Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 20:00 Innsýn Ég væri til í að geta deilt innsýninni sem ég hef fengið undanfarin nokkur ár. Bæði utan flokks sem áhorfandi og svo eftir að ég skráði mig í starf Ungra Vinstri Grænna (UVG). Ég hef lengi brunnið í skinninu fyrir jafnrétti af öllu tagi og er róttæk í minni afstöðu. Mér fannst ég í hreinskilni sagt vera utangátta áður og mögulega að missa mig í að deila og mæta á hina og þessa viðburði. Þegar ég reyndi að finna flokk sem passaði við mín gildi fór ég gaumgæfilega í gegnum heimasíður allra flokkana. Það voru alveg nokkrir með fínar stefnur og pælingar. En það var einn sem stóð upp úr og lét mér ekki líða eins utangátta. Ég hafði samband við formann UVG og spurði út í þeirra starf til að reyna að átta mig á hvort þau fylgja sínum gildum af alvöru. Ég mætti á nokkra viðburði og eftir að hafa hitt fólkið í hreyfingunni var ég mjög hrærð. Mér leið eins og ég væri heima. Þar kynntist ég félagsfólki, ráðherrum Vinstri Grænna og öðrum hagsmuna- og góðgerðarfélögum. Fólk í flokknum af alls konar aldri að koma sínum skoðunum á framfæri, sérfræðingar í fjölbreyttum greinum, verjandi landið og fólkið í fullkomlega óeigingjörnum tilgangi. Fólkið innan flokksins sem stundum hegðar sér eins og fjölskylda og ævagamlir vinir, mögulega einnig prjónandi og lesandi skáldsögur eða kveðskap. Þau sem þekkja mig vita að ég er með óseðjandi réttlætiskennd, róttæk, jafnvel dálítið öðruvísi. Að vera hluti af VG er staður þar sem ég finn að ég geti ekki aðeins verið þannig, heldur blómstrað þannig. Innan UVG vorum við mjög ósátt með afstöðu ríkisstjórnarinnar varðandi Palestínu að fordæma ekki þjóðarmorð, sérstaklega þar sem VG átti ráðherra í ríkisstjórninni, og mótmæltum þeirra aðgerðarleysi harkalega á flokksráðsfundi VG. En síðan kom í ljós að nánast allir þar mótmæltu því sama. Þarna sá ég frekar skýrt hversu staðfastir félagar VG eru í sínum gildum, sem var léttir. Ég veit nú fyrir víst að það kraumar í félögum VG alveg jafn mikið og í mér varðandi ótalmörg málefni. UVG er engu að síður aðskilin hreyfing frá VG sem hefur andmælarétt og frjálsa rödd gagnvart því sem við brennum fyrir og því sem má betur fara. Meðal þeirra málefna eru að sjálfsögðu húsnæðismál og ósanngjörn fjárhagsleg byrði almennings vegna einkahagsmuna ofurríkra aðila, andleg heilsa ungmenna, femínismi, kvenfrelsi, umhverfismál og algjör friðarstefna. Ályktanir hjá okkur í UVG eru skýrar og má sjá fyrir neðan. Einstakur flokkur Ég vil koma því skýrt til skila að VG er einstakur flokkur, ekki bara á Íslandi heldur einnig miðað við hin Norðurlöndin. Það er enginn annar flokkur sem hefur eins mikla sérþekkingu og er jafn róttækur í bæði umhverfisvernd og félagshyggju og sem hefur hvort tveggja sem kjarnastefnur. Ísland er einstök og auðlindarík náttúruperla sem þarf að vernda. Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá eru alls ekki allir flokkar á Íslandi á þeim vagni að það eigi að vernda almenning eða umhverfið. Fólk virðist þurfa einhvern til að sparka í, í stað þess að spegla sjálft sig og sjá aðrar hliðar á málum. Mér bregður þegar ég sé umræður á borð við orkuskort, þegar staðreyndin er sú að stóriðjur nota yfir tæplega 80 % af orku landsmanna, um 15 % fara í gagnaver og tapaða orku og aðeins 5 % fyrir heimilin í landinu. Það er verið að ljúga blákalt að almenningi til að að einkaaðilar græði háar fjárhæðir á orkunni okkar. Það er verið að afvegaleiða landsmenn að mörgu leyti og það hræðir mig. Nú þegar eru ótal virkjanir í gangi, í vinnslu eða hægt er að auka framleiðslugetu þeirra eins og hægt er að sjá á auðveldan máta í heimasíðu Landverndar (sjá síðu neðst í grein). Það eru ekki Vinstri græn sem eru að fara núna gegn eigin gildum. Því trúðu mér, við erum enn óþolandi róttæk, vinstri sinnuð og áberandi. Ég mæli með því að mæta á félagsfund eða bara einhvern viðburð innan VG til að vita hvað ég er að tala um. Landsfundur VG Eftir landsfund okkar í haust lögðu félagar í hreyfingunni fram hugmynd að kosningar í vor væri sniðugt, því þá myndum við ná að fara í gegnum nokkur mikilvæg mál fyrst og þetta væri þá byggt á málamiðlun gagnvart þjóðinni og almannahagsmunum. Opinbert vantraust í framhaldi gagnvart Bjarna Benediktssyni vegna hrikalegs fordæmis upplausnar ríkisstjórnar á Íslandi þurfti að koma fram og hefur margfalt betri áhrif fyrir hagsmuni þjóðarinnar en þetta örstutta tímabil óreiðu sem hann skildi okkur eftir í. Ekki væri vitlaust að lögfesta að óheimilt væri að slíta ríkisstjórn með þessum hætti. Þarna varð fullkominn trúnaðarbrestur og það var ekki möguleiki fyrir VG að vinna undir hans forsætisráðuneyti lengur. Eftir allan þennan tíma að reyna að berjast fyrir fólkinu eiga fulltrúar hreyfingarinnar skilið meiri virðingu en þetta. Fólkið ræður Mér finnst að enginn ætti að hafa máttinn að valda fólki hughvörfum. Fólk á að geta tekið sínar eigin ákvarðanir. Það sem er mikilvægt er að almenningur er upplýstur um allt sem fer fram í landinu, burtséð frá plás sækni stjórnmálaflokka í fjölmiðla, burtséð frá einkahagsmunum og burtséð frá því sem er vinsælt eða nærumhverfið segir manni. Þekking er máttur og hún er máttur fólksins sem getur t.d. nýst í að fylgjast með flokksstarfi, ef það kýs, og geta séð hvað skattpeningar þeirra fara í. Það er mjög margt sem má betur fara í samfélaginu og fólkið sjálft er skynsamast í að sjá hvað er best fyrir þeirra samfélag og landið. Ég er sammála því að það er svo sannarlega kominn tími á breytingar. En þær breytingar verður að framkvæma á forsendum félagshyggju og umhverfisverndar. https://vinstri.is/alyktanir-fyrir-landsfund-uvg-2024/ https://landvernd.is/natturukortid/ Höfundur skipar 9. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík Norður , er lyfjafræðingur og í stjórn Ungra Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Innsýn Ég væri til í að geta deilt innsýninni sem ég hef fengið undanfarin nokkur ár. Bæði utan flokks sem áhorfandi og svo eftir að ég skráði mig í starf Ungra Vinstri Grænna (UVG). Ég hef lengi brunnið í skinninu fyrir jafnrétti af öllu tagi og er róttæk í minni afstöðu. Mér fannst ég í hreinskilni sagt vera utangátta áður og mögulega að missa mig í að deila og mæta á hina og þessa viðburði. Þegar ég reyndi að finna flokk sem passaði við mín gildi fór ég gaumgæfilega í gegnum heimasíður allra flokkana. Það voru alveg nokkrir með fínar stefnur og pælingar. En það var einn sem stóð upp úr og lét mér ekki líða eins utangátta. Ég hafði samband við formann UVG og spurði út í þeirra starf til að reyna að átta mig á hvort þau fylgja sínum gildum af alvöru. Ég mætti á nokkra viðburði og eftir að hafa hitt fólkið í hreyfingunni var ég mjög hrærð. Mér leið eins og ég væri heima. Þar kynntist ég félagsfólki, ráðherrum Vinstri Grænna og öðrum hagsmuna- og góðgerðarfélögum. Fólk í flokknum af alls konar aldri að koma sínum skoðunum á framfæri, sérfræðingar í fjölbreyttum greinum, verjandi landið og fólkið í fullkomlega óeigingjörnum tilgangi. Fólkið innan flokksins sem stundum hegðar sér eins og fjölskylda og ævagamlir vinir, mögulega einnig prjónandi og lesandi skáldsögur eða kveðskap. Þau sem þekkja mig vita að ég er með óseðjandi réttlætiskennd, róttæk, jafnvel dálítið öðruvísi. Að vera hluti af VG er staður þar sem ég finn að ég geti ekki aðeins verið þannig, heldur blómstrað þannig. Innan UVG vorum við mjög ósátt með afstöðu ríkisstjórnarinnar varðandi Palestínu að fordæma ekki þjóðarmorð, sérstaklega þar sem VG átti ráðherra í ríkisstjórninni, og mótmæltum þeirra aðgerðarleysi harkalega á flokksráðsfundi VG. En síðan kom í ljós að nánast allir þar mótmæltu því sama. Þarna sá ég frekar skýrt hversu staðfastir félagar VG eru í sínum gildum, sem var léttir. Ég veit nú fyrir víst að það kraumar í félögum VG alveg jafn mikið og í mér varðandi ótalmörg málefni. UVG er engu að síður aðskilin hreyfing frá VG sem hefur andmælarétt og frjálsa rödd gagnvart því sem við brennum fyrir og því sem má betur fara. Meðal þeirra málefna eru að sjálfsögðu húsnæðismál og ósanngjörn fjárhagsleg byrði almennings vegna einkahagsmuna ofurríkra aðila, andleg heilsa ungmenna, femínismi, kvenfrelsi, umhverfismál og algjör friðarstefna. Ályktanir hjá okkur í UVG eru skýrar og má sjá fyrir neðan. Einstakur flokkur Ég vil koma því skýrt til skila að VG er einstakur flokkur, ekki bara á Íslandi heldur einnig miðað við hin Norðurlöndin. Það er enginn annar flokkur sem hefur eins mikla sérþekkingu og er jafn róttækur í bæði umhverfisvernd og félagshyggju og sem hefur hvort tveggja sem kjarnastefnur. Ísland er einstök og auðlindarík náttúruperla sem þarf að vernda. Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá eru alls ekki allir flokkar á Íslandi á þeim vagni að það eigi að vernda almenning eða umhverfið. Fólk virðist þurfa einhvern til að sparka í, í stað þess að spegla sjálft sig og sjá aðrar hliðar á málum. Mér bregður þegar ég sé umræður á borð við orkuskort, þegar staðreyndin er sú að stóriðjur nota yfir tæplega 80 % af orku landsmanna, um 15 % fara í gagnaver og tapaða orku og aðeins 5 % fyrir heimilin í landinu. Það er verið að ljúga blákalt að almenningi til að að einkaaðilar græði háar fjárhæðir á orkunni okkar. Það er verið að afvegaleiða landsmenn að mörgu leyti og það hræðir mig. Nú þegar eru ótal virkjanir í gangi, í vinnslu eða hægt er að auka framleiðslugetu þeirra eins og hægt er að sjá á auðveldan máta í heimasíðu Landverndar (sjá síðu neðst í grein). Það eru ekki Vinstri græn sem eru að fara núna gegn eigin gildum. Því trúðu mér, við erum enn óþolandi róttæk, vinstri sinnuð og áberandi. Ég mæli með því að mæta á félagsfund eða bara einhvern viðburð innan VG til að vita hvað ég er að tala um. Landsfundur VG Eftir landsfund okkar í haust lögðu félagar í hreyfingunni fram hugmynd að kosningar í vor væri sniðugt, því þá myndum við ná að fara í gegnum nokkur mikilvæg mál fyrst og þetta væri þá byggt á málamiðlun gagnvart þjóðinni og almannahagsmunum. Opinbert vantraust í framhaldi gagnvart Bjarna Benediktssyni vegna hrikalegs fordæmis upplausnar ríkisstjórnar á Íslandi þurfti að koma fram og hefur margfalt betri áhrif fyrir hagsmuni þjóðarinnar en þetta örstutta tímabil óreiðu sem hann skildi okkur eftir í. Ekki væri vitlaust að lögfesta að óheimilt væri að slíta ríkisstjórn með þessum hætti. Þarna varð fullkominn trúnaðarbrestur og það var ekki möguleiki fyrir VG að vinna undir hans forsætisráðuneyti lengur. Eftir allan þennan tíma að reyna að berjast fyrir fólkinu eiga fulltrúar hreyfingarinnar skilið meiri virðingu en þetta. Fólkið ræður Mér finnst að enginn ætti að hafa máttinn að valda fólki hughvörfum. Fólk á að geta tekið sínar eigin ákvarðanir. Það sem er mikilvægt er að almenningur er upplýstur um allt sem fer fram í landinu, burtséð frá plás sækni stjórnmálaflokka í fjölmiðla, burtséð frá einkahagsmunum og burtséð frá því sem er vinsælt eða nærumhverfið segir manni. Þekking er máttur og hún er máttur fólksins sem getur t.d. nýst í að fylgjast með flokksstarfi, ef það kýs, og geta séð hvað skattpeningar þeirra fara í. Það er mjög margt sem má betur fara í samfélaginu og fólkið sjálft er skynsamast í að sjá hvað er best fyrir þeirra samfélag og landið. Ég er sammála því að það er svo sannarlega kominn tími á breytingar. En þær breytingar verður að framkvæma á forsendum félagshyggju og umhverfisverndar. https://vinstri.is/alyktanir-fyrir-landsfund-uvg-2024/ https://landvernd.is/natturukortid/ Höfundur skipar 9. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík Norður , er lyfjafræðingur og í stjórn Ungra Vinstri grænna.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar