Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar 18. nóvember 2024 09:47 Það er skammt stórra högga á milli í sveitarfélagi ársins. Um daginn var tilkynnt um þennan titil en 24. október tók meirihluti hreppsnefndar þá ákvörðun að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ég var viðstaddur þegar þessi ákvörðun var tekin. Fulltrúi U - listans var á móti og ætla ég ekki að fjölyrða um það að hann kom málstað þeirra sem að listanum standa, frá sér með mikilli prýði. Rök hinna voru í samræmi við vafasaman málstaðinn. Ég velti því fyrir mér hvers vegna Landsvirkjun er löngu byrjuð á undirbúningsframkvæmdum fyrir Hvammsvirkjun. Forstjórinn telur það eðlilegt og löglegt. Mér finnst hins vegar að þarna nái Landsvirkjun að mynda mikinn þrýsting á hreppsnefndirnar og aðra sem koma að því að veita leyfi. Þannig gæti Landsvirkjun jafnvel hótað málsókn ef leyfi yrðu ekki veitt þar sem Landsvirkjun væri búin að leggja mikinn kostnað í framkvæmdir. Löglegt en að mínu mati siðlaust. Ég hef tíundað afstöðu mína til Hvammsvirkjunar m.a. í grein sem ég endurbirti á facebook fyrir nokkrum dögum. Ætla ég ekki að endurtaka það hér. Hins vegar get ég ekki orða bundist vegna nokkurra atriða. Í gegnum allt ferlið hefur Landsvirkjun skellt skollaeyrum við ábendingum annarra en jámanna, samt skal verkefnið keyrt áfram af miklum krafti, lýðræðið í raun fótum troðið, framganga Landsvirkjunar og ráðamanna er með ólíkindum. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, sem er í raun fyrst og fremst orku- og virkjanaráðherra virðist telja brýnast að gera lög og reglur sveigjanlegri því lög og reglur séu íþyngjandi fyrir framkvæmdir. Einu sinni hitti ég hann á fundi og þar taldi hann enga ástæðu til að hlusta á íbúa í nágrenni fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Það er til að mynda fyrir neðan allar hellur að fulltrúar Landsvirkjunar hitti meirihluta sveitastjórnar rétt fyrir ákvörðun um framkvæmdaleyfi og virðist einfaldlega stilla mönnum upp við vegg. Almenningur fær engar upplýsingar um hvað eigi að gera við þessa orku sem fæst. Ef það fást svör þá eru þau loðin og vísa út og suður. Á kynningarfundi Landsvirkjunar í sveitafélaginu fengum við svar í einu orði – orkuskortur. Þó hefur forstjórinn sagt í viðtali nýlega að það væri ekki orkuskortur. Stjórnvöld verða að setja fram stefnu um það í hvað auðlindir okkar eiga að fara. Eiga þær að fara í erlendan ágang, bitcoingröft eða raunverulega uppbyggingu. Virkjunin sjálf mun aðeins skapa fá eða engin störf í nærumhverfinu. Þá virðast þær stofnanir sem um svona mál véla ekki alltaf vera með fagmennsku í fyrirrúmi. Sbr t.d. að allar forsendur er varðar náttúrufar í mati á umhverfisáhrifum eru orðnar tuttugu ára eða eldri. Er það ásættanlegt? Það er að minnsta kosti ekki í samræmi við lög um umhverfismat þó svo að lítill hluti matsins hafi verið endurskoðaður 2016. Á árunum 2003 og fram til dagsins í dag hafa orðið verulegar breytingar á ýmsum þáttum m.a. lagaramma nýtingar en ný lög hafa verið sett er varða náttúru og vatn. Ísland hefur skrifað undir fjölda samninga um loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika. Í matinu frá 2023 er t.d. ekkert fjallað um loftslagsmál. Þjórsárdalur hefur verið friðaður á tímabilinu, bæði vegna landslagsverndar og einnig sem menningarlandslag. Hér vísa ég ennfremur til ítarlegrar greinagerðar U-listans í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem fylgir fundargögnum sveitastjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps inni á skeidgnup.is Önnur sjónarmið en almannaheill virðast ráða för. Oddviti fór mikinn um daginn um vindmyllur sem er fyrirhugað að reisa í svokölluðum Búrfellslundi. Hann taldi að ekki væri gáfulegt að hafa þær þarna þar sem þetta væri virkt eldgosa- og sprungusvæði. Ekki væri rétt að vera með öll eggin í sömu körfunni. Hvernig má það vera að meiri hætta stafi af vindmyllum ofan byggðar en vatnsaflsvirkjun í byggð? Hafa ber í huga að við erum á virku jarðskjálfta- og eldgosasvæði og 400 ha lón er vissulega ógnandi í því samhengi. En nú tek ég annan pól í hæðina. Í ljósi þess að ég er að reyna að stytta vinnuvikuna, stilli ég klukkuna á 7.30 þegar ekki er eitthvað alveg sérstakt sem liggur fyrir. Oftast vakna ég á undan henni og í morgun, 24. okt. vaknaði ég rétt fyrir 7 og kveikti á útvarpinu. Þar var Skúli, frændi minn, Ólafsson að flytja morgunbæn og orð dagsins. Hlustun var vel virk eftir hvíld næturinnar og því lagði ég við hlustir. Þar var mun meiri speki en hjá meirihluta sveitarstjórnar síðar um daginn. Ég fékk góðfúslegt leyfi til að nota tilvitnanir úr hugleiðingu Skúla og það ætla ég að gera hér og nú og gef honum orðið. Sálfræðingurinn og metsöluhöfundurinn Adam Grant fjallar í bók sinni Give and Take um þrenns konar hugarfar sem fólk getur tileinkað sér í samskiptum við aðra og mér finnst greining hans eiga erindi við okkur á þessum tímum. Hann kallar þau ,,takers“ sem leitast við að hrifsa til sín sem mest af takmörkuðum gæðum. Þeim fylgja líka átök og streita hvort heldur það er innan veggja heimila, í vinnu og já stundum verða heilu þjóðfélögin fyrir þeirri ógæfu að velja sér til forystu leiðtoga sem eru einmitt þetta – hrifsarar. Grant lýsir næst hugarfari þeirra sem hann kallar „matchers“. Jafnararnir eru þau sem leitast vissulega ekki eftir ránsfeng í lífinu en samskipti við aðra draga öll dám af viðskiptum. Allt snýst um það að þeir fái örugglega aftur það sem þeir lögðu sjálfir fram. Loks eru það þau sem hann kallar „givers“. Þau líta hvorki á fólk sem tæki til að ná fram öðrum markmiðum né heldur keppinauta eða samningsaðila. Þau spyrja sig ekki að því hvernig prófjöfnuðurinn lítur út eftir að hafa deilt stundum og gæðum með öðru fólki. „Sælla er að gefa en þiggja“ sagði Jesús og gjafararnir lifa eftir sömu meginreglu. Þeir láta af hendi meira en þeir taka á móti. Svo mörg voru þau orð. Hér í sveit og á landinu öllu fara hrifsararnir um rétt eins og engisprettufaraldur. Engu er eirt það þarf að virkja, byggja hótel og ekkert krummaskuð er of lítið fyrir baðlón. Í Þjórsárdal fara hrifsarar mikinn því það vantar ferðamenn. Í Árnesi eru hugmyndir um hótel og 27 ha tómatagróðurhús . Margir gallar eru á þeirri gjöf Njarðar. Einn er sá að feikivinsælt tjaldsvæði verður að víkja og ýmsir heimamanna missa við það spón úr aski sínum og sumir beinlínis hrökklast burt. Þá er óljóst hvort nóg verði til af heitu og köldu vatni fyrir þetta ævintýri. Og ég hef áhyggjur af kostnaði sveitarsjóðs í tengslum við alla þessa fyrirhuguðu uppbyggingu. En hverjir eiga að vinna þarna? Í baðlóni, á hóteli og í 27 ha tómatagróðurhúsum. Væntanleg störf eru talin í hundruðum. Ekki virðist íslenskt vinnuafl ligga á lausu. Það þarf að flytja inn ódýrt vinnuafl, kannski verða notaðar starfsmannaleigur. Þær reynast svo vel. Jú þetta eykur hagvöxtinn rétt í bili, eykur innflutning á fólki, eykur verðbólgu, gengur á náttúru en skilar væntanlega einhverjum auði til hrifsaranna. Þetta sama gildir um skógrækt, fiskeldi og fyrirhugaðar vindmyllur. Þar birtist villta vestrið í allri sinni ”dýrð”. Hrifsararnir eiga að frelsa land og þjóð. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta sé ekki það sem skilar landi og þjóð gæfu og betri lífsskilyrðum. Verum minnug þess að við eigum bara eina jörð og hvernig viljum við skila henni til næstu og ókominna kynslóða? Höfundur er bóndi og kennari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli í sveitarfélagi ársins. Um daginn var tilkynnt um þennan titil en 24. október tók meirihluti hreppsnefndar þá ákvörðun að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ég var viðstaddur þegar þessi ákvörðun var tekin. Fulltrúi U - listans var á móti og ætla ég ekki að fjölyrða um það að hann kom málstað þeirra sem að listanum standa, frá sér með mikilli prýði. Rök hinna voru í samræmi við vafasaman málstaðinn. Ég velti því fyrir mér hvers vegna Landsvirkjun er löngu byrjuð á undirbúningsframkvæmdum fyrir Hvammsvirkjun. Forstjórinn telur það eðlilegt og löglegt. Mér finnst hins vegar að þarna nái Landsvirkjun að mynda mikinn þrýsting á hreppsnefndirnar og aðra sem koma að því að veita leyfi. Þannig gæti Landsvirkjun jafnvel hótað málsókn ef leyfi yrðu ekki veitt þar sem Landsvirkjun væri búin að leggja mikinn kostnað í framkvæmdir. Löglegt en að mínu mati siðlaust. Ég hef tíundað afstöðu mína til Hvammsvirkjunar m.a. í grein sem ég endurbirti á facebook fyrir nokkrum dögum. Ætla ég ekki að endurtaka það hér. Hins vegar get ég ekki orða bundist vegna nokkurra atriða. Í gegnum allt ferlið hefur Landsvirkjun skellt skollaeyrum við ábendingum annarra en jámanna, samt skal verkefnið keyrt áfram af miklum krafti, lýðræðið í raun fótum troðið, framganga Landsvirkjunar og ráðamanna er með ólíkindum. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, sem er í raun fyrst og fremst orku- og virkjanaráðherra virðist telja brýnast að gera lög og reglur sveigjanlegri því lög og reglur séu íþyngjandi fyrir framkvæmdir. Einu sinni hitti ég hann á fundi og þar taldi hann enga ástæðu til að hlusta á íbúa í nágrenni fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Það er til að mynda fyrir neðan allar hellur að fulltrúar Landsvirkjunar hitti meirihluta sveitastjórnar rétt fyrir ákvörðun um framkvæmdaleyfi og virðist einfaldlega stilla mönnum upp við vegg. Almenningur fær engar upplýsingar um hvað eigi að gera við þessa orku sem fæst. Ef það fást svör þá eru þau loðin og vísa út og suður. Á kynningarfundi Landsvirkjunar í sveitafélaginu fengum við svar í einu orði – orkuskortur. Þó hefur forstjórinn sagt í viðtali nýlega að það væri ekki orkuskortur. Stjórnvöld verða að setja fram stefnu um það í hvað auðlindir okkar eiga að fara. Eiga þær að fara í erlendan ágang, bitcoingröft eða raunverulega uppbyggingu. Virkjunin sjálf mun aðeins skapa fá eða engin störf í nærumhverfinu. Þá virðast þær stofnanir sem um svona mál véla ekki alltaf vera með fagmennsku í fyrirrúmi. Sbr t.d. að allar forsendur er varðar náttúrufar í mati á umhverfisáhrifum eru orðnar tuttugu ára eða eldri. Er það ásættanlegt? Það er að minnsta kosti ekki í samræmi við lög um umhverfismat þó svo að lítill hluti matsins hafi verið endurskoðaður 2016. Á árunum 2003 og fram til dagsins í dag hafa orðið verulegar breytingar á ýmsum þáttum m.a. lagaramma nýtingar en ný lög hafa verið sett er varða náttúru og vatn. Ísland hefur skrifað undir fjölda samninga um loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika. Í matinu frá 2023 er t.d. ekkert fjallað um loftslagsmál. Þjórsárdalur hefur verið friðaður á tímabilinu, bæði vegna landslagsverndar og einnig sem menningarlandslag. Hér vísa ég ennfremur til ítarlegrar greinagerðar U-listans í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem fylgir fundargögnum sveitastjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps inni á skeidgnup.is Önnur sjónarmið en almannaheill virðast ráða för. Oddviti fór mikinn um daginn um vindmyllur sem er fyrirhugað að reisa í svokölluðum Búrfellslundi. Hann taldi að ekki væri gáfulegt að hafa þær þarna þar sem þetta væri virkt eldgosa- og sprungusvæði. Ekki væri rétt að vera með öll eggin í sömu körfunni. Hvernig má það vera að meiri hætta stafi af vindmyllum ofan byggðar en vatnsaflsvirkjun í byggð? Hafa ber í huga að við erum á virku jarðskjálfta- og eldgosasvæði og 400 ha lón er vissulega ógnandi í því samhengi. En nú tek ég annan pól í hæðina. Í ljósi þess að ég er að reyna að stytta vinnuvikuna, stilli ég klukkuna á 7.30 þegar ekki er eitthvað alveg sérstakt sem liggur fyrir. Oftast vakna ég á undan henni og í morgun, 24. okt. vaknaði ég rétt fyrir 7 og kveikti á útvarpinu. Þar var Skúli, frændi minn, Ólafsson að flytja morgunbæn og orð dagsins. Hlustun var vel virk eftir hvíld næturinnar og því lagði ég við hlustir. Þar var mun meiri speki en hjá meirihluta sveitarstjórnar síðar um daginn. Ég fékk góðfúslegt leyfi til að nota tilvitnanir úr hugleiðingu Skúla og það ætla ég að gera hér og nú og gef honum orðið. Sálfræðingurinn og metsöluhöfundurinn Adam Grant fjallar í bók sinni Give and Take um þrenns konar hugarfar sem fólk getur tileinkað sér í samskiptum við aðra og mér finnst greining hans eiga erindi við okkur á þessum tímum. Hann kallar þau ,,takers“ sem leitast við að hrifsa til sín sem mest af takmörkuðum gæðum. Þeim fylgja líka átök og streita hvort heldur það er innan veggja heimila, í vinnu og já stundum verða heilu þjóðfélögin fyrir þeirri ógæfu að velja sér til forystu leiðtoga sem eru einmitt þetta – hrifsarar. Grant lýsir næst hugarfari þeirra sem hann kallar „matchers“. Jafnararnir eru þau sem leitast vissulega ekki eftir ránsfeng í lífinu en samskipti við aðra draga öll dám af viðskiptum. Allt snýst um það að þeir fái örugglega aftur það sem þeir lögðu sjálfir fram. Loks eru það þau sem hann kallar „givers“. Þau líta hvorki á fólk sem tæki til að ná fram öðrum markmiðum né heldur keppinauta eða samningsaðila. Þau spyrja sig ekki að því hvernig prófjöfnuðurinn lítur út eftir að hafa deilt stundum og gæðum með öðru fólki. „Sælla er að gefa en þiggja“ sagði Jesús og gjafararnir lifa eftir sömu meginreglu. Þeir láta af hendi meira en þeir taka á móti. Svo mörg voru þau orð. Hér í sveit og á landinu öllu fara hrifsararnir um rétt eins og engisprettufaraldur. Engu er eirt það þarf að virkja, byggja hótel og ekkert krummaskuð er of lítið fyrir baðlón. Í Þjórsárdal fara hrifsarar mikinn því það vantar ferðamenn. Í Árnesi eru hugmyndir um hótel og 27 ha tómatagróðurhús . Margir gallar eru á þeirri gjöf Njarðar. Einn er sá að feikivinsælt tjaldsvæði verður að víkja og ýmsir heimamanna missa við það spón úr aski sínum og sumir beinlínis hrökklast burt. Þá er óljóst hvort nóg verði til af heitu og köldu vatni fyrir þetta ævintýri. Og ég hef áhyggjur af kostnaði sveitarsjóðs í tengslum við alla þessa fyrirhuguðu uppbyggingu. En hverjir eiga að vinna þarna? Í baðlóni, á hóteli og í 27 ha tómatagróðurhúsum. Væntanleg störf eru talin í hundruðum. Ekki virðist íslenskt vinnuafl ligga á lausu. Það þarf að flytja inn ódýrt vinnuafl, kannski verða notaðar starfsmannaleigur. Þær reynast svo vel. Jú þetta eykur hagvöxtinn rétt í bili, eykur innflutning á fólki, eykur verðbólgu, gengur á náttúru en skilar væntanlega einhverjum auði til hrifsaranna. Þetta sama gildir um skógrækt, fiskeldi og fyrirhugaðar vindmyllur. Þar birtist villta vestrið í allri sinni ”dýrð”. Hrifsararnir eiga að frelsa land og þjóð. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta sé ekki það sem skilar landi og þjóð gæfu og betri lífsskilyrðum. Verum minnug þess að við eigum bara eina jörð og hvernig viljum við skila henni til næstu og ókominna kynslóða? Höfundur er bóndi og kennari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar