Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar 30. nóvember 2024 11:31 Kjördagur er nú runninn upp og því mikilvægt að þú gerir tvennt í dag. Í fyrsta lagi að nýta kosningaréttinn þinn, því lýðræðið og rétturinn til að kjósa er ótrúlega dýrmætur og alls ekki sjálfgefinn eins og við eigum öll að vita. Hitt sem er mikilvægt, er að þú kjósir Viðreisn með því að setja x við C. Mig langar að færa þrenns konar rök fyrir því að þið kjósið Viðreisn í dag: 1. Meira frelsi Viðreisn setur frelsið í forgang. Við ætlum ekki að vera flokkurinn sem sífellt þarf að hafa vit fyrir fólki heldur treysta fólki til þess að haga lífi sínu eins og það kýs. Frelsi til þess elska þann sem við viljum, frelsi til þess að ráða yfir eigin líkama og auk þess raunverulegt frelsi til athafna en ekki hagsmunabarátta fyrir útvalda í nafni frelsisins. 2. Skynsamleg hagstjórn fyrir lægri verðbólgu Verðbólga hefur haft alvarleg áhrif á íslenskan almenning undanfarið og dregið úr kaupmætti. Fylgifiskur verðbólgu eru háir vextir sem hafa alvarleg áhrif á efnahag heimila og fyrirtækja. Viðreisn leggur áherslu á stöðugleika með ábyrgri hagstjórn. Markmiðið er að lækka verðbólgu og vexti, greiða niður skuldir ríkisins og minnka þar með vaxtabyrði ríkisins. Þetta gerum við með markvissari nýtingu opinbers fjár, þar á meðal með því að sameina stofnanir og draga úr óþarfa verkefnum. 3. Velferð barna og ungmenna í öndvegi Líðan barna og ungmenna hefur versnað síðustu ár, og fjölmargar fjölskyldur eiga í erfiðleikum af þeim sökum. Viðreisn leggur til aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum og meiri stuðning við fjölskyldur barna í vanda. Við ætlum að eyða biðlistum eftir greiningum barna, efla forvarnir og tryggja meðferðarúrræði fyrir börn. Það er grundvallarhlutverk samfélagsins að tryggja velferð næstu kynslóðar. Við mælum velferð samfélaga út frá því hvernig við komum fram við okkar veikasta fólk. Við ætlum að efla forvarnir á öllum sviðum og auka fræðslu í samstarfi við unga fólkið okkar. Að lokum við ég árétta hve mikilvægt það er að takast á við verkefnin með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi því það hefur Viðreisn sýnt í þessari kosningabaráttu að hún gerir. Fólkið í Viðreisn er tilbúið til þess að vinna að nauðsynlegum breytingum á samfélaginu og taka höndum saman með þeim sem vilja gera það líka. Öll okkar stefnumál hafa hagsmuni almennings og samfélagsins að leiðarljósi og allar okkar ákvarðanir miðast við að þær komi sem best út fyrir fólkið í landinu. Því getur þú treyst og þess vegna skaltu kjósa Viðreisn í dag. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Kjördagur er nú runninn upp og því mikilvægt að þú gerir tvennt í dag. Í fyrsta lagi að nýta kosningaréttinn þinn, því lýðræðið og rétturinn til að kjósa er ótrúlega dýrmætur og alls ekki sjálfgefinn eins og við eigum öll að vita. Hitt sem er mikilvægt, er að þú kjósir Viðreisn með því að setja x við C. Mig langar að færa þrenns konar rök fyrir því að þið kjósið Viðreisn í dag: 1. Meira frelsi Viðreisn setur frelsið í forgang. Við ætlum ekki að vera flokkurinn sem sífellt þarf að hafa vit fyrir fólki heldur treysta fólki til þess að haga lífi sínu eins og það kýs. Frelsi til þess elska þann sem við viljum, frelsi til þess að ráða yfir eigin líkama og auk þess raunverulegt frelsi til athafna en ekki hagsmunabarátta fyrir útvalda í nafni frelsisins. 2. Skynsamleg hagstjórn fyrir lægri verðbólgu Verðbólga hefur haft alvarleg áhrif á íslenskan almenning undanfarið og dregið úr kaupmætti. Fylgifiskur verðbólgu eru háir vextir sem hafa alvarleg áhrif á efnahag heimila og fyrirtækja. Viðreisn leggur áherslu á stöðugleika með ábyrgri hagstjórn. Markmiðið er að lækka verðbólgu og vexti, greiða niður skuldir ríkisins og minnka þar með vaxtabyrði ríkisins. Þetta gerum við með markvissari nýtingu opinbers fjár, þar á meðal með því að sameina stofnanir og draga úr óþarfa verkefnum. 3. Velferð barna og ungmenna í öndvegi Líðan barna og ungmenna hefur versnað síðustu ár, og fjölmargar fjölskyldur eiga í erfiðleikum af þeim sökum. Viðreisn leggur til aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum og meiri stuðning við fjölskyldur barna í vanda. Við ætlum að eyða biðlistum eftir greiningum barna, efla forvarnir og tryggja meðferðarúrræði fyrir börn. Það er grundvallarhlutverk samfélagsins að tryggja velferð næstu kynslóðar. Við mælum velferð samfélaga út frá því hvernig við komum fram við okkar veikasta fólk. Við ætlum að efla forvarnir á öllum sviðum og auka fræðslu í samstarfi við unga fólkið okkar. Að lokum við ég árétta hve mikilvægt það er að takast á við verkefnin með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi því það hefur Viðreisn sýnt í þessari kosningabaráttu að hún gerir. Fólkið í Viðreisn er tilbúið til þess að vinna að nauðsynlegum breytingum á samfélaginu og taka höndum saman með þeim sem vilja gera það líka. Öll okkar stefnumál hafa hagsmuni almennings og samfélagsins að leiðarljósi og allar okkar ákvarðanir miðast við að þær komi sem best út fyrir fólkið í landinu. Því getur þú treyst og þess vegna skaltu kjósa Viðreisn í dag. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun