Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2024 12:12 Við sem erum fötluð lendum flest í þeim ósköpum að þurfa að reiða okkur á almannatryggingakerfið til framfærslu. Það kerfi var almenningur sammála um að setja á, til að mæta þeim erfiðu en eðlilegu atburðum að fólk slasist á vinnustöðum, veikist alvarlega, slasist í frítíma eða eignist fötluð börn. Allt eru þetta eðlilegir hlutar samfélags sem er allskonar, og þannig eigum við að líta á það. Um er að ræða eitt af mikilvægustu jöfnunartækjum samfélagsins sem þarf stöðugt að viðhalda, vaka yfir og bæta svo það grípi örugglega þau sem þurfa á að halda. Vinstri græn settu fram áherslur í ríkisstjórnarsamstarfinu um virðingu fyrir mannréttindum fatlaðs fólks þar sem markmiðið var að bæta lífskjör og lífsgæði þessa hóps og unnu markvisst að því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks yrði innleiddur og lögfestur. Ný, óháð mannréttindastofnun var hluti af því ferli og mun hún að taka til starfa á vordögum. Á árinu lagði þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson fram frumvarp til laga um nýtt og breytt almannatryggingakerfi. Þar er m.a. horft til þess að fólk fái tíma til að jafna sig eftir áföll og til að nýta endurhæfingu til að komast aftur út í lífið. Þá er tryggt að það hafi framfærslu á þeim tíma. Þar er líka horft til þess að fólk geti farið að hluta til á vinnumarkaðinn fái það starf við hæfi, án þess að launin renni að mestu í vasa ríkisins. Aðdragandi þess að frumvarpið var lagt fram til Alþingis var langur, nokkrir áratugir. En síðustu þrjú ár breytti þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra vinnulaginu og ákvað að efni frumvarpsins skyldi reglulega borið undir hagsmunasamtök fatlaðs fólks, sem gátu þá spurt spurninga, gagnrýnt og lýst sínum áhyggjum. Þau gátu einnig bent á það sem betur mætti fara o.s.frv. Frumvarpið leit dagsins ljós í haust en þá var enn ýmislegt sem heildarsamtök fatlaðs fólks hafði við það að athuga. ÖBÍ lagði fram 13 mikilvægar breytingatillögur og óskaði eftir að tekið yrði tillit til þeirra. Ekki fengust allar tillögurnar samþykktar en tekið var tillit til nokkurra. Frumvarpið varð að lögum í júní og tekur gildi 1. september 2025. Mikil ábyrgð fylgir því að taka ákvarðanir um líf, heilsu og framfærslu einstaklinga. Tækifæri þeirra til samfélagsþátttöku og sjálfsagðra réttinda. Ég upplifði að bæði fyrrverandi forsætisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra vönduðu sig, og í snúnu samstarfi með öðrum stjórnarflokkum náðu þau að sigla þessu stóra máli í höfn. Félags- og vinnumarkaðsráðherra setti jafnframt fram metnaðarfulla áætlun um innleiðingu allra greina samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks svokallaða landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, til ársins 2030. Ég tel að fáir félagsmálaráðherrar hafa sett sig jafn vel inn í málaflokkinn og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði. Ég tel að hann hafi unnið frumvarpið af heilindum og með það í huga að þau sem þurfa á almannatryggingakerfinu að halda geti treyst því að það grípi þau. Þá er innbyggt í lagafrumvarpið að endurskoðun skuli fara fram á fyrstu þremur árunum svo bregðast megi við þeim annmörkum sem upp kunna að koma við innleiðingu þess, og það er mikilvægt. Í tíð Svandísar Svavarsdóttur þá heilbrigðisráðherra má nefna að hún hækkaði greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum öryrkja og eldri borgara eða í 75%. Þannig lækkaði tannlæknakostnaður þessara hópa verulega og það skipti miklu máli. Ég treysti öflugu forystufólki VG til góðra verka í þágu samfélagsins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sýnt að hann beitir sér gegn óréttlæti, mismunun og jaðarsetningu. Hann setur mannréttindi, náttúru og umhverfis og loftslagsmál í fyrsta sæti. Hann viðurkennir líka að hann muni ekki geta lifað af örorkulífeyrinum eins og hann er í dag og að enn muni þurfa að lagfæra og leiðrétta almannatryggingakerfið. Það verður verkefni nýrrar ríkisstjórnar að hækka lífeyrinn og bæta líf og kjör þeirra sem hann þurfa að nýta. Hvort nýtt kerfi virki eins og því er ætlað að gera, verða notendur að dæma um þegar lögin taka gildi og ný ríkisstjórn fer með framkvæmdina. Það er mikilvægt að rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis hljómi á Alþingi, það er mikilvægt að kvenréttindi séu virt. Það er mikilvægt að mannúð sé höfð að leiðarljósi og það er mikilvægt að standa vörð um náttúruna en um leið að nýta auðlindir þjóðarinnar í hennar þágu. Þátttaka VG í ríkisstjórn undanfarin sex ár hefur skipt verulegu máli, þau stóðu vörð um hagsmuni almennings og náttúrunnar. Vegna þessa alls er mikilvægt að rödd Vinstri grænna verði á Alþingi. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar lsh., í 10 sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem erum fötluð lendum flest í þeim ósköpum að þurfa að reiða okkur á almannatryggingakerfið til framfærslu. Það kerfi var almenningur sammála um að setja á, til að mæta þeim erfiðu en eðlilegu atburðum að fólk slasist á vinnustöðum, veikist alvarlega, slasist í frítíma eða eignist fötluð börn. Allt eru þetta eðlilegir hlutar samfélags sem er allskonar, og þannig eigum við að líta á það. Um er að ræða eitt af mikilvægustu jöfnunartækjum samfélagsins sem þarf stöðugt að viðhalda, vaka yfir og bæta svo það grípi örugglega þau sem þurfa á að halda. Vinstri græn settu fram áherslur í ríkisstjórnarsamstarfinu um virðingu fyrir mannréttindum fatlaðs fólks þar sem markmiðið var að bæta lífskjör og lífsgæði þessa hóps og unnu markvisst að því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks yrði innleiddur og lögfestur. Ný, óháð mannréttindastofnun var hluti af því ferli og mun hún að taka til starfa á vordögum. Á árinu lagði þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson fram frumvarp til laga um nýtt og breytt almannatryggingakerfi. Þar er m.a. horft til þess að fólk fái tíma til að jafna sig eftir áföll og til að nýta endurhæfingu til að komast aftur út í lífið. Þá er tryggt að það hafi framfærslu á þeim tíma. Þar er líka horft til þess að fólk geti farið að hluta til á vinnumarkaðinn fái það starf við hæfi, án þess að launin renni að mestu í vasa ríkisins. Aðdragandi þess að frumvarpið var lagt fram til Alþingis var langur, nokkrir áratugir. En síðustu þrjú ár breytti þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra vinnulaginu og ákvað að efni frumvarpsins skyldi reglulega borið undir hagsmunasamtök fatlaðs fólks, sem gátu þá spurt spurninga, gagnrýnt og lýst sínum áhyggjum. Þau gátu einnig bent á það sem betur mætti fara o.s.frv. Frumvarpið leit dagsins ljós í haust en þá var enn ýmislegt sem heildarsamtök fatlaðs fólks hafði við það að athuga. ÖBÍ lagði fram 13 mikilvægar breytingatillögur og óskaði eftir að tekið yrði tillit til þeirra. Ekki fengust allar tillögurnar samþykktar en tekið var tillit til nokkurra. Frumvarpið varð að lögum í júní og tekur gildi 1. september 2025. Mikil ábyrgð fylgir því að taka ákvarðanir um líf, heilsu og framfærslu einstaklinga. Tækifæri þeirra til samfélagsþátttöku og sjálfsagðra réttinda. Ég upplifði að bæði fyrrverandi forsætisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra vönduðu sig, og í snúnu samstarfi með öðrum stjórnarflokkum náðu þau að sigla þessu stóra máli í höfn. Félags- og vinnumarkaðsráðherra setti jafnframt fram metnaðarfulla áætlun um innleiðingu allra greina samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks svokallaða landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, til ársins 2030. Ég tel að fáir félagsmálaráðherrar hafa sett sig jafn vel inn í málaflokkinn og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði. Ég tel að hann hafi unnið frumvarpið af heilindum og með það í huga að þau sem þurfa á almannatryggingakerfinu að halda geti treyst því að það grípi þau. Þá er innbyggt í lagafrumvarpið að endurskoðun skuli fara fram á fyrstu þremur árunum svo bregðast megi við þeim annmörkum sem upp kunna að koma við innleiðingu þess, og það er mikilvægt. Í tíð Svandísar Svavarsdóttur þá heilbrigðisráðherra má nefna að hún hækkaði greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum öryrkja og eldri borgara eða í 75%. Þannig lækkaði tannlæknakostnaður þessara hópa verulega og það skipti miklu máli. Ég treysti öflugu forystufólki VG til góðra verka í þágu samfélagsins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sýnt að hann beitir sér gegn óréttlæti, mismunun og jaðarsetningu. Hann setur mannréttindi, náttúru og umhverfis og loftslagsmál í fyrsta sæti. Hann viðurkennir líka að hann muni ekki geta lifað af örorkulífeyrinum eins og hann er í dag og að enn muni þurfa að lagfæra og leiðrétta almannatryggingakerfið. Það verður verkefni nýrrar ríkisstjórnar að hækka lífeyrinn og bæta líf og kjör þeirra sem hann þurfa að nýta. Hvort nýtt kerfi virki eins og því er ætlað að gera, verða notendur að dæma um þegar lögin taka gildi og ný ríkisstjórn fer með framkvæmdina. Það er mikilvægt að rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis hljómi á Alþingi, það er mikilvægt að kvenréttindi séu virt. Það er mikilvægt að mannúð sé höfð að leiðarljósi og það er mikilvægt að standa vörð um náttúruna en um leið að nýta auðlindir þjóðarinnar í hennar þágu. Þátttaka VG í ríkisstjórn undanfarin sex ár hefur skipt verulegu máli, þau stóðu vörð um hagsmuni almennings og náttúrunnar. Vegna þessa alls er mikilvægt að rödd Vinstri grænna verði á Alþingi. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar lsh., í 10 sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar