Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar 16. nóvember 2024 07:01 Nú heyrum við oddafólk á listum til Alþingiskosninga síendurtekið víkja sér undan að svara erfiðum og áleitnum spurningum um hvar hinir ráðandi standa í rimmu almennings við stjórnvöld. Rimmu sem hverfist um vexti, verðbólgu og síðast en ekki síst, heimilin í landinu. Sem fjölmiðlamaður hef ég starfað við að spyrja stjórnmálahöfðingja um viðbrögð við vaxtastiginu hér á Djöflaeyjunni undangengin misseri. Ef þingmenn Flokks fólksins og einstaka þingmenn aðrir eru undanskildir hafa málsvarar hins skulduga almennings í hópi þingmanna verið harla fáir. Furðulítið hefur verið um gagnrýni botnlausra vaxtahækkana og tregðu til að lækka þá aftur innan veggja Alþingis. Ítrekuð mistök Seðlabankans Vandi hinna skuldugu og eignalitlu hér á landi er að slektið í Seðlabankanum er af svipuðu sauðahúsi og menn eins og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð. Slektið tekur pólitískar ákvarðanir sem markast af elítísku viðhorfi til ólíkra hópa samfélagsins, þar sem aðeins er borin virðing fyrir sumum okkar. Vaxtastefna Seðlabankans hefur verið á skjön við alla aðra seðlabanka. Samt hefur Seðlabankinn varla mætt nokkurru gagnrýni af hálfu hins pólitíska meirihluta á Alþingi. Ítrekuð mistök bankans hafa valdið almenningi tjóni og stórskaðað þjóðarhag, líkt og Stefán Ólafsson prófessor emeritus hefur ítrekað skrifað um án þess að hrakið hafi verið. Á sama tíma og Seðlabankinn hefur síendurtekið reynt að verja óverjandi ákvarðanir hafa fæstir þingmenn hins fallna meirihluta tekið sér stöðu með fólki sem stríðir við greiðsluvanda, hinum grálúsuga eignalitla almenningi sem á ekkert gott skilið en vann sér þó ekki annað til sakar en að gera það sem hin fallna ríkisstjórn sagði almenningi að gera: Að fjárfesta eftir föngum í steypu. Því framvegis yrði Ísland land lágvaxtanna. Er hægt að treysta fólki sem aðeins korteri fyrir kosningar heitir breytingum sem raunverulega bæti hag hins óinnvígða almennings? En vill þó ekki sýna nema að litlu leyti á spilin. Um stöðu leigjenda og mannvonsku sem felst í því að ríkisstjórnin hafi ekki komið á leiguþaki segir jafnvel enn stærri sögu um viðhorf hinna ráðandi. Ömurlega sögu um viðhorf gagnvart þeim hópum sem hafa minnst milli handanna. Hvað skyldi þessu fólki í raun finnast um öryrkja, aldraða, sjúka og fátæka? Eitt land, einn Bjarni, tvær þjóðir Ofurvextir hafa um allt of langt skeið nagað upp og eytt þeirri litlu eign sem sumar fjölskyldur höfðu áður náð að nurla saman í húsnæði með harðfylgi og þrautseigju. En aldrei höfum við þó hin síðari ár séð oddvita flokkanna taka utan um eigin þjóð í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna oh hugga landsmenn. Aldrei horfði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra djúpt í augun á þjóð sinni og sagði: „Við vitum að sultaról skuldugra er í botni, þið eigið bágt, við vitum að það sem við hafið lagt á ykkur okkar vegna er óverjandi en við vonum að það sé aðeins tímabundið.“ Bjarni talar bara til auðmagnseigenda, atvinnurekenda og flokksmanna. Hann talar til þeirra sem eiga landið og miðin. Sum börn geti frosið úti Stóra verkefnið nú er að setja framtíð komandi kynslóða á oddinn í kosningabaráttunni. Að það skuli nánast alfarið ráðast af efnahag foreldra hvaða íslensku börn muni fá þak yfir höfuðið í framtíðinni er svo rosalegt að það hvarflar að manni að efnahagsleg stéttaskipting hafi beinlínis verið sett á dagskrá. Auðvitað spilar inn í að sum sveitarfélög hafa staðið sig afar illa í að brjóta land, skaffa lóðir og taka utan um íbúana með sama hætti og ráðherrar hefðu átt að gera. En ætlum við virkilega að umbera það að fjölda íslenskra barna sé sagt að éta það sem úti frýs, að fjölda barna sé ekki til búsetu boðið í eigin landi? Að efnahagur foreldra ráði öllu um hvaða börn eiga skilið að búa í okkar fallega landi, er ekki ólíkt því ef ráðamönnum dytti í hug að útdeila neysluvatni eða súrefni til borgaranna eftir efnahag. Hvernig myndi Seðlabankinn bregðast við því? Hverjr eru traustsins verðir? Ef áfram verður aðeins hugað að útsæði hinna ríku og ráðandi, verður venjulegu ungu fólki sá nauðugur kostur einn að flýja unnvörpum til útlanda. Enda er landflóttinn hafinn og mun að óbreyttu fara vaxandi. Stöndum með þeim sem hafa sýnt að verðskuldi traust almennings. Kjósum þá fulltrúa sem raunverulega huga að hagsmunum almennings. Upp er runninn tími þeirra sem sætta sig ekki lengur við að greiða okurleigu fyrir ömurlegt húsnæði, þeirra sem glíma við stökkbreytt lán, þeirra sem eiga ekki annað en baráttugleðina, hugrekkið og sjálfsvirðinguna í brjósti. Setjum x við breytingar 30. nóvember næstkomandi. Færum fólkinu á ný það sem fólkið á skilið. Höfundur er blaðamaður og höfundur spillingarsögunnar Besti vinur aðal og skipar þriðja sætið hjá Flokki fólksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú heyrum við oddafólk á listum til Alþingiskosninga síendurtekið víkja sér undan að svara erfiðum og áleitnum spurningum um hvar hinir ráðandi standa í rimmu almennings við stjórnvöld. Rimmu sem hverfist um vexti, verðbólgu og síðast en ekki síst, heimilin í landinu. Sem fjölmiðlamaður hef ég starfað við að spyrja stjórnmálahöfðingja um viðbrögð við vaxtastiginu hér á Djöflaeyjunni undangengin misseri. Ef þingmenn Flokks fólksins og einstaka þingmenn aðrir eru undanskildir hafa málsvarar hins skulduga almennings í hópi þingmanna verið harla fáir. Furðulítið hefur verið um gagnrýni botnlausra vaxtahækkana og tregðu til að lækka þá aftur innan veggja Alþingis. Ítrekuð mistök Seðlabankans Vandi hinna skuldugu og eignalitlu hér á landi er að slektið í Seðlabankanum er af svipuðu sauðahúsi og menn eins og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð. Slektið tekur pólitískar ákvarðanir sem markast af elítísku viðhorfi til ólíkra hópa samfélagsins, þar sem aðeins er borin virðing fyrir sumum okkar. Vaxtastefna Seðlabankans hefur verið á skjön við alla aðra seðlabanka. Samt hefur Seðlabankinn varla mætt nokkurru gagnrýni af hálfu hins pólitíska meirihluta á Alþingi. Ítrekuð mistök bankans hafa valdið almenningi tjóni og stórskaðað þjóðarhag, líkt og Stefán Ólafsson prófessor emeritus hefur ítrekað skrifað um án þess að hrakið hafi verið. Á sama tíma og Seðlabankinn hefur síendurtekið reynt að verja óverjandi ákvarðanir hafa fæstir þingmenn hins fallna meirihluta tekið sér stöðu með fólki sem stríðir við greiðsluvanda, hinum grálúsuga eignalitla almenningi sem á ekkert gott skilið en vann sér þó ekki annað til sakar en að gera það sem hin fallna ríkisstjórn sagði almenningi að gera: Að fjárfesta eftir föngum í steypu. Því framvegis yrði Ísland land lágvaxtanna. Er hægt að treysta fólki sem aðeins korteri fyrir kosningar heitir breytingum sem raunverulega bæti hag hins óinnvígða almennings? En vill þó ekki sýna nema að litlu leyti á spilin. Um stöðu leigjenda og mannvonsku sem felst í því að ríkisstjórnin hafi ekki komið á leiguþaki segir jafnvel enn stærri sögu um viðhorf hinna ráðandi. Ömurlega sögu um viðhorf gagnvart þeim hópum sem hafa minnst milli handanna. Hvað skyldi þessu fólki í raun finnast um öryrkja, aldraða, sjúka og fátæka? Eitt land, einn Bjarni, tvær þjóðir Ofurvextir hafa um allt of langt skeið nagað upp og eytt þeirri litlu eign sem sumar fjölskyldur höfðu áður náð að nurla saman í húsnæði með harðfylgi og þrautseigju. En aldrei höfum við þó hin síðari ár séð oddvita flokkanna taka utan um eigin þjóð í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna oh hugga landsmenn. Aldrei horfði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra djúpt í augun á þjóð sinni og sagði: „Við vitum að sultaról skuldugra er í botni, þið eigið bágt, við vitum að það sem við hafið lagt á ykkur okkar vegna er óverjandi en við vonum að það sé aðeins tímabundið.“ Bjarni talar bara til auðmagnseigenda, atvinnurekenda og flokksmanna. Hann talar til þeirra sem eiga landið og miðin. Sum börn geti frosið úti Stóra verkefnið nú er að setja framtíð komandi kynslóða á oddinn í kosningabaráttunni. Að það skuli nánast alfarið ráðast af efnahag foreldra hvaða íslensku börn muni fá þak yfir höfuðið í framtíðinni er svo rosalegt að það hvarflar að manni að efnahagsleg stéttaskipting hafi beinlínis verið sett á dagskrá. Auðvitað spilar inn í að sum sveitarfélög hafa staðið sig afar illa í að brjóta land, skaffa lóðir og taka utan um íbúana með sama hætti og ráðherrar hefðu átt að gera. En ætlum við virkilega að umbera það að fjölda íslenskra barna sé sagt að éta það sem úti frýs, að fjölda barna sé ekki til búsetu boðið í eigin landi? Að efnahagur foreldra ráði öllu um hvaða börn eiga skilið að búa í okkar fallega landi, er ekki ólíkt því ef ráðamönnum dytti í hug að útdeila neysluvatni eða súrefni til borgaranna eftir efnahag. Hvernig myndi Seðlabankinn bregðast við því? Hverjr eru traustsins verðir? Ef áfram verður aðeins hugað að útsæði hinna ríku og ráðandi, verður venjulegu ungu fólki sá nauðugur kostur einn að flýja unnvörpum til útlanda. Enda er landflóttinn hafinn og mun að óbreyttu fara vaxandi. Stöndum með þeim sem hafa sýnt að verðskuldi traust almennings. Kjósum þá fulltrúa sem raunverulega huga að hagsmunum almennings. Upp er runninn tími þeirra sem sætta sig ekki lengur við að greiða okurleigu fyrir ömurlegt húsnæði, þeirra sem glíma við stökkbreytt lán, þeirra sem eiga ekki annað en baráttugleðina, hugrekkið og sjálfsvirðinguna í brjósti. Setjum x við breytingar 30. nóvember næstkomandi. Færum fólkinu á ný það sem fólkið á skilið. Höfundur er blaðamaður og höfundur spillingarsögunnar Besti vinur aðal og skipar þriðja sætið hjá Flokki fólksins í Reykjavík norður.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun