Jón Nordal er látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 06:37 Jón var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar. Jón Nordal tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík andaðist í gær, 5. desember, 98 ára að aldri. Hann var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og einn helsti forystumaður í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi á síðastliðinni öld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Jóns. Hann var afkastamikið tónskáld og eftir hann liggja stór hljómsveitarverk og einleikskonsertar, margskonar kammertónlist og einleiksverk, orgelverk, kórlög og stærri kórverk, leikhústónlist, sönglög og fleira. Jón er höfundur laga sem eiga sérstakan sess hjá þjóðinni og má þar nefna sönglagið „Hvert örstutt spor“ úr Silfurtungli Halldórs Laxness og kórlagið „Smávinir fagrir“ við Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar, sem Jón samdi einungis 14 ára gamall. Jón Nordal fæddist á æskuheimili sínu á Baldursgötu 33 í Reykjavík 6. mars 1926. Foreldrar hans voru Ólöf Nordal og Sigurður Nordal prófessor. Eldri systkini hans voru Bera, fædd 1923 og dáin 1927, og Jóhannes, síðar seðlabankastjóri, fæddur 1924 og dáinn 2023. Lærði víða í Evrópu Jón lauk burtfararprófi í píanóleik 1948 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og tónsmíðum ári síðar. Hann stundaði framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum í Zürich í Sviss 1949-1951, auk námsdvalar í París, Róm og Darmstadt 1956 -1957. Jón var skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík í 33 ár eða frá árinu 1959 til 1992, og kenndi auk þess píanóleik og tónfræði. Tónlistarskólinn var á þeim tíma æðsta menntastofnun landsins í tónlist og brautskráði flesta hérlenda atvinnutónlistarmenn. Jafnframt lagði skólinn grunn að almennri tónlistarkennslu um land allt með menntun hljóðfærakennara og tónmenntakennara. Sem píanóleikari hélt Jón tónleika hér á landi og erlendis. Hann sat í ýmsum opinberum nefndum varðandi tónlistarmál og var stjórnarmaður í tónlistarsamstarfsnefnd Norðurlanda og tónlistarháskólaráði Norðurlanda. Jón var í stjórn STEFs frá 1968 til 1987, stjórnarmaður í Tónmenntasjóði kirkjunnar um árabil og í stjórn Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins í nær hálfa öld til ársins 2017. Þá var hann einn stofnenda Musica Nova, félagsskapar um flutning nútímatónlistar á Íslandi, og fyrsti formaður þess 1959-1963. Hlaut ýmiskonar viðurkenningar Jóni hlotnaðist margskonar heiður og má þar nefna stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og riddarakross Dannebrogsorðunnar. Jón hefur verið í heiðurslaunaflokki Alþingis frá 1983 og hlaut heiðursnafnbót Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010, auk fleiri viðurkenninga. Þá var Jón félagi í konunglegu sænsku tónlistarakademíunni frá 1968. Eiginkona Jóns var Solveig Jónsdóttir menntaskólakennari, fædd 1932 og dáin 2012. Foreldrar hennar voru Þórunn Björnsdóttir og Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn. Börn Jóns og Solveigar eru Hjálmur, Ólöf og Sigurður. Andlát Tónlist Tónlistarnám Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Jóns. Hann var afkastamikið tónskáld og eftir hann liggja stór hljómsveitarverk og einleikskonsertar, margskonar kammertónlist og einleiksverk, orgelverk, kórlög og stærri kórverk, leikhústónlist, sönglög og fleira. Jón er höfundur laga sem eiga sérstakan sess hjá þjóðinni og má þar nefna sönglagið „Hvert örstutt spor“ úr Silfurtungli Halldórs Laxness og kórlagið „Smávinir fagrir“ við Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar, sem Jón samdi einungis 14 ára gamall. Jón Nordal fæddist á æskuheimili sínu á Baldursgötu 33 í Reykjavík 6. mars 1926. Foreldrar hans voru Ólöf Nordal og Sigurður Nordal prófessor. Eldri systkini hans voru Bera, fædd 1923 og dáin 1927, og Jóhannes, síðar seðlabankastjóri, fæddur 1924 og dáinn 2023. Lærði víða í Evrópu Jón lauk burtfararprófi í píanóleik 1948 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og tónsmíðum ári síðar. Hann stundaði framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum í Zürich í Sviss 1949-1951, auk námsdvalar í París, Róm og Darmstadt 1956 -1957. Jón var skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík í 33 ár eða frá árinu 1959 til 1992, og kenndi auk þess píanóleik og tónfræði. Tónlistarskólinn var á þeim tíma æðsta menntastofnun landsins í tónlist og brautskráði flesta hérlenda atvinnutónlistarmenn. Jafnframt lagði skólinn grunn að almennri tónlistarkennslu um land allt með menntun hljóðfærakennara og tónmenntakennara. Sem píanóleikari hélt Jón tónleika hér á landi og erlendis. Hann sat í ýmsum opinberum nefndum varðandi tónlistarmál og var stjórnarmaður í tónlistarsamstarfsnefnd Norðurlanda og tónlistarháskólaráði Norðurlanda. Jón var í stjórn STEFs frá 1968 til 1987, stjórnarmaður í Tónmenntasjóði kirkjunnar um árabil og í stjórn Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins í nær hálfa öld til ársins 2017. Þá var hann einn stofnenda Musica Nova, félagsskapar um flutning nútímatónlistar á Íslandi, og fyrsti formaður þess 1959-1963. Hlaut ýmiskonar viðurkenningar Jóni hlotnaðist margskonar heiður og má þar nefna stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og riddarakross Dannebrogsorðunnar. Jón hefur verið í heiðurslaunaflokki Alþingis frá 1983 og hlaut heiðursnafnbót Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010, auk fleiri viðurkenninga. Þá var Jón félagi í konunglegu sænsku tónlistarakademíunni frá 1968. Eiginkona Jóns var Solveig Jónsdóttir menntaskólakennari, fædd 1932 og dáin 2012. Foreldrar hennar voru Þórunn Björnsdóttir og Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn. Börn Jóns og Solveigar eru Hjálmur, Ólöf og Sigurður.
Andlát Tónlist Tónlistarnám Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira