Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2024 08:15 Forystumenn Viðreisnar hafa greinilega áttað sig á þeim veruleika að áherzla á Evrópusambandið skilar ekki mörgum atkvæðum heldur þvert á móti. Það er engin tilviljun að fylgi flokksins hefur aukizt miðað við niðurstöður skoðanakannana að undanförnu samhliða því sem fulltrúar hans hafa nánast hætt að tala um sambandið. Rétt eins og gerðist í tilfelli Samfylkingarinnar fyrir um tveimur árum síðan. Frambjóðendur Viðreisnar hafa þannig á undanförnum ljóslega forðast það nánast eins og heitan eldinn að minnast á Evrópusambandið og varla rætt það nema að frumkvæði annarra. Aðallega fjölmiðla. Fyrir ekki alls löngu og allt frá stofnun flokksins fram að því var varla minnzt til að mynda á efnahagsmál án þess að tengja það við sambandið og evruna sem átti að leysa svo gott sem allt. Ekki aðeins efnahagsmálin. Hins vegar hefur stefna Viðreisnar vitanlega ekki breytzt enda er ekki einungis um að ræða meginstefnumál flokksins, sem önnur stefnumál hans taka meira eða minna mið af, heldur það mál sem hann var beinlínis stofnaður í kringum. Enda hafa forystumennirnir viðurkennt þegar gengið hefur verið á þá að Viðreisn muni gera inngöngu í Evrópusambandið að skilyrði í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum. Ófrávíkjanlegt skilyrði Til að mynda játaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, því aðspurð í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi að skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið yrði úrslitaatriði af hálfu flokksins í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Það tók þó fréttamanninn nokkrar tilraunir til þess að fá afdráttarlaust svar í þeim efnum eftir að hún hafði ítrekað reynt að koma sér undan því. Hið sama gerði Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, aðspurður á borgarafundi í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn hvort málið yrði skilyrði fyrir þátttöku flokksins í ríkisstjórn. Staðfesti hann að sú yrði raunin. Sagði Guðbrandur að um yrði þannig að ræða ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi af hálfu Viðreisnar að stefnt yrði á nýjan leik að því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Vert er að rifja upp að síðasta sumar gerði Maskína skoðanakönnun fyrir Evrópuhreyfinguna, sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, fer fyrir, þar sem meðal annars var spurt að því hvort fólk væri líklegt til þess að kjósa flokka hlynnta inngöngu í Evrópusambandið eða þjóðaratkvæði í þeim efnum. Sá hluti könnunarinnar var þó aldrei birtur. Væntanlega ollu niðurstöðurnar miklum vonbrigðum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forystumenn Viðreisnar hafa greinilega áttað sig á þeim veruleika að áherzla á Evrópusambandið skilar ekki mörgum atkvæðum heldur þvert á móti. Það er engin tilviljun að fylgi flokksins hefur aukizt miðað við niðurstöður skoðanakannana að undanförnu samhliða því sem fulltrúar hans hafa nánast hætt að tala um sambandið. Rétt eins og gerðist í tilfelli Samfylkingarinnar fyrir um tveimur árum síðan. Frambjóðendur Viðreisnar hafa þannig á undanförnum ljóslega forðast það nánast eins og heitan eldinn að minnast á Evrópusambandið og varla rætt það nema að frumkvæði annarra. Aðallega fjölmiðla. Fyrir ekki alls löngu og allt frá stofnun flokksins fram að því var varla minnzt til að mynda á efnahagsmál án þess að tengja það við sambandið og evruna sem átti að leysa svo gott sem allt. Ekki aðeins efnahagsmálin. Hins vegar hefur stefna Viðreisnar vitanlega ekki breytzt enda er ekki einungis um að ræða meginstefnumál flokksins, sem önnur stefnumál hans taka meira eða minna mið af, heldur það mál sem hann var beinlínis stofnaður í kringum. Enda hafa forystumennirnir viðurkennt þegar gengið hefur verið á þá að Viðreisn muni gera inngöngu í Evrópusambandið að skilyrði í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum. Ófrávíkjanlegt skilyrði Til að mynda játaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, því aðspurð í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi að skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið yrði úrslitaatriði af hálfu flokksins í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Það tók þó fréttamanninn nokkrar tilraunir til þess að fá afdráttarlaust svar í þeim efnum eftir að hún hafði ítrekað reynt að koma sér undan því. Hið sama gerði Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, aðspurður á borgarafundi í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn hvort málið yrði skilyrði fyrir þátttöku flokksins í ríkisstjórn. Staðfesti hann að sú yrði raunin. Sagði Guðbrandur að um yrði þannig að ræða ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi af hálfu Viðreisnar að stefnt yrði á nýjan leik að því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Vert er að rifja upp að síðasta sumar gerði Maskína skoðanakönnun fyrir Evrópuhreyfinguna, sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, fer fyrir, þar sem meðal annars var spurt að því hvort fólk væri líklegt til þess að kjósa flokka hlynnta inngöngu í Evrópusambandið eða þjóðaratkvæði í þeim efnum. Sá hluti könnunarinnar var þó aldrei birtur. Væntanlega ollu niðurstöðurnar miklum vonbrigðum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun