Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2024 09:04 Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er þetta árið helgað baráttu gegn kvennamorðum, en það er hugtak sem hefur ekki verið mikið notað í íslenskri umræðu. Kvennamorð hafa þó sannarlega verið til staðar í íslenskri ofbeldissögu sem hrottalegasta birtingarmynd kynbundis ofbeldis, en slíkt ofbeldi er faraldur sem enn fær að geysa í íslensku samfélagi. Aukin fræðsla og vitundarvakning um birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum hafa skilað okkur því að þolendur og aðstandendur þekkja betur mynstur ofbeldis í nánum samböndum. Komutölur í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins segja okkur að konur og kvár leita sér oftar og jafnvel fyrr aðstoðar og stuðnings en áður. Það sem að slík vitundavakning virðist þó ekki skila er minna ofbeldi eða færri þolendur. Gerendum þeirra sem leita til Kvennaathvarfsins fækkar ekki, þeir eru enn á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstigum íslensks samfélags. Bakslag í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi er í hæstu hæðum og kristallaðist ágætlega í niðurstöðum nýlegrar könnunar frá Finnlandi sem sýndi að fjórðungur finnskra karlmanna undir 35 ára aldri telur að konur gætu átt skilið að verða fyrir ofbeldi vegna þess hvernig þær hegða sér eða klæða sig. Orsakir slíks bakslags eru flóknar, en eitt þeirra vandamála sem við glímum við í baráttunni við kynbundið ofbeldi er úrræðaleysi réttarkerfisins, þar sem verkfæri til að tryggja öryggi þolenda eru máttlaus og andlegt ofbeldi ekki tekið nægilega alvarlega. Til þess að undirstrika alvarleika andlegs ofbeldis í nánum samböndum þá hafa rannsóknir í Ástralíu sýnt að rúm 40% kvenna sem voru þolendur nauðungarstjórnunnar höfðu ekki orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og að morð er oft fyrsta líkamlega ofbeldið í slíku ofbeldissambandi. Annað vandamál er að ofbeldi í nánum samböndum virðist ekki fá sömu athygli og annað ofbeldi, sem gefur til kynna að við séum enn að eiga við þá gömlu mýtu að það sem gerist innan veggja heimilisins sé ekki endilega eitthvað sem við eigum að vera að skipta okkur af. Íhuga má hvort þetta sé ástæðan fyrir því að ekki sé hefð fyrir notkun á hugtakinu kvennamorð í íslenskri tungu og í raun ekki langt síðan að vísað var til slíkra tilfella sem „fjölskylduharmleiks“. Þessi tilgáta fær heldur betur byr undir báða vængi í nýlegri breskri samantekt sem sýnir að þar í landi eru refsingar við morði innan veggja heimilisins vægari en þegar konur eru drepnar á götum úti. Allt þetta sendir skýr skilaboð um að ofbeldi í nánum samböndum sé ekki eins alvarlegt og annað ofbeldi. Slík skilaboð búa til ómöguleika þegar unnið er að því að breyta afstöðu samfélagsins til kynbundis ofbeldis og gerir allt forvarnarstarf máttlaust. Það er ljóst að það þarf meira til en stöku vitundarvakningu til þess að ráða niðurlögum ofbeldis í nánum samböndum. Nýleg skýrsla á vegum WAVE (Women Against Violence Europe) mælir með því að beitt sé svokallaðri marglaga nálgun, sem sett er af stað samtímis á eins breiðum vettvangi og hægt er. Þetta þýðir að á sama tíma þarf að vinna að úrbótum í stofnanakerfi og lagaumhverfi, virkja stjórnmálaumræðu, auka virkni og meðvitund innan ólíkra samfélagshópa; og tryggja fræðslu á öllum stigum skólakerfisins – svo eitthvað sé nefnt. Skref í rétta átt eru sett fram í kröfugerð sem gefin hefur verið út í tilefni Kvennaárs 2025, en þessar kröfur setja tón sem fylgja þarf eftir með fleiri samhliða aðgerðum og samtali sem vinnur að því að rækta samkennd, tilfinningalega meðvitund og virðingu fyrir náunganum. Einungis slíkur samtakamáttur getur stuðlað að því að við komumst hjá því að horfa uppá nýja kynslóð eiga við sama ofbeldið. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er þetta árið helgað baráttu gegn kvennamorðum, en það er hugtak sem hefur ekki verið mikið notað í íslenskri umræðu. Kvennamorð hafa þó sannarlega verið til staðar í íslenskri ofbeldissögu sem hrottalegasta birtingarmynd kynbundis ofbeldis, en slíkt ofbeldi er faraldur sem enn fær að geysa í íslensku samfélagi. Aukin fræðsla og vitundarvakning um birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum hafa skilað okkur því að þolendur og aðstandendur þekkja betur mynstur ofbeldis í nánum samböndum. Komutölur í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins segja okkur að konur og kvár leita sér oftar og jafnvel fyrr aðstoðar og stuðnings en áður. Það sem að slík vitundavakning virðist þó ekki skila er minna ofbeldi eða færri þolendur. Gerendum þeirra sem leita til Kvennaathvarfsins fækkar ekki, þeir eru enn á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstigum íslensks samfélags. Bakslag í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi er í hæstu hæðum og kristallaðist ágætlega í niðurstöðum nýlegrar könnunar frá Finnlandi sem sýndi að fjórðungur finnskra karlmanna undir 35 ára aldri telur að konur gætu átt skilið að verða fyrir ofbeldi vegna þess hvernig þær hegða sér eða klæða sig. Orsakir slíks bakslags eru flóknar, en eitt þeirra vandamála sem við glímum við í baráttunni við kynbundið ofbeldi er úrræðaleysi réttarkerfisins, þar sem verkfæri til að tryggja öryggi þolenda eru máttlaus og andlegt ofbeldi ekki tekið nægilega alvarlega. Til þess að undirstrika alvarleika andlegs ofbeldis í nánum samböndum þá hafa rannsóknir í Ástralíu sýnt að rúm 40% kvenna sem voru þolendur nauðungarstjórnunnar höfðu ekki orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og að morð er oft fyrsta líkamlega ofbeldið í slíku ofbeldissambandi. Annað vandamál er að ofbeldi í nánum samböndum virðist ekki fá sömu athygli og annað ofbeldi, sem gefur til kynna að við séum enn að eiga við þá gömlu mýtu að það sem gerist innan veggja heimilisins sé ekki endilega eitthvað sem við eigum að vera að skipta okkur af. Íhuga má hvort þetta sé ástæðan fyrir því að ekki sé hefð fyrir notkun á hugtakinu kvennamorð í íslenskri tungu og í raun ekki langt síðan að vísað var til slíkra tilfella sem „fjölskylduharmleiks“. Þessi tilgáta fær heldur betur byr undir báða vængi í nýlegri breskri samantekt sem sýnir að þar í landi eru refsingar við morði innan veggja heimilisins vægari en þegar konur eru drepnar á götum úti. Allt þetta sendir skýr skilaboð um að ofbeldi í nánum samböndum sé ekki eins alvarlegt og annað ofbeldi. Slík skilaboð búa til ómöguleika þegar unnið er að því að breyta afstöðu samfélagsins til kynbundis ofbeldis og gerir allt forvarnarstarf máttlaust. Það er ljóst að það þarf meira til en stöku vitundarvakningu til þess að ráða niðurlögum ofbeldis í nánum samböndum. Nýleg skýrsla á vegum WAVE (Women Against Violence Europe) mælir með því að beitt sé svokallaðri marglaga nálgun, sem sett er af stað samtímis á eins breiðum vettvangi og hægt er. Þetta þýðir að á sama tíma þarf að vinna að úrbótum í stofnanakerfi og lagaumhverfi, virkja stjórnmálaumræðu, auka virkni og meðvitund innan ólíkra samfélagshópa; og tryggja fræðslu á öllum stigum skólakerfisins – svo eitthvað sé nefnt. Skref í rétta átt eru sett fram í kröfugerð sem gefin hefur verið út í tilefni Kvennaárs 2025, en þessar kröfur setja tón sem fylgja þarf eftir með fleiri samhliða aðgerðum og samtali sem vinnur að því að rækta samkennd, tilfinningalega meðvitund og virðingu fyrir náunganum. Einungis slíkur samtakamáttur getur stuðlað að því að við komumst hjá því að horfa uppá nýja kynslóð eiga við sama ofbeldið. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun