Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 08:02 Margrét Kristmannsdóttir hefur starfað í fjölskyldufyrirtækinu Pfaff í 33 ár, hlaut Fálkaorðuna árið 2022 fyrir störf sín í þágu atvinnulífsins enda forystu fyrir mörg hagsmunasamtök um árabil: Formaður SVÞ, FKA, varaformaður SA og Viðskiptaráðs. Í dag ætlum við hins vegar ekki að tala um atvinnulífið sem slíkt, heldur að kynnast Möggu í Pfaff. Vísir/Vilhelm „Einn daginn sagði ég við hann: Sigurjón, annað hvort hættir þú eða við skiljum. Þannig að já, ég rak eiginmanninn,“ segir Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og hlær. „Sigurjón vann hér í fjögur til fimm ár sem var að mörgu leyti kostur þegar við vorum með tvö lítil börn. Einfaldaði margt ef einhver var veikur og svo framvegis,“ bætir Margrét við á aðeins alvarlegri nótum. Þó fullviss um að ákvörðunin sem slík hafi verið af hinu góða enda henti ekki öllum að vera saman allan sólarhringinn. Meira að segja stutt í 40 ára brúðkaupsafmælið. „Sigurjón segir reyndar að ég hafi svo sem ekki verið neitt sérstakur yfirmaður. Alla vega ekki sá besti sem hann hefur haft um ævina,“ segir Margrét og hlær. Í því sem kallast heimur viðskipta og atvinnulífs á Íslandi vita allir hver Margrét er; Framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækisins Pfaff, sem afi hennar stofnaði árið 1929, faðir hennar rak um árabil og hún sjálf hefur nú starfað í til 33 ára. Margrét hlaut Fálkaorðuna árið 2022 fyrir störf sín í þágu atvinnulífs á Íslandi; fyrrum formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), varaformaður Samtaka atvinnulífsins (SA) og Viðskiptaráðs og formaður FKA. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni ætlum við þó ekki að tala of mikið um vinnuna eða íslenskt atvinnulíf; Heldur frekar að kynnast Margréti sjálfri. Eða Margréti í Pfaff eins og hún er kölluð af flestum… Asskotans vitleysa segir Margrét þegar hún rifjar upp að hafa skráð sig í Hússtjórnarskólann áður en hún fór í viðskiptafræði í háskóla. Enda eldhúsið það sem hún hatar mest á heimilinu og kemur helst ekki nálægt. Um svipað leyti tók hún saman við Sigurjón Alfreðsson eiginmann sinn. Sem eflaust hélt að hann væri að fá fyrirmyndar húsmóður í fangið... Út-að-leika fötin ekki skólafötin Margrét er alltaf skelegg þegar hún talar. Hátt, snjallt, skýrt og greinilega. Í raun fer aldrei á milli mála neins staðar þegar Margrét er á svæðinu. Starfslýsing Margrétar á vefsíðu Pfaff er nokkuð í hennar anda: Skýr og nokkuð húmorísk. Hóf störf: 1.6.1991 Sérhæfing: ..........ræður flestu Áhugamál: Félagsmál – fjölskyldan – hundar og golf Margrét fæddist í Reykjavík þann 24.febrúar árið 1962. Lengst af bjó hún í vesturbænum, gekk í Melaskóla og Hagaskóla. „Það voru allir úti að leika. Í þessum boltaleikjum eins og Yfir og Brennó. Á þessum tíma klæddist maður skólafötum en skipti yfir í útifötin eða úti-að-leika-fötin um leið og skólinn var búinn.“ Fjölskyldufyrirtækið Pfaff var stofnað af afa Margrétar árið 1929 og hefur verið rekið á sömu kennitölu alla tíð. Margrét segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en fullorðin að auðvitað fór pabbi hennar oft í gegnum erfiða tíma sem atvinnurekandi þegar þau systkinin voru lítil. Hafi það verið áhyggjur, fundu þau þó ekki fyrir því heima. Foreldrar Margrétar eru Kristmann Magnússon (f. 1937) og Hjördís Magnúsdóttir (f.1939) en bæði sitja þau í stjórn Pfaff. „Þau kynntust kornung á dansæfingu í Kvennó, 16 og 18 ára og fyrsta barnið komið skömmu eftir að mamma varð 19 ára. Svona eins og hlutirnir gerðust þá.“ Stjórnarformaður Pfaff er yngri bróðir Margrétar, Birgir (f.1969) en þjónustustjóri fyrirtækisins er eldri bróðir Margrétar, Magnús (f.1958). „Magnús er einn besti viðgerðarmaður landsins og hefur unnið í Pfaff frá því að hann var 17 ára. Það kom því snemma í ljós að hann einfaldlega getur tekið allt í sundur og sett það saman aftur, sé það yfir höfuð mögulegt. Birgir hefur hins vegar aldrei komið beint að fyrirtækinu.“ Í Vesturbænum bjó fjölskyldan á Túngötunni. „Við krakkarnir hjóluðum út um allt og kunnum allar styttingaleiðirnar á milli hverfa; hvaða girðingar væri best að hoppa yfir, garð að hlaupa yfir eða bílskúrsþak að fara upp á og niður hinum megin.“ Þegar Margrét nálgaðist unglingsárin, færðust boltaleikirnir inn í KR heimilið þar sem Margrét fór að æfa handbolta. „Við vorum mikið við KR heimilið, annað hvort á æfingum eða að spila og síðan fylgdi jú þessum árum að finnast sumir strákarnir aðeins sætari en aðrir. Við vorum því líka að fylgjast með þeim keppa og svona.“ Foreldrar Margrétar eru Kristmann Magnússon og Hjördís Magnúsdóttir, sem bæði sitja í stjórn Pfaff ásamt yngri bróður Margrétar Birgi sem er stjórnarformaður. Í Pfaff starfa Margrét og eldri bróðir hennar Magnús. Mynd fv.: Magnús, Birgir, Kristmann, Margrét og Hjördís. Hokin af reynslu: Í fiski Margrét byrjaði að vinna í fiski sem unglingur og starfaði í fiski fram að stúdent. Keppti í róðrakeppnum á Sjómannadaginn í mörg skipti; svo mörg reyndar að enn á hún heilan haug af gullmedalíum. „Ég var svo heppin að byrja að vinna ung eins og algengt var á þessum tíma. Vinahjón mömmu og pabba bjuggu í Vestmannaeyjum og þangað fékk ég að fara til að vinna í humri 13 ára. Sumarið eftir kom vinkona mín líka og bjó hjá frændfólki sínu og þá vorum við tvær,“ segir Margrét og það er augljóst af talinu að minningarnar sem fylgja þessum tíma eru góðar. 15 ára sæki ég um sumarstarf í Bæjarútgerðinni á Granda og fæ það starf auðvitað; forfrömuð fiskikona með þessa gríðarlegu reynslu.“ Að vinna í fiski var ótrúlega skemmtilegt á þessum tíma. „Það var líka svo vel tekið á móti krökkunum á vorin. Þetta var ákveðinn kjarni sem starfaði þarna og andrúmsloftið einna helst þannig að þegar unglingarnir þyrptust inn á vorin, væri okkur ekkert síður ætlað að létta á stemningunni frekar en að gera mikið gagn.“ Og auðvitað var stuð. „Þarna unnu mikið af krökkum, kaupið var gott og við máttum vinna eins og við vildum, líka á næturvöktum. Síðan fylgdi þessu heilmikið djamm og þar sem við stelpurnar höfðum ekki aldur til að kaupa áfengi, komu strákarnir til okkar á föstudögum og spurðu til dæmis: Magga, hvað viltu núna? Og þá svaraði maður bara eina brennivín eða eitthvað af því sem verið var að drekka þá…“ Aðal samkomustaður unga fólksins í Reykjavík á þessum tíma var að fjölmenna á Hallærisplaninu sem þá var og hét. ,,Vinkona mín sagði mér seinna að ég hefði kennt henni að „drekka dry,“ segir Margrét og skellihlær. Ég mundi það svo sem ekkert en man samt að það var alltaf vesen ef maður þurfti að pissa niður í bæ. Sem var víst ástæðan fyrir því að ég kenndi þessari vinkonu minni að „drekka dry.“ Minna magn og minna pissuvesen. Svona var maður orðinn útsjónarsamur strax þá…“ Í humri í Vestmanneyjum 13 ára: Margrét segist svo heppin að hafa fengið að byrja að vinna ung og frá 13 ára til stúdents vann hún í fiski: Fyrst í Eyjum og síðan út á Granda. Að vinna í fiski var mikið fjör, drukkið dry til að draga úr pissuveseni enda engin klósett á aðalsamkomustað unglinga á þessum tíma: Hallærisplanið á Ingólfstorgi. Ung og feimin: Einkaritarastarfið Þegar Margrét var 13 ára, fluttist fjölskyldan á Bergstaðastrætið þar sem foreldrar Margrétar og PFAFF byggðu hús, sem rúmaði alla á sitthvorum hæðunum. Pfaff var líka til húsa rétt hjá, lengst af staðsett neðst á Skólavörðustíg. „Í vesturbænum fann ég lítið fyrir því að pabbi væri með rekstur, enda Skólavörðustígurinn nokkuð langt frá. Löngu síðar, þegar ég fer að kynnast sögu Pfaff, fer ég þó að átta mig á því að auðvitað var pabbi oft að ganga í gegnum erfiða tíma og alls kyns áskoranir sem fyrirtækjaeigandi á þessum tíma. En hafi það verið áhyggjur, fundum við krakkarnir að minnsta kosti ekki fyrir því.“ Einhverjar minningar fylgja því þó að hafa verið í húsakynnum Pfaff að leika sér. „Ég man að í kjallaranum voru heilu tvinna- og garnafjöllin og við systkinin lékum okkur oft þar að búa til leynigöng og svona,“ segir Margrét en eins og fólk eldra en tvívetra man, voru saumavélar og iðnaðarvélar lengi vel aðalsmerki Pfaff, til viðbótar við ýmiss önnur heimilistæki. Margrét fór í Verzlunarskólann en eftir stúdent vissi hún ekkert hvað hún vildi gera. Byrjaði þó á því að fara til Þýskalands í einn vetur og læra þýsku. Þegar hún kom heim, bauðst henni starf sem einkaritari hjá Kristjáni Kjartanssyni framkvæmdastjóra Coca Cola á Íslandi. „Hann var mágur Péturs Björnssonar forstjóra en ég hef alltaf sagt að það að vinna hjá þessum öðlingi sem Kristján var, jafnast á við hvaða mannauðsskóla sem er því engir kúrsar í viðskiptafræði né stjórnun kenndu mér neitt af því síðar sem hægt er að jafna við það sem Kristján kenndi mér. Til dæmis lærði ég það af Kristjáni hvernig maður á að koma fram við starfsfólk. En lærði það jafnframt af öðrum stjórnendum, hvernig þú átt ekki að koma fram.“ Að vera einkaritari á þessum tíma, var nákvæmlega eins og við sjáum þau atriði í bandarískum bíómyndum. „Ég settist fyrir framan Kristján með skrifblokk og penna og hann bara byrjaði að tala. Sem var mjög stressandi því ég kunni auðvitað ekki hraðritun en var of feimin í byrjun til að stoppa hann af og spyrja: Bíddu hvað sagðir þú?“ segir Margrét og skellihlær. „Þau hafa því eflaust verið skrýtin mörg af fyrstu bréfunum sem fóru frá Coca Cola þetta sumar.“ Fyrsti kossinn var undir gaflinum á hótelinu á Húsavík en nú styttist í 40 ára brúðkaupsafmæli Margrétar og Sigurjóns. Margrét rak þó Sigurjón úr starfi í Pfaff. Sannfærð um að það væri annað hvort að hann hætti eða þau myndu skilja. Enda ekki öllum gefið að vera alltaf saman, þótt hjónin séu mjög samrýmd í dag og una sér bæði í golfi og alls kyns framkvæmdum heima við. Var Sigurjón plataður? Loks kom að því að Margrét tók ákvörðun um að fara í viðskiptafræði. „Ég var of sein að sækja um og ákvað að nýta tímann og skráði mig í Hússtjórnarskólann. Nú meiri asskotans vitleysan sem manni dettur stundum í hug…,“ segir Margrét og skellir upp úr. „Því á heimilinu er enginn staður sem mér leiðist jafn mikið og eldhúsið. Ég fer helst ekki inn í það.“ Úr Hússtjórnarskólanum útskrifaðist hún þó. Ástin hafði þá þegar bankað upp á því um það leyti sem hún fór í Hússtjórnarskólann, kynntist hún Sigurjóni en saman eiga þau börnin Sindra Má (f.1992) og Birtu Dís (f.1995). Fyrir átti Sigurjón dótturina Sonju (f.1978). Hvar kynntust þið? „Við vorum bæði í JC hreyfingunni og á vegum þeirra þurfti Sigurjón að mæta á fund út á land, sem við vinkonurnar skelltum okkur á líka en það var þó aðallega bara til að djamma,“ segir Margrét og bætir við: Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var: Undir gaflinum á hótelinu á Húsavík.“ Sigurjón er frá Hrísey en bjó í Keflavík þegar þau kynntust og fyrst um sinn voru þær tíðar ferðirnar þar sem hann kom í bæinn til að hitta Margréti. Fljótlega fóru þau þó að búa því á Bergstaðastrætinu var 30 fermetra fundarherbergi sem innréttað var sem lítil íbúð fyrir skötuhjúin. Næst var að klára viðskiptafræðina. „Námið var ofsalega leiðinlegt, þótt ég hafi auðvitað staðist öll próf og allt það. En ég hef oft hugsað hversu jákvætt það var að fá Háskólann í Reykjavík. Þó ekki nema til að poppa upp þetta nítjánda aldar fyrirkomulag sem var í kennslunni þegar ég var þar.“ En bíddu nú við: Er það þá rétt skilið að þegar þú kynnist Sigurjóni ert þú ung mær á leið í Hússtjórnarskólann en nokkrum árum síðar ertu útskrifaður viðskiptafræðingur? „Já þegar þú segir þetta svona má velta þessu fyrir sér. Ætli hann hafi ekki haldið að hann væri að fá þvílíka húsmóðir í fangið,“ svarar Margrét og skellihlær. Margréti fannst lítið spennandi að fara að vinna með afa sínum, foreldrum og öðru venslafólki við að selja kæliskápa og heimilistæki. Eftir meistaranám í Bandaríkjunum ákvað hún að gefa fyrirtækinu séns í eitt ár, þá 29 ára. Fljótlega tók hún við framkvæmdastjórastarfinu, en hún telur það oft ákveðna hindrun í fjölskyldufyrirtækjum að þeir eldri eru ekki tilbúin til að afhenda næstu kynslóð keflið fyrr en svo seint.Vísir/Vilhelm Fannst Pfaff ekki nógu töff Eftir viðskiptafræðina, fór Margrét í meistaranám til Bandaríkjanna en þaðan komu skötuhjúin síðan árið 1991, Margrét þá 29 ára. Þá fyrst ákvað hún að gefa Pfaff séns og prófa að vinna þar í eitt ár. Þetta var árið 1991 og síðan 1994 hefur Margrét verið framkvæmdastjóri. „Þegar maðurinn sem hafði verið hægri hönd pabba hætti, fór pabbi að úthluta fleiri verkefnum á mig og endaði með að stinga upp á því að ég tæki við rekstrinum. Eflaust séð það sem leið til að halda mér þar í starfi. En þarna var hann þá þegar búinn að vera framkvæmdastjóri sjálfur í áratugi,“ segir Margrét og bætir við: „Og hann var aldrei að horfa yfir öxlina á mér eða að skipta sér af, þótt ég væri jafnvel að gera eitthvað sem hann hefði alls ekki gert.“ Í fjölskyldufyrirtækjum er það kunnug áskorun, að oft ganga kynslóðaskiptin erfiðlega. Pabbi er mjög góður í þessu. Því það sem ég held að séu algeng mistök í fjölskyldufyrirtækjunum er að þau eldri eru svo lengi að sleppa tökunum og leyfa næstu kynslóð að taka við, þótt það þýði að yngri kynslóðin geri mistök og þurfi að brenna sig.“ Þetta segir hún föður sinn hafa gert einstaklega vel. „Síðar sagði hann mér að oft þegar ég var að gera eitthvað sem hann hefði alls ekki gert, hefði hann einfaldlega ákveðið að þaga frekar en að segja eitthvað, þótt það hefði kallað á að hann hafi nagað neglurnar upp í kviku,“ segir Margrét og bætir við: „Og hugsandi um það eftir á er ég ekki frá því að pabbi hafi þagað svolítið mikið á þessum tíma.“ Systkinin Magnús og Margrét, en Magnús er þjónustustjóri Pfaff og byrjaði að vinna hjá fyrirtækinu þegar hann var 17 ára. Fljótlega eftir að Margrét varð framkvæmdastjóri ákvað hún að enginn tengdur fjölskyldunni yrði ráðinn í vinnu til Pfaff; það gæti skapað óþægilega stöðu fyrir viðkomandi og ekkert síður fyrir aðra starfsmenn.Vísir/Vilhelm Reksturinn var ekkert á blússandi ferð þegar Margrét tók við. Áskoranir blöstu því við. Í viðtölum hefur Margrét einmitt áður sagt frá því í fjölmiðlum að eitt af því sem hún telur hafa skipt sköpum við kynslóðaskiptin í tæplega hundrað ára sögu Pfaff, er að hver kynslóð hefur fengið svigrúm til að breyta og aðlaga reksturinn eftir sínu nefi. Í dag er Pfaff til dæmis mjög stór aðili í jólaljósum og ljósum almennt. Á meðan eitt sinn voru saumavélar og heimilistæki kjarnasalan. En hvers vegna fórstu ekki að vinna í Pfaff fyrr en liðlega þrítug? „Mér fannst fyrirtækið bara ofboðslega hallærislegt,“ svarar Margrét snaggaralega. „Afi var reyndar hættur að vinna þegar ég byrjaði en auðvitað fannst mér sem ungri konu ferlega lummulegt að fara að vinna í einhverju fyrirtæki með afa mínum, pabba og mömmu og fullt af öðru tengslafólki, frænkum og öðrum. Ég meina: Átti ég sem unglingur að fara að selja einhverjar saumavélar og kæliskápa og starfsfélagarnir allir miðaldra?!“ Frumburðurinn Sindri Már mættur með mömmu í vinnuna 4 mánaða. Enda engin fjarvinna eða internettenging í boði þá, stutt fæðingarorlof og lítið um dagvistun fyrir mjög ung börn. Því ekkert annað að gera en að taka krakkann með í vinnuna og gera allt hvað hægt var, til að hann væri sem glaðastur segir Magga. Mömmuhlutverkið og annað fjör Eina gagnið sem Margrét segist hafa haft af náminu í Hússtjórnarskólanum er að síðar eignaðist hún góða vinkonu út á það nám; Rakel Olsen í Stykkishólmi. „Það kom þannig til að í laxveiðihópi var ákveðið að para saman konur sem áttu eitthvað sameiginlegt og þá kom í ljós að einu konurnar í hópnum sem höfðu farið í Hússtjórnarskólann voru ég og Rakel Olsen!“ segir Margrét og hlær. Því heima við segir hún verkefnaskiptinguna mjög skýra: Sigurjón sér um eldhúsið frá a-ö. „Og allt viðhald, hann er jú smiður.“ „En ég sé um allt annað,“ bætir hún fljótt við. Þegar talið berst að vinkonuhópnum, segir Margrét: „Eitt af því sem hefur komið af öllu þessu stússi í gegnum félagsstörfin er að ég á ótrúlega margar góðar vinkonur. Við höldum mikið saman, förum í sumarbústaði og til útlanda og fleira. Þegar lagið Fernando með ABBA er sett á fóninn verður allt vitlaust og þá er einfaldlega dansað upp á borðum,“ segir Margrét og skellihlær. Það verður hreinlega allt vitlaust í vinkonuhópnum þegar Fernando með ABBA er sett á fóninn, en Margrét segist hafa kynnst ótrúlega mörgum góðum vinkonum í gegnum félagsstörfin síðustu áratugi. Það sem dreif hana af stað á sínum tíma, var að þegar krakkarnir voru orðin svolítið stálpuð áttaði Margrét sig á því að hún væri ekki með neitt tengslanet í atvinnulífinu. En eins og gerist hjá mörgum konum á framabraut, tók fjölskylduhlutverkið og vinnan alveg við um tíma. „Við vorum alltaf að flytja og gera upp hús. Þannig náðum við að stækka við okkur,“ segir Margrét og vísar til þess að þegar krakkarnir voru litlir hafi meira og minna allur frítími farið í einhvers konar framkvæmdir heima fyrir eða úti við, síðan selt og byrjað upp á nýtt. Þegar krakkarnir voru komin á skólaaldurinn ákváðu hjónin þó að festa rætur á einum stað, sem þau og gerðu á Seltjarnanesi. „En þar vorum við líka alltaf í einhverjum framkvæmdum. Og erum enn. Enda finnst mér eiginlega hvergi betra að vera en heima hjá mér.“ Eins og oft fylgir sögum um fjölskyldufyrirtæki, var Sindri Már tekin með í vinnuna aðeins nokkra vikna gamall. „Enda var ég með allt til alls fyrir hann, ruggustóla og dót. Allt gert til að halda krakkanum glöðum. Því auðvitað kom maður barni ekkert svona ungu til dagmömmu og þetta er fyrir tíma internetsins þannig að það að geta tengt sig að heiman við vinnuna og unnið í fjarvinnu var auðvitað ekki í boði þá.“ Þegar krakkarnir voru orðin aðeins eldri, fór Margrét hins vegar að átta sig betur á því að í atvinnulífinu ætti hún ekki stórt tengslanet. „FKA var þá nýstofnað, ég gekk í það og bauð mig strax fram í stjórn. Átti mörg frábær ár í því félagi en var síðan boðið að taka við formennsku í SVÞ, hafði þá áður verið að taka þátt í Félagi atvinnurekenda og síðan koll af kolli,“ segir Margrét þegar glæsilegur ferill hennar í hagsmunagæslu fyrir atvinnulífið er rifjaður upp. „Ég er félagsvera að upplagi, var mikið félagströll í Versló, tók þátt í ræðukeppnum um land allt og fékk líka lengi útrás fyrir félagsþörfinni í JC hreyfingunni. Síðan tók við þetta tímabil að vera með lítil börn en þegar þau urðu eldri, vaknaði þessi félagsþörf aftur enda vill ég meina að maður nærist vel á henni þegar maður er í rekstri.“ Margrét segir félagsstarf í þágu atvinnulífsins líka afar gefandi á margan hátt. „Ekki aðeins að maður fái útrás fyrir félagsþörfinni eða að efla tengslanetið þitt, heldur vill ég meina að svona félagsstarf geri þig á margan hátt að betra stjórnanda. Því í gegnum svona félagsstarf lærir þú oft heilmikið um það hvernig á að reka fyrirtæki og hvernig á ekki að gera það.“ En þar sem það er alltaf stutt í húmorinn hjá Margréti, bætir hún líka við: „Auðvitað þýðir þetta líka að það hefur farið ofsalega mikill tími í að sitja marga leiðinlega fundi. En eftir á að hyggja gáfu þeir manni eflaust flestir eitthvað…“ Garpur og Gormur mæta alltaf með Margréti í vinnuna og löngu þekkt að hundar sjáist trítla um í versluninni við Grensásveg, sem viðskiptavinum finnst sérstaklega heimilislegt vitandi að það er að koma í rótgróið fjölskyldufyrirtæki. Vísir/Vilhelm Hundalíf Margrét er HUNDAKONA með stórum stöfum. Enda hafa þau hjónin átt marga hunda í mörg ár, eða allt frá því að fyrsti hundurinn kom á heimilið fljótlega eftir að þau fluttu á Seltjarnarnesið. Í dag búa hjónin í Kópavogi og enn eru tveir hundar á heimili. Garpur og Gormur sem alla daga mæta með Margréti í vinnuna. „Fólki tekur þeim líka svo vel þegar það kemur hingað,“ segir Margrét og vísar þar til viðskiptavina sem koma í verslun Pfaff á Grensásvegi. „Fólk veit að það er að koma í rótgróið fjölskyldufyrirtæki og hefur oft á orði hvað þeir eru sætir þegar þeir sjást trítla þar um gólfin. Finnst það heimilislegt.“ Eitt af því sem margir gæludýraeigendur hafa þó upplifað, og jafnvel hræðast, er sorgin sem fylgir því þegar þessir heimilismeðlimir falla frá. Hvernig hefur það verið, hafandi átt marga hunda? „Ég ætla ekki að segja að það venjist. En það verður auðveldara,“ svarar Margrét einlæglega. „Þegar fyrsti hundurinn okkar dó, þá þegar orðinn gamall og lúinn, ákváðum við að fá dýralækni heim og gera þetta að fallegri stund þar. Sem við og gerðum og krakkarnir voru alveg þátttakendur í þessari stund líka,“ segir Margrét en bætir við: „En ég viðurkenni alveg að ég borðaði hvorki í þrjá daga á undan né á eftir því þetta tekur hrikalega á.“ Æ síðan, hafa hjónin haldið í þá hefði að þegar stundin er runnin upp, er dýralæknir fenginn heim og hlúð að kveðjustundinni eins og hægt er. Það er samt svo skrýtið með þessi dýr að þau eru oftast búin að finna það á sér löngu á undan okkur, að þeirra stund er komin. Og fara sátt. Undir það síðasta snýst þetta oft bara um að þau eru að bíða eftir því að við mannfólkið verðum tilbúin í að leyfa þeim að fara.“ Þá segir Margrét það líka hjálpa mikið til að þar sem þau eru alltaf með tvo hunda, verða þau aldrei hundlaus ef svo má segja. Það hjálpi. Börn Margrétar og Sigurjóns eru Sindri Már og Birta Dís og hér sést fjölskyldan saman á mynd ásamt tengdabörnum. Fv: Vignir Heiðarsson sambýlismaður Birtu Dís, Sindri Már og eiginkonan Helga Þórðardóttir, Margrét og Sigurjón með barnabarnið Malen. Magga í Pfaff Nú þegar líður að kosningum er ekki úr vegi að spyrja, hvort Margrét hafi aldrei íhugað þann möguleikann. „Nei aldrei. Þó hafa margir komið að orði við mig eins og klisjan segir og það fleiri en einn flokkur. En ég hef alltaf vitað að Alþingi er ekki vinnustaður fyrir mig,“ svarar Margrét og bætir við að oft sjáist nú á fólki sem fer á þing úr atvinnulífinu að það koðni frekar niður en að blómstra. „Ekki að ég myndi ekki segja já við ráðherrastól, jú ég viðurkenni það“ segir hún og glottir. Hafandi verið framkvæmdastjóri í ríflega þrjátíu ár, er augljóst að Margrét er ekki aðeins stolt af fyrirtækinu, heldur finnst henni vinnan líka enn mjög skemmtileg. „Ég segi það satt að enn þá hlakka ég til þess alla daga að mæta í vinnuna.“ Stuttlega er farið yfir efnahagsástandið og sveiflurnar eins og þær hafa verið í tíð Margrétar. Bankahrunið sem fyrirtækið stóð vel af sér, enda fljótlega skuldlaus eftir að það skall á. Covid tímabilið, sem á endanum reyndist gósentíð fyrir verslun eins og Pfaff. „Það komst enginn til útlanda og landinn varð því að eyða öllum peningunum sínum hér heima.“ Frá upphafi mælinga Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki, hefur Pfaff verið í þeim hópi. „Þetta eru ofboðslega mikilvægar viðurkenningar því þarna er verið að draga fram íslensk fyrirtæki sem eru einfaldlega að standa sig mjög vel. Viðburðirnir eru mjög flottir og ég hugsaði einmitt með mér á síðasta viðburði, sem var ofboðslega glæsilegur: Hér eru örugglega samankomin um þúsund manns og þó þekki ég aðeins 20% þeirra,“ segir Margrét og bætir við: Og af hverju er það? Jú, þetta er allt fólk sem er ekkert að hampa sér, heldur er bara duglegt að vinna og gera hlutina vel. Þess vegna skiptir líka svo miklu máli að draga þessi góðu fyrirtæki fram.“ Ýmisleg góð ráð leynast í pokahorninu. „Ég ákvað til dæmis snemma og þá í kjölfarið á einhverju sem kom upp og var frekar leiðinlegt, að ráða aldrei neinn í starf hjá Pfaff sem tengist fjölskydunni á einhvern hátt.“ Sem Margrét segir góða ákvörðun fyrir alla. „Því of mikil tengsl geta líka verið óþægileg fyrir annað starfsfólk. Vill einhver fara að klaga frænku framkvæmdastjórans? Það er bara margt mjög óþægilegt við þetta.“ Eins og margir vita, hefur Margrét verið dugleg að opna umræðu um stam og áhrif þess. „Jú auðvitað truflaði þetta mig mikið sem barn og í skóla. En á einhverjum tímapunkti hugsaði ég bara með mér: Bíddu Margrét, ætlar þú mögulega ekki að gera það sem þig langar til að gera vegna þess að þú stamar? Því stam skilgreinir ekki hver við erum.“ Með talkennslu og þjálfun hefur stamið orðið að einhverju sem svo sem einstaka sinnum getur komið upp, en truflar Margréti aldrei. Erfiðara hlutverk beið hennar samt þessu tengt síðar. „Mér fannst miklu erfiðara að takast á við stamið þegar ég uppgötvaði að dóttir mín stamar líka. Það er erfiðara að vera mamma barns sem glímir við stam, en að stama sjálfur.“ Margrét segist ekkert vera farin að huga að starfslokum, þó væri gaman að fara að lengja aðeins í fríum. Hún segist líklega vera síðasta kynslóðin í fjölskyldunni sem reki Pfaff. Fyrirtækið geti hins vegar vel haldið áfram að vera fjölskyldufyrirtæki þótt utanaðkomandi aðili yrði síðar ráðinn í framkvæmdastjórastarfið.Vísir/Vilhelm En hvað sér Margrét fyrir sér á næstu árum: Að hætta að vinna 67 ára? „Ég er ekkert farin að hugsa um það og get svo sem ekki ímyndað mér hvernig það væri ef ég væri ekki að vinna. Hvað á ég þá að fara að gera í staðinn?“ Þó gæti verið gaman ef það færi á einhverjum tímapunkti að lengja í fríum. „Að fara kannski í frí til útlanda í þrjár til sex vikur eða lengur,“ en þess skal geta að hjónin eru dugleg í golfi bæði innanlands og utan. Margrét segir stöðuna öðruvísi hjá eiginmanninum. „Hann er náttúrulega smiður og fimm árum eldri en ég þannig að það fer að koma að þessum tíma hjá honum. En það er allt öðruvísi. Því hann hefur alltaf eitthvað að gera að því að hann kann að smíða. Fyrir utan það hvað ég virðist eiga margar vinkonur sem vantar alltaf að fá einhvern svona mann í einhver verk…“ Þó segist Margrét nokkuð viss um að fjórða kynslóðin muni ekki taka við rekstrinum. „Enda á aldrei að ætlast til þess. Það var ekki þegar ég tók við nein pressa á mig eða okkur systkinin að gera það. Og það eru hverfandi líkur á að einhver af næstu kynslóð vilji taka við enda verður hver og einn að velja hvað hann vill gera í lífinu. Þótt ég verði mjög líklega síðasta kynslóðin, er ekkert sem segir að ég þurfi alltaf að vera framkvæmdastjórinn. Það verður alveg hægt að ráða einhvern í það einhvern tímann þótt Pfaff haldi áfram að vera fjölskyldufyrirtæki.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ „Það er gott að eiga góða konu til dæmis,“ segir Ólafur Ingi Ólafsson sem þrátt fyrir fullan skilning á ritstjórnarvaldi blaðamannsins, getur ekki setið á sér að stinga upp á nokkrum góðum fyrirsögnum. 10. nóvember 2024 08:01 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Sigurjón vann hér í fjögur til fimm ár sem var að mörgu leyti kostur þegar við vorum með tvö lítil börn. Einfaldaði margt ef einhver var veikur og svo framvegis,“ bætir Margrét við á aðeins alvarlegri nótum. Þó fullviss um að ákvörðunin sem slík hafi verið af hinu góða enda henti ekki öllum að vera saman allan sólarhringinn. Meira að segja stutt í 40 ára brúðkaupsafmælið. „Sigurjón segir reyndar að ég hafi svo sem ekki verið neitt sérstakur yfirmaður. Alla vega ekki sá besti sem hann hefur haft um ævina,“ segir Margrét og hlær. Í því sem kallast heimur viðskipta og atvinnulífs á Íslandi vita allir hver Margrét er; Framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækisins Pfaff, sem afi hennar stofnaði árið 1929, faðir hennar rak um árabil og hún sjálf hefur nú starfað í til 33 ára. Margrét hlaut Fálkaorðuna árið 2022 fyrir störf sín í þágu atvinnulífs á Íslandi; fyrrum formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), varaformaður Samtaka atvinnulífsins (SA) og Viðskiptaráðs og formaður FKA. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni ætlum við þó ekki að tala of mikið um vinnuna eða íslenskt atvinnulíf; Heldur frekar að kynnast Margréti sjálfri. Eða Margréti í Pfaff eins og hún er kölluð af flestum… Asskotans vitleysa segir Margrét þegar hún rifjar upp að hafa skráð sig í Hússtjórnarskólann áður en hún fór í viðskiptafræði í háskóla. Enda eldhúsið það sem hún hatar mest á heimilinu og kemur helst ekki nálægt. Um svipað leyti tók hún saman við Sigurjón Alfreðsson eiginmann sinn. Sem eflaust hélt að hann væri að fá fyrirmyndar húsmóður í fangið... Út-að-leika fötin ekki skólafötin Margrét er alltaf skelegg þegar hún talar. Hátt, snjallt, skýrt og greinilega. Í raun fer aldrei á milli mála neins staðar þegar Margrét er á svæðinu. Starfslýsing Margrétar á vefsíðu Pfaff er nokkuð í hennar anda: Skýr og nokkuð húmorísk. Hóf störf: 1.6.1991 Sérhæfing: ..........ræður flestu Áhugamál: Félagsmál – fjölskyldan – hundar og golf Margrét fæddist í Reykjavík þann 24.febrúar árið 1962. Lengst af bjó hún í vesturbænum, gekk í Melaskóla og Hagaskóla. „Það voru allir úti að leika. Í þessum boltaleikjum eins og Yfir og Brennó. Á þessum tíma klæddist maður skólafötum en skipti yfir í útifötin eða úti-að-leika-fötin um leið og skólinn var búinn.“ Fjölskyldufyrirtækið Pfaff var stofnað af afa Margrétar árið 1929 og hefur verið rekið á sömu kennitölu alla tíð. Margrét segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en fullorðin að auðvitað fór pabbi hennar oft í gegnum erfiða tíma sem atvinnurekandi þegar þau systkinin voru lítil. Hafi það verið áhyggjur, fundu þau þó ekki fyrir því heima. Foreldrar Margrétar eru Kristmann Magnússon (f. 1937) og Hjördís Magnúsdóttir (f.1939) en bæði sitja þau í stjórn Pfaff. „Þau kynntust kornung á dansæfingu í Kvennó, 16 og 18 ára og fyrsta barnið komið skömmu eftir að mamma varð 19 ára. Svona eins og hlutirnir gerðust þá.“ Stjórnarformaður Pfaff er yngri bróðir Margrétar, Birgir (f.1969) en þjónustustjóri fyrirtækisins er eldri bróðir Margrétar, Magnús (f.1958). „Magnús er einn besti viðgerðarmaður landsins og hefur unnið í Pfaff frá því að hann var 17 ára. Það kom því snemma í ljós að hann einfaldlega getur tekið allt í sundur og sett það saman aftur, sé það yfir höfuð mögulegt. Birgir hefur hins vegar aldrei komið beint að fyrirtækinu.“ Í Vesturbænum bjó fjölskyldan á Túngötunni. „Við krakkarnir hjóluðum út um allt og kunnum allar styttingaleiðirnar á milli hverfa; hvaða girðingar væri best að hoppa yfir, garð að hlaupa yfir eða bílskúrsþak að fara upp á og niður hinum megin.“ Þegar Margrét nálgaðist unglingsárin, færðust boltaleikirnir inn í KR heimilið þar sem Margrét fór að æfa handbolta. „Við vorum mikið við KR heimilið, annað hvort á æfingum eða að spila og síðan fylgdi jú þessum árum að finnast sumir strákarnir aðeins sætari en aðrir. Við vorum því líka að fylgjast með þeim keppa og svona.“ Foreldrar Margrétar eru Kristmann Magnússon og Hjördís Magnúsdóttir, sem bæði sitja í stjórn Pfaff ásamt yngri bróður Margrétar Birgi sem er stjórnarformaður. Í Pfaff starfa Margrét og eldri bróðir hennar Magnús. Mynd fv.: Magnús, Birgir, Kristmann, Margrét og Hjördís. Hokin af reynslu: Í fiski Margrét byrjaði að vinna í fiski sem unglingur og starfaði í fiski fram að stúdent. Keppti í róðrakeppnum á Sjómannadaginn í mörg skipti; svo mörg reyndar að enn á hún heilan haug af gullmedalíum. „Ég var svo heppin að byrja að vinna ung eins og algengt var á þessum tíma. Vinahjón mömmu og pabba bjuggu í Vestmannaeyjum og þangað fékk ég að fara til að vinna í humri 13 ára. Sumarið eftir kom vinkona mín líka og bjó hjá frændfólki sínu og þá vorum við tvær,“ segir Margrét og það er augljóst af talinu að minningarnar sem fylgja þessum tíma eru góðar. 15 ára sæki ég um sumarstarf í Bæjarútgerðinni á Granda og fæ það starf auðvitað; forfrömuð fiskikona með þessa gríðarlegu reynslu.“ Að vinna í fiski var ótrúlega skemmtilegt á þessum tíma. „Það var líka svo vel tekið á móti krökkunum á vorin. Þetta var ákveðinn kjarni sem starfaði þarna og andrúmsloftið einna helst þannig að þegar unglingarnir þyrptust inn á vorin, væri okkur ekkert síður ætlað að létta á stemningunni frekar en að gera mikið gagn.“ Og auðvitað var stuð. „Þarna unnu mikið af krökkum, kaupið var gott og við máttum vinna eins og við vildum, líka á næturvöktum. Síðan fylgdi þessu heilmikið djamm og þar sem við stelpurnar höfðum ekki aldur til að kaupa áfengi, komu strákarnir til okkar á föstudögum og spurðu til dæmis: Magga, hvað viltu núna? Og þá svaraði maður bara eina brennivín eða eitthvað af því sem verið var að drekka þá…“ Aðal samkomustaður unga fólksins í Reykjavík á þessum tíma var að fjölmenna á Hallærisplaninu sem þá var og hét. ,,Vinkona mín sagði mér seinna að ég hefði kennt henni að „drekka dry,“ segir Margrét og skellihlær. Ég mundi það svo sem ekkert en man samt að það var alltaf vesen ef maður þurfti að pissa niður í bæ. Sem var víst ástæðan fyrir því að ég kenndi þessari vinkonu minni að „drekka dry.“ Minna magn og minna pissuvesen. Svona var maður orðinn útsjónarsamur strax þá…“ Í humri í Vestmanneyjum 13 ára: Margrét segist svo heppin að hafa fengið að byrja að vinna ung og frá 13 ára til stúdents vann hún í fiski: Fyrst í Eyjum og síðan út á Granda. Að vinna í fiski var mikið fjör, drukkið dry til að draga úr pissuveseni enda engin klósett á aðalsamkomustað unglinga á þessum tíma: Hallærisplanið á Ingólfstorgi. Ung og feimin: Einkaritarastarfið Þegar Margrét var 13 ára, fluttist fjölskyldan á Bergstaðastrætið þar sem foreldrar Margrétar og PFAFF byggðu hús, sem rúmaði alla á sitthvorum hæðunum. Pfaff var líka til húsa rétt hjá, lengst af staðsett neðst á Skólavörðustíg. „Í vesturbænum fann ég lítið fyrir því að pabbi væri með rekstur, enda Skólavörðustígurinn nokkuð langt frá. Löngu síðar, þegar ég fer að kynnast sögu Pfaff, fer ég þó að átta mig á því að auðvitað var pabbi oft að ganga í gegnum erfiða tíma og alls kyns áskoranir sem fyrirtækjaeigandi á þessum tíma. En hafi það verið áhyggjur, fundum við krakkarnir að minnsta kosti ekki fyrir því.“ Einhverjar minningar fylgja því þó að hafa verið í húsakynnum Pfaff að leika sér. „Ég man að í kjallaranum voru heilu tvinna- og garnafjöllin og við systkinin lékum okkur oft þar að búa til leynigöng og svona,“ segir Margrét en eins og fólk eldra en tvívetra man, voru saumavélar og iðnaðarvélar lengi vel aðalsmerki Pfaff, til viðbótar við ýmiss önnur heimilistæki. Margrét fór í Verzlunarskólann en eftir stúdent vissi hún ekkert hvað hún vildi gera. Byrjaði þó á því að fara til Þýskalands í einn vetur og læra þýsku. Þegar hún kom heim, bauðst henni starf sem einkaritari hjá Kristjáni Kjartanssyni framkvæmdastjóra Coca Cola á Íslandi. „Hann var mágur Péturs Björnssonar forstjóra en ég hef alltaf sagt að það að vinna hjá þessum öðlingi sem Kristján var, jafnast á við hvaða mannauðsskóla sem er því engir kúrsar í viðskiptafræði né stjórnun kenndu mér neitt af því síðar sem hægt er að jafna við það sem Kristján kenndi mér. Til dæmis lærði ég það af Kristjáni hvernig maður á að koma fram við starfsfólk. En lærði það jafnframt af öðrum stjórnendum, hvernig þú átt ekki að koma fram.“ Að vera einkaritari á þessum tíma, var nákvæmlega eins og við sjáum þau atriði í bandarískum bíómyndum. „Ég settist fyrir framan Kristján með skrifblokk og penna og hann bara byrjaði að tala. Sem var mjög stressandi því ég kunni auðvitað ekki hraðritun en var of feimin í byrjun til að stoppa hann af og spyrja: Bíddu hvað sagðir þú?“ segir Margrét og skellihlær. „Þau hafa því eflaust verið skrýtin mörg af fyrstu bréfunum sem fóru frá Coca Cola þetta sumar.“ Fyrsti kossinn var undir gaflinum á hótelinu á Húsavík en nú styttist í 40 ára brúðkaupsafmæli Margrétar og Sigurjóns. Margrét rak þó Sigurjón úr starfi í Pfaff. Sannfærð um að það væri annað hvort að hann hætti eða þau myndu skilja. Enda ekki öllum gefið að vera alltaf saman, þótt hjónin séu mjög samrýmd í dag og una sér bæði í golfi og alls kyns framkvæmdum heima við. Var Sigurjón plataður? Loks kom að því að Margrét tók ákvörðun um að fara í viðskiptafræði. „Ég var of sein að sækja um og ákvað að nýta tímann og skráði mig í Hússtjórnarskólann. Nú meiri asskotans vitleysan sem manni dettur stundum í hug…,“ segir Margrét og skellir upp úr. „Því á heimilinu er enginn staður sem mér leiðist jafn mikið og eldhúsið. Ég fer helst ekki inn í það.“ Úr Hússtjórnarskólanum útskrifaðist hún þó. Ástin hafði þá þegar bankað upp á því um það leyti sem hún fór í Hússtjórnarskólann, kynntist hún Sigurjóni en saman eiga þau börnin Sindra Má (f.1992) og Birtu Dís (f.1995). Fyrir átti Sigurjón dótturina Sonju (f.1978). Hvar kynntust þið? „Við vorum bæði í JC hreyfingunni og á vegum þeirra þurfti Sigurjón að mæta á fund út á land, sem við vinkonurnar skelltum okkur á líka en það var þó aðallega bara til að djamma,“ segir Margrét og bætir við: Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var: Undir gaflinum á hótelinu á Húsavík.“ Sigurjón er frá Hrísey en bjó í Keflavík þegar þau kynntust og fyrst um sinn voru þær tíðar ferðirnar þar sem hann kom í bæinn til að hitta Margréti. Fljótlega fóru þau þó að búa því á Bergstaðastrætinu var 30 fermetra fundarherbergi sem innréttað var sem lítil íbúð fyrir skötuhjúin. Næst var að klára viðskiptafræðina. „Námið var ofsalega leiðinlegt, þótt ég hafi auðvitað staðist öll próf og allt það. En ég hef oft hugsað hversu jákvætt það var að fá Háskólann í Reykjavík. Þó ekki nema til að poppa upp þetta nítjánda aldar fyrirkomulag sem var í kennslunni þegar ég var þar.“ En bíddu nú við: Er það þá rétt skilið að þegar þú kynnist Sigurjóni ert þú ung mær á leið í Hússtjórnarskólann en nokkrum árum síðar ertu útskrifaður viðskiptafræðingur? „Já þegar þú segir þetta svona má velta þessu fyrir sér. Ætli hann hafi ekki haldið að hann væri að fá þvílíka húsmóðir í fangið,“ svarar Margrét og skellihlær. Margréti fannst lítið spennandi að fara að vinna með afa sínum, foreldrum og öðru venslafólki við að selja kæliskápa og heimilistæki. Eftir meistaranám í Bandaríkjunum ákvað hún að gefa fyrirtækinu séns í eitt ár, þá 29 ára. Fljótlega tók hún við framkvæmdastjórastarfinu, en hún telur það oft ákveðna hindrun í fjölskyldufyrirtækjum að þeir eldri eru ekki tilbúin til að afhenda næstu kynslóð keflið fyrr en svo seint.Vísir/Vilhelm Fannst Pfaff ekki nógu töff Eftir viðskiptafræðina, fór Margrét í meistaranám til Bandaríkjanna en þaðan komu skötuhjúin síðan árið 1991, Margrét þá 29 ára. Þá fyrst ákvað hún að gefa Pfaff séns og prófa að vinna þar í eitt ár. Þetta var árið 1991 og síðan 1994 hefur Margrét verið framkvæmdastjóri. „Þegar maðurinn sem hafði verið hægri hönd pabba hætti, fór pabbi að úthluta fleiri verkefnum á mig og endaði með að stinga upp á því að ég tæki við rekstrinum. Eflaust séð það sem leið til að halda mér þar í starfi. En þarna var hann þá þegar búinn að vera framkvæmdastjóri sjálfur í áratugi,“ segir Margrét og bætir við: „Og hann var aldrei að horfa yfir öxlina á mér eða að skipta sér af, þótt ég væri jafnvel að gera eitthvað sem hann hefði alls ekki gert.“ Í fjölskyldufyrirtækjum er það kunnug áskorun, að oft ganga kynslóðaskiptin erfiðlega. Pabbi er mjög góður í þessu. Því það sem ég held að séu algeng mistök í fjölskyldufyrirtækjunum er að þau eldri eru svo lengi að sleppa tökunum og leyfa næstu kynslóð að taka við, þótt það þýði að yngri kynslóðin geri mistök og þurfi að brenna sig.“ Þetta segir hún föður sinn hafa gert einstaklega vel. „Síðar sagði hann mér að oft þegar ég var að gera eitthvað sem hann hefði alls ekki gert, hefði hann einfaldlega ákveðið að þaga frekar en að segja eitthvað, þótt það hefði kallað á að hann hafi nagað neglurnar upp í kviku,“ segir Margrét og bætir við: „Og hugsandi um það eftir á er ég ekki frá því að pabbi hafi þagað svolítið mikið á þessum tíma.“ Systkinin Magnús og Margrét, en Magnús er þjónustustjóri Pfaff og byrjaði að vinna hjá fyrirtækinu þegar hann var 17 ára. Fljótlega eftir að Margrét varð framkvæmdastjóri ákvað hún að enginn tengdur fjölskyldunni yrði ráðinn í vinnu til Pfaff; það gæti skapað óþægilega stöðu fyrir viðkomandi og ekkert síður fyrir aðra starfsmenn.Vísir/Vilhelm Reksturinn var ekkert á blússandi ferð þegar Margrét tók við. Áskoranir blöstu því við. Í viðtölum hefur Margrét einmitt áður sagt frá því í fjölmiðlum að eitt af því sem hún telur hafa skipt sköpum við kynslóðaskiptin í tæplega hundrað ára sögu Pfaff, er að hver kynslóð hefur fengið svigrúm til að breyta og aðlaga reksturinn eftir sínu nefi. Í dag er Pfaff til dæmis mjög stór aðili í jólaljósum og ljósum almennt. Á meðan eitt sinn voru saumavélar og heimilistæki kjarnasalan. En hvers vegna fórstu ekki að vinna í Pfaff fyrr en liðlega þrítug? „Mér fannst fyrirtækið bara ofboðslega hallærislegt,“ svarar Margrét snaggaralega. „Afi var reyndar hættur að vinna þegar ég byrjaði en auðvitað fannst mér sem ungri konu ferlega lummulegt að fara að vinna í einhverju fyrirtæki með afa mínum, pabba og mömmu og fullt af öðru tengslafólki, frænkum og öðrum. Ég meina: Átti ég sem unglingur að fara að selja einhverjar saumavélar og kæliskápa og starfsfélagarnir allir miðaldra?!“ Frumburðurinn Sindri Már mættur með mömmu í vinnuna 4 mánaða. Enda engin fjarvinna eða internettenging í boði þá, stutt fæðingarorlof og lítið um dagvistun fyrir mjög ung börn. Því ekkert annað að gera en að taka krakkann með í vinnuna og gera allt hvað hægt var, til að hann væri sem glaðastur segir Magga. Mömmuhlutverkið og annað fjör Eina gagnið sem Margrét segist hafa haft af náminu í Hússtjórnarskólanum er að síðar eignaðist hún góða vinkonu út á það nám; Rakel Olsen í Stykkishólmi. „Það kom þannig til að í laxveiðihópi var ákveðið að para saman konur sem áttu eitthvað sameiginlegt og þá kom í ljós að einu konurnar í hópnum sem höfðu farið í Hússtjórnarskólann voru ég og Rakel Olsen!“ segir Margrét og hlær. Því heima við segir hún verkefnaskiptinguna mjög skýra: Sigurjón sér um eldhúsið frá a-ö. „Og allt viðhald, hann er jú smiður.“ „En ég sé um allt annað,“ bætir hún fljótt við. Þegar talið berst að vinkonuhópnum, segir Margrét: „Eitt af því sem hefur komið af öllu þessu stússi í gegnum félagsstörfin er að ég á ótrúlega margar góðar vinkonur. Við höldum mikið saman, förum í sumarbústaði og til útlanda og fleira. Þegar lagið Fernando með ABBA er sett á fóninn verður allt vitlaust og þá er einfaldlega dansað upp á borðum,“ segir Margrét og skellihlær. Það verður hreinlega allt vitlaust í vinkonuhópnum þegar Fernando með ABBA er sett á fóninn, en Margrét segist hafa kynnst ótrúlega mörgum góðum vinkonum í gegnum félagsstörfin síðustu áratugi. Það sem dreif hana af stað á sínum tíma, var að þegar krakkarnir voru orðin svolítið stálpuð áttaði Margrét sig á því að hún væri ekki með neitt tengslanet í atvinnulífinu. En eins og gerist hjá mörgum konum á framabraut, tók fjölskylduhlutverkið og vinnan alveg við um tíma. „Við vorum alltaf að flytja og gera upp hús. Þannig náðum við að stækka við okkur,“ segir Margrét og vísar til þess að þegar krakkarnir voru litlir hafi meira og minna allur frítími farið í einhvers konar framkvæmdir heima fyrir eða úti við, síðan selt og byrjað upp á nýtt. Þegar krakkarnir voru komin á skólaaldurinn ákváðu hjónin þó að festa rætur á einum stað, sem þau og gerðu á Seltjarnanesi. „En þar vorum við líka alltaf í einhverjum framkvæmdum. Og erum enn. Enda finnst mér eiginlega hvergi betra að vera en heima hjá mér.“ Eins og oft fylgir sögum um fjölskyldufyrirtæki, var Sindri Már tekin með í vinnuna aðeins nokkra vikna gamall. „Enda var ég með allt til alls fyrir hann, ruggustóla og dót. Allt gert til að halda krakkanum glöðum. Því auðvitað kom maður barni ekkert svona ungu til dagmömmu og þetta er fyrir tíma internetsins þannig að það að geta tengt sig að heiman við vinnuna og unnið í fjarvinnu var auðvitað ekki í boði þá.“ Þegar krakkarnir voru orðin aðeins eldri, fór Margrét hins vegar að átta sig betur á því að í atvinnulífinu ætti hún ekki stórt tengslanet. „FKA var þá nýstofnað, ég gekk í það og bauð mig strax fram í stjórn. Átti mörg frábær ár í því félagi en var síðan boðið að taka við formennsku í SVÞ, hafði þá áður verið að taka þátt í Félagi atvinnurekenda og síðan koll af kolli,“ segir Margrét þegar glæsilegur ferill hennar í hagsmunagæslu fyrir atvinnulífið er rifjaður upp. „Ég er félagsvera að upplagi, var mikið félagströll í Versló, tók þátt í ræðukeppnum um land allt og fékk líka lengi útrás fyrir félagsþörfinni í JC hreyfingunni. Síðan tók við þetta tímabil að vera með lítil börn en þegar þau urðu eldri, vaknaði þessi félagsþörf aftur enda vill ég meina að maður nærist vel á henni þegar maður er í rekstri.“ Margrét segir félagsstarf í þágu atvinnulífsins líka afar gefandi á margan hátt. „Ekki aðeins að maður fái útrás fyrir félagsþörfinni eða að efla tengslanetið þitt, heldur vill ég meina að svona félagsstarf geri þig á margan hátt að betra stjórnanda. Því í gegnum svona félagsstarf lærir þú oft heilmikið um það hvernig á að reka fyrirtæki og hvernig á ekki að gera það.“ En þar sem það er alltaf stutt í húmorinn hjá Margréti, bætir hún líka við: „Auðvitað þýðir þetta líka að það hefur farið ofsalega mikill tími í að sitja marga leiðinlega fundi. En eftir á að hyggja gáfu þeir manni eflaust flestir eitthvað…“ Garpur og Gormur mæta alltaf með Margréti í vinnuna og löngu þekkt að hundar sjáist trítla um í versluninni við Grensásveg, sem viðskiptavinum finnst sérstaklega heimilislegt vitandi að það er að koma í rótgróið fjölskyldufyrirtæki. Vísir/Vilhelm Hundalíf Margrét er HUNDAKONA með stórum stöfum. Enda hafa þau hjónin átt marga hunda í mörg ár, eða allt frá því að fyrsti hundurinn kom á heimilið fljótlega eftir að þau fluttu á Seltjarnarnesið. Í dag búa hjónin í Kópavogi og enn eru tveir hundar á heimili. Garpur og Gormur sem alla daga mæta með Margréti í vinnuna. „Fólki tekur þeim líka svo vel þegar það kemur hingað,“ segir Margrét og vísar þar til viðskiptavina sem koma í verslun Pfaff á Grensásvegi. „Fólk veit að það er að koma í rótgróið fjölskyldufyrirtæki og hefur oft á orði hvað þeir eru sætir þegar þeir sjást trítla þar um gólfin. Finnst það heimilislegt.“ Eitt af því sem margir gæludýraeigendur hafa þó upplifað, og jafnvel hræðast, er sorgin sem fylgir því þegar þessir heimilismeðlimir falla frá. Hvernig hefur það verið, hafandi átt marga hunda? „Ég ætla ekki að segja að það venjist. En það verður auðveldara,“ svarar Margrét einlæglega. „Þegar fyrsti hundurinn okkar dó, þá þegar orðinn gamall og lúinn, ákváðum við að fá dýralækni heim og gera þetta að fallegri stund þar. Sem við og gerðum og krakkarnir voru alveg þátttakendur í þessari stund líka,“ segir Margrét en bætir við: „En ég viðurkenni alveg að ég borðaði hvorki í þrjá daga á undan né á eftir því þetta tekur hrikalega á.“ Æ síðan, hafa hjónin haldið í þá hefði að þegar stundin er runnin upp, er dýralæknir fenginn heim og hlúð að kveðjustundinni eins og hægt er. Það er samt svo skrýtið með þessi dýr að þau eru oftast búin að finna það á sér löngu á undan okkur, að þeirra stund er komin. Og fara sátt. Undir það síðasta snýst þetta oft bara um að þau eru að bíða eftir því að við mannfólkið verðum tilbúin í að leyfa þeim að fara.“ Þá segir Margrét það líka hjálpa mikið til að þar sem þau eru alltaf með tvo hunda, verða þau aldrei hundlaus ef svo má segja. Það hjálpi. Börn Margrétar og Sigurjóns eru Sindri Már og Birta Dís og hér sést fjölskyldan saman á mynd ásamt tengdabörnum. Fv: Vignir Heiðarsson sambýlismaður Birtu Dís, Sindri Már og eiginkonan Helga Þórðardóttir, Margrét og Sigurjón með barnabarnið Malen. Magga í Pfaff Nú þegar líður að kosningum er ekki úr vegi að spyrja, hvort Margrét hafi aldrei íhugað þann möguleikann. „Nei aldrei. Þó hafa margir komið að orði við mig eins og klisjan segir og það fleiri en einn flokkur. En ég hef alltaf vitað að Alþingi er ekki vinnustaður fyrir mig,“ svarar Margrét og bætir við að oft sjáist nú á fólki sem fer á þing úr atvinnulífinu að það koðni frekar niður en að blómstra. „Ekki að ég myndi ekki segja já við ráðherrastól, jú ég viðurkenni það“ segir hún og glottir. Hafandi verið framkvæmdastjóri í ríflega þrjátíu ár, er augljóst að Margrét er ekki aðeins stolt af fyrirtækinu, heldur finnst henni vinnan líka enn mjög skemmtileg. „Ég segi það satt að enn þá hlakka ég til þess alla daga að mæta í vinnuna.“ Stuttlega er farið yfir efnahagsástandið og sveiflurnar eins og þær hafa verið í tíð Margrétar. Bankahrunið sem fyrirtækið stóð vel af sér, enda fljótlega skuldlaus eftir að það skall á. Covid tímabilið, sem á endanum reyndist gósentíð fyrir verslun eins og Pfaff. „Það komst enginn til útlanda og landinn varð því að eyða öllum peningunum sínum hér heima.“ Frá upphafi mælinga Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki, hefur Pfaff verið í þeim hópi. „Þetta eru ofboðslega mikilvægar viðurkenningar því þarna er verið að draga fram íslensk fyrirtæki sem eru einfaldlega að standa sig mjög vel. Viðburðirnir eru mjög flottir og ég hugsaði einmitt með mér á síðasta viðburði, sem var ofboðslega glæsilegur: Hér eru örugglega samankomin um þúsund manns og þó þekki ég aðeins 20% þeirra,“ segir Margrét og bætir við: Og af hverju er það? Jú, þetta er allt fólk sem er ekkert að hampa sér, heldur er bara duglegt að vinna og gera hlutina vel. Þess vegna skiptir líka svo miklu máli að draga þessi góðu fyrirtæki fram.“ Ýmisleg góð ráð leynast í pokahorninu. „Ég ákvað til dæmis snemma og þá í kjölfarið á einhverju sem kom upp og var frekar leiðinlegt, að ráða aldrei neinn í starf hjá Pfaff sem tengist fjölskydunni á einhvern hátt.“ Sem Margrét segir góða ákvörðun fyrir alla. „Því of mikil tengsl geta líka verið óþægileg fyrir annað starfsfólk. Vill einhver fara að klaga frænku framkvæmdastjórans? Það er bara margt mjög óþægilegt við þetta.“ Eins og margir vita, hefur Margrét verið dugleg að opna umræðu um stam og áhrif þess. „Jú auðvitað truflaði þetta mig mikið sem barn og í skóla. En á einhverjum tímapunkti hugsaði ég bara með mér: Bíddu Margrét, ætlar þú mögulega ekki að gera það sem þig langar til að gera vegna þess að þú stamar? Því stam skilgreinir ekki hver við erum.“ Með talkennslu og þjálfun hefur stamið orðið að einhverju sem svo sem einstaka sinnum getur komið upp, en truflar Margréti aldrei. Erfiðara hlutverk beið hennar samt þessu tengt síðar. „Mér fannst miklu erfiðara að takast á við stamið þegar ég uppgötvaði að dóttir mín stamar líka. Það er erfiðara að vera mamma barns sem glímir við stam, en að stama sjálfur.“ Margrét segist ekkert vera farin að huga að starfslokum, þó væri gaman að fara að lengja aðeins í fríum. Hún segist líklega vera síðasta kynslóðin í fjölskyldunni sem reki Pfaff. Fyrirtækið geti hins vegar vel haldið áfram að vera fjölskyldufyrirtæki þótt utanaðkomandi aðili yrði síðar ráðinn í framkvæmdastjórastarfið.Vísir/Vilhelm En hvað sér Margrét fyrir sér á næstu árum: Að hætta að vinna 67 ára? „Ég er ekkert farin að hugsa um það og get svo sem ekki ímyndað mér hvernig það væri ef ég væri ekki að vinna. Hvað á ég þá að fara að gera í staðinn?“ Þó gæti verið gaman ef það færi á einhverjum tímapunkti að lengja í fríum. „Að fara kannski í frí til útlanda í þrjár til sex vikur eða lengur,“ en þess skal geta að hjónin eru dugleg í golfi bæði innanlands og utan. Margrét segir stöðuna öðruvísi hjá eiginmanninum. „Hann er náttúrulega smiður og fimm árum eldri en ég þannig að það fer að koma að þessum tíma hjá honum. En það er allt öðruvísi. Því hann hefur alltaf eitthvað að gera að því að hann kann að smíða. Fyrir utan það hvað ég virðist eiga margar vinkonur sem vantar alltaf að fá einhvern svona mann í einhver verk…“ Þó segist Margrét nokkuð viss um að fjórða kynslóðin muni ekki taka við rekstrinum. „Enda á aldrei að ætlast til þess. Það var ekki þegar ég tók við nein pressa á mig eða okkur systkinin að gera það. Og það eru hverfandi líkur á að einhver af næstu kynslóð vilji taka við enda verður hver og einn að velja hvað hann vill gera í lífinu. Þótt ég verði mjög líklega síðasta kynslóðin, er ekkert sem segir að ég þurfi alltaf að vera framkvæmdastjórinn. Það verður alveg hægt að ráða einhvern í það einhvern tímann þótt Pfaff haldi áfram að vera fjölskyldufyrirtæki.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ „Það er gott að eiga góða konu til dæmis,“ segir Ólafur Ingi Ólafsson sem þrátt fyrir fullan skilning á ritstjórnarvaldi blaðamannsins, getur ekki setið á sér að stinga upp á nokkrum góðum fyrirsögnum. 10. nóvember 2024 08:01 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ „Það er gott að eiga góða konu til dæmis,“ segir Ólafur Ingi Ólafsson sem þrátt fyrir fullan skilning á ritstjórnarvaldi blaðamannsins, getur ekki setið á sér að stinga upp á nokkrum góðum fyrirsögnum. 10. nóvember 2024 08:01
„Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00
„Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00
Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01
„Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00