Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar 29. nóvember 2024 07:43 Að undanförnu hefur dálítill hópur fólks kveðið sér hljóðs og beðið um að að vald verði fært frá íslenskum stjórnvöldum til Evrópusambandsins. Að öðrum ólöstuðum hefur Ole Anton Bieltvedt verið öðrum duglegri við skriftir og tímabært að gera honum þann sóma að skrifa til baka. Af mörgu er að taka, en sérstök ástæða er til að staldra við grein Ole Antons í DV sem dagsett er 24. ágúst 2024 og fjallar m.a. um ríki sem hanga milli vonar og ótta á húni Evrópusambandsins. Þar er nefnilega kjarni sem ástæða er að ræða betur. Kynþáttahyggjan Í tengslum við Úkraínu er í fyrrnefndri grein Ole Antons fjallað um grunngildi og þar segir m.a.: „en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega.“ Ekki fer á milli mála að höfundur telur að Íslendingar deili, eða eigi að deila, þessum mannfræðilegu og menningarlegu grunngildum, og eigi þess vegna að ganga í bandalag með ríkjunum á meginlandi Evrópu, eða færa gömlu nýlenduveldunum stjórnvald á Íslandi, svo skýrar sé að orði komist. Það er eflaust rétt að mannfræðilega séu Íslendingar skyldari íbúum Evrópusambandsins en t.d. íbúum Afríku eða Austur-Asíu, en ekki sjálfgefið og raunar mjög varhugaverð hugmynd að slíkt kalli á bandalagsmyndun. Það er alls ekki líklegt til farsældar fyrir mannkyn að til verði bandalög þeirra sem eru mannfræðilega skyldir og það er full ástæða til að hafa efasemdir um hvers kyns mannfræðilega flokkun mannsins í tilgangi sem tengist stjórn og skipulagi samfélagsins. Kynþáttahyggja af því tagi kann að vera útbreidd í Evrópusambandinu, og hún er eflaust meiri undir yfirborðinu, en í opinberri umræðu. Það fer best á því að Íslendingar óhreinki sig ekki í þeim drullupolli. Einangrunarhyggjan Allir sem eitthvað þekkja til sögu Íslands átta sig á mikilvægi utanríkisverslunar. Utanríkisverslun er einfaldlega forsenda byggðar á Íslandi. Því er augljóst að það væri óðs manns æði að afhenda utanaðkomandi vald yfir versluninni, jafnvel þótt um væri að ræða besta ríki allra tíma, en ekki samband aðeins 5% jarðarbúa sem ætti í sífelldum vandræðum vegna innri sundrungar, viðvarandi kreppu og fátæktar, og á nú í blóðugu stríði í eigin túnfæti. Svoleiðis valdaframsal er ávísun á vandræði í viðskiptum við þau 95% heimsins sem ekki eru í Evrópusambandinu, sem eru m.a. Bretland, N-Ameríka og efnahagsveldi Asíu. Í því valdaframsali sem heitir líka „aðild að Evrópusambandinu“ býr hin sanna einangrunarhyggja. Af óskiljanlegum ástæðum hefur Evrópusambandssinnum tekist að kynna sína eigin einangrunarhyggju sem víðsýni og alþjóðahyggju. Fátt er fráleitara, en það er vissulega áróðursafrek að hafa sannfært fjölda fólks um þá undarlegu heimsmynd. Færi nú vel á því að þú, lesandi góður, útskýrðir fyrir þeim sem ekki nenna að lesa svona pistla að farsælast sé fyrir Íslendinga að ráða sínum málum sjálfir og forðast að láta erlend ríki eða ríkjasambönd stjórna viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Evrópusambandið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur dálítill hópur fólks kveðið sér hljóðs og beðið um að að vald verði fært frá íslenskum stjórnvöldum til Evrópusambandsins. Að öðrum ólöstuðum hefur Ole Anton Bieltvedt verið öðrum duglegri við skriftir og tímabært að gera honum þann sóma að skrifa til baka. Af mörgu er að taka, en sérstök ástæða er til að staldra við grein Ole Antons í DV sem dagsett er 24. ágúst 2024 og fjallar m.a. um ríki sem hanga milli vonar og ótta á húni Evrópusambandsins. Þar er nefnilega kjarni sem ástæða er að ræða betur. Kynþáttahyggjan Í tengslum við Úkraínu er í fyrrnefndri grein Ole Antons fjallað um grunngildi og þar segir m.a.: „en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega.“ Ekki fer á milli mála að höfundur telur að Íslendingar deili, eða eigi að deila, þessum mannfræðilegu og menningarlegu grunngildum, og eigi þess vegna að ganga í bandalag með ríkjunum á meginlandi Evrópu, eða færa gömlu nýlenduveldunum stjórnvald á Íslandi, svo skýrar sé að orði komist. Það er eflaust rétt að mannfræðilega séu Íslendingar skyldari íbúum Evrópusambandsins en t.d. íbúum Afríku eða Austur-Asíu, en ekki sjálfgefið og raunar mjög varhugaverð hugmynd að slíkt kalli á bandalagsmyndun. Það er alls ekki líklegt til farsældar fyrir mannkyn að til verði bandalög þeirra sem eru mannfræðilega skyldir og það er full ástæða til að hafa efasemdir um hvers kyns mannfræðilega flokkun mannsins í tilgangi sem tengist stjórn og skipulagi samfélagsins. Kynþáttahyggja af því tagi kann að vera útbreidd í Evrópusambandinu, og hún er eflaust meiri undir yfirborðinu, en í opinberri umræðu. Það fer best á því að Íslendingar óhreinki sig ekki í þeim drullupolli. Einangrunarhyggjan Allir sem eitthvað þekkja til sögu Íslands átta sig á mikilvægi utanríkisverslunar. Utanríkisverslun er einfaldlega forsenda byggðar á Íslandi. Því er augljóst að það væri óðs manns æði að afhenda utanaðkomandi vald yfir versluninni, jafnvel þótt um væri að ræða besta ríki allra tíma, en ekki samband aðeins 5% jarðarbúa sem ætti í sífelldum vandræðum vegna innri sundrungar, viðvarandi kreppu og fátæktar, og á nú í blóðugu stríði í eigin túnfæti. Svoleiðis valdaframsal er ávísun á vandræði í viðskiptum við þau 95% heimsins sem ekki eru í Evrópusambandinu, sem eru m.a. Bretland, N-Ameríka og efnahagsveldi Asíu. Í því valdaframsali sem heitir líka „aðild að Evrópusambandinu“ býr hin sanna einangrunarhyggja. Af óskiljanlegum ástæðum hefur Evrópusambandssinnum tekist að kynna sína eigin einangrunarhyggju sem víðsýni og alþjóðahyggju. Fátt er fráleitara, en það er vissulega áróðursafrek að hafa sannfært fjölda fólks um þá undarlegu heimsmynd. Færi nú vel á því að þú, lesandi góður, útskýrðir fyrir þeim sem ekki nenna að lesa svona pistla að farsælast sé fyrir Íslendinga að ráða sínum málum sjálfir og forðast að láta erlend ríki eða ríkjasambönd stjórna viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar