Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar 19. nóvember 2024 12:02 Lyfjatengd andlát hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga. Á síðasta ári voru þau alls 56, þar af 34 þar sem ópíóðar komu við sögu. Þessar tölur endurspegla ekki óbein dauðsföll tengd fíknivanda, svo sem vegna sýkinga eða sjálfsvíga án lyfjanotkunar, og má því gera ráð fyrir að heildartalan sé hærri. Við sem störfum í verkefninu Frú Ragnheiður, sem rekið er af Rauða krossinum, lýsum yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og viljum vekja athygli á mikilvægi Naloxone, nefúða sem virkar sem mótefni gegn ópíóðum og er auðveldur í notkun. Aðgengi að Naloxone eykur öryggi og getur skipt sköpum ef ofskömmtun á sér stað. Árið 2023 heimsóttu 654 einstaklingar Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu alls 5.893 sinnum. Þörfin er mikil og ekkert bendir til að heimsóknir verði færri á þessu ári. Frá opnun neyslurýmisins Ylja í ágúst hafa yfir 110 einstaklingar heimsótt rýmið tæplega 800 sinnum. Þar sem opið er aðeins á dagvinnutíma á virkum dögum er ljóst að aukið fjármagn er nauðsynlegt til að mæta eftirspurn. Á bak við þessar tölur eru einstaklingar. Einstaklingar sem eiga börn, foreldra, ömmur og afa, frændfólk og vini. Þetta eru einstaklingar sem búa við mikla neyð og þjáningu sem veldur því að þau grípa til örþrifaráða eins og glæpa eða vændis, oftast án valkosta til að breyta aðstæðum sínum. Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem virðir það að til eru einstaklingar sem vilja ekki eða geta ekki hætt notkun vímuefna af einhverjum ástæðum. Öll dreymir þó um betra líf – heimili, fjölskyldutengsl, upplifa öryggi eða snúa við blaðinu. Því miður er raunveruleikinn sá að biðlistar í meðferð eru langir og mörg úrræði ófullnægjandi. Aðgengi að fjölbreyttum úrræðum og aukinni sálfræðimeðferð er bráðnauðsynlegt, bæði til að styðja við bataferli og til að fyrirbyggja bakslag. Við erum einnig að horfa á alvarlegri afleiðingar fyrir samfélagið, svo sem aukið ofbeldi og lakari geðheilsu. Kerfin þurfa að vinna saman og grípa fyrr inn í. Ef ekki núna, hvenær þá? Eitt af markmiðum skaðaminnkandi verkefna hjá Rauða krossinum er að lágmarka þann skaða sem felst af því að nota vímuefni. Naloxone spilar þar stóran þátt og með auknu aðgengi og notkun á Naloxone má koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Hægt er að nálgast Naloxone gjaldfrjálst hjá bæði Frú Ragnheiði í síma 788-7123 og hjá Ylju í síma 774-2957. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í skaðaminnkandi verkefnum Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Félagsmál Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Lyfjatengd andlát hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga. Á síðasta ári voru þau alls 56, þar af 34 þar sem ópíóðar komu við sögu. Þessar tölur endurspegla ekki óbein dauðsföll tengd fíknivanda, svo sem vegna sýkinga eða sjálfsvíga án lyfjanotkunar, og má því gera ráð fyrir að heildartalan sé hærri. Við sem störfum í verkefninu Frú Ragnheiður, sem rekið er af Rauða krossinum, lýsum yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og viljum vekja athygli á mikilvægi Naloxone, nefúða sem virkar sem mótefni gegn ópíóðum og er auðveldur í notkun. Aðgengi að Naloxone eykur öryggi og getur skipt sköpum ef ofskömmtun á sér stað. Árið 2023 heimsóttu 654 einstaklingar Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu alls 5.893 sinnum. Þörfin er mikil og ekkert bendir til að heimsóknir verði færri á þessu ári. Frá opnun neyslurýmisins Ylja í ágúst hafa yfir 110 einstaklingar heimsótt rýmið tæplega 800 sinnum. Þar sem opið er aðeins á dagvinnutíma á virkum dögum er ljóst að aukið fjármagn er nauðsynlegt til að mæta eftirspurn. Á bak við þessar tölur eru einstaklingar. Einstaklingar sem eiga börn, foreldra, ömmur og afa, frændfólk og vini. Þetta eru einstaklingar sem búa við mikla neyð og þjáningu sem veldur því að þau grípa til örþrifaráða eins og glæpa eða vændis, oftast án valkosta til að breyta aðstæðum sínum. Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem virðir það að til eru einstaklingar sem vilja ekki eða geta ekki hætt notkun vímuefna af einhverjum ástæðum. Öll dreymir þó um betra líf – heimili, fjölskyldutengsl, upplifa öryggi eða snúa við blaðinu. Því miður er raunveruleikinn sá að biðlistar í meðferð eru langir og mörg úrræði ófullnægjandi. Aðgengi að fjölbreyttum úrræðum og aukinni sálfræðimeðferð er bráðnauðsynlegt, bæði til að styðja við bataferli og til að fyrirbyggja bakslag. Við erum einnig að horfa á alvarlegri afleiðingar fyrir samfélagið, svo sem aukið ofbeldi og lakari geðheilsu. Kerfin þurfa að vinna saman og grípa fyrr inn í. Ef ekki núna, hvenær þá? Eitt af markmiðum skaðaminnkandi verkefna hjá Rauða krossinum er að lágmarka þann skaða sem felst af því að nota vímuefni. Naloxone spilar þar stóran þátt og með auknu aðgengi og notkun á Naloxone má koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Hægt er að nálgast Naloxone gjaldfrjálst hjá bæði Frú Ragnheiði í síma 788-7123 og hjá Ylju í síma 774-2957. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í skaðaminnkandi verkefnum Rauða krossins.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun