Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar 28. nóvember 2024 20:47 Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem byggir sína sókn að miklu leyti á náttúruauðlindum, það er ekkert nýtt og ljóst að greinin er einn stærsti hagsmunaaðili þess að staðið sé vörð um náttúru landsins. Því hefur ferðaþjónustan alltaf staðið fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar héldu í samstarfi við Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum ráðstefnu í haust undir yfirskriftinni „álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum“. Þar kom ýmislegt skynsamlegt fram varðandi álagsstýringu í ferðaþjónustu og hefði verið til bóta ef þeir frambjóðendur sem nú koma fram með hugmyndir um frekari álögur á greinina hefðu mætt. Enda komu þar saman erlendir sérfræðingar frá Bandaríkjunum, Skotlandi og Nýja Sjálandi, sem og innlendir sérfræðingar, stjórnsýslan, akademían og atvinnugreinin sjálf. Það sem upp úr stóð þann dag var samhljómur um að fjölmargar leiðir eru til álagsstýringar og margar hverjar fela síður en svo í sér almenna gjaldtöku eða fjöldatakmarkanir. Álagsstýring getur verið mjög fjölbreytt Álagsstýring getur meðal annars verið uppbygging innviða, flæðisstýring á áfangastöðum, aukin upplýsingagjöf, styrking landvörslu, fjölgun landvarða, aukinn fjöldi skilta á áfangastöðum, bókunarkerfi þar sem fjöldi ferðamanna er til dæmis takmarkaður yfir ákveðna tíma dags, markviss markaðssetning á áfangastöðum fyrir komu ferðamanna til landsins sem og eftir með því að auglýsa áfangastaði utan háannar og á köldum svæðum sérstaklega. Ljóst er að taka verður tillit til sérstöðu hvers áfangastaðar eigi tilsett markmið álagsstýringar um sjálfbærni að nást enda eru þeir almennt ólíkir, eftirspurn eftir þeim misjöfn og áskoranir fjölbreyttar. Þá verður að árétta að hinar ýmsu opinberu stofnanir, líkt og Umhverfisstofnun, þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú þegar lagalega heimild til að ákveða sérstök gjöld fyrir aðgang að viðkomandi stöðum í þeirra umsjá. Og sumar þessara stofnana eru nú þegar byrjaðar að rukka svokölluð gestagjöld, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld, sem ætlað að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu á þeim áfangastöðum sem eiga í hlut, svo sem við viðhald og aðra þjónustu. Slíkt gjald skilar því tekjum raunverulega til áfangastaðarins sjálfs og nær sömuleiðis því markmiði um að það séu þeir gestir sem njóta sem borga. Skattheimta er ekki álagsstýring Hugmynd um að bæta við almennri gjaldtöku á ferðamenn fyrir aðgang að tíu fjölsóttustu áfangastöðum landsins með einhvers konar aðgangskorti, líkt og lögð hefur verið fram af Samfylkingunni, ofan á þau gjöld sem nú þegar eru til staðar er ekki álagsstýring fyrir tiltekna áfangastaði heldur aðeins hrein og bein tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Rétt skal vera rétt. Slíkri gjaldtöku hefur ferðaþjónustan aldrei kallað eftir og mun aldrei kalla eftir. Vert er sömuleiðis að koma því á framfæri að tíu fjölsóttustu áfangastaðir landsins eru ekki allir í eigu ríkisins. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem byggir sína sókn að miklu leyti á náttúruauðlindum, það er ekkert nýtt og ljóst að greinin er einn stærsti hagsmunaaðili þess að staðið sé vörð um náttúru landsins. Því hefur ferðaþjónustan alltaf staðið fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar héldu í samstarfi við Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum ráðstefnu í haust undir yfirskriftinni „álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum“. Þar kom ýmislegt skynsamlegt fram varðandi álagsstýringu í ferðaþjónustu og hefði verið til bóta ef þeir frambjóðendur sem nú koma fram með hugmyndir um frekari álögur á greinina hefðu mætt. Enda komu þar saman erlendir sérfræðingar frá Bandaríkjunum, Skotlandi og Nýja Sjálandi, sem og innlendir sérfræðingar, stjórnsýslan, akademían og atvinnugreinin sjálf. Það sem upp úr stóð þann dag var samhljómur um að fjölmargar leiðir eru til álagsstýringar og margar hverjar fela síður en svo í sér almenna gjaldtöku eða fjöldatakmarkanir. Álagsstýring getur verið mjög fjölbreytt Álagsstýring getur meðal annars verið uppbygging innviða, flæðisstýring á áfangastöðum, aukin upplýsingagjöf, styrking landvörslu, fjölgun landvarða, aukinn fjöldi skilta á áfangastöðum, bókunarkerfi þar sem fjöldi ferðamanna er til dæmis takmarkaður yfir ákveðna tíma dags, markviss markaðssetning á áfangastöðum fyrir komu ferðamanna til landsins sem og eftir með því að auglýsa áfangastaði utan háannar og á köldum svæðum sérstaklega. Ljóst er að taka verður tillit til sérstöðu hvers áfangastaðar eigi tilsett markmið álagsstýringar um sjálfbærni að nást enda eru þeir almennt ólíkir, eftirspurn eftir þeim misjöfn og áskoranir fjölbreyttar. Þá verður að árétta að hinar ýmsu opinberu stofnanir, líkt og Umhverfisstofnun, þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú þegar lagalega heimild til að ákveða sérstök gjöld fyrir aðgang að viðkomandi stöðum í þeirra umsjá. Og sumar þessara stofnana eru nú þegar byrjaðar að rukka svokölluð gestagjöld, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld, sem ætlað að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu á þeim áfangastöðum sem eiga í hlut, svo sem við viðhald og aðra þjónustu. Slíkt gjald skilar því tekjum raunverulega til áfangastaðarins sjálfs og nær sömuleiðis því markmiði um að það séu þeir gestir sem njóta sem borga. Skattheimta er ekki álagsstýring Hugmynd um að bæta við almennri gjaldtöku á ferðamenn fyrir aðgang að tíu fjölsóttustu áfangastöðum landsins með einhvers konar aðgangskorti, líkt og lögð hefur verið fram af Samfylkingunni, ofan á þau gjöld sem nú þegar eru til staðar er ekki álagsstýring fyrir tiltekna áfangastaði heldur aðeins hrein og bein tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Rétt skal vera rétt. Slíkri gjaldtöku hefur ferðaþjónustan aldrei kallað eftir og mun aldrei kalla eftir. Vert er sömuleiðis að koma því á framfæri að tíu fjölsóttustu áfangastaðir landsins eru ekki allir í eigu ríkisins. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun