Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 16. nóvember 2024 11:01 Eitt af stærstu lýðheilsumálum samtímans snýr að neyslu orkudrykkja, sérstaklega meðal ungmenna. Þetta er ekki aðeins risamál sem snertir svefn og líðan, heldur nær það til margra þátta sem tengjast almennri lýðheilsu þjóðarinnar. Þrátt fyrir vaxandi umræðu um skaðsemi orkudrykkja virðist aðgengi að þeim sífellt verða meira og auglýsingar þeirra oft villandi. Orkudrykkir eru kynntir sem orkugefandi og árangursbætandi drykkir, jafnvel heilsusamlegir, og við sjáum íþróttafólk og aðrar fyrirmyndir taka þátt í markaðssetningunni. En hvað liggur raunverulega að baki? Hvernig snerta þessir drykkir líf okkar og, sérstaklega, heilsu barna og ungmenna? Svefn, ungmenni og orkudrykkir Rannsóknir sýna að íslensk ungmenni sofa ekki nóg og svefnskortur er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamálið í dag. Svefn er undirstaða heilsu – eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir líkamann. Samt sem áður er rétt að spyrja: Hversu miklu veldur aukin neysla orkudrykkja þessum vanda? Á vef Heilsuveru er bent á að helmingur þess koffíns sem neytt er sé enn í líkamanum 6–8 klukkustundum síðar. Til dæmis getur ungmenni sem drekkur Nocco síðdegis klukkan fjögur fundið fyrir áhrifum koffíns þegar það reynir að sofna síðar um kvöldið. Ekki nóg með að koffín geti seinkað svefni, heldur dregur það einnig úr gæðum hans, sem eykur hættu á vanlíðan, kvíða og þunglyndi. Þetta þýðir í raun að orkudrykkir, sem auglýstir eru sem lausn gegn þreytu, geta í staðinn valdið frekari þreytu og vanlíðan. Sláandi tölur sem kalla á viðbrögð Í einu af fræðslumyndböndum Heilsuveru kemur fram að 70% framhaldsskólanema sofa of lítið og af þeim neyta 80% fjögurra eða fleiri orkudrykkja á dag. Þetta eru sláandi tölur. Enn alvarlegra er að óhófleg neysla koffíns hefur fjölþætt neikvæð áhrif á líkamann: Hjartsláttartruflanir, svimi, ógleði, höfuðverkir og kvíði eru allt þættir sem ungmenni þurfa að glíma við. Til viðbótar koma áhrif á tannheilsu, þar sem mikil neysla orkudrykkja getur valdið skemmdum á glerungi tanna. Þetta snýst ekki aðeins um heilsu dagsins í dag. Þetta er þróun sem getur haft langtímaáhrif á lífsgæði og framtíðarheilsu þjóðarinnar. Við þurfum að bregðast við – og það strax. Við þurfum aðgerðir – strax Orkudrykkir og skaðleg áhrif þeirra eru ekki smámál – þetta er stórt lýðheilsumál. Við höfum þegar aðgang að gögnum og upplýsingum sem sýna fram á alvarleika málsins en það nægir ekki. Þekkingin þarf að skila sér í aðgerðum sem hafa raunveruleg áhrif. Til þess þarf: Stóraukna fræðslu: Fræðsla í skólum, fjölskyldum og samfélaginu þarf að vera skýr, aðgengileg og markviss. Ungmenni þurfa að vita hvað þau eru að innbyrða og hvaða áhrif það hefur á heilsu þeirra og líðan. Takmarkað aðgengi: Setjum aldurstakmörk og drögum úr aðgengi að orkudrykkjum, rétt eins og Norðmenn hafa gert með góðum árangri. Minnkaður sýnileiki og ábyrgar auglýsingar: Takmarkanir á auglýsingum sem miða að börnum og ungmennum og minnka sýnileika orkudrykkja í verslunum gætu skipt sköpum. Ábyrgð framleiðenda og verslana: Framleiðendur og verslanir verða að taka þátt í lausninni með því að draga úr koffíninnihaldi og setja siðferðileg mörk á sölu til barna. Tökum þessu alvarlega: Við getum ekki leyft okkur að láta þetta þróast áfram óáreitt. Ef við horfum til Norðmanna, sem hafa sýnt fram á staðfestu með því að banna sölu orkudrykkja til barna undir 16 ára aldri, sjáum við hvernig við getum lært og nýtt reynslu annarra. Samfélagsleg ábyrgð okkar allra Við, sem samfélag, berum ábyrgð á framtíð ungu kynslóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um stjórnvöld – foreldrar, kennarar, framleiðendur, verslanir og fjölmiðlar þurfa allir að leggja sitt af mörkum. Við þurfum að vekja vitund, krefjast breytinga og standa vörð um heilsu og vellíðan barna okkar. Þetta er ekki valkostur – þetta er skylda okkar. Nú er tíminn til að taka skref í rétta átt. Heilsu barna okkar og framtíð þeirra verður að forgangsraða. Við öll berum ábyrgð. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Sjá meira
Eitt af stærstu lýðheilsumálum samtímans snýr að neyslu orkudrykkja, sérstaklega meðal ungmenna. Þetta er ekki aðeins risamál sem snertir svefn og líðan, heldur nær það til margra þátta sem tengjast almennri lýðheilsu þjóðarinnar. Þrátt fyrir vaxandi umræðu um skaðsemi orkudrykkja virðist aðgengi að þeim sífellt verða meira og auglýsingar þeirra oft villandi. Orkudrykkir eru kynntir sem orkugefandi og árangursbætandi drykkir, jafnvel heilsusamlegir, og við sjáum íþróttafólk og aðrar fyrirmyndir taka þátt í markaðssetningunni. En hvað liggur raunverulega að baki? Hvernig snerta þessir drykkir líf okkar og, sérstaklega, heilsu barna og ungmenna? Svefn, ungmenni og orkudrykkir Rannsóknir sýna að íslensk ungmenni sofa ekki nóg og svefnskortur er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamálið í dag. Svefn er undirstaða heilsu – eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir líkamann. Samt sem áður er rétt að spyrja: Hversu miklu veldur aukin neysla orkudrykkja þessum vanda? Á vef Heilsuveru er bent á að helmingur þess koffíns sem neytt er sé enn í líkamanum 6–8 klukkustundum síðar. Til dæmis getur ungmenni sem drekkur Nocco síðdegis klukkan fjögur fundið fyrir áhrifum koffíns þegar það reynir að sofna síðar um kvöldið. Ekki nóg með að koffín geti seinkað svefni, heldur dregur það einnig úr gæðum hans, sem eykur hættu á vanlíðan, kvíða og þunglyndi. Þetta þýðir í raun að orkudrykkir, sem auglýstir eru sem lausn gegn þreytu, geta í staðinn valdið frekari þreytu og vanlíðan. Sláandi tölur sem kalla á viðbrögð Í einu af fræðslumyndböndum Heilsuveru kemur fram að 70% framhaldsskólanema sofa of lítið og af þeim neyta 80% fjögurra eða fleiri orkudrykkja á dag. Þetta eru sláandi tölur. Enn alvarlegra er að óhófleg neysla koffíns hefur fjölþætt neikvæð áhrif á líkamann: Hjartsláttartruflanir, svimi, ógleði, höfuðverkir og kvíði eru allt þættir sem ungmenni þurfa að glíma við. Til viðbótar koma áhrif á tannheilsu, þar sem mikil neysla orkudrykkja getur valdið skemmdum á glerungi tanna. Þetta snýst ekki aðeins um heilsu dagsins í dag. Þetta er þróun sem getur haft langtímaáhrif á lífsgæði og framtíðarheilsu þjóðarinnar. Við þurfum að bregðast við – og það strax. Við þurfum aðgerðir – strax Orkudrykkir og skaðleg áhrif þeirra eru ekki smámál – þetta er stórt lýðheilsumál. Við höfum þegar aðgang að gögnum og upplýsingum sem sýna fram á alvarleika málsins en það nægir ekki. Þekkingin þarf að skila sér í aðgerðum sem hafa raunveruleg áhrif. Til þess þarf: Stóraukna fræðslu: Fræðsla í skólum, fjölskyldum og samfélaginu þarf að vera skýr, aðgengileg og markviss. Ungmenni þurfa að vita hvað þau eru að innbyrða og hvaða áhrif það hefur á heilsu þeirra og líðan. Takmarkað aðgengi: Setjum aldurstakmörk og drögum úr aðgengi að orkudrykkjum, rétt eins og Norðmenn hafa gert með góðum árangri. Minnkaður sýnileiki og ábyrgar auglýsingar: Takmarkanir á auglýsingum sem miða að börnum og ungmennum og minnka sýnileika orkudrykkja í verslunum gætu skipt sköpum. Ábyrgð framleiðenda og verslana: Framleiðendur og verslanir verða að taka þátt í lausninni með því að draga úr koffíninnihaldi og setja siðferðileg mörk á sölu til barna. Tökum þessu alvarlega: Við getum ekki leyft okkur að láta þetta þróast áfram óáreitt. Ef við horfum til Norðmanna, sem hafa sýnt fram á staðfestu með því að banna sölu orkudrykkja til barna undir 16 ára aldri, sjáum við hvernig við getum lært og nýtt reynslu annarra. Samfélagsleg ábyrgð okkar allra Við, sem samfélag, berum ábyrgð á framtíð ungu kynslóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um stjórnvöld – foreldrar, kennarar, framleiðendur, verslanir og fjölmiðlar þurfa allir að leggja sitt af mörkum. Við þurfum að vekja vitund, krefjast breytinga og standa vörð um heilsu og vellíðan barna okkar. Þetta er ekki valkostur – þetta er skylda okkar. Nú er tíminn til að taka skref í rétta átt. Heilsu barna okkar og framtíð þeirra verður að forgangsraða. Við öll berum ábyrgð. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun