Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar 3. desember 2024 18:00 Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi en áframhaldandi vöxtur útflutningstekna er forsenda þess að hægt sé að fjárfesta áfram í öflugu heilbrigðis- og velferðarkerfi, innviðum og menntun. Stjórnvöld spila stórt hlutverk í að skapa forsendur fyrir verðmætasköpun. Þar spilar margt inn í, löggjöf og regluverk, umgjörð erlendrar fjárfestingar, skilvirkni stofnana sem fara með eftirlit og leyfisveitingar með atvinnustarfsemi og hagsmunagæsla á alþjóðavettvangi, þá sérstaklega gagnvart EES-samningnum og Evrópusambandinu. Það skiptir líka máli að skilaboð stjórnvalda séu skýr og ráðuneyti og stofnanir gangi í takti við ráðherra og þeirra sýn og stefnu. Lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi í öllum alþjóðlegum samanburði á flesta mælikvarða. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er undirstaða hagsældar hér á landi. Það eru blikur á lofti varðandi útflutningshagsmuni Íslands en fram undan gætu verið tollahækkanir í Bandaríkjunum og Evrópu. Í því samhengi þarf að stunda virka hagsmunagæslu í samráði við okkar helstu samstarfsríki á alþjóðavettvangi. Þetta verður brýnt verkefni hjá næstu ríkisstjórn. Við eigum ríka hagsmuni af velgengni Evrópu sem efnahagssvæðis og þurfum að gæta hagsmuna okkar bæði til austurs og vesturs. Á sama tíma eru tækifærin óþrjótandi, en það þarf að sækja þau. Það hefur svo sannarlega verið gert á síðustu árum. Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur hugverkaiðnaðar verði vel yfir 300 milljörðum króna í ár. Það eru mikil tímamót í íslensku efnahagslífi. Eitt af síðustu verkum Alþingis fyrir kosningar var viðhalda öflugu hvatakerfi fyrir fjárfestingar í nýsköpun og þar með styðja við áframhaldandi vöxt í hugverkaiðnaði. Þetta skiptir máli og skapar grundvöll fyrir stóraukna verðmætasköpun á næstu árum og aukna framleiðni í hagkerfinu. Framleiðni og lífskjör þjóða haldast í hendur. Innan raða Samtaka iðnaðarins eru tvær af fjórum útflutningsstoðum Íslands, en ásamt hugverkaiðnaði eru samtökin málsvari orkusækins iðnaðar. Samanlagt nam útflutningur þessara tveggja greina um 700 milljörðum króna á síðasta ári. Aukið framboð af raforku skiptir máli fyrir verðmætasköpun um allt land og því mikilvægt að ný ríkisstjórn tryggi skilyrði fyrir aukna græna orkuöflun í landinu. Mörg stór og aðkallandi verkefni bíða næstu ríkisstjórnar. Forsenda sterks ríkissjóðs sem hefur bolmagn í að fjárfesta í uppbyggingu mikilvægustu kerfa og innviða samfélagsins er verðmætasköpun. Stóra spurningin er því hvort næsta ríkisstjórn verði ríkisstjórn verðmætasköpunar og nái þar með raunverulegum árangri fyrir samfélagið allt. Höfundur er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sigríður Mogensen Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi en áframhaldandi vöxtur útflutningstekna er forsenda þess að hægt sé að fjárfesta áfram í öflugu heilbrigðis- og velferðarkerfi, innviðum og menntun. Stjórnvöld spila stórt hlutverk í að skapa forsendur fyrir verðmætasköpun. Þar spilar margt inn í, löggjöf og regluverk, umgjörð erlendrar fjárfestingar, skilvirkni stofnana sem fara með eftirlit og leyfisveitingar með atvinnustarfsemi og hagsmunagæsla á alþjóðavettvangi, þá sérstaklega gagnvart EES-samningnum og Evrópusambandinu. Það skiptir líka máli að skilaboð stjórnvalda séu skýr og ráðuneyti og stofnanir gangi í takti við ráðherra og þeirra sýn og stefnu. Lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi í öllum alþjóðlegum samanburði á flesta mælikvarða. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er undirstaða hagsældar hér á landi. Það eru blikur á lofti varðandi útflutningshagsmuni Íslands en fram undan gætu verið tollahækkanir í Bandaríkjunum og Evrópu. Í því samhengi þarf að stunda virka hagsmunagæslu í samráði við okkar helstu samstarfsríki á alþjóðavettvangi. Þetta verður brýnt verkefni hjá næstu ríkisstjórn. Við eigum ríka hagsmuni af velgengni Evrópu sem efnahagssvæðis og þurfum að gæta hagsmuna okkar bæði til austurs og vesturs. Á sama tíma eru tækifærin óþrjótandi, en það þarf að sækja þau. Það hefur svo sannarlega verið gert á síðustu árum. Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur hugverkaiðnaðar verði vel yfir 300 milljörðum króna í ár. Það eru mikil tímamót í íslensku efnahagslífi. Eitt af síðustu verkum Alþingis fyrir kosningar var viðhalda öflugu hvatakerfi fyrir fjárfestingar í nýsköpun og þar með styðja við áframhaldandi vöxt í hugverkaiðnaði. Þetta skiptir máli og skapar grundvöll fyrir stóraukna verðmætasköpun á næstu árum og aukna framleiðni í hagkerfinu. Framleiðni og lífskjör þjóða haldast í hendur. Innan raða Samtaka iðnaðarins eru tvær af fjórum útflutningsstoðum Íslands, en ásamt hugverkaiðnaði eru samtökin málsvari orkusækins iðnaðar. Samanlagt nam útflutningur þessara tveggja greina um 700 milljörðum króna á síðasta ári. Aukið framboð af raforku skiptir máli fyrir verðmætasköpun um allt land og því mikilvægt að ný ríkisstjórn tryggi skilyrði fyrir aukna græna orkuöflun í landinu. Mörg stór og aðkallandi verkefni bíða næstu ríkisstjórnar. Forsenda sterks ríkissjóðs sem hefur bolmagn í að fjárfesta í uppbyggingu mikilvægustu kerfa og innviða samfélagsins er verðmætasköpun. Stóra spurningin er því hvort næsta ríkisstjórn verði ríkisstjórn verðmætasköpunar og nái þar með raunverulegum árangri fyrir samfélagið allt. Höfundur er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar