Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar 29. nóvember 2024 13:50 Markaðsmiðlun fjölmiðla á Íslandi færist alltaf í aukana og frá falli flokksblaðanna hefur markaðurinn harðnað. Með tilkomu Internetsins hefur hraði fréttaflutnings aukist og fréttaflutningur þá flust yfir í mýkri fréttir. En það er ekki við fjölmiðlana eina að sakast heldur líka við neytendan. Þeir velja að lesa frekar mýkri fréttir heldur en endilega vandaða og ítarlega fréttaskýringu. Það er vitað að fjölmiðlar á Íslandi standa höllum fæti og hafa gert í mörg ár. Staðan er erfið og frá árinu 2023 hefur fjölmiðlum fækkað. Þá helst að nefna gjaldþrot N4 og Fréttablaðsins og svo sameining Kjarnans og Stundarinnar. Verður þetta að teljast neikvæð þróun á markaði ef fjölmiðlar eru að sligast í núverandi rekstrarumhverfi. Í aðdraganda kosninganna tók Sahara saman hversu miklum fjárhæðum flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis verja í auglýsingar á samfélagsmiðlum, þá helst Meta (Facebook og Instagram). Þann 25 nóvember voru stjórnmálaflokkarnir búnir að eyða yfir átján milljónum í auglýsingar á Facebook og Instagram. Ég er ekki með tölur hversu miklum fjárhæðum flokkarnir eru að nota í auglýsingar til íslenskra fjölmiðla eða til Google. Það stingur aðeins að sjá þessa peninga fara úr landi en peningar sem að fara í þessar auglýsingar eru peningar frá ríkinu til stjórnmálaflokkana, styrktaraðila og/eða hinum almenna borgara sem að styrkir sinn flokk Ég er mikill talsmaður ríkisstyrkja til fjölmiðla og í upphafi árs 2023 skrifaði ég grein í Kjarnan þar sem ég kallaði eftir skattlagningu á erlenda samfélagsmiðla, ég er enn á þeirri skoðun. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar á íslenskum auglýsingamarkaði, þá var tíu prósent samdráttur í auglýsingakaupum í íslenskum miðlum. Sala á auglýsingum á síðasta ári nam 26,4 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru 13 milljarðar sem fara í sölu auglýsinga á samfélagsmiðlum, eða 49% allra auglýsinga í landinu. Þessi prósentu tala er svipuð og á hinum Norðurlöndunum en hún er hærri í Svíþjóð þar sem hún nær 60 prósentum. Ný ríkisstjórn gæti séð sér leik á borði og skattlagt erlenda samfélagsmiðla. Gefið að skattlagning erlendra samfélagsmiðla yrði 22% þá myndi það miða við auglýsingasölu árið 2023 skila rúmum þremur milljörðum í kassa ríkisins sem væri hægt að að nota til að efla Fjölmiðlanefnd og jafnvel innlendan fjölmiðlamarkað. Það gæti reynst erfitt fyrir litla Íslands að standa eitt á móti tæknirisum á borð við Google og Meta. Mín hugmynd væri sú að taka slaginn með Norðurlöndunum. Sama vandamál er þar upp á borði og með sameiginlegu framtaki norrænna þjóða gæti það haft þau áhrif sem að sóst er eftir og mögulega gætu fleiri lönd hoppað á “skattleggjum samfélagsmiðla” vagninn. Það er mikilvægt að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað, rekstrarumhverfið er erfitt og á síðustu árum hefur fjölmiðlum á Íslandi fækkað. Það eru öll viðvörunarljós blikkandi og ríkið þarf að koma betur til móts við fjölmiðla, enda gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræði samfélagsins. Höfundur er fjölmiðla- og boðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Markaðsmiðlun fjölmiðla á Íslandi færist alltaf í aukana og frá falli flokksblaðanna hefur markaðurinn harðnað. Með tilkomu Internetsins hefur hraði fréttaflutnings aukist og fréttaflutningur þá flust yfir í mýkri fréttir. En það er ekki við fjölmiðlana eina að sakast heldur líka við neytendan. Þeir velja að lesa frekar mýkri fréttir heldur en endilega vandaða og ítarlega fréttaskýringu. Það er vitað að fjölmiðlar á Íslandi standa höllum fæti og hafa gert í mörg ár. Staðan er erfið og frá árinu 2023 hefur fjölmiðlum fækkað. Þá helst að nefna gjaldþrot N4 og Fréttablaðsins og svo sameining Kjarnans og Stundarinnar. Verður þetta að teljast neikvæð þróun á markaði ef fjölmiðlar eru að sligast í núverandi rekstrarumhverfi. Í aðdraganda kosninganna tók Sahara saman hversu miklum fjárhæðum flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis verja í auglýsingar á samfélagsmiðlum, þá helst Meta (Facebook og Instagram). Þann 25 nóvember voru stjórnmálaflokkarnir búnir að eyða yfir átján milljónum í auglýsingar á Facebook og Instagram. Ég er ekki með tölur hversu miklum fjárhæðum flokkarnir eru að nota í auglýsingar til íslenskra fjölmiðla eða til Google. Það stingur aðeins að sjá þessa peninga fara úr landi en peningar sem að fara í þessar auglýsingar eru peningar frá ríkinu til stjórnmálaflokkana, styrktaraðila og/eða hinum almenna borgara sem að styrkir sinn flokk Ég er mikill talsmaður ríkisstyrkja til fjölmiðla og í upphafi árs 2023 skrifaði ég grein í Kjarnan þar sem ég kallaði eftir skattlagningu á erlenda samfélagsmiðla, ég er enn á þeirri skoðun. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar á íslenskum auglýsingamarkaði, þá var tíu prósent samdráttur í auglýsingakaupum í íslenskum miðlum. Sala á auglýsingum á síðasta ári nam 26,4 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru 13 milljarðar sem fara í sölu auglýsinga á samfélagsmiðlum, eða 49% allra auglýsinga í landinu. Þessi prósentu tala er svipuð og á hinum Norðurlöndunum en hún er hærri í Svíþjóð þar sem hún nær 60 prósentum. Ný ríkisstjórn gæti séð sér leik á borði og skattlagt erlenda samfélagsmiðla. Gefið að skattlagning erlendra samfélagsmiðla yrði 22% þá myndi það miða við auglýsingasölu árið 2023 skila rúmum þremur milljörðum í kassa ríkisins sem væri hægt að að nota til að efla Fjölmiðlanefnd og jafnvel innlendan fjölmiðlamarkað. Það gæti reynst erfitt fyrir litla Íslands að standa eitt á móti tæknirisum á borð við Google og Meta. Mín hugmynd væri sú að taka slaginn með Norðurlöndunum. Sama vandamál er þar upp á borði og með sameiginlegu framtaki norrænna þjóða gæti það haft þau áhrif sem að sóst er eftir og mögulega gætu fleiri lönd hoppað á “skattleggjum samfélagsmiðla” vagninn. Það er mikilvægt að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað, rekstrarumhverfið er erfitt og á síðustu árum hefur fjölmiðlum á Íslandi fækkað. Það eru öll viðvörunarljós blikkandi og ríkið þarf að koma betur til móts við fjölmiðla, enda gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræði samfélagsins. Höfundur er fjölmiðla- og boðskiptafræðingur
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun