Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar 27. nóvember 2024 07:20 Meira en helmingur ungs fólks á aldrinum 18-24 ára og um einn af hverjum fimm á aldrinum 25-29 ára bjó í foreldrahúsum árið 2021 samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru stýrivextir Seðlabanka Íslands 2%. Stýrivextir hækkuðu svo hratt til haustsins 2023 þegar þeir voru orðnir 9,25% og voru yfir 9% í meira en ár. Enn eru stýrivextir ógnarháir og standa nú í 8,5%. Ég hef undanfarið haft tækifæri til að hlusta á ungt fólk þegar við frambjóðendur Viðreisnar höfum staðið í verslunarmiðstöðum og spjallað við fólk á förnum vegi. Mörg hafa nefnt að vextir séu of háir og þau geti ekki keypt sér eigin íbúð. Ekki hjálpar verðbólgan til þar sem æ minna verður eftir í buddunni um hver mánaðamót. Það sama kemur fram í samtölum við foreldra þessa fólks. Fólk finnur til vanmáttar gagnvart húsnæðismarkaði sem það upplifir vinna gegn sér en ekki fyrir sig. Hvað er til ráða? Það gefur auga leið að það er ómögulegt fyrir ungt fólk að leggja fyrir til fasteignakaupa þegar búa þarf við þann óstöðugleika að stýrivextir fari úr 2% í 9,25% á um tveimur árum og verðbólga úr 5% í 10%. Það er mikilvægt að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og stöðugleika þannig að ungt fólk hafi tækifæri til þess að leggja fyrir í sparnað til íbúðakaupa, fjárfesta í húsnæði og hafi getu til að greiða af húsnæðisláni. Það verður að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og jafnvægi þannig að húsbyggjendur geti viðhaldið stöðugu framboði af íbúðum fyrir fólk. Viðreisn ætlar að breyta þessu. Við ætlum að leggja grunn að stöðugleika með því að ná jafnvægi í fjármál ríkisins, einfalda regluverk hvað varðar nýbyggingar og gera ungu fólki kleift að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Undirrituð er viðskiptafræðingur og frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Meira en helmingur ungs fólks á aldrinum 18-24 ára og um einn af hverjum fimm á aldrinum 25-29 ára bjó í foreldrahúsum árið 2021 samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru stýrivextir Seðlabanka Íslands 2%. Stýrivextir hækkuðu svo hratt til haustsins 2023 þegar þeir voru orðnir 9,25% og voru yfir 9% í meira en ár. Enn eru stýrivextir ógnarháir og standa nú í 8,5%. Ég hef undanfarið haft tækifæri til að hlusta á ungt fólk þegar við frambjóðendur Viðreisnar höfum staðið í verslunarmiðstöðum og spjallað við fólk á förnum vegi. Mörg hafa nefnt að vextir séu of háir og þau geti ekki keypt sér eigin íbúð. Ekki hjálpar verðbólgan til þar sem æ minna verður eftir í buddunni um hver mánaðamót. Það sama kemur fram í samtölum við foreldra þessa fólks. Fólk finnur til vanmáttar gagnvart húsnæðismarkaði sem það upplifir vinna gegn sér en ekki fyrir sig. Hvað er til ráða? Það gefur auga leið að það er ómögulegt fyrir ungt fólk að leggja fyrir til fasteignakaupa þegar búa þarf við þann óstöðugleika að stýrivextir fari úr 2% í 9,25% á um tveimur árum og verðbólga úr 5% í 10%. Það er mikilvægt að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og stöðugleika þannig að ungt fólk hafi tækifæri til þess að leggja fyrir í sparnað til íbúðakaupa, fjárfesta í húsnæði og hafi getu til að greiða af húsnæðisláni. Það verður að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og jafnvægi þannig að húsbyggjendur geti viðhaldið stöðugu framboði af íbúðum fyrir fólk. Viðreisn ætlar að breyta þessu. Við ætlum að leggja grunn að stöðugleika með því að ná jafnvægi í fjármál ríkisins, einfalda regluverk hvað varðar nýbyggingar og gera ungu fólki kleift að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Undirrituð er viðskiptafræðingur og frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar