Eru konur betri en karlar? Örn Bárður Jónsson skrifar 5. desember 2024 18:03 3K - þrjár konur - leiða næstu stjórn, Kristrún, Þorgerður Katrín og Inga. Þetta sagði ég, daginn fyrir kosningarnar, föstudaginn 29. nóvember - og ég held að sú stjórn gæti orðið sterk - græn og góð, heilbrigð, holl og réttlát. En þær eiga eftir að ná saman og semja um málin, víla og díla, eins og nú er stundum sagt á okkar uppfærða, ástkæra og ylhýra. En mun þeim takast það? Fjölmiðlarnir kalla þær valkyrjur sem er vísun í kraftmiklar kerlingar, dálítið karlaleg nálgun, verð ég nú að segja. Og þá vaknar þessi spurning, sem er yfirskrift þessa stutta pistils: Eru konur betri en karlar? Því er auðsvarað. Konur er ekki betri en karlar - en þær eru öðruvísi. Reyndar eru við öll öðruvísi en annað fólk en líka eins. Það er nú ein af mótsögnum tilverunnar. Við erum öll á einu og sama rófi, geðrófi, litrófi, regnboga lífsins, þar sem allir litir eru mikilvægir og hafa hver sína fegurð. Við getum einnig líkt okkur við nótur í tónverki eða hljóðfæri í sumfóníuhljómsveit - (gríska: συμφωνία). Er sellóið betra en fiðlan, óbóið betra en klarinettið, bassinn betri en túban? Þessi hljóðfæri eru öll mikilvæg til að skapa samhljóm, sumfón, þótt eitt hljóðfæri fái stundum að leika aðalhlutverk í einstaka verki. Allt hangir saman, líka konur og karlar. Já, þau hanga saman, bæði með neikvæðu og jákvæðu formerki. Þau tengjast, vagga og velta, eignast börn, eldast og mörg þeirra þroskast meira að segja með aldrinum! En eru konur ekki samt aðeins betri? hvíslar efasemdarröddin sem er ekki sammála fullyrðingu minni hér framar. Jú, auðvitað eru þær betri. En það á bara við um sumt! Er karlar þá betir en konur? Já, í sumu! Ég er orðinn verulega þreyttur á því þegar konur jórtra eins og kýr á orðinu feðraveldi og láta eins og mæðraveldi hafi aldrei verið til. Auðvitað hafa karlar ætíð haft völd og yfirburði á vissum sviðum. EN! konur hafa líka haft völd og yfirburði á öðrum sviðum. Og það er þannig sem jafnvægið myndast. Litrófið í regnboganum er fullkomið en bjagast ef einn litur er látinn ríkja yfir öllu. Karlrembur hafa ætíð verið til og kvensköss líka. Karlar tæla konur og hvaða karl hefur ekki séð meyjuna Femme Fatale svífa um í sölum lífsins? Í okkur öllum, konum og körlum, býr syndin, sem er komin af orðinu sundur, á grísku hamartia sem merki geigun, að missa marks. Biblían er með'etta á hreinu. Við erum öll mistæk, hæf en líka klaufsk, dásamleg og skelfileg í senn. Við erum öll á einum og sama báti lífsins. Og sagan sýnir að konur í valdastöðum, líkt og karlar, hafa farið bæði vel og illa með vald. Vonandi velja Valkyrjurnar með sér spengilega meðreiðarsveina til þess að regnboginn njóti sín, hið gullna jafnvægi, fíbónaccið í tilverunni, sem gefur jafnvægi og gleði og fullnægir fegurðarstuðli lífsins. Góðar stundir, drengir og stúlkur, kallar og kellingar, karlar og konur þessa lands. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Jafnréttismál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
3K - þrjár konur - leiða næstu stjórn, Kristrún, Þorgerður Katrín og Inga. Þetta sagði ég, daginn fyrir kosningarnar, föstudaginn 29. nóvember - og ég held að sú stjórn gæti orðið sterk - græn og góð, heilbrigð, holl og réttlát. En þær eiga eftir að ná saman og semja um málin, víla og díla, eins og nú er stundum sagt á okkar uppfærða, ástkæra og ylhýra. En mun þeim takast það? Fjölmiðlarnir kalla þær valkyrjur sem er vísun í kraftmiklar kerlingar, dálítið karlaleg nálgun, verð ég nú að segja. Og þá vaknar þessi spurning, sem er yfirskrift þessa stutta pistils: Eru konur betri en karlar? Því er auðsvarað. Konur er ekki betri en karlar - en þær eru öðruvísi. Reyndar eru við öll öðruvísi en annað fólk en líka eins. Það er nú ein af mótsögnum tilverunnar. Við erum öll á einu og sama rófi, geðrófi, litrófi, regnboga lífsins, þar sem allir litir eru mikilvægir og hafa hver sína fegurð. Við getum einnig líkt okkur við nótur í tónverki eða hljóðfæri í sumfóníuhljómsveit - (gríska: συμφωνία). Er sellóið betra en fiðlan, óbóið betra en klarinettið, bassinn betri en túban? Þessi hljóðfæri eru öll mikilvæg til að skapa samhljóm, sumfón, þótt eitt hljóðfæri fái stundum að leika aðalhlutverk í einstaka verki. Allt hangir saman, líka konur og karlar. Já, þau hanga saman, bæði með neikvæðu og jákvæðu formerki. Þau tengjast, vagga og velta, eignast börn, eldast og mörg þeirra þroskast meira að segja með aldrinum! En eru konur ekki samt aðeins betri? hvíslar efasemdarröddin sem er ekki sammála fullyrðingu minni hér framar. Jú, auðvitað eru þær betri. En það á bara við um sumt! Er karlar þá betir en konur? Já, í sumu! Ég er orðinn verulega þreyttur á því þegar konur jórtra eins og kýr á orðinu feðraveldi og láta eins og mæðraveldi hafi aldrei verið til. Auðvitað hafa karlar ætíð haft völd og yfirburði á vissum sviðum. EN! konur hafa líka haft völd og yfirburði á öðrum sviðum. Og það er þannig sem jafnvægið myndast. Litrófið í regnboganum er fullkomið en bjagast ef einn litur er látinn ríkja yfir öllu. Karlrembur hafa ætíð verið til og kvensköss líka. Karlar tæla konur og hvaða karl hefur ekki séð meyjuna Femme Fatale svífa um í sölum lífsins? Í okkur öllum, konum og körlum, býr syndin, sem er komin af orðinu sundur, á grísku hamartia sem merki geigun, að missa marks. Biblían er með'etta á hreinu. Við erum öll mistæk, hæf en líka klaufsk, dásamleg og skelfileg í senn. Við erum öll á einum og sama báti lífsins. Og sagan sýnir að konur í valdastöðum, líkt og karlar, hafa farið bæði vel og illa með vald. Vonandi velja Valkyrjurnar með sér spengilega meðreiðarsveina til þess að regnboginn njóti sín, hið gullna jafnvægi, fíbónaccið í tilverunni, sem gefur jafnvægi og gleði og fullnægir fegurðarstuðli lífsins. Góðar stundir, drengir og stúlkur, kallar og kellingar, karlar og konur þessa lands. Höfundur er prestur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun