Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 13:20 Hægrimenn hafa óskaplega gaman af því að vitna í Margréti Thatcher sem einhvern tímann mun hafa sagt að gallinn við sósíalisma væri að á endanum verði maður uppiskroppa með annarra manna peninga til að sólunda. Þetta lýsir alveg einstaklega skaðlegu viðhorfi til þess hvernig umgangast beri sameiginlega sjóði landsmanna. Sameiginlegir sjóðir landsmanna eru ekki „annarra manna peningar“. Þeir eru peningar okkar allra. Þeim ber að verja í þágu okkar allra. Þrátt fyrir að þetta sé augljóst vex þeirri möntru jafnt og þétt fiskur um hrygg að „ríkisútgjöld“ séu einhver meinsemd í eðli sínu sem halda beri í algjöru lágmarki. Á Íslandi hefur óhemju mikill auður safnast á fárra hendur. Þessum auði fylgja völd, til að mynda ógnarvald yfir atvinnuöryggi heilla byggðarlaga. Þetta bitnar á lýðræðinu þar sem fólk óttast að styggja nútímalénsherrann með óvinsælum skoðunum eða jafnvel verða fyrir félagslegri útskúfun fyrir að vera ógn við afkomuöryggið á staðnum. Í krafti þessa auðs hefur líka verið seilst til valda í fjölmiðlum til að komast yfir dagskrárvaldið sem því fylgir. Auðvaldinu er sama þótt það tapi stórfé á fjölmiðlum í sinni eigu, valdið sem það fær yfir umræðunni er hverrar krónu virði. Og umræðan fer allt of oft í það far sem auðvaldinu hentar. Þannig er því nú þannig varið að hver sá sem tekur undir möntruna um hin illu „ríkisútgjöld“ er álitinn góður og gegn og enginn spyr hvar eigi að skera niður í velferðarkerfi sem þegar liggur í ræmum eftir niðurskurðaræði stjórnvalda. En segist einhver ætla að stórauka ríkisútgjöld er viðkomandi stillt upp við vegg og yfirheyrður í þaula um það hvar hann ætli að fá hverja krónu í þá ósvinnu, eins og hann sé að mæta spænska rannsóknarréttinum. Við sósíalistar höfum á hinn bóginn svör á reiðum höndum varðandi það hvernig við viljum stækka sameiginlega sjóði okkar. Við viljum lækka skatta á lægstu tekjur og millitekjur en stórauka þá á það sem aflögufærastir eru. Við tölum fyrir auðlegðarskatti sem leggjast mun á ríkasta 1% landsmanna. Spyrjum þá sem eru andvígir því hverjum þeir séu eiginlega að þjóna, almenningi eða auðvaldinu. Við tölum fyrir framfærsluviðmiði sem lægstu laun og bætur skuli aldrei fara niður fyrir. Við tölum fyrir því að fjármagnstekjur séu skattlagðar eins og hverjar aðrar tekjur (með sams konar frítekjumarki). Við tölum fyrir þrepaskiptum eignaskatti með eðlilegu frí-eignamarki og hækkandi álagi eftir því sem eignirnar verða fleiri og stærri. Og loks tölum við fyrir því að arðurinn af sameiginlegum auðlindum okkar, gæðum lands og sjávar, renni í sameiginlega sjóði okkar en ekki í vasa þeirra ríkustu. Undanfarna áratugi hafa stjórnvöld grímulaust gengið erinda auðvaldsins gagnvart almenningi. Skattar hafa lækkað á hæstu tekjur en stóraukist á þær lægstu með þeim afleiðingum að í Reykjavík alast 10.000 börn upp í fátækt, tæp 20% níu ára barna hafa reynslu af því að fara svöng í rúmið af því að það var ekki til matur á heimilinu og 15.000 eldri borgarar hafa um 100.000 krónum minna á mánuði en lágmarkslaun til ráðstöfunar til að halda sér á lífi. Þessu verður að breyta. Efist einhver um að ríkisvaldið sé í rassvasanum á auðvaldinu skulum við rifja upp viðbrögð þáverandi sjávarútvegsráðherra þegar upp komst um stórfelldar mútur Samherja í Namibíu. Þá hringdi hann ekki í namibísk stjórnvöld til að bjóða aðstoð íslenskra stjórnvalda við að upplýsa málið. Nei, hann hringdi í vin sinn hjá Samherja, þar sem hann sjálfur hafði gegnt stöðu stjórnarformanns, og spurði hvernig honum liði. Stjórnsýslulegt vanhæfi hans til að gegna embættinu vegna vinatengsla og skýrra hagsmunaárekstra er augljóslega hafið yfir allan vafa. En auðvaldið sér það hvorki né skilur. Bjarni Benediktsson lét einhvern tímann hafa það eftir sér að kakan væri ekki nógu stór og greip þar til myndlíkingar úr eftirlætis áhugamáli sínu; kökuskreytingum. Bakarinn veit hins vegar að ef kakan er ekki nógu stór til að allir fái nóg þá bakar maður aðra stærri. Hagsýna húsmóðirin áttar sig hins vegar á því að kakan er alveg nógu stór, henni er bara skipt með ranglátum hætti. Sósíalistar vilja baka nógu stóra köku til að allir fá nóg og skipta henni á réttlátan hátt. Við viljum stórauka það fjármagn varið er úr sameiginlegum sjóðum okkar í að byggja hér aftur upp öflugt velferðarkerfi eftir skemmdarverka- og eyðileggingarstarfsemi stjórnvalda sl. 30 ár eða þar um bil. Við teljum sameiginlegum fjármunum okkar allra betur varið í það en í að múta Namibíumönnum. Ríkisvaldið á að þjóna almenningi gagnvart auðvaldinu, ekki öfugt eins og nú er. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Suðversturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Hægrimenn hafa óskaplega gaman af því að vitna í Margréti Thatcher sem einhvern tímann mun hafa sagt að gallinn við sósíalisma væri að á endanum verði maður uppiskroppa með annarra manna peninga til að sólunda. Þetta lýsir alveg einstaklega skaðlegu viðhorfi til þess hvernig umgangast beri sameiginlega sjóði landsmanna. Sameiginlegir sjóðir landsmanna eru ekki „annarra manna peningar“. Þeir eru peningar okkar allra. Þeim ber að verja í þágu okkar allra. Þrátt fyrir að þetta sé augljóst vex þeirri möntru jafnt og þétt fiskur um hrygg að „ríkisútgjöld“ séu einhver meinsemd í eðli sínu sem halda beri í algjöru lágmarki. Á Íslandi hefur óhemju mikill auður safnast á fárra hendur. Þessum auði fylgja völd, til að mynda ógnarvald yfir atvinnuöryggi heilla byggðarlaga. Þetta bitnar á lýðræðinu þar sem fólk óttast að styggja nútímalénsherrann með óvinsælum skoðunum eða jafnvel verða fyrir félagslegri útskúfun fyrir að vera ógn við afkomuöryggið á staðnum. Í krafti þessa auðs hefur líka verið seilst til valda í fjölmiðlum til að komast yfir dagskrárvaldið sem því fylgir. Auðvaldinu er sama þótt það tapi stórfé á fjölmiðlum í sinni eigu, valdið sem það fær yfir umræðunni er hverrar krónu virði. Og umræðan fer allt of oft í það far sem auðvaldinu hentar. Þannig er því nú þannig varið að hver sá sem tekur undir möntruna um hin illu „ríkisútgjöld“ er álitinn góður og gegn og enginn spyr hvar eigi að skera niður í velferðarkerfi sem þegar liggur í ræmum eftir niðurskurðaræði stjórnvalda. En segist einhver ætla að stórauka ríkisútgjöld er viðkomandi stillt upp við vegg og yfirheyrður í þaula um það hvar hann ætli að fá hverja krónu í þá ósvinnu, eins og hann sé að mæta spænska rannsóknarréttinum. Við sósíalistar höfum á hinn bóginn svör á reiðum höndum varðandi það hvernig við viljum stækka sameiginlega sjóði okkar. Við viljum lækka skatta á lægstu tekjur og millitekjur en stórauka þá á það sem aflögufærastir eru. Við tölum fyrir auðlegðarskatti sem leggjast mun á ríkasta 1% landsmanna. Spyrjum þá sem eru andvígir því hverjum þeir séu eiginlega að þjóna, almenningi eða auðvaldinu. Við tölum fyrir framfærsluviðmiði sem lægstu laun og bætur skuli aldrei fara niður fyrir. Við tölum fyrir því að fjármagnstekjur séu skattlagðar eins og hverjar aðrar tekjur (með sams konar frítekjumarki). Við tölum fyrir þrepaskiptum eignaskatti með eðlilegu frí-eignamarki og hækkandi álagi eftir því sem eignirnar verða fleiri og stærri. Og loks tölum við fyrir því að arðurinn af sameiginlegum auðlindum okkar, gæðum lands og sjávar, renni í sameiginlega sjóði okkar en ekki í vasa þeirra ríkustu. Undanfarna áratugi hafa stjórnvöld grímulaust gengið erinda auðvaldsins gagnvart almenningi. Skattar hafa lækkað á hæstu tekjur en stóraukist á þær lægstu með þeim afleiðingum að í Reykjavík alast 10.000 börn upp í fátækt, tæp 20% níu ára barna hafa reynslu af því að fara svöng í rúmið af því að það var ekki til matur á heimilinu og 15.000 eldri borgarar hafa um 100.000 krónum minna á mánuði en lágmarkslaun til ráðstöfunar til að halda sér á lífi. Þessu verður að breyta. Efist einhver um að ríkisvaldið sé í rassvasanum á auðvaldinu skulum við rifja upp viðbrögð þáverandi sjávarútvegsráðherra þegar upp komst um stórfelldar mútur Samherja í Namibíu. Þá hringdi hann ekki í namibísk stjórnvöld til að bjóða aðstoð íslenskra stjórnvalda við að upplýsa málið. Nei, hann hringdi í vin sinn hjá Samherja, þar sem hann sjálfur hafði gegnt stöðu stjórnarformanns, og spurði hvernig honum liði. Stjórnsýslulegt vanhæfi hans til að gegna embættinu vegna vinatengsla og skýrra hagsmunaárekstra er augljóslega hafið yfir allan vafa. En auðvaldið sér það hvorki né skilur. Bjarni Benediktsson lét einhvern tímann hafa það eftir sér að kakan væri ekki nógu stór og greip þar til myndlíkingar úr eftirlætis áhugamáli sínu; kökuskreytingum. Bakarinn veit hins vegar að ef kakan er ekki nógu stór til að allir fái nóg þá bakar maður aðra stærri. Hagsýna húsmóðirin áttar sig hins vegar á því að kakan er alveg nógu stór, henni er bara skipt með ranglátum hætti. Sósíalistar vilja baka nógu stóra köku til að allir fá nóg og skipta henni á réttlátan hátt. Við viljum stórauka það fjármagn varið er úr sameiginlegum sjóðum okkar í að byggja hér aftur upp öflugt velferðarkerfi eftir skemmdarverka- og eyðileggingarstarfsemi stjórnvalda sl. 30 ár eða þar um bil. Við teljum sameiginlegum fjármunum okkar allra betur varið í það en í að múta Namibíumönnum. Ríkisvaldið á að þjóna almenningi gagnvart auðvaldinu, ekki öfugt eins og nú er. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Suðversturkjördæmi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun