Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar 28. nóvember 2024 21:32 Það er ekki heiðarlegt að villa á sér heimildir, en í þessari kosningabaráttu siglir a.m.k. einn stjórnmálaflokkur undir fölsku flaggi. Viðreisnarstjórnin 1959-71 Eitt merkasta stjórnarsamstarf lýðveldistímans fólst í Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem var við lýði 1959-1971. Sú ríkisstjórn stóð fyrir róttækustu efnahagsbreytingum í frjálsræðisátt sem gerðar hafa verið á einu bretti. Þær bundu enda á áratuga skömmtunarstjórn, innflutningshöft og miðstýrða forræðishyggju og mörkuðu nýtt upphaf framfara og frjálsra viðskipta hér á landi. Það er mótsagnarkennt og villandi að kenna stjórnmálaflokkinn Viðreisn við þetta merka tímabil íslenskrar stjórnmálasögu. Ef dæma á flokkinn af verkum hans þar sem hann hefur haft mest áhrif á íslenskan samtíma - í borgarstjórn Reykjavíkur - er hann fullkomin andstæða þess frjálslyndis sem Viðreisnarstjórnin stóð fyrir. Viðreisnar-borgarstjórn frá 2018 Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur stjórnmálaflokkurinn Viðreisn verið í samstarfi við Samfylkinguna frá 2018. Þar hafa þessir flokkar viðhaft skammtanir, höft, íþyngjandi skrifræðisbákn, aðför gegn þegnunum, gjafagjörninga og verðmætasóun. Allt eru þetta stjórnarhættir sem Viðreisnarstjórnin upprætti fyrir 65 árum. Skammtanir og höft Skammtanir borgarstjórnar felast m.a. í því að hinum almenna borgarbúa er neitað um byggingarlóðir úr óbyggðu landi borgarinnar með þeim afleiðingum að lóðaverð hefur farið úr 4% af byggingarkostnaði íbúða í 25%. Sum staðar hefur þessi kostnaður tífaldast. Í skipulagi nýbyggðra íbúða eru nú skömmtuð 0.7 bílastæði á hverja íbúð. Börnum er skammtað leikskólapláss með þeim afleiðingum að þau þurfa að bíða mánuðum og árum saman eftir að komast á leikskóla. Samgöngustefna borgaryfirvalda felst í heftu ferðafrelsi. Það er staðfastur ásetningur borgaryfirvalda að lengja stöðugt ferðatíma vegfarenda með því að koma í veg fyrir eðlilegt viðhald og endurbætur á gatnakerfinu og leggja stein í götu fólks. Þessi höft hafa kostað samfélagið fleiri tugi milljarða króna og tafaskatturinn nemur nú meiru en sem nemur þriggja vikna orlofi launafólks. Það þætti saga til næsta bæjar ef Viðreisn hótaði því núna í kosningabaráttunni að hafa af launafólki tveggja eða þriggja vikna orlofi, bótalaust. Það hefur Viðreisn gert í Reykjavík og vel það. Unnið gegn borgarbúum Yfirbygging borgarkerfisins hefur aukist gífurlega á síðustu árum á sama tíma og þjónusta við íbúana hefur versnað og hækkað í verði. Nú getur það kostað fólk mörg hundruð þúsund krónur og margra mánaða bið að útvega teikningar og fá leyfi til þess að breyta glugga. Með skefjalausri byggðaþéttingu í eldri hverfum er vaðið yfir gróin hverfi þar sem kennileitum er eytt, gengið er á græn útivistarsvæði, útsýni spillt, leiksvæði barna afhent byggingarverktökum og þrengt að umferðarmannvirkjum og innviðum. Þessar aðfarir hafa skapað umsátursástand í hverfum borgarinnar s.s. í Bústaðahverfi, Vesturbæ, Skerjafirði og nú í Grafarvogi. Gjafagjörningar og sóun verðmæta Í kjölfarið á heimatilbúnum skorti á byggingalóðum hafa borgaryfirvöld fært útvöldum aðilum lóðir á silfurfati sem fært hafa þeim milljarða gróða á meðan ungar fjölskyldur borga brúsann með stöðugt hækkandi húsnæðisverði. Í borgarstjórn berst nú Viðreisn fyrir því að sóa tíu milljörðum í göngu- og strætóbrú yfir Fossvog svo þeir opinberu fjármunir rati örugglega ekki í raunhæfar samgöngubætur. Þetta eru nokkur dæmi um að það hvernig fulltrúar stjórnmálaflokksins Viðreisnar hyggjast bæta samfélagið í Reykjavík. Það er ekki gert með frelsi að leiðarljósi. Það skiptir engu máli hverju stjórnmálaflokkar lofa fyrir kosningar. Á ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Björn Gíslason Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er ekki heiðarlegt að villa á sér heimildir, en í þessari kosningabaráttu siglir a.m.k. einn stjórnmálaflokkur undir fölsku flaggi. Viðreisnarstjórnin 1959-71 Eitt merkasta stjórnarsamstarf lýðveldistímans fólst í Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem var við lýði 1959-1971. Sú ríkisstjórn stóð fyrir róttækustu efnahagsbreytingum í frjálsræðisátt sem gerðar hafa verið á einu bretti. Þær bundu enda á áratuga skömmtunarstjórn, innflutningshöft og miðstýrða forræðishyggju og mörkuðu nýtt upphaf framfara og frjálsra viðskipta hér á landi. Það er mótsagnarkennt og villandi að kenna stjórnmálaflokkinn Viðreisn við þetta merka tímabil íslenskrar stjórnmálasögu. Ef dæma á flokkinn af verkum hans þar sem hann hefur haft mest áhrif á íslenskan samtíma - í borgarstjórn Reykjavíkur - er hann fullkomin andstæða þess frjálslyndis sem Viðreisnarstjórnin stóð fyrir. Viðreisnar-borgarstjórn frá 2018 Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur stjórnmálaflokkurinn Viðreisn verið í samstarfi við Samfylkinguna frá 2018. Þar hafa þessir flokkar viðhaft skammtanir, höft, íþyngjandi skrifræðisbákn, aðför gegn þegnunum, gjafagjörninga og verðmætasóun. Allt eru þetta stjórnarhættir sem Viðreisnarstjórnin upprætti fyrir 65 árum. Skammtanir og höft Skammtanir borgarstjórnar felast m.a. í því að hinum almenna borgarbúa er neitað um byggingarlóðir úr óbyggðu landi borgarinnar með þeim afleiðingum að lóðaverð hefur farið úr 4% af byggingarkostnaði íbúða í 25%. Sum staðar hefur þessi kostnaður tífaldast. Í skipulagi nýbyggðra íbúða eru nú skömmtuð 0.7 bílastæði á hverja íbúð. Börnum er skammtað leikskólapláss með þeim afleiðingum að þau þurfa að bíða mánuðum og árum saman eftir að komast á leikskóla. Samgöngustefna borgaryfirvalda felst í heftu ferðafrelsi. Það er staðfastur ásetningur borgaryfirvalda að lengja stöðugt ferðatíma vegfarenda með því að koma í veg fyrir eðlilegt viðhald og endurbætur á gatnakerfinu og leggja stein í götu fólks. Þessi höft hafa kostað samfélagið fleiri tugi milljarða króna og tafaskatturinn nemur nú meiru en sem nemur þriggja vikna orlofi launafólks. Það þætti saga til næsta bæjar ef Viðreisn hótaði því núna í kosningabaráttunni að hafa af launafólki tveggja eða þriggja vikna orlofi, bótalaust. Það hefur Viðreisn gert í Reykjavík og vel það. Unnið gegn borgarbúum Yfirbygging borgarkerfisins hefur aukist gífurlega á síðustu árum á sama tíma og þjónusta við íbúana hefur versnað og hækkað í verði. Nú getur það kostað fólk mörg hundruð þúsund krónur og margra mánaða bið að útvega teikningar og fá leyfi til þess að breyta glugga. Með skefjalausri byggðaþéttingu í eldri hverfum er vaðið yfir gróin hverfi þar sem kennileitum er eytt, gengið er á græn útivistarsvæði, útsýni spillt, leiksvæði barna afhent byggingarverktökum og þrengt að umferðarmannvirkjum og innviðum. Þessar aðfarir hafa skapað umsátursástand í hverfum borgarinnar s.s. í Bústaðahverfi, Vesturbæ, Skerjafirði og nú í Grafarvogi. Gjafagjörningar og sóun verðmæta Í kjölfarið á heimatilbúnum skorti á byggingalóðum hafa borgaryfirvöld fært útvöldum aðilum lóðir á silfurfati sem fært hafa þeim milljarða gróða á meðan ungar fjölskyldur borga brúsann með stöðugt hækkandi húsnæðisverði. Í borgarstjórn berst nú Viðreisn fyrir því að sóa tíu milljörðum í göngu- og strætóbrú yfir Fossvog svo þeir opinberu fjármunir rati örugglega ekki í raunhæfar samgöngubætur. Þetta eru nokkur dæmi um að það hvernig fulltrúar stjórnmálaflokksins Viðreisnar hyggjast bæta samfélagið í Reykjavík. Það er ekki gert með frelsi að leiðarljósi. Það skiptir engu máli hverju stjórnmálaflokkar lofa fyrir kosningar. Á ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun