Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar 6. desember 2024 15:02 Þessa dagana er fátt sem sundrar samfélaginu jafn mikið og skoðanir. Skoðanir um öll möguleg málefni hafa skipt fólki í andstæðar og hatursfullar fylkingar. Margir virðast hreinlega vera tilbúnir að standa og falla með skoðunum sínum. En þessir aðilar mættu spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaðan koma skoðanir okkar? Fylgjum við skoðunum fjölskyldu og vina í blindni? Eru skoðanir okkar mótaðar af samfélaginu, hvort heldur á þann hátt að maður þurfi alltaf að vera sammála almenningsálitinu eða alltaf ósammála því? Erum við einfaldlega á móti yfirvöldum og erum þar af leiðandi ósammála öllu sem við teljum þaðan komið? Leyfum við fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og áhrifavöldum að móta skoðanir okkar umhugsunarlaust? Það segir sig sjálft að vel ígrundaðar skoðanir byggja ekki á þessum forsendum. Hvað fær fólk til að skipta um skoðun? Eitt sinn taldi ég mögulegt að breyta skoðunum annarra með rökræðum, en því miður er það yfirleitt ekki hægt. Rökræður geta jafnvel haft þveröfug áhrif. Rannsóknir benda til þess að flestir herðist í afstöðu sinni þegar þeir heyra mótrök gegn skoðunum sínum, sama hversu góð mótrökin eru. Þeir líta á mótrökin sem persónulega ógn eða móðgun, og fara því strax í vörn. Þetta bendir einmitt til þess að skoðanir flestra séu í raun og veru ekki byggðar á rökum, heldur einhverjum af ofangreindum forsendum, sem eru tilfinningalegar og félagslegar. Þeir virðast fyrst tileinka sér skoðanir og beygja síðan og bjaga röksemdarfærslur þeim til stuðnings. Þessi uppgötvun fékk mig til að endurmeta hvernig skoðanir fólks geti breyst. Þegar á hólminn er komið er það aðeins einstaklingurinn sjálfur sem getur breytt eigin skoðunum, og hann þarf að telja sig hafa góða ástæðu til þess. Þótt sumir fylgi rökhyggju fremur en tilfinningum og hópþrýstingi, virðast þeir ekki vera margir. Sumir eru hræddir við að storka nánum vinum og fjölskyldu með því að skipta um skoðun. Aðrir eru hræddir um að skynsamlega afstaðan sé í ósamræmi við siðferðisgildi sem þeir hafa tileinkað sér. En kannski mættu þeir spyrja sig hvort siðferðisgildi þeirra séu í raun og veru skynsamleg. Þessi grein mun ekki breyta skoðunum nokkurs einstaklings. En mögulega mun hún hjálpa einhverjum að ráðast í endurmat á eigin skoðunum og breyta þeim á eigin spýtur. Til meira er ekki hægt að ætlast. Ef við ætlum á annað borð að standa og falla með skoðunum okkar, tryggjum að minnsta kosti að þær byggi á skynsamlegum forsendum. Höfundur er samfélagsrýnir og fyrrverandi sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er fátt sem sundrar samfélaginu jafn mikið og skoðanir. Skoðanir um öll möguleg málefni hafa skipt fólki í andstæðar og hatursfullar fylkingar. Margir virðast hreinlega vera tilbúnir að standa og falla með skoðunum sínum. En þessir aðilar mættu spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaðan koma skoðanir okkar? Fylgjum við skoðunum fjölskyldu og vina í blindni? Eru skoðanir okkar mótaðar af samfélaginu, hvort heldur á þann hátt að maður þurfi alltaf að vera sammála almenningsálitinu eða alltaf ósammála því? Erum við einfaldlega á móti yfirvöldum og erum þar af leiðandi ósammála öllu sem við teljum þaðan komið? Leyfum við fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og áhrifavöldum að móta skoðanir okkar umhugsunarlaust? Það segir sig sjálft að vel ígrundaðar skoðanir byggja ekki á þessum forsendum. Hvað fær fólk til að skipta um skoðun? Eitt sinn taldi ég mögulegt að breyta skoðunum annarra með rökræðum, en því miður er það yfirleitt ekki hægt. Rökræður geta jafnvel haft þveröfug áhrif. Rannsóknir benda til þess að flestir herðist í afstöðu sinni þegar þeir heyra mótrök gegn skoðunum sínum, sama hversu góð mótrökin eru. Þeir líta á mótrökin sem persónulega ógn eða móðgun, og fara því strax í vörn. Þetta bendir einmitt til þess að skoðanir flestra séu í raun og veru ekki byggðar á rökum, heldur einhverjum af ofangreindum forsendum, sem eru tilfinningalegar og félagslegar. Þeir virðast fyrst tileinka sér skoðanir og beygja síðan og bjaga röksemdarfærslur þeim til stuðnings. Þessi uppgötvun fékk mig til að endurmeta hvernig skoðanir fólks geti breyst. Þegar á hólminn er komið er það aðeins einstaklingurinn sjálfur sem getur breytt eigin skoðunum, og hann þarf að telja sig hafa góða ástæðu til þess. Þótt sumir fylgi rökhyggju fremur en tilfinningum og hópþrýstingi, virðast þeir ekki vera margir. Sumir eru hræddir við að storka nánum vinum og fjölskyldu með því að skipta um skoðun. Aðrir eru hræddir um að skynsamlega afstaðan sé í ósamræmi við siðferðisgildi sem þeir hafa tileinkað sér. En kannski mættu þeir spyrja sig hvort siðferðisgildi þeirra séu í raun og veru skynsamleg. Þessi grein mun ekki breyta skoðunum nokkurs einstaklings. En mögulega mun hún hjálpa einhverjum að ráðast í endurmat á eigin skoðunum og breyta þeim á eigin spýtur. Til meira er ekki hægt að ætlast. Ef við ætlum á annað borð að standa og falla með skoðunum okkar, tryggjum að minnsta kosti að þær byggi á skynsamlegum forsendum. Höfundur er samfélagsrýnir og fyrrverandi sósíalisti.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun