Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar 6. desember 2024 15:02 Þessa dagana er fátt sem sundrar samfélaginu jafn mikið og skoðanir. Skoðanir um öll möguleg málefni hafa skipt fólki í andstæðar og hatursfullar fylkingar. Margir virðast hreinlega vera tilbúnir að standa og falla með skoðunum sínum. En þessir aðilar mættu spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaðan koma skoðanir okkar? Fylgjum við skoðunum fjölskyldu og vina í blindni? Eru skoðanir okkar mótaðar af samfélaginu, hvort heldur á þann hátt að maður þurfi alltaf að vera sammála almenningsálitinu eða alltaf ósammála því? Erum við einfaldlega á móti yfirvöldum og erum þar af leiðandi ósammála öllu sem við teljum þaðan komið? Leyfum við fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og áhrifavöldum að móta skoðanir okkar umhugsunarlaust? Það segir sig sjálft að vel ígrundaðar skoðanir byggja ekki á þessum forsendum. Hvað fær fólk til að skipta um skoðun? Eitt sinn taldi ég mögulegt að breyta skoðunum annarra með rökræðum, en því miður er það yfirleitt ekki hægt. Rökræður geta jafnvel haft þveröfug áhrif. Rannsóknir benda til þess að flestir herðist í afstöðu sinni þegar þeir heyra mótrök gegn skoðunum sínum, sama hversu góð mótrökin eru. Þeir líta á mótrökin sem persónulega ógn eða móðgun, og fara því strax í vörn. Þetta bendir einmitt til þess að skoðanir flestra séu í raun og veru ekki byggðar á rökum, heldur einhverjum af ofangreindum forsendum, sem eru tilfinningalegar og félagslegar. Þeir virðast fyrst tileinka sér skoðanir og beygja síðan og bjaga röksemdarfærslur þeim til stuðnings. Þessi uppgötvun fékk mig til að endurmeta hvernig skoðanir fólks geti breyst. Þegar á hólminn er komið er það aðeins einstaklingurinn sjálfur sem getur breytt eigin skoðunum, og hann þarf að telja sig hafa góða ástæðu til þess. Þótt sumir fylgi rökhyggju fremur en tilfinningum og hópþrýstingi, virðast þeir ekki vera margir. Sumir eru hræddir við að storka nánum vinum og fjölskyldu með því að skipta um skoðun. Aðrir eru hræddir um að skynsamlega afstaðan sé í ósamræmi við siðferðisgildi sem þeir hafa tileinkað sér. En kannski mættu þeir spyrja sig hvort siðferðisgildi þeirra séu í raun og veru skynsamleg. Þessi grein mun ekki breyta skoðunum nokkurs einstaklings. En mögulega mun hún hjálpa einhverjum að ráðast í endurmat á eigin skoðunum og breyta þeim á eigin spýtur. Til meira er ekki hægt að ætlast. Ef við ætlum á annað borð að standa og falla með skoðunum okkar, tryggjum að minnsta kosti að þær byggi á skynsamlegum forsendum. Höfundur er samfélagsrýnir og fyrrverandi sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er fátt sem sundrar samfélaginu jafn mikið og skoðanir. Skoðanir um öll möguleg málefni hafa skipt fólki í andstæðar og hatursfullar fylkingar. Margir virðast hreinlega vera tilbúnir að standa og falla með skoðunum sínum. En þessir aðilar mættu spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaðan koma skoðanir okkar? Fylgjum við skoðunum fjölskyldu og vina í blindni? Eru skoðanir okkar mótaðar af samfélaginu, hvort heldur á þann hátt að maður þurfi alltaf að vera sammála almenningsálitinu eða alltaf ósammála því? Erum við einfaldlega á móti yfirvöldum og erum þar af leiðandi ósammála öllu sem við teljum þaðan komið? Leyfum við fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og áhrifavöldum að móta skoðanir okkar umhugsunarlaust? Það segir sig sjálft að vel ígrundaðar skoðanir byggja ekki á þessum forsendum. Hvað fær fólk til að skipta um skoðun? Eitt sinn taldi ég mögulegt að breyta skoðunum annarra með rökræðum, en því miður er það yfirleitt ekki hægt. Rökræður geta jafnvel haft þveröfug áhrif. Rannsóknir benda til þess að flestir herðist í afstöðu sinni þegar þeir heyra mótrök gegn skoðunum sínum, sama hversu góð mótrökin eru. Þeir líta á mótrökin sem persónulega ógn eða móðgun, og fara því strax í vörn. Þetta bendir einmitt til þess að skoðanir flestra séu í raun og veru ekki byggðar á rökum, heldur einhverjum af ofangreindum forsendum, sem eru tilfinningalegar og félagslegar. Þeir virðast fyrst tileinka sér skoðanir og beygja síðan og bjaga röksemdarfærslur þeim til stuðnings. Þessi uppgötvun fékk mig til að endurmeta hvernig skoðanir fólks geti breyst. Þegar á hólminn er komið er það aðeins einstaklingurinn sjálfur sem getur breytt eigin skoðunum, og hann þarf að telja sig hafa góða ástæðu til þess. Þótt sumir fylgi rökhyggju fremur en tilfinningum og hópþrýstingi, virðast þeir ekki vera margir. Sumir eru hræddir við að storka nánum vinum og fjölskyldu með því að skipta um skoðun. Aðrir eru hræddir um að skynsamlega afstaðan sé í ósamræmi við siðferðisgildi sem þeir hafa tileinkað sér. En kannski mættu þeir spyrja sig hvort siðferðisgildi þeirra séu í raun og veru skynsamleg. Þessi grein mun ekki breyta skoðunum nokkurs einstaklings. En mögulega mun hún hjálpa einhverjum að ráðast í endurmat á eigin skoðunum og breyta þeim á eigin spýtur. Til meira er ekki hægt að ætlast. Ef við ætlum á annað borð að standa og falla með skoðunum okkar, tryggjum að minnsta kosti að þær byggi á skynsamlegum forsendum. Höfundur er samfélagsrýnir og fyrrverandi sósíalisti.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun