Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 07:02 Dagatals-menningin er orðin mjög sýnileg á mörgum vinnustöðum. Þar sem það þykir töff að vera með ofhlaðna dagskrá þar sem hver mínúta er skipulögð yfir vikuna. En gæti það verið meira töff að segjast aldrei vera mjög upptekin? Vísir/Getty Það er nýtt trend í gangi víða í atvinnulífinu. Sem nú nýtir sér alla góða tækni til að skipuleggja vinnuna. Já, dagatals-menningin er orðin þekkt víða. Þar sem allt gengur út á að vera með ofhlaðna dagskrá. Og að það sem ekki er skráð í dagatalið, kemst ekki að. Hver einasta mínúta er hreinlega bókuð í hverri viku. Hádegismatur? Jeminn, nei, kemst ekki, er á fundi… Ég er algjörlega á hvolfi næstu daga, svo mikið bókað. En hversu töff er þetta? Og er þetta mögulega bakslag? Eru þetta kannski línurnar sem stjórnendur vinnustaðarins eru að leggja? Alltaf sjálfir með alla daga uppbókaða. Og eftir höfðinu dansa limirnir og allt það… Töff eða óskynsamlegt? Í viðtali Atvinnulífsins við Þórhildi Eddu Gunnarsdóttur í vikunni, framkvæmdastjóra Sweeply, sagði Þórhildur að hún hefði það sem mottó að segjast aldrei vera mjög upptekin. „Ég trúi því einfaldlega að ef við erum alltaf að segja að við séum ótrúlega upptekin, þá séum við að hugsa svo mikið um það að við náum ekki að fókusa á að við séum einfaldlega að gera fullt af skemmtilegum hlutum með því að vera ekkert að hugsa um að við séum ótrúlega upptekin,“ sagði Þórhildur og bætti því við að reynslan af þessu mottói væri mjög góð: ,Mín reynsla er sú að bara með því að vera ekkert að hugsa um að vera ótrúlega upptekin, skapist fullt af plássi í lífinu til að gera enn fleiri skemmtilega hluti.“ Greinahöfundur FastCompany tekur undir þessi orð í nýlegri grein, en þar mælir hann með því að vinnustaðir fari að sporna við þessari þróun, áður en allt verður komið í óefni. Því það að halda áfram að vera svona upptekin í því að vera upptekin, er á endanum engum til góðs; Hvorki vinnustaðnum né starfsfólkinu. Mjög líklega er skilvirknin til dæmis ekki upp á sitt besta, ef kapphlaupið við að vera alltaf svona upptekin er svona mikið. Sömuleiðis á sá tími að vera liðinn þar sem starfsfólk upplifir að það eigi að vera upptekið við að vinna hverja einustu mínútu yfir vinnudaginn. Eitthvað sem löngu er orðið þekkt að skilar ekki bestum árangri. Þannig að nú er spurt: Hvernig er staðan á þínum vinnustað? Ríkir dagatalsmenning þar? Ef já; Hjá öllum? Hjá sumum? Ert þú hluti af dagatals-menningunni? Eða þekkir þú einhvern sem er það? En yfirmennirnir á vinnustaðnum? Finnst þér töff að vera alltaf mjög upptekin? Eða er það kannski meira töff að segjast aldrei vera mjög upptekin? Góðu ráðin Tengdar fréttir Eitraður starfsmaður og góð ráð Það er stundum talað um eitraða vinnustaðamenningu. Eða eitraða stjórnarhætti. En hvað með stöðuna þegar stjórnandi er með eitraðan starfsmann? 21. október 2024 07:03 Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Nú þegar líður að kosningum má gera ráð fyrir að hitna muni verulega í umræðunum víða. Ekki síst á vinnustöðum. 25. október 2024 07:03 Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Við eigum okkur öll góða daga. Og ekki eins góða daga. Enginn getur sagt að þær stundir komi ekki upp, þar sem þráðurinn í okkur er jafnvel styttri en venjulega. 18. október 2024 07:02 Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu Já við þekkjum þetta öll: Byrjum í nýrri vinnu. Erum rosa spennt. Vitum að fyrstu vikurnar og mánuðirnir fara í að læra. Og kynnast fólkinu. 27. september 2024 07:00 Nýtt trend: Engir yfirmenn á vinnustaðnum Eitt af því sem mikið hefur verið rætt, ritað um og rannsakað síðustu árin, er helgun starfsmanna. Sem snýst um að rýna í það hversu nátengt og skuldbundið fólk upplifi sig í starfi. Hversu miklu máli starfið og vinnustaðurinn skipti fólk. 18. september 2024 07:01 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Þar sem allt gengur út á að vera með ofhlaðna dagskrá. Og að það sem ekki er skráð í dagatalið, kemst ekki að. Hver einasta mínúta er hreinlega bókuð í hverri viku. Hádegismatur? Jeminn, nei, kemst ekki, er á fundi… Ég er algjörlega á hvolfi næstu daga, svo mikið bókað. En hversu töff er þetta? Og er þetta mögulega bakslag? Eru þetta kannski línurnar sem stjórnendur vinnustaðarins eru að leggja? Alltaf sjálfir með alla daga uppbókaða. Og eftir höfðinu dansa limirnir og allt það… Töff eða óskynsamlegt? Í viðtali Atvinnulífsins við Þórhildi Eddu Gunnarsdóttur í vikunni, framkvæmdastjóra Sweeply, sagði Þórhildur að hún hefði það sem mottó að segjast aldrei vera mjög upptekin. „Ég trúi því einfaldlega að ef við erum alltaf að segja að við séum ótrúlega upptekin, þá séum við að hugsa svo mikið um það að við náum ekki að fókusa á að við séum einfaldlega að gera fullt af skemmtilegum hlutum með því að vera ekkert að hugsa um að við séum ótrúlega upptekin,“ sagði Þórhildur og bætti því við að reynslan af þessu mottói væri mjög góð: ,Mín reynsla er sú að bara með því að vera ekkert að hugsa um að vera ótrúlega upptekin, skapist fullt af plássi í lífinu til að gera enn fleiri skemmtilega hluti.“ Greinahöfundur FastCompany tekur undir þessi orð í nýlegri grein, en þar mælir hann með því að vinnustaðir fari að sporna við þessari þróun, áður en allt verður komið í óefni. Því það að halda áfram að vera svona upptekin í því að vera upptekin, er á endanum engum til góðs; Hvorki vinnustaðnum né starfsfólkinu. Mjög líklega er skilvirknin til dæmis ekki upp á sitt besta, ef kapphlaupið við að vera alltaf svona upptekin er svona mikið. Sömuleiðis á sá tími að vera liðinn þar sem starfsfólk upplifir að það eigi að vera upptekið við að vinna hverja einustu mínútu yfir vinnudaginn. Eitthvað sem löngu er orðið þekkt að skilar ekki bestum árangri. Þannig að nú er spurt: Hvernig er staðan á þínum vinnustað? Ríkir dagatalsmenning þar? Ef já; Hjá öllum? Hjá sumum? Ert þú hluti af dagatals-menningunni? Eða þekkir þú einhvern sem er það? En yfirmennirnir á vinnustaðnum? Finnst þér töff að vera alltaf mjög upptekin? Eða er það kannski meira töff að segjast aldrei vera mjög upptekin?
Góðu ráðin Tengdar fréttir Eitraður starfsmaður og góð ráð Það er stundum talað um eitraða vinnustaðamenningu. Eða eitraða stjórnarhætti. En hvað með stöðuna þegar stjórnandi er með eitraðan starfsmann? 21. október 2024 07:03 Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Nú þegar líður að kosningum má gera ráð fyrir að hitna muni verulega í umræðunum víða. Ekki síst á vinnustöðum. 25. október 2024 07:03 Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Við eigum okkur öll góða daga. Og ekki eins góða daga. Enginn getur sagt að þær stundir komi ekki upp, þar sem þráðurinn í okkur er jafnvel styttri en venjulega. 18. október 2024 07:02 Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu Já við þekkjum þetta öll: Byrjum í nýrri vinnu. Erum rosa spennt. Vitum að fyrstu vikurnar og mánuðirnir fara í að læra. Og kynnast fólkinu. 27. september 2024 07:00 Nýtt trend: Engir yfirmenn á vinnustaðnum Eitt af því sem mikið hefur verið rætt, ritað um og rannsakað síðustu árin, er helgun starfsmanna. Sem snýst um að rýna í það hversu nátengt og skuldbundið fólk upplifi sig í starfi. Hversu miklu máli starfið og vinnustaðurinn skipti fólk. 18. september 2024 07:01 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Eitraður starfsmaður og góð ráð Það er stundum talað um eitraða vinnustaðamenningu. Eða eitraða stjórnarhætti. En hvað með stöðuna þegar stjórnandi er með eitraðan starfsmann? 21. október 2024 07:03
Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Nú þegar líður að kosningum má gera ráð fyrir að hitna muni verulega í umræðunum víða. Ekki síst á vinnustöðum. 25. október 2024 07:03
Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Við eigum okkur öll góða daga. Og ekki eins góða daga. Enginn getur sagt að þær stundir komi ekki upp, þar sem þráðurinn í okkur er jafnvel styttri en venjulega. 18. október 2024 07:02
Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu Já við þekkjum þetta öll: Byrjum í nýrri vinnu. Erum rosa spennt. Vitum að fyrstu vikurnar og mánuðirnir fara í að læra. Og kynnast fólkinu. 27. september 2024 07:00
Nýtt trend: Engir yfirmenn á vinnustaðnum Eitt af því sem mikið hefur verið rætt, ritað um og rannsakað síðustu árin, er helgun starfsmanna. Sem snýst um að rýna í það hversu nátengt og skuldbundið fólk upplifi sig í starfi. Hversu miklu máli starfið og vinnustaðurinn skipti fólk. 18. september 2024 07:01
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent