaboð um það hvernig góðri forystu skyldi háttað. Við getum sagt að hún snúist um það að breyta úr eintölu í fleirtölu. Egóið – ég-ið víkur fyrir þeirri hugsun að við sitjum öll við sama borðið, erum öll í sama liðinu. Og leiðtoginn lítur ekki niður á fólkið. Leiðtoginn horfir í augu þess. Og það er einmitt þetta sem átt er við þar sem valdið kemur að neðan. Sú hugsun á rætur að rekja til þeirrar fyrirmyndar sem Jesús var. Hann mætti fólkinu, gekk inn í líf þess og hjörtu. Þessi varð síðar mælikvarðinn sem kristið fólk hafði til hliðsjónar. Það reis upp og mótmælti þegar páfar og kóngafólk gerðust of upptekin af sjálfum sér, söfnuðu auði og völdum, hlúðu ekki að þeim sem stóðu að jaðrinum. Því okkur er ætlað að veita umhyggju, flytja erindi mannúðar, skilnings og gleði yfir margbreytileika lífsinsins í allri sinni dýrð. Okkur er ætlað að hlúa að náunga okkar og í þeirri baráttu mætum við til leiks af þeirri hógværð sem einkenndi Krist sjálfan. Nú vinna leiðtogar stjórnmálaflokka að því að móta nýja forystu fyrir landið í kjölfar kosninga. Það kann okkur að þykja sjálfgefið að fá að velja með þessum hætti. Guðspjalliinu sem lesið var upphaf aðventu er lýst leiðtoga sem mætti fólki á jafningjagrunni. Í því fólst sú yfirlýsing að öll erum við eitt og höfum hvert um sig mikilvægt hlutverk í því samfélagi sem við tilheyrum óháð stétt okkar og stöðu. Aðventan á að vera okkur tilefni til að halda áfram að eflast og dýpka, bæta okkur í því eftirsóknarverða hlutverki að breiða út frið og sátt í hrelldum heimi. Það á jafnt við um okkur sem einstaklinga og samfélag. Í þeim anda legg ég til að næsta ríkistjórn verði kennd við tímabilið sem var nýhafið þegar hún fékk umboð sitt: Aðventustjórnin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skúli S. Ólafsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar við risum úr rekkju á fyrsta sunnudegi í aðventu voru niðurstöður þingkosninga farnar að skýrast, eins og kunnugt er. Áhugavert verður að sjá hvernig næstu skref verða. Við fáum nýja forystu og væntanlega verða þar orðaðar þær hugsjónir sem unnið verður eftir. Hér er lagt til að sú stjórn verði kennd við aðventuna. Fer vel á því. Orðið er dregið af því latneska ,,adventus” sem merkir ,,koma” og felur í sér von og eftirvæntingu. Aðventan birtir okkur jú ákveðna leiðtogasýn. Í kirkjum landsins, lásum við textann úr Mattheusarguðspjalli þar sem segir frá því þegar Jesús hélt inn í borgina helgu, Jerúsalem. Sá atburður var þrunginn merkingu í hugum fólks. Í augum íbúanna var þetta pólitískur viðburður. Nýr leiðtogi var mættur í bæinn. Þetta samfélag var með merkilega sjálfsmynd og tímaskinið var ólíkt því sem nú gildir. Kristur fór ekki með látum inn í borgina helgu. Hann mætti ekki á stríðsfáki svo sem hæfði höfðingjum þeim sem láta menn kenna á valdi sínu. Nei hann sat á asna. Með því mætti hann fólkinu í augnhæð. Asninn var að friðartákn ólíkt stríðsfákum sem þóttu við hæfi þeim sem fóru með ófriði. Forysta er jú ekkert gamanmál. Leiðtogar hafa meiri áhrif en aðrir og þurfa að hegða sér í samræmi við það. Fálæti fólks úr þeirri stöðu hvað þá andúð, getur setið á sálinni um langt skeið. Leiðtogar hafa margföld áhrif á umhverfi sitt en á við um þau sem ekki gegna slíku hlutverki. Innreið Jesú í borgina helgu gefur okkur mikilvæg skilaboð um það hvernig góðri forystu skyldi háttað. Við getum sagt að hún snúist um það að breyta úr eintölu í fleirtölu. Egóið – ég-ið víkur fyrir þeirri hugsun að við sitjum öll við sama borðið, erum öll í sama liðinu. Og leiðtoginn lítur ekki niður á fólkið. Leiðtoginn horfir í augu þess. Og það er einmitt þetta sem átt er við þar sem valdið kemur að neðan. Sú hugsun á rætur að rekja til þeirrar fyrirmyndar sem Jesús var. Hann mætti fólkinu, gekk inn í líf þess og hjörtu. Þessi varð síðar mælikvarðinn sem kristið fólk hafði til hliðsjónar. Það reis upp og mótmælti þegar páfar og kóngafólk gerðust of upptekin af sjálfum sér, söfnuðu auði og völdum, hlúðu ekki að þeim sem stóðu að jaðrinum. Því okkur er ætlað að veita umhyggju, flytja erindi mannúðar, skilnings og gleði yfir margbreytileika lífsinsins í allri sinni dýrð. Okkur er ætlað að hlúa að náunga okkar og í þeirri baráttu mætum við til leiks af þeirri hógværð sem einkenndi Krist sjálfan. Nú vinna leiðtogar stjórnmálaflokka að því að móta nýja forystu fyrir landið í kjölfar kosninga. Það kann okkur að þykja sjálfgefið að fá að velja með þessum hætti. Guðspjalliinu sem lesið var upphaf aðventu er lýst leiðtoga sem mætti fólki á jafningjagrunni. Í því fólst sú yfirlýsing að öll erum við eitt og höfum hvert um sig mikilvægt hlutverk í því samfélagi sem við tilheyrum óháð stétt okkar og stöðu. Aðventan á að vera okkur tilefni til að halda áfram að eflast og dýpka, bæta okkur í því eftirsóknarverða hlutverki að breiða út frið og sátt í hrelldum heimi. Það á jafnt við um okkur sem einstaklinga og samfélag. Í þeim anda legg ég til að næsta ríkistjórn verði kennd við tímabilið sem var nýhafið þegar hún fékk umboð sitt: Aðventustjórnin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun