Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir, Guðrún Halla Finnsdóttir og Hjörtur Sigurðsson skrifa 27. nóvember 2024 10:52 Hugverkaiðnaður hefur tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum og gegnir sífellt stærra hlutverki í íslensku efnahagslífi. Í dag er greinin ein af fjórum meginstoðum útflutnings á Íslandi, og vöxtur hennar endurspeglar hvernig nýsköpun, frumkvöðlastarf og öflug og hvetjandi starfsskilyrði geta knúið fram verðmætasköpun og aukinn efnahagslegan stöðugleika. Árið 2023 námu útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 264 milljörðum króna, og spáð er að þær fari yfir 300 milljarða króna á þessu ári. Á síðustu fimm árum hafa útflutningstekjur greinarinnar um það bil tvöfaldast. Við lok þessa áratugar gæti hugverkaiðnaður orðið verðmætasta útflutningsstoð Íslands. Hugverkaiðnaður byggir á fjárfestingu í þróun á breiðum grunni sem nær allt frá tölvuleikjagerð og upplýsingatækni til líf- og heilbrigðistækni, lyfjaframleiðslu og hátækni á fjölbreyttum sviðum. Drifkraftur hugverkaiðnaðar Þennan árangur má þakka elju og framlagi þeirra 18.350 einstaklinga sem starfa í greininni. Starfsfólk fyrirtækja í hugverkaiðnaði býr yfir framúrskarandi hæfni en störf í hugverkaiðnaði eru heilt yfir háframleiðnistörf. Þá hefur áhersla stjórnvalda á stuðning við rannsóknir og þróun verið lykilþáttur í hröðum vexti greinarinnar. Með skattahvötum hefur Ísland byggt upp umhverfi þar sem frumkvöðlar fá ríkt tækifæri til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Mikilvægt fyrir framtíð Íslands Áframhaldandi vöxtur hugverkaiðnaðar hefur mikil og jákvæð áhrif á hagkerfið. Aukning í útflutningstekjum og fjölgun starfa í greininni dregur úr sveiflum í hagkerfinu og eykur stöðugleika. Stefnumörkun stjórnvalda á síðustu árum hefur einnig leitt til þess að Ísland er nú í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun. Það var því mjög ánægjulegt að Alþingi skyldi festa í sessi áframhaldandi stuðning við hugverkaiðnað. Slíkur stuðningur skapar nauðsynlegan fyrirsjáanleika fyrir fyrirtæki til að fjárfesta og stækka. Næsta ríkisstjórn ber ábyrgð á því að viðhalda stöðugri umgjörð og hvötum til nýsköpunar sem styður við aukna verðmætasköpun á Íslandi. Við hvetjum sannarlega til þess og að hún vinni markvisst með iðnaðinum að því að sækja tækifærin. Með aukinni alþjóðlegri samkeppni um mannauð og fjárfestingar er nauðsynlegt að Íslendingar haldi áfram að laða til sín hæfileikafólk og fjárfesta í rannsóknum, þróun og mannauði. Samstarf Samtaka iðnaðarins og og stjórnvalda getur tryggt sérstöðu Íslands sem nýsköpunarlands í fremstu röð. Höldum áfram! Hugverkaiðnaður er grein sem byggir á mannauði, fjárfestingu í nýsköpun og drifkrafti frumkvöðla. Með skýrri stefnu næstu ríkisstjórnar um áframhaldandi öfluga umgjörð fyrir nýsköpun getur hugverkaiðnaður orðið burðarás íslensks efnahagslífs. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að tryggja stöðuga og fyrirsjáanlega umgjörð fyrir nýsköpun og áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar, sem mun leiða til bættra lífskjara og aukinnar verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Samtakamáttur stjórnvalda, atvinnulífs og frumkvöðla er lykillinn að því að Ísland verði enn frekar þekkt sem hugmyndalandið – land þar sem hugvit og nýsköpun skapa verðmæti og velsæld fyrir alla. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundar- og hugverkaréttur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður hefur tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum og gegnir sífellt stærra hlutverki í íslensku efnahagslífi. Í dag er greinin ein af fjórum meginstoðum útflutnings á Íslandi, og vöxtur hennar endurspeglar hvernig nýsköpun, frumkvöðlastarf og öflug og hvetjandi starfsskilyrði geta knúið fram verðmætasköpun og aukinn efnahagslegan stöðugleika. Árið 2023 námu útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 264 milljörðum króna, og spáð er að þær fari yfir 300 milljarða króna á þessu ári. Á síðustu fimm árum hafa útflutningstekjur greinarinnar um það bil tvöfaldast. Við lok þessa áratugar gæti hugverkaiðnaður orðið verðmætasta útflutningsstoð Íslands. Hugverkaiðnaður byggir á fjárfestingu í þróun á breiðum grunni sem nær allt frá tölvuleikjagerð og upplýsingatækni til líf- og heilbrigðistækni, lyfjaframleiðslu og hátækni á fjölbreyttum sviðum. Drifkraftur hugverkaiðnaðar Þennan árangur má þakka elju og framlagi þeirra 18.350 einstaklinga sem starfa í greininni. Starfsfólk fyrirtækja í hugverkaiðnaði býr yfir framúrskarandi hæfni en störf í hugverkaiðnaði eru heilt yfir háframleiðnistörf. Þá hefur áhersla stjórnvalda á stuðning við rannsóknir og þróun verið lykilþáttur í hröðum vexti greinarinnar. Með skattahvötum hefur Ísland byggt upp umhverfi þar sem frumkvöðlar fá ríkt tækifæri til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Mikilvægt fyrir framtíð Íslands Áframhaldandi vöxtur hugverkaiðnaðar hefur mikil og jákvæð áhrif á hagkerfið. Aukning í útflutningstekjum og fjölgun starfa í greininni dregur úr sveiflum í hagkerfinu og eykur stöðugleika. Stefnumörkun stjórnvalda á síðustu árum hefur einnig leitt til þess að Ísland er nú í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun. Það var því mjög ánægjulegt að Alþingi skyldi festa í sessi áframhaldandi stuðning við hugverkaiðnað. Slíkur stuðningur skapar nauðsynlegan fyrirsjáanleika fyrir fyrirtæki til að fjárfesta og stækka. Næsta ríkisstjórn ber ábyrgð á því að viðhalda stöðugri umgjörð og hvötum til nýsköpunar sem styður við aukna verðmætasköpun á Íslandi. Við hvetjum sannarlega til þess og að hún vinni markvisst með iðnaðinum að því að sækja tækifærin. Með aukinni alþjóðlegri samkeppni um mannauð og fjárfestingar er nauðsynlegt að Íslendingar haldi áfram að laða til sín hæfileikafólk og fjárfesta í rannsóknum, þróun og mannauði. Samstarf Samtaka iðnaðarins og og stjórnvalda getur tryggt sérstöðu Íslands sem nýsköpunarlands í fremstu röð. Höldum áfram! Hugverkaiðnaður er grein sem byggir á mannauði, fjárfestingu í nýsköpun og drifkrafti frumkvöðla. Með skýrri stefnu næstu ríkisstjórnar um áframhaldandi öfluga umgjörð fyrir nýsköpun getur hugverkaiðnaður orðið burðarás íslensks efnahagslífs. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að tryggja stöðuga og fyrirsjáanlega umgjörð fyrir nýsköpun og áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar, sem mun leiða til bættra lífskjara og aukinnar verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Samtakamáttur stjórnvalda, atvinnulífs og frumkvöðla er lykillinn að því að Ísland verði enn frekar þekkt sem hugmyndalandið – land þar sem hugvit og nýsköpun skapa verðmæti og velsæld fyrir alla. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun