Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 22. nóvember 2024 08:16 Aldrei verið „high“ á VONÍUM? Kjaftæði! Reyniði ekki að þræta fyrir það. Þið eruð búin að veltast um útúrvímuð upp um alla veggi. Einmitt núna þar sem framboð á VONÍUM er nánast óþrjótandi. Það er líka „ókeypis“ á sama hátt og Facebook aðrir samfélagsmiðlar eru „ókeypis“. Þú færð að nota án þess að greiða krónu en geldur dýru verði fyrir þegar upp er staðið. En í guðanna bænum ekki halda að ég sé að rífa ykkur niður. Ég var einn af ykkur og ekkert vímuefni hef ég „tekið“ sem gefur eins sæta vímu og VONÍUM. Þessi yndislega tilfinning að einmitt núna sé stundin runnin upp þar sem breytinga sé að vænta og að forystufólki sé treystandi og allt sé satt sem það segir og máttur þess og vilji, gæska og mannúð til að breyta öllu til betri vegar sé óendanleg. VONÍUM er náskylt KAUPÍUM sem veldur einnig vímu, einkum fyrir stórhátíðir, sem fær fólk til að kaupa hluti sem það þarf ekki á að halda fyrir peninga sem það á ekki til. VONÍUM er orð sem búið er til úr orðunum von og ópíum. Það er bruggað úr vonum okkar og þrám. Ekki um stórkostleg auðæfi og völd heldur um venjulegt gott líf með til dæmis húsnæðis- og afkomu öryggi fyrir okkur og börnin okkar. En vegna þess að samfélagið líkist æ meira kartöflugarði fyrir auðstéttina til að taka upp úr þarf að búa til stórkostlega skrautsýningu sem þenur út skilningarvitin og fyllir þau af VONÍUM. Það fólk og flokkar sem er búið að vera í ríkistjórn í 7 ár eða jafnvel í 70 ár eru allt í einu fólk og flokkar án fortíðar og framtíðin sem er til sölu undir 1000 vatta blikkandi leikhúsljósi kosningabaráttunnar skín beint í augun. Samkvæmt könnun sem ASÍ lét gera telja 69% þjóðarinnar að Ísland stefni í ranga átt – ég ætla að slá því fram í bríaríi, þó ég viti auðvita enga nákvæma prósentutölu að 69% af þessum 69% muni kjósa flokka sem annaðhvort hafa sannað með ríkisstjórnarsamstarfi að þeir stefni lóðbeint í röngu áttina eða þá flokka sem ætla að beita sömu aðferðum og alltaf hafa verið notaðar en lofa því að ná annarri niðurstöðu. Tveir plús tveir geta verið fimm og eiga að vera fimm? Það þarf úrvals óblandað VONÍUM og mikið af því til að framkvæma slík töfrabrögð. En á maður þá ekki að eiga von? Jú svo sannarlega! En slagorðið gæti verið; „Von án vímu“. Svona geri ég það. Ég veit að þær aðferðir sem kenndar eru við svokallað „frjálsa“ markaðskerfi ( hlutdræga markaðskerfið væri miklu nær að kalla það) – eru einmitt þær aðferðir sem skilað hafa samfálaginu í ranga átt. Og ég veit allir þeir flokkar sem eru á Alþingi styðja meira og minna þessar aðferðir. Ég er á móti þeim aðferðum þær hafa leitt til gríðarlegrar misskiptingar bæði efnalegrar og félagslegrar. Og ég vil eins og hin 69%-in að Ísland fari að stefna í rétta átt. Utan Alþingis er lítill flokkur sem vill beita annarskonar þrautreyndri aðferðafræði sem kölluð er félagshyggja sem leiðir í aðra átt, til efnahagslegs- og félagslegs jafnaðar. Það vil ég, fyrir mig, börnin mín og barnabörn. Mín litla og hógværa „von án vímu“ er að þessi flokkur, Sósíalistaflokkurinn, nái fulltrúum á Alþingi. En nei! NEI! Ég er ekki að biðja ykkur um að kjósa það sama og ég. Langt því í frá. Leitið sjálf. En ég vil gefa ykkur það vinarráð að þið komið ykkur upp ykkar eigin ”von án vímu” og látið það fólk og flokka sem þið veljið með þeirri aðferð standa reikniskil gjörða sinna eftir kosningar. Það er það eina sem skiptir máli. Það eina sem skiptir máli er hvað stjórnmálastéttin framkvæmir. Kosningakjaftæðið skiptir engu og skilur ekkert eftir sig nema heiftarleg VONÍUM timburmenn. Höfundur er eftirlaunamaður og óvirkur VONÍUM-fíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Aldrei verið „high“ á VONÍUM? Kjaftæði! Reyniði ekki að þræta fyrir það. Þið eruð búin að veltast um útúrvímuð upp um alla veggi. Einmitt núna þar sem framboð á VONÍUM er nánast óþrjótandi. Það er líka „ókeypis“ á sama hátt og Facebook aðrir samfélagsmiðlar eru „ókeypis“. Þú færð að nota án þess að greiða krónu en geldur dýru verði fyrir þegar upp er staðið. En í guðanna bænum ekki halda að ég sé að rífa ykkur niður. Ég var einn af ykkur og ekkert vímuefni hef ég „tekið“ sem gefur eins sæta vímu og VONÍUM. Þessi yndislega tilfinning að einmitt núna sé stundin runnin upp þar sem breytinga sé að vænta og að forystufólki sé treystandi og allt sé satt sem það segir og máttur þess og vilji, gæska og mannúð til að breyta öllu til betri vegar sé óendanleg. VONÍUM er náskylt KAUPÍUM sem veldur einnig vímu, einkum fyrir stórhátíðir, sem fær fólk til að kaupa hluti sem það þarf ekki á að halda fyrir peninga sem það á ekki til. VONÍUM er orð sem búið er til úr orðunum von og ópíum. Það er bruggað úr vonum okkar og þrám. Ekki um stórkostleg auðæfi og völd heldur um venjulegt gott líf með til dæmis húsnæðis- og afkomu öryggi fyrir okkur og börnin okkar. En vegna þess að samfélagið líkist æ meira kartöflugarði fyrir auðstéttina til að taka upp úr þarf að búa til stórkostlega skrautsýningu sem þenur út skilningarvitin og fyllir þau af VONÍUM. Það fólk og flokkar sem er búið að vera í ríkistjórn í 7 ár eða jafnvel í 70 ár eru allt í einu fólk og flokkar án fortíðar og framtíðin sem er til sölu undir 1000 vatta blikkandi leikhúsljósi kosningabaráttunnar skín beint í augun. Samkvæmt könnun sem ASÍ lét gera telja 69% þjóðarinnar að Ísland stefni í ranga átt – ég ætla að slá því fram í bríaríi, þó ég viti auðvita enga nákvæma prósentutölu að 69% af þessum 69% muni kjósa flokka sem annaðhvort hafa sannað með ríkisstjórnarsamstarfi að þeir stefni lóðbeint í röngu áttina eða þá flokka sem ætla að beita sömu aðferðum og alltaf hafa verið notaðar en lofa því að ná annarri niðurstöðu. Tveir plús tveir geta verið fimm og eiga að vera fimm? Það þarf úrvals óblandað VONÍUM og mikið af því til að framkvæma slík töfrabrögð. En á maður þá ekki að eiga von? Jú svo sannarlega! En slagorðið gæti verið; „Von án vímu“. Svona geri ég það. Ég veit að þær aðferðir sem kenndar eru við svokallað „frjálsa“ markaðskerfi ( hlutdræga markaðskerfið væri miklu nær að kalla það) – eru einmitt þær aðferðir sem skilað hafa samfálaginu í ranga átt. Og ég veit allir þeir flokkar sem eru á Alþingi styðja meira og minna þessar aðferðir. Ég er á móti þeim aðferðum þær hafa leitt til gríðarlegrar misskiptingar bæði efnalegrar og félagslegrar. Og ég vil eins og hin 69%-in að Ísland fari að stefna í rétta átt. Utan Alþingis er lítill flokkur sem vill beita annarskonar þrautreyndri aðferðafræði sem kölluð er félagshyggja sem leiðir í aðra átt, til efnahagslegs- og félagslegs jafnaðar. Það vil ég, fyrir mig, börnin mín og barnabörn. Mín litla og hógværa „von án vímu“ er að þessi flokkur, Sósíalistaflokkurinn, nái fulltrúum á Alþingi. En nei! NEI! Ég er ekki að biðja ykkur um að kjósa það sama og ég. Langt því í frá. Leitið sjálf. En ég vil gefa ykkur það vinarráð að þið komið ykkur upp ykkar eigin ”von án vímu” og látið það fólk og flokka sem þið veljið með þeirri aðferð standa reikniskil gjörða sinna eftir kosningar. Það er það eina sem skiptir máli. Það eina sem skiptir máli er hvað stjórnmálastéttin framkvæmir. Kosningakjaftæðið skiptir engu og skilur ekkert eftir sig nema heiftarleg VONÍUM timburmenn. Höfundur er eftirlaunamaður og óvirkur VONÍUM-fíkill.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar