Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar 18. nóvember 2024 15:31 Raforkuverð til bænda hefur tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Sem sagt hækkað um 25% á ári og þar af leiðandi eitt hundrað prósent á þessu tímabili. Það er gríðarlega mikið og ekki lagast myndin ef sú spá rætist að vegna lögmálsins um framboð og eftirspurn muni raforkuverðið hækka um annað eins á næstu fjórum árum líka. Það þýðir að raforkuverð til bænda og langflestra fyrirtækja landsins muni margfaldast á átta ára tímabili. Þessar hörmungar eru ekki vegna óviðráðanlegra náttúruhamfara heldur alfarið á valdi og ábyrgð stjórnvalda sem krefja Landsvirkjun um hámörkun á arðsemi starfsemi sinnar. Sú ótrúlega eigandastefna gæti endað með ósköpum. Íslenskur landbúnaður er hreykinn af hreinleika sínum og umhverfisvænni framleiðslu. Græna raforkan okkar er þar á meðal. Hún gefur okkur án nokkurs vafa talsvert samkeppnisforskot á erlenda framleiðslu og er á meðal þess sem bæði útskýrir og réttlætir hærra verð hágæðavörunnar í samanburði við aðra valkosti. En alls staðar eru dregnar línur í sandinn. Dýrt getur allt í einu orðið of dýrt. Neytandanum er ýmist misboðið eða hann hefur hreinlega ekki efni á gæðunum. Þessum miklu hækkunum raforkuverðs verður ekki velt út í verðlagið eins og ekkert sé. Hún mun, reyndar með misalvarlegum hætti, bitna á öllum greinum landbúnaðarins. Í tilfelli ylræktar, þar sem raforkan er langstærsti kostnaðarþátturinn, mun hún einfaldlega leggja atvinnugreinina niður. Við munum þá tala um íslenska ylrækt, og væntanlega flesta ef ekki alla grænmetisbændur, í þátíð eins og Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, hefur bent á. Sú tilhugsun er skelfileg. Þú veist hvaðan íslenska grænmetið kemur. Þú hefur hins vegar enga hugmynd um hvað bíður þín í grænmetisdeildinni ef stjórnvöld girða sig ekki í brók og grípa tafarlaust í taumana. Vonandi verður það fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar algjörlega óháð því hvernig hún verður mönnuð. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Hjálmarsson Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Raforkuverð til bænda hefur tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Sem sagt hækkað um 25% á ári og þar af leiðandi eitt hundrað prósent á þessu tímabili. Það er gríðarlega mikið og ekki lagast myndin ef sú spá rætist að vegna lögmálsins um framboð og eftirspurn muni raforkuverðið hækka um annað eins á næstu fjórum árum líka. Það þýðir að raforkuverð til bænda og langflestra fyrirtækja landsins muni margfaldast á átta ára tímabili. Þessar hörmungar eru ekki vegna óviðráðanlegra náttúruhamfara heldur alfarið á valdi og ábyrgð stjórnvalda sem krefja Landsvirkjun um hámörkun á arðsemi starfsemi sinnar. Sú ótrúlega eigandastefna gæti endað með ósköpum. Íslenskur landbúnaður er hreykinn af hreinleika sínum og umhverfisvænni framleiðslu. Græna raforkan okkar er þar á meðal. Hún gefur okkur án nokkurs vafa talsvert samkeppnisforskot á erlenda framleiðslu og er á meðal þess sem bæði útskýrir og réttlætir hærra verð hágæðavörunnar í samanburði við aðra valkosti. En alls staðar eru dregnar línur í sandinn. Dýrt getur allt í einu orðið of dýrt. Neytandanum er ýmist misboðið eða hann hefur hreinlega ekki efni á gæðunum. Þessum miklu hækkunum raforkuverðs verður ekki velt út í verðlagið eins og ekkert sé. Hún mun, reyndar með misalvarlegum hætti, bitna á öllum greinum landbúnaðarins. Í tilfelli ylræktar, þar sem raforkan er langstærsti kostnaðarþátturinn, mun hún einfaldlega leggja atvinnugreinina niður. Við munum þá tala um íslenska ylrækt, og væntanlega flesta ef ekki alla grænmetisbændur, í þátíð eins og Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, hefur bent á. Sú tilhugsun er skelfileg. Þú veist hvaðan íslenska grænmetið kemur. Þú hefur hins vegar enga hugmynd um hvað bíður þín í grænmetisdeildinni ef stjórnvöld girða sig ekki í brók og grípa tafarlaust í taumana. Vonandi verður það fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar algjörlega óháð því hvernig hún verður mönnuð. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun