Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar 27. nóvember 2024 13:20 Ísland er land óþrjótandi tækifæra. Við erum rík af bæði auðlindum og hæfileikaríkum einstaklingum - sem eiga sinn þátt í framúrskarandi lífskjörum þjóðarinnar. Við getum verið stolt af atvinnuvegunum sem byggðir hafa verið upp hér á landi af framtakssömum einstaklingum, hvort sem um er að ræða íslenskan iðnað, ferðaþjónustu, sjávarútveg eða hugvitið, svo eitthvað sé nefnt. Ferðaþjónusta eykur lífskjör og lífsgæði Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja um ferðaþjónustuna enda hefur vöxtur greinarinnar eflt íslenskt efnahagslíf til muna og segja má með sanni að greinin sé einkaframtakið í sinni fegurstu mynd. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa sprottið upp hringinn í kringum landið síðastliðin ár og verið lyftistöng í samfélögum sem áður bjuggu við samdrátt. Þetta þekkjum við í Suðurkjördæmi manna best. Þessi sömu fyrirtæki hafa hins vegar því miður þurft að lifa við síendurteknar fyrirvaralausar hækkanir á álögum, sköttum og gjöldum. Það er óásættanlegt. Háir skattar draga úr einkaframtakinu Skattar á fólk og fyrirtæki eru, ef eitthvað er, of háir á Íslandi. Til lengri tíma þurfum við sem samfélag að horfa til þess að skattar á Íslandi geti lækkað. En hvers vegna? Háir skattar eru til þess fallnir að draga þrótt úr einkaframtakinu, rýra samkeppnisstöðu á alþjóðamörkuðum og leggja stein í götu verðmætasköpunar. Þegar breytingar eru gerðar á sköttum og gjöldum með nær engum fyrirvara íþyngir það íslenskum fyrirtækjum enn frekar. Slíkar breytingar leggjast svo enn fremur þyngra á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þó í öllum tilvikum séu þær slæmar. Verðmætasköpun ferðaþjónustunnar er langt frá því að vera sjálfsögð og er greinin í raun enn að slíta barnsskónum þó vel hafi gengið hingað til og greinin skapi nú þriðjung útflutningstekna landsins. Það þarf sérstaklega að gæta að skattlagningu á atvinnugreinar líkt og ferðaþjónustu sem eru í uppbyggingarfasa og á viðkvæmu stigi enda á ríkið allt sitt undir velgengni einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að tekjuöflun. Stöðugleiki í leikreglum ferðaþjónustunnar Við Sjálfstæðismenn viljum viðhalda og treysta þá upplifun sem er að koma til Íslands, við erum að bjóða upp á einstaka þjónustu. Því leggur Sjálfstæðisflokkurinn nú líkt og áður áherslu á stöðugleika í leikreglum ferðaþjónustunnar sem og atvinnulífsins alls. Í því liggur eitt mesta sóknarfæri íslensks atvinnulífs til lengri tíma. Framúrskarandi lífskjör þau sem hér fyrirfinnast byggir þjóðin á samkeppnishæfni útflutningsstoða sinna, þeim verður einfaldlega að tryggja fyrirsjáanleika. Sjálfstæðisflokkurinn vill að það sé eftirsóknarvert að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi. Til þess þarf stöðugleika, hóflega skattheimtu og einfaldar leikreglur. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er land óþrjótandi tækifæra. Við erum rík af bæði auðlindum og hæfileikaríkum einstaklingum - sem eiga sinn þátt í framúrskarandi lífskjörum þjóðarinnar. Við getum verið stolt af atvinnuvegunum sem byggðir hafa verið upp hér á landi af framtakssömum einstaklingum, hvort sem um er að ræða íslenskan iðnað, ferðaþjónustu, sjávarútveg eða hugvitið, svo eitthvað sé nefnt. Ferðaþjónusta eykur lífskjör og lífsgæði Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja um ferðaþjónustuna enda hefur vöxtur greinarinnar eflt íslenskt efnahagslíf til muna og segja má með sanni að greinin sé einkaframtakið í sinni fegurstu mynd. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa sprottið upp hringinn í kringum landið síðastliðin ár og verið lyftistöng í samfélögum sem áður bjuggu við samdrátt. Þetta þekkjum við í Suðurkjördæmi manna best. Þessi sömu fyrirtæki hafa hins vegar því miður þurft að lifa við síendurteknar fyrirvaralausar hækkanir á álögum, sköttum og gjöldum. Það er óásættanlegt. Háir skattar draga úr einkaframtakinu Skattar á fólk og fyrirtæki eru, ef eitthvað er, of háir á Íslandi. Til lengri tíma þurfum við sem samfélag að horfa til þess að skattar á Íslandi geti lækkað. En hvers vegna? Háir skattar eru til þess fallnir að draga þrótt úr einkaframtakinu, rýra samkeppnisstöðu á alþjóðamörkuðum og leggja stein í götu verðmætasköpunar. Þegar breytingar eru gerðar á sköttum og gjöldum með nær engum fyrirvara íþyngir það íslenskum fyrirtækjum enn frekar. Slíkar breytingar leggjast svo enn fremur þyngra á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þó í öllum tilvikum séu þær slæmar. Verðmætasköpun ferðaþjónustunnar er langt frá því að vera sjálfsögð og er greinin í raun enn að slíta barnsskónum þó vel hafi gengið hingað til og greinin skapi nú þriðjung útflutningstekna landsins. Það þarf sérstaklega að gæta að skattlagningu á atvinnugreinar líkt og ferðaþjónustu sem eru í uppbyggingarfasa og á viðkvæmu stigi enda á ríkið allt sitt undir velgengni einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að tekjuöflun. Stöðugleiki í leikreglum ferðaþjónustunnar Við Sjálfstæðismenn viljum viðhalda og treysta þá upplifun sem er að koma til Íslands, við erum að bjóða upp á einstaka þjónustu. Því leggur Sjálfstæðisflokkurinn nú líkt og áður áherslu á stöðugleika í leikreglum ferðaþjónustunnar sem og atvinnulífsins alls. Í því liggur eitt mesta sóknarfæri íslensks atvinnulífs til lengri tíma. Framúrskarandi lífskjör þau sem hér fyrirfinnast byggir þjóðin á samkeppnishæfni útflutningsstoða sinna, þeim verður einfaldlega að tryggja fyrirsjáanleika. Sjálfstæðisflokkurinn vill að það sé eftirsóknarvert að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi. Til þess þarf stöðugleika, hóflega skattheimtu og einfaldar leikreglur. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun