Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 29. nóvember 2024 09:31 Ég hef verið félagi í VG frá stofnfundinum í Rúgbrauðsgerðinni fyrir aldarfjórðungi. Það var mamma sem dróg mig með sér, einkennilegt þar sem ég hafði verið á vinstri kantinum alla tíð, en hún lengst af með djúpar rætur í Sjálfstæðisflokknum. Við ólumst upp við það að þurfa ekki að ganga í Flokkinn, við ættum hann, hefðum búið hann til. Þessi goðsögn tengdist minningu um móðurafa minn, leiðandi hlutverk hans í stofnun flokksins, sem hann svo dó frá 38 ára gamall í umferðarslysi 1931. Mamma átti ekki lengur samleið með íhaldinu, stóru málin hjá henni voru náttúran, sveitin í Borgarfirði, jafnrétti milli landshluta, andstaða við stóriðju og ESB, sjálfstæði þjóðarinnar. Henni auðnaðist að lifa þá stund að Bandaríkjaher yrði á burt, það var kl. 17 þann 30. september 2006. Mamma dó kl. 19 sama dag. Ég hef aldrei verið duglegur flokksmaður. Ég hef varið minni orku í samtök sem freista þess að sameina fólk um málefni, þvert á flokka. Ég kom róttækur heim frá Bandaríkjunum eftir skiptinemadvöl á vegum kirkjunnar. Þar var umræða um arðrán, aðskilnaðarstefnu og stríð efst á baugi. Ég var snarlega stimplaður kommúnisti á mínu heimili, þegar ég vogaði mér að spyrja hvort þessi her í Keflavík væri ekki sá sami og í Víetnam. Félagsmálabröltið byrjaði með Samtökum skiptinema haustið 1965 og TENGLAR komu svo 1966, sjálfboðastarf á Kleppi og víðar til að rjúfa félagslega einangrun fólks með geðraskanir og stuðla að mannúð og mannréttindum. Geðhjálp kom til sögunnar 1979 og alla þessa öld hef ég starfað þar, lengi sem varaformaður. Friðarbarátta hefur verið í öndvegi hjá mér, Samtök herstöðvaandstæðinga, Víetnamnefndin á Íslandi, Grikklandshreyfingin og síðan en ekki síst Félagið Ísland-Palestína þar sem ég var formaður í aldarfjórðung. Ég valdist til forystu vinstri manna í Háskóla Íslands 1968 og Verðandi (forveri Röskvu) var stofnað í mars 1969. Verðandi vann allar kosningar í HÍ í að minnsta kosti áratug, en grunnhugsunin í okkar stúdentapólitík var að sameinast um halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það var líka hugsunin með Reykjavíkurlistanum og tókst vel til. Áhugi minn á pólitík sem slíkri hefur fyrst og fremst beinst að því að halda þeim flokki út í horni sem löngum hefur stuðlað að arðráni, aðskilnaðarstefnu og stríði. Þess vegna var ég meðal þeirra sem stóðu gegn stjórnaraðild VG með Sjálfstæðisflokknum fyrir sjö árum. En nú þýðir ekki að sýta liðna tíð. Við þurfum að safna liði. Við skulum efla þann flokk sem byggir á vinstri stefnu og grænum gildum, kvenfrelsi og friði. Við þurfum svo sannarlega að geta kosið flokk sem tekur skýlausa afstöðu gegn hernaðarbandalaginu NATO og aðild Íslands að hverskyns hernaðarbrölti Bandaríkjanna, þar með talið útrýmingarstríð Ísraels gegn Palestínu. Ég gleðst líka yfir því að geta kosið flokk sem hefur baráttufólk í umhverfis- og loftlagsmálum í oddvitasætum. X-V Höfundur er heimilislæknir í 4. sæti fyrir VG í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég hef verið félagi í VG frá stofnfundinum í Rúgbrauðsgerðinni fyrir aldarfjórðungi. Það var mamma sem dróg mig með sér, einkennilegt þar sem ég hafði verið á vinstri kantinum alla tíð, en hún lengst af með djúpar rætur í Sjálfstæðisflokknum. Við ólumst upp við það að þurfa ekki að ganga í Flokkinn, við ættum hann, hefðum búið hann til. Þessi goðsögn tengdist minningu um móðurafa minn, leiðandi hlutverk hans í stofnun flokksins, sem hann svo dó frá 38 ára gamall í umferðarslysi 1931. Mamma átti ekki lengur samleið með íhaldinu, stóru málin hjá henni voru náttúran, sveitin í Borgarfirði, jafnrétti milli landshluta, andstaða við stóriðju og ESB, sjálfstæði þjóðarinnar. Henni auðnaðist að lifa þá stund að Bandaríkjaher yrði á burt, það var kl. 17 þann 30. september 2006. Mamma dó kl. 19 sama dag. Ég hef aldrei verið duglegur flokksmaður. Ég hef varið minni orku í samtök sem freista þess að sameina fólk um málefni, þvert á flokka. Ég kom róttækur heim frá Bandaríkjunum eftir skiptinemadvöl á vegum kirkjunnar. Þar var umræða um arðrán, aðskilnaðarstefnu og stríð efst á baugi. Ég var snarlega stimplaður kommúnisti á mínu heimili, þegar ég vogaði mér að spyrja hvort þessi her í Keflavík væri ekki sá sami og í Víetnam. Félagsmálabröltið byrjaði með Samtökum skiptinema haustið 1965 og TENGLAR komu svo 1966, sjálfboðastarf á Kleppi og víðar til að rjúfa félagslega einangrun fólks með geðraskanir og stuðla að mannúð og mannréttindum. Geðhjálp kom til sögunnar 1979 og alla þessa öld hef ég starfað þar, lengi sem varaformaður. Friðarbarátta hefur verið í öndvegi hjá mér, Samtök herstöðvaandstæðinga, Víetnamnefndin á Íslandi, Grikklandshreyfingin og síðan en ekki síst Félagið Ísland-Palestína þar sem ég var formaður í aldarfjórðung. Ég valdist til forystu vinstri manna í Háskóla Íslands 1968 og Verðandi (forveri Röskvu) var stofnað í mars 1969. Verðandi vann allar kosningar í HÍ í að minnsta kosti áratug, en grunnhugsunin í okkar stúdentapólitík var að sameinast um halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það var líka hugsunin með Reykjavíkurlistanum og tókst vel til. Áhugi minn á pólitík sem slíkri hefur fyrst og fremst beinst að því að halda þeim flokki út í horni sem löngum hefur stuðlað að arðráni, aðskilnaðarstefnu og stríði. Þess vegna var ég meðal þeirra sem stóðu gegn stjórnaraðild VG með Sjálfstæðisflokknum fyrir sjö árum. En nú þýðir ekki að sýta liðna tíð. Við þurfum að safna liði. Við skulum efla þann flokk sem byggir á vinstri stefnu og grænum gildum, kvenfrelsi og friði. Við þurfum svo sannarlega að geta kosið flokk sem tekur skýlausa afstöðu gegn hernaðarbandalaginu NATO og aðild Íslands að hverskyns hernaðarbrölti Bandaríkjanna, þar með talið útrýmingarstríð Ísraels gegn Palestínu. Ég gleðst líka yfir því að geta kosið flokk sem hefur baráttufólk í umhverfis- og loftlagsmálum í oddvitasætum. X-V Höfundur er heimilislæknir í 4. sæti fyrir VG í Reykjavík norður.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun