Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 26. nóvember 2024 08:32 Fylgi flokka hefur verið á reiki undanfarnar vikur og mánuði, samkvæmt skoðanakönnunum, en einn flokkur hefur fengið mikinn byr í seglin undanfarið og mig langar að beina sjónum að honum: Viðreisn. Viðreisn segist ætla að tækla málin, lækka vexti, lækka verðbólgu, laga ríkisfjármálin… bara koma þessu öllu í lag. Viðreisn er svona Sjálfstæðisflokkur fyrir fólk sem vill ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða í það minnsta vill gefa honum frí. Öll ábyrgðartilfinningin sem fylgir því að kjósa borgaralegan flokk en ekkert af farangrinum. Engin blár þungi, bara appelsínugulur léttleiki með Jóni Gnarr og Toggu K. Margir á miðju til hægri væng stjórnmálanna treysta núna Viðreisn, en flestir þessir kjósendur vilja kjósa borgaralegan flokk vegna þess að þeir vilja borgaralega ríkisstjórn með sambærileg gildi að leiðarljósi. Staðreyndin er sú að slík ríkisstjórn mun ekki raungerast undir forystu Viðreisnar. Atkvæði greitt til Viðreisnar er atkvæði greitt til Samfylkingarinnar. Þ.e.a.s. til vinstristjórnarsamstarfs Viðreisnar, Samfylkingar og annara flokka. Reykjavíkurmódelið fyrir landið allt. “Við verðum að tryggja að ungt fólk geti keypt sér íbúð,” stendur skýrum stöfum á vefsíðu Viðreisnar. Þetta skýtur skökku við enda bera Viðreisn og Samfylkingin sameiginlega ábyrgð á lóðaskortsstefnunni í Reykjavík. Við munum uppskera eins ef þau komast í ríkisstjórn, nema nú ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Það má segja að flokkurinn sé að toppa á nákvæmlega réttum tíma, og þegar maður er að toppa er best að hrófla ekki við því sem vel gengur. Þess vegna heyrist minna og minna í umræðu viðreisnarfólks um sitt grundvallarmálefni: Evrópusambandið. Það má ekki misskiljast. Viðreisn og Samfylkingin munu gera allt í sínu valdi til að mynda saman ríkisstjórn, rétt eins og í Reykjavík, og þegar samstarfið er innsiglað mun dulda kjarnamálefnið þeirra beggja koma aftur á yfirborðið. Viðreisn og Samfylking munu koma Íslandi inn í Evrópusambandið, ef við gefum þeim tækifæri til, og ef við förum inn þá komumst við aldrei út. Höfundur er formaður Heimdallar og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Júlíus Viggó Ólafsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fylgi flokka hefur verið á reiki undanfarnar vikur og mánuði, samkvæmt skoðanakönnunum, en einn flokkur hefur fengið mikinn byr í seglin undanfarið og mig langar að beina sjónum að honum: Viðreisn. Viðreisn segist ætla að tækla málin, lækka vexti, lækka verðbólgu, laga ríkisfjármálin… bara koma þessu öllu í lag. Viðreisn er svona Sjálfstæðisflokkur fyrir fólk sem vill ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða í það minnsta vill gefa honum frí. Öll ábyrgðartilfinningin sem fylgir því að kjósa borgaralegan flokk en ekkert af farangrinum. Engin blár þungi, bara appelsínugulur léttleiki með Jóni Gnarr og Toggu K. Margir á miðju til hægri væng stjórnmálanna treysta núna Viðreisn, en flestir þessir kjósendur vilja kjósa borgaralegan flokk vegna þess að þeir vilja borgaralega ríkisstjórn með sambærileg gildi að leiðarljósi. Staðreyndin er sú að slík ríkisstjórn mun ekki raungerast undir forystu Viðreisnar. Atkvæði greitt til Viðreisnar er atkvæði greitt til Samfylkingarinnar. Þ.e.a.s. til vinstristjórnarsamstarfs Viðreisnar, Samfylkingar og annara flokka. Reykjavíkurmódelið fyrir landið allt. “Við verðum að tryggja að ungt fólk geti keypt sér íbúð,” stendur skýrum stöfum á vefsíðu Viðreisnar. Þetta skýtur skökku við enda bera Viðreisn og Samfylkingin sameiginlega ábyrgð á lóðaskortsstefnunni í Reykjavík. Við munum uppskera eins ef þau komast í ríkisstjórn, nema nú ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Það má segja að flokkurinn sé að toppa á nákvæmlega réttum tíma, og þegar maður er að toppa er best að hrófla ekki við því sem vel gengur. Þess vegna heyrist minna og minna í umræðu viðreisnarfólks um sitt grundvallarmálefni: Evrópusambandið. Það má ekki misskiljast. Viðreisn og Samfylkingin munu gera allt í sínu valdi til að mynda saman ríkisstjórn, rétt eins og í Reykjavík, og þegar samstarfið er innsiglað mun dulda kjarnamálefnið þeirra beggja koma aftur á yfirborðið. Viðreisn og Samfylking munu koma Íslandi inn í Evrópusambandið, ef við gefum þeim tækifæri til, og ef við förum inn þá komumst við aldrei út. Höfundur er formaður Heimdallar og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun