Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 16:22 Ég hef oftast forðast það að tala um stjórnmál á kaffistofunni í vinnunni, matarboðum og þess háttar. Mér finnst oft of mikill hiti færast í umræðuna, fólk getur orðið persónulegt og tekið hlutunum persónulega. Hins vegar brenn ég líka fyrir því að búa í réttlátara samfélagi og sérstaklega þegar kemur að vaxtagjöldum og útgjöldum heimilanna yfir höfuð. Það var þess vegna sem Viðreisn höfðaði strax til mín, flokkurinn fer í málefnin frekar en manninn og leggur mikið upp úr því að koma málefnalega fram. Ég vil geta rætt við fólk með aðrar skoðanir en ég á málefnalegan hátt. Eftir að hafa kosið Viðreisn í mörg ár er ég nú á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Margir í kringum mig hafa spurt mig af hverju Viðreisn? Hér eru fimm ástæður af hverju ég er á lista hjá og af hverju ég kýs Viðreisn. Betri vaxtakjör fyrir heimilin í landinu. Íslensk heimili búa því miður við séríslenskt vaxtaokur. Við búum við svipaða vexti og í stríðshrjáðum löndum. Við höfum eflaust flest rætt vaxtakjör og húsnæðislánakerfi við fólk sem býr í öðrum Evrópulöndum. Maður upplifir hálfgert vonleysi að ræða vaxtaokrið og verðtryggð lán, fólk einfaldlega skilur þetta ekki. Ég er ekki hissa.Viðreisn er með skammtímalausnir til þess að lækka vexti strax, m.a. með því að hagræða í ríkisrekstri. Ríkið er eins og staðan er núna rekið á yfirdrætti og hefur verið í mörg ár. Langtímalausnin og langtíma markmið Viðreisnar er að taka upp eða tengja gengi krónu við stöðugri gjaldmiðil. Því það má ekki gleyma því að jafnvel í góðu árferði erum við að borga margfalt hærri vexti en þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Hagræðing í ríkisrekstri Eins og ég kom að hér að ofan, hefur ríkið verið að eyða um efni fram. Ríkið er rekið á yfirdrætti. Það þarf að fara í tiltekt í ríkisrekstrinum, t.d. með því að fækka ráðuneytum, selja hluti ríkisins í Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að gera til þess að lækka skuldir ríkissjóðs og í kjölfarið lækka vaxtagjöld ríkisins. Aðgerðir í geðheilbrigðismálum Annað mál sem skiptir mig miklu máli eru geðheilbrigðismál. Við höfum flest eða þekkjum einhvern nálægt okkur sem hefur þurft að nýta sér sálfræðiþjónustu. Það hef ég meðal annars þurft að gera og það hefði heldur betur munað hefði sú þjónusta verið niðurgreidd. Því miður hafa ekki allir tök á því að borga um 25.000 krónur þegar þeir þurfa að leita til sálfræðings. Viðreisn hefur barist fyrir því að fá niðurgreidda sálfræðiþjónustu fyrir öll. Þingið samþykkti málið en hefur ekki forgangsraðað fjármunum í það. Ég er sannfærð um það að þegar Viðreisn kemst í ríkisstjórn mun flokkurinn klára málið. Kosning um Evrópusambands aðild Ég er sjálf Evrópusinni, og tel að hagsmunum Íslands sé betur borgin innan Evrópusambandsins og vil að þjóðin fái að kjósa um aðild. Það er ekki réttlát fyrir mér að nokkrir aðilar ákveði hvort okkur sé betur borgið innan sambandsins eða ekki. Það er hjartans mál fyrir Viðreisn að þjóðin fái að velja og ekki síst unga fólksins, hvernig þeirra framtíð á að vera. Ríkið borgar líka ofurvexti rétt eins og heimilin. Sú staðreynd að fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagjöld er grátlegt. Eins og heimilin í landinu þá er íslenska ríkið að borga mikið hærri vexti en þau lönd sem við berum okkur saman við. Samantekið eru þetta helstu ástæður þess að ég ætla að kjósa Viðreisn í kosningunum á morgun og hvet þig til þess að gera hið sama. Breytum þessu saman! Höfundur skipar 13. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef oftast forðast það að tala um stjórnmál á kaffistofunni í vinnunni, matarboðum og þess háttar. Mér finnst oft of mikill hiti færast í umræðuna, fólk getur orðið persónulegt og tekið hlutunum persónulega. Hins vegar brenn ég líka fyrir því að búa í réttlátara samfélagi og sérstaklega þegar kemur að vaxtagjöldum og útgjöldum heimilanna yfir höfuð. Það var þess vegna sem Viðreisn höfðaði strax til mín, flokkurinn fer í málefnin frekar en manninn og leggur mikið upp úr því að koma málefnalega fram. Ég vil geta rætt við fólk með aðrar skoðanir en ég á málefnalegan hátt. Eftir að hafa kosið Viðreisn í mörg ár er ég nú á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Margir í kringum mig hafa spurt mig af hverju Viðreisn? Hér eru fimm ástæður af hverju ég er á lista hjá og af hverju ég kýs Viðreisn. Betri vaxtakjör fyrir heimilin í landinu. Íslensk heimili búa því miður við séríslenskt vaxtaokur. Við búum við svipaða vexti og í stríðshrjáðum löndum. Við höfum eflaust flest rætt vaxtakjör og húsnæðislánakerfi við fólk sem býr í öðrum Evrópulöndum. Maður upplifir hálfgert vonleysi að ræða vaxtaokrið og verðtryggð lán, fólk einfaldlega skilur þetta ekki. Ég er ekki hissa.Viðreisn er með skammtímalausnir til þess að lækka vexti strax, m.a. með því að hagræða í ríkisrekstri. Ríkið er eins og staðan er núna rekið á yfirdrætti og hefur verið í mörg ár. Langtímalausnin og langtíma markmið Viðreisnar er að taka upp eða tengja gengi krónu við stöðugri gjaldmiðil. Því það má ekki gleyma því að jafnvel í góðu árferði erum við að borga margfalt hærri vexti en þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Hagræðing í ríkisrekstri Eins og ég kom að hér að ofan, hefur ríkið verið að eyða um efni fram. Ríkið er rekið á yfirdrætti. Það þarf að fara í tiltekt í ríkisrekstrinum, t.d. með því að fækka ráðuneytum, selja hluti ríkisins í Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að gera til þess að lækka skuldir ríkissjóðs og í kjölfarið lækka vaxtagjöld ríkisins. Aðgerðir í geðheilbrigðismálum Annað mál sem skiptir mig miklu máli eru geðheilbrigðismál. Við höfum flest eða þekkjum einhvern nálægt okkur sem hefur þurft að nýta sér sálfræðiþjónustu. Það hef ég meðal annars þurft að gera og það hefði heldur betur munað hefði sú þjónusta verið niðurgreidd. Því miður hafa ekki allir tök á því að borga um 25.000 krónur þegar þeir þurfa að leita til sálfræðings. Viðreisn hefur barist fyrir því að fá niðurgreidda sálfræðiþjónustu fyrir öll. Þingið samþykkti málið en hefur ekki forgangsraðað fjármunum í það. Ég er sannfærð um það að þegar Viðreisn kemst í ríkisstjórn mun flokkurinn klára málið. Kosning um Evrópusambands aðild Ég er sjálf Evrópusinni, og tel að hagsmunum Íslands sé betur borgin innan Evrópusambandsins og vil að þjóðin fái að kjósa um aðild. Það er ekki réttlát fyrir mér að nokkrir aðilar ákveði hvort okkur sé betur borgið innan sambandsins eða ekki. Það er hjartans mál fyrir Viðreisn að þjóðin fái að velja og ekki síst unga fólksins, hvernig þeirra framtíð á að vera. Ríkið borgar líka ofurvexti rétt eins og heimilin. Sú staðreynd að fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagjöld er grátlegt. Eins og heimilin í landinu þá er íslenska ríkið að borga mikið hærri vexti en þau lönd sem við berum okkur saman við. Samantekið eru þetta helstu ástæður þess að ég ætla að kjósa Viðreisn í kosningunum á morgun og hvet þig til þess að gera hið sama. Breytum þessu saman! Höfundur skipar 13. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun