Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2024 12:50 Samtölin sem ég hef fengið að eiga í þessari kosningabaráttu eru bæði fjölmörg og gífurlega dýrmæt. Við Píratar höfum lagt mikla áherslu á að eiga hreinskilin og innihaldsrík samskipti við kjósendur. Samtölin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn í þau málefni sem brenna helst á fólki. Við höfum lagt allt okkar í að eiga samtöl við kjósendur þar sem málefni eins og bann við sjókvíaeldi sem Píratar einn flokka hefur tekið sér sterka stöðu gegn. Frelsi einstaklinga til að lifa lífi sínu á eigin forsendum án óþarfa afskipta yfirvalda hefur sérstaklega verið í brennidepli, ásamt umræðum um grunnhugmyndafræði Pírata, hvernig við skilgreinum hægri og vinstri og ýmsu öðru sem hefur gert þessi samtöl bæði uppbyggileg og eftirminnileg. Við trúum því að með því að hlusta og taka þátt í umræðum við fólk getum við byggt upp samfélag þar sem allar raddir skipta máli og ákvarðanir eru teknar í þágu fólksins. Þau samtöl sem mér hafa þótt áhugaverðust og fela í sér mikinn lærdóm fyrir Pírata eru samtölin þar sem fólk spyr „ En vill einhver raunverulega vinna með Pírötum þið eruð aldrei tilbúin að gefa neitt eftir “ Þar virðist gæta einhvers misskilnings, Píratar gera sér einmitt fyllilega grein fyrir því að samstarf felur í sér málamiðlanir, eins og ég skrifaði í pistli fyrir nokkrum dögum þá er tilgangur Pírata einmitt að vera einskonar málamiðlari. Þar sem ólíkar hugmyndir frá ásum hins pólitíska litrófs eru dregnar saman að borðinu, til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem allir geta gengið sáttir með frá borði, kjósendum til góða. Ófrávíkjanleg krafa Pírata er heiðarleiki Það er að vissu leyti rétt að Píratar gera ófrávíkjanlegar kröfur. Staðreyndin er sú að Píratar gefa engan afslátt af heiðarleika. Þetta er í raun fremur einfalt; Píratar stunda heiðarleg stjórnmál sem eru gagnsæ, lýðræðisleg og þar sem mannréttindi eru alltaf í forgrunni. Við ætlumst til hins sama af samstarfsflokkum okkar. Ef þeir eru tilbúnir til þess að starfa eftir því, þá mun fátt stranda á Pírötum, ef um góð mál er að ræða. Okkar gildi grundvallast af heiðarleika í stjórnmálum. Af samtölum mínum síðustu vikur má draga þá ályktun að kjósendur séu sammála mér í því að á Alþingi Íslendinga hefur ekki verið neitt sérstakt offramboð á heiðarleika. Píratar hafa talað fyrir öðruvísi stjórnmálum þar sem aðgengi að upplýsingum gegnir lykilhlutverki, það helst í hendur við aðhald með valdinu, sem er gífurlega mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að þeir valdameiri brjóti gegn þeim valdaminni. Það að verja réttindi borgaranna er ekki valkvæð skylda stjórnvalda heldur ófrávíkjanleg krafa sem almenningur í lýðræðisríki gerir til stjórnvalda. Mannréttindi eru jafnframt ekki valkvæður lúxus útvaldra, mannréttindi eru einmitt fyrir öll. Allt grundvallast þetta þó eins og fyrr segir á heiðarlegum stjórnmálum. Ég veit ekki með ykkur, en við erum ekki spennt fyrir því að setja völd ofar heiðarleika. Píratar hafa með öðruvísi nálgun og aðferðum komið til leiða öðruvísi breytingum í íslenskum stjórnmálum. Píratar vilja að þú ráðir og því hvet ég þig til þess að kjósa öðruvísi og kjósa Pírata. Viljir þú kynna þér sérstök stefnumál flokksins, þá mæli ég með www.piratar.is . Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Samtölin sem ég hef fengið að eiga í þessari kosningabaráttu eru bæði fjölmörg og gífurlega dýrmæt. Við Píratar höfum lagt mikla áherslu á að eiga hreinskilin og innihaldsrík samskipti við kjósendur. Samtölin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn í þau málefni sem brenna helst á fólki. Við höfum lagt allt okkar í að eiga samtöl við kjósendur þar sem málefni eins og bann við sjókvíaeldi sem Píratar einn flokka hefur tekið sér sterka stöðu gegn. Frelsi einstaklinga til að lifa lífi sínu á eigin forsendum án óþarfa afskipta yfirvalda hefur sérstaklega verið í brennidepli, ásamt umræðum um grunnhugmyndafræði Pírata, hvernig við skilgreinum hægri og vinstri og ýmsu öðru sem hefur gert þessi samtöl bæði uppbyggileg og eftirminnileg. Við trúum því að með því að hlusta og taka þátt í umræðum við fólk getum við byggt upp samfélag þar sem allar raddir skipta máli og ákvarðanir eru teknar í þágu fólksins. Þau samtöl sem mér hafa þótt áhugaverðust og fela í sér mikinn lærdóm fyrir Pírata eru samtölin þar sem fólk spyr „ En vill einhver raunverulega vinna með Pírötum þið eruð aldrei tilbúin að gefa neitt eftir “ Þar virðist gæta einhvers misskilnings, Píratar gera sér einmitt fyllilega grein fyrir því að samstarf felur í sér málamiðlanir, eins og ég skrifaði í pistli fyrir nokkrum dögum þá er tilgangur Pírata einmitt að vera einskonar málamiðlari. Þar sem ólíkar hugmyndir frá ásum hins pólitíska litrófs eru dregnar saman að borðinu, til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem allir geta gengið sáttir með frá borði, kjósendum til góða. Ófrávíkjanleg krafa Pírata er heiðarleiki Það er að vissu leyti rétt að Píratar gera ófrávíkjanlegar kröfur. Staðreyndin er sú að Píratar gefa engan afslátt af heiðarleika. Þetta er í raun fremur einfalt; Píratar stunda heiðarleg stjórnmál sem eru gagnsæ, lýðræðisleg og þar sem mannréttindi eru alltaf í forgrunni. Við ætlumst til hins sama af samstarfsflokkum okkar. Ef þeir eru tilbúnir til þess að starfa eftir því, þá mun fátt stranda á Pírötum, ef um góð mál er að ræða. Okkar gildi grundvallast af heiðarleika í stjórnmálum. Af samtölum mínum síðustu vikur má draga þá ályktun að kjósendur séu sammála mér í því að á Alþingi Íslendinga hefur ekki verið neitt sérstakt offramboð á heiðarleika. Píratar hafa talað fyrir öðruvísi stjórnmálum þar sem aðgengi að upplýsingum gegnir lykilhlutverki, það helst í hendur við aðhald með valdinu, sem er gífurlega mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að þeir valdameiri brjóti gegn þeim valdaminni. Það að verja réttindi borgaranna er ekki valkvæð skylda stjórnvalda heldur ófrávíkjanleg krafa sem almenningur í lýðræðisríki gerir til stjórnvalda. Mannréttindi eru jafnframt ekki valkvæður lúxus útvaldra, mannréttindi eru einmitt fyrir öll. Allt grundvallast þetta þó eins og fyrr segir á heiðarlegum stjórnmálum. Ég veit ekki með ykkur, en við erum ekki spennt fyrir því að setja völd ofar heiðarleika. Píratar hafa með öðruvísi nálgun og aðferðum komið til leiða öðruvísi breytingum í íslenskum stjórnmálum. Píratar vilja að þú ráðir og því hvet ég þig til þess að kjósa öðruvísi og kjósa Pírata. Viljir þú kynna þér sérstök stefnumál flokksins, þá mæli ég með www.piratar.is . Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun