Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar 29. nóvember 2024 07:43 Að undanförnu hefur dálítill hópur fólks kveðið sér hljóðs og beðið um að að vald verði fært frá íslenskum stjórnvöldum til Evrópusambandsins. Að öðrum ólöstuðum hefur Ole Anton Bieltvedt verið öðrum duglegri við skriftir og tímabært að gera honum þann sóma að skrifa til baka. Af mörgu er að taka, en sérstök ástæða er til að staldra við grein Ole Antons í DV sem dagsett er 24. ágúst 2024 og fjallar m.a. um ríki sem hanga milli vonar og ótta á húni Evrópusambandsins. Þar er nefnilega kjarni sem ástæða er að ræða betur. Kynþáttahyggjan Í tengslum við Úkraínu er í fyrrnefndri grein Ole Antons fjallað um grunngildi og þar segir m.a.: „en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega.“ Ekki fer á milli mála að höfundur telur að Íslendingar deili, eða eigi að deila, þessum mannfræðilegu og menningarlegu grunngildum, og eigi þess vegna að ganga í bandalag með ríkjunum á meginlandi Evrópu, eða færa gömlu nýlenduveldunum stjórnvald á Íslandi, svo skýrar sé að orði komist. Það er eflaust rétt að mannfræðilega séu Íslendingar skyldari íbúum Evrópusambandsins en t.d. íbúum Afríku eða Austur-Asíu, en ekki sjálfgefið og raunar mjög varhugaverð hugmynd að slíkt kalli á bandalagsmyndun. Það er alls ekki líklegt til farsældar fyrir mannkyn að til verði bandalög þeirra sem eru mannfræðilega skyldir og það er full ástæða til að hafa efasemdir um hvers kyns mannfræðilega flokkun mannsins í tilgangi sem tengist stjórn og skipulagi samfélagsins. Kynþáttahyggja af því tagi kann að vera útbreidd í Evrópusambandinu, og hún er eflaust meiri undir yfirborðinu, en í opinberri umræðu. Það fer best á því að Íslendingar óhreinki sig ekki í þeim drullupolli. Einangrunarhyggjan Allir sem eitthvað þekkja til sögu Íslands átta sig á mikilvægi utanríkisverslunar. Utanríkisverslun er einfaldlega forsenda byggðar á Íslandi. Því er augljóst að það væri óðs manns æði að afhenda utanaðkomandi vald yfir versluninni, jafnvel þótt um væri að ræða besta ríki allra tíma, en ekki samband aðeins 5% jarðarbúa sem ætti í sífelldum vandræðum vegna innri sundrungar, viðvarandi kreppu og fátæktar, og á nú í blóðugu stríði í eigin túnfæti. Svoleiðis valdaframsal er ávísun á vandræði í viðskiptum við þau 95% heimsins sem ekki eru í Evrópusambandinu, sem eru m.a. Bretland, N-Ameríka og efnahagsveldi Asíu. Í því valdaframsali sem heitir líka „aðild að Evrópusambandinu“ býr hin sanna einangrunarhyggja. Af óskiljanlegum ástæðum hefur Evrópusambandssinnum tekist að kynna sína eigin einangrunarhyggju sem víðsýni og alþjóðahyggju. Fátt er fráleitara, en það er vissulega áróðursafrek að hafa sannfært fjölda fólks um þá undarlegu heimsmynd. Færi nú vel á því að þú, lesandi góður, útskýrðir fyrir þeim sem ekki nenna að lesa svona pistla að farsælast sé fyrir Íslendinga að ráða sínum málum sjálfir og forðast að láta erlend ríki eða ríkjasambönd stjórna viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Evrópusambandið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur dálítill hópur fólks kveðið sér hljóðs og beðið um að að vald verði fært frá íslenskum stjórnvöldum til Evrópusambandsins. Að öðrum ólöstuðum hefur Ole Anton Bieltvedt verið öðrum duglegri við skriftir og tímabært að gera honum þann sóma að skrifa til baka. Af mörgu er að taka, en sérstök ástæða er til að staldra við grein Ole Antons í DV sem dagsett er 24. ágúst 2024 og fjallar m.a. um ríki sem hanga milli vonar og ótta á húni Evrópusambandsins. Þar er nefnilega kjarni sem ástæða er að ræða betur. Kynþáttahyggjan Í tengslum við Úkraínu er í fyrrnefndri grein Ole Antons fjallað um grunngildi og þar segir m.a.: „en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega.“ Ekki fer á milli mála að höfundur telur að Íslendingar deili, eða eigi að deila, þessum mannfræðilegu og menningarlegu grunngildum, og eigi þess vegna að ganga í bandalag með ríkjunum á meginlandi Evrópu, eða færa gömlu nýlenduveldunum stjórnvald á Íslandi, svo skýrar sé að orði komist. Það er eflaust rétt að mannfræðilega séu Íslendingar skyldari íbúum Evrópusambandsins en t.d. íbúum Afríku eða Austur-Asíu, en ekki sjálfgefið og raunar mjög varhugaverð hugmynd að slíkt kalli á bandalagsmyndun. Það er alls ekki líklegt til farsældar fyrir mannkyn að til verði bandalög þeirra sem eru mannfræðilega skyldir og það er full ástæða til að hafa efasemdir um hvers kyns mannfræðilega flokkun mannsins í tilgangi sem tengist stjórn og skipulagi samfélagsins. Kynþáttahyggja af því tagi kann að vera útbreidd í Evrópusambandinu, og hún er eflaust meiri undir yfirborðinu, en í opinberri umræðu. Það fer best á því að Íslendingar óhreinki sig ekki í þeim drullupolli. Einangrunarhyggjan Allir sem eitthvað þekkja til sögu Íslands átta sig á mikilvægi utanríkisverslunar. Utanríkisverslun er einfaldlega forsenda byggðar á Íslandi. Því er augljóst að það væri óðs manns æði að afhenda utanaðkomandi vald yfir versluninni, jafnvel þótt um væri að ræða besta ríki allra tíma, en ekki samband aðeins 5% jarðarbúa sem ætti í sífelldum vandræðum vegna innri sundrungar, viðvarandi kreppu og fátæktar, og á nú í blóðugu stríði í eigin túnfæti. Svoleiðis valdaframsal er ávísun á vandræði í viðskiptum við þau 95% heimsins sem ekki eru í Evrópusambandinu, sem eru m.a. Bretland, N-Ameríka og efnahagsveldi Asíu. Í því valdaframsali sem heitir líka „aðild að Evrópusambandinu“ býr hin sanna einangrunarhyggja. Af óskiljanlegum ástæðum hefur Evrópusambandssinnum tekist að kynna sína eigin einangrunarhyggju sem víðsýni og alþjóðahyggju. Fátt er fráleitara, en það er vissulega áróðursafrek að hafa sannfært fjölda fólks um þá undarlegu heimsmynd. Færi nú vel á því að þú, lesandi góður, útskýrðir fyrir þeim sem ekki nenna að lesa svona pistla að farsælast sé fyrir Íslendinga að ráða sínum málum sjálfir og forðast að láta erlend ríki eða ríkjasambönd stjórna viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar