Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar 18. nóvember 2024 22:46 Fíknisjúkdómar eru ekki aðeins vandi einstaklingsins sem glímir við fíknina – þeir eru fjölskyldusjúkdómur sem snerta allt samfélagið. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar, og fjöldinn er líklega enn meiri vegna dauðsfalla sem tengjast ofneyslu lyfja án þess að vera skráð sem slíkt. Þetta eru fleiri en fara á kaffihús á hverjum degi og njóta með vin eða vinkonu. Hvert þeirra bar nafn, átti fjölskyldu og ástvini sem syrgja þá nú. Þrátt fyrir að samfélagið komi oft saman til að sýna samstöðu í sorg, þá er hópur fólks sem fellur frá vegna fíknisjúkdóma og er oftar en ekki útskúfaður og gleymdur. Í gagnagrunni stjórnvalda verða þau oftar en ekki, aðeins tölur á blaði, nafnlaus gögn í excel skjali. Því finnst mér mikilvægt að minnast á að þetta eru feður, mæður, systkini og jafnvel börn. Sem áttu sér stóra drauma, áhugamál og vonir um betra líf. Ung börn! Stundum eru þau móður- og föðurlaus vegna fíknarinnar sem foreldrar þeirra ná ekki að losa sig undan. Börnin eiga ekki að þurfa líða fyrir endalausar tilraunir foreldra sinna. Þau eiga ekki að þurfa að bera þau áföll með sér út í lífið án stuðnings og skilnings samfélagsins. Án stuðnings og skilnings eykst hættan á áhættuhegðun og fangelsin fyllast af einstaklingum sem fengu vond spil í hendurnar og það er dýrara fyrir okkar samfélag. Þverfaglegur stuðningur sem nær til allra sem eiga í hlut Mikilvægasti þátturinn í meðferð og bataferli fólks með fíknivanda er samþætt þjónusta sem tekur á öllum þáttum sjúkdómsins. Í dag er skortur á þverfaglegum úrræðum sem tengja saman heilbrigðis-, félags- og sálfræðiþjónustu. Þegar einstaklingur lokar dyrum á meðferðarstofnun þarf hann eða hún á stuðning að halda á mikið fleiri sviðum en tólf spora samtök geta veitt til að viðhalda bata og endurbyggja líf sitt. Það þarf samstarf milli heilbrigðisstarfsfólks, geðheilbrigðisstarfsfólks, félagsráðgjafa og sérfræðinga í fíknisjúkdómum til að tryggja þessa samfellu í þjónustunni. Með betri þverfaglegri samvinnu tryggjum við endurheimt af duglegu og tilbúnu fólki inn í menntaskóla, háskóla og á vinnumarkaðinn. Fyrir 10 árum voru lyfjaeitranir orsakavaldur 23 dauðsfalla, en árið 2023 voru þessi dauðsföll orðin 56. Þessi þróun ætti að skelfa okkur öll og vekja okkur til umhugsunar um það hvernig við sem samfélag getum brugðist við. Þar liggur ábyrgð á öllum sviðum samfélagsins að byggja upp mannúðlega og heildstæða nálgun til að hjálpa bæði einstaklingum með fíknivanda og fjölskyldum þeirra. Þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi, þar sem hver einstaklingur á rétt á stuðningi og mannúð í baráttunni við sjúkdóm sinn. Mannúð og persónulegur stuðningur – ekki bara tölur í gagnagrunni Enn er of mikið um fordóma og skilningsleysi þegar kemur að fíknivanda, og þessir fordómar bitna oft ekki aðeins á þeim sem glíma við sjúkdóminn, heldur líka á fjölskyldum þeirra. Þetta eru fjölskyldur sem eiga rétt á stuðningi og samkennd, rétt eins og aðstandendur þeirra sem láta lífið af völdum krabbameins eða annarra sjúkdóma sem samfélagið viðurkennir og syrgir opinberlega. Þegar krabbameinssjúklingur fellur frá heldur samfélagið oft söfnun til að styðja fjölskylduna og syrgir með henni. En þegar einstaklingur fellur fyrir fíknisjúkdómi standa fjölskyldur og börn oft ein eftir, án stuðnings og í skugga fordóma. Jafnvel í þögn. Reið og sár. Við verðum að sjá að þetta eru ekki bara „tölur á blaði“ – þetta eru alvöru manneskjur af holdi og blóði, með lífssögu, fjölskyldur og drauma. Þau sem við syrgjum eftir dauðsfall af völdum fíknar eiga líka skilið virðingu, samkennd og stuðning samfélagsins. Fyrir börnin sem missa foreldra og eiga ekki minningar um þau sem þau elska, verður missirinn varanlegur og djúpstæður. Það eru sár sem fylgja þessum börnum út lífið, og þau eiga rétt á að samfélagið standi með þeim. Að horfa til framtíðar – ábyrgð samfélagsins Við getum og verðum að gera betur í því að mæta þessum vanda með þverfaglegum og mannúðlegum úrræðum. Það kallar á meira fjármagn, betri stefnumótun og framför í nálgun okkar á fíknisjúkdómum, ekki sem refsiverðan brest heldur sem heilbrigðisvanda sem krefst alhliða þjónustu. Við berum öll ábyrgð á því að skapa samfélag sem styður við þau sem glíma við fíknivanda og aðstandendur þeirra – samfélag þar sem þau sem missa ástvini í baráttunni við fíkn fá þann stuðning sem þau eiga skilið. Við höfum val um það hvernig við bregðumst við – við getum valið að horfa fram hjá þessum hörmungum og látið fólk verða tölfræði í gagnagrunni, eða við getum valið að bjóða upp á raunveruleg úrræði sem bjarga lífum. Þetta eru ekki bara tölur. Þetta eru ástvinir, foreldrar, börn og systkini. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að enginn einstaklingur eða fjölskylda þurfi að fara í gegnum þetta án stuðnings og að enginn þurfi að bera harm sinn í hljóði. Þessi grein kallast á við stefnumál Vinstri grænna sem snúa að fíknivanda og samfélagslegri ábyrgð. Við verðum að tryggja að meðferð og stuðningur nái til allra þeirra sem þurfa á því að halda – þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi sem þarf að leysa með samvinnu og heildstæðum úrræðum. Höfundur er í 9. sæti Vinstri Grænna í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðvesturkjördæmi Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Meðferðarheimili Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómar eru ekki aðeins vandi einstaklingsins sem glímir við fíknina – þeir eru fjölskyldusjúkdómur sem snerta allt samfélagið. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar, og fjöldinn er líklega enn meiri vegna dauðsfalla sem tengjast ofneyslu lyfja án þess að vera skráð sem slíkt. Þetta eru fleiri en fara á kaffihús á hverjum degi og njóta með vin eða vinkonu. Hvert þeirra bar nafn, átti fjölskyldu og ástvini sem syrgja þá nú. Þrátt fyrir að samfélagið komi oft saman til að sýna samstöðu í sorg, þá er hópur fólks sem fellur frá vegna fíknisjúkdóma og er oftar en ekki útskúfaður og gleymdur. Í gagnagrunni stjórnvalda verða þau oftar en ekki, aðeins tölur á blaði, nafnlaus gögn í excel skjali. Því finnst mér mikilvægt að minnast á að þetta eru feður, mæður, systkini og jafnvel börn. Sem áttu sér stóra drauma, áhugamál og vonir um betra líf. Ung börn! Stundum eru þau móður- og föðurlaus vegna fíknarinnar sem foreldrar þeirra ná ekki að losa sig undan. Börnin eiga ekki að þurfa líða fyrir endalausar tilraunir foreldra sinna. Þau eiga ekki að þurfa að bera þau áföll með sér út í lífið án stuðnings og skilnings samfélagsins. Án stuðnings og skilnings eykst hættan á áhættuhegðun og fangelsin fyllast af einstaklingum sem fengu vond spil í hendurnar og það er dýrara fyrir okkar samfélag. Þverfaglegur stuðningur sem nær til allra sem eiga í hlut Mikilvægasti þátturinn í meðferð og bataferli fólks með fíknivanda er samþætt þjónusta sem tekur á öllum þáttum sjúkdómsins. Í dag er skortur á þverfaglegum úrræðum sem tengja saman heilbrigðis-, félags- og sálfræðiþjónustu. Þegar einstaklingur lokar dyrum á meðferðarstofnun þarf hann eða hún á stuðning að halda á mikið fleiri sviðum en tólf spora samtök geta veitt til að viðhalda bata og endurbyggja líf sitt. Það þarf samstarf milli heilbrigðisstarfsfólks, geðheilbrigðisstarfsfólks, félagsráðgjafa og sérfræðinga í fíknisjúkdómum til að tryggja þessa samfellu í þjónustunni. Með betri þverfaglegri samvinnu tryggjum við endurheimt af duglegu og tilbúnu fólki inn í menntaskóla, háskóla og á vinnumarkaðinn. Fyrir 10 árum voru lyfjaeitranir orsakavaldur 23 dauðsfalla, en árið 2023 voru þessi dauðsföll orðin 56. Þessi þróun ætti að skelfa okkur öll og vekja okkur til umhugsunar um það hvernig við sem samfélag getum brugðist við. Þar liggur ábyrgð á öllum sviðum samfélagsins að byggja upp mannúðlega og heildstæða nálgun til að hjálpa bæði einstaklingum með fíknivanda og fjölskyldum þeirra. Þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi, þar sem hver einstaklingur á rétt á stuðningi og mannúð í baráttunni við sjúkdóm sinn. Mannúð og persónulegur stuðningur – ekki bara tölur í gagnagrunni Enn er of mikið um fordóma og skilningsleysi þegar kemur að fíknivanda, og þessir fordómar bitna oft ekki aðeins á þeim sem glíma við sjúkdóminn, heldur líka á fjölskyldum þeirra. Þetta eru fjölskyldur sem eiga rétt á stuðningi og samkennd, rétt eins og aðstandendur þeirra sem láta lífið af völdum krabbameins eða annarra sjúkdóma sem samfélagið viðurkennir og syrgir opinberlega. Þegar krabbameinssjúklingur fellur frá heldur samfélagið oft söfnun til að styðja fjölskylduna og syrgir með henni. En þegar einstaklingur fellur fyrir fíknisjúkdómi standa fjölskyldur og börn oft ein eftir, án stuðnings og í skugga fordóma. Jafnvel í þögn. Reið og sár. Við verðum að sjá að þetta eru ekki bara „tölur á blaði“ – þetta eru alvöru manneskjur af holdi og blóði, með lífssögu, fjölskyldur og drauma. Þau sem við syrgjum eftir dauðsfall af völdum fíknar eiga líka skilið virðingu, samkennd og stuðning samfélagsins. Fyrir börnin sem missa foreldra og eiga ekki minningar um þau sem þau elska, verður missirinn varanlegur og djúpstæður. Það eru sár sem fylgja þessum börnum út lífið, og þau eiga rétt á að samfélagið standi með þeim. Að horfa til framtíðar – ábyrgð samfélagsins Við getum og verðum að gera betur í því að mæta þessum vanda með þverfaglegum og mannúðlegum úrræðum. Það kallar á meira fjármagn, betri stefnumótun og framför í nálgun okkar á fíknisjúkdómum, ekki sem refsiverðan brest heldur sem heilbrigðisvanda sem krefst alhliða þjónustu. Við berum öll ábyrgð á því að skapa samfélag sem styður við þau sem glíma við fíknivanda og aðstandendur þeirra – samfélag þar sem þau sem missa ástvini í baráttunni við fíkn fá þann stuðning sem þau eiga skilið. Við höfum val um það hvernig við bregðumst við – við getum valið að horfa fram hjá þessum hörmungum og látið fólk verða tölfræði í gagnagrunni, eða við getum valið að bjóða upp á raunveruleg úrræði sem bjarga lífum. Þetta eru ekki bara tölur. Þetta eru ástvinir, foreldrar, börn og systkini. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að enginn einstaklingur eða fjölskylda þurfi að fara í gegnum þetta án stuðnings og að enginn þurfi að bera harm sinn í hljóði. Þessi grein kallast á við stefnumál Vinstri grænna sem snúa að fíknivanda og samfélagslegri ábyrgð. Við verðum að tryggja að meðferð og stuðningur nái til allra þeirra sem þurfa á því að halda – þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi sem þarf að leysa með samvinnu og heildstæðum úrræðum. Höfundur er í 9. sæti Vinstri Grænna í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar