Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2024 08:01 Um leið og óhætt er að óska þeim sem standa að nýrri og endurbættri heimasíðu orkuskipta, www.orkuskipti.is, til hamingju með áfangann þurfum við á sama tíma að fara taka skilaboðin á henni alvarlega. Ísland, sem stendur öllum framar þegar kemur að endurnýjanlegri orku, er enn að flytja inn yfir eina milljón tonna af olíu á ári á sama tíma og 0,6 prósent af stærð landsins er nýtt til orkuvinnslu. Ísland greiðir 160 milljarða á ári fyrir innflutta olíu til að knýja hér áfram flugsamgöngur, skipaflotann og vegasamgöngur svo eitthvað sé nefnt. Þetta kostar um helming þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar en olían skilar þrettán teravattstundum sem er á pari við vatnsaflið sem við framleiðum hér á landi. Á mjög áhugaverðum morgunfundi í Hörpu á dögunum benti sérfræðingur EFLU verkfræðistofu á að komið er að þriðju orkuskiptunum hér á landi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, tók undir það og var nokkuð ómyrkur í máli þegar hann sagði að við þyrftum sem þjóð að fara hefja þessi orkuskipti til að dragast einfaldlega ekki aftur úr. Það er í raun nú eða aldrei ætlum við okkur að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum markaði í orkumálum framtíðarinnar. Samkvæmt orkuspá Landsnets þarf Ísland að framleiða fimm teravattstundir til viðbótar á næstu tíu árum til að halda dampi í þessum efnum og ekki má gleyma að þessi hreina orka heldur íslenskum stjórnvöldum einnig á pari við alþjóðlegt samkomulag um loftslagsaðgerðir. Orkustefna Íslands til næsta aldarfjórðungs er, að verða nær óháð olíu en þá er nokkuð augljóst hvað þarf að gera. Að virkja! Landsvirkjun er klár í bátana með Hvammsvirkjun en framkvæmdir þar hafa tafist verulega vegna kærumála. Það er alveg ljóst að einfalda þarf leyfisveitingar í þessum efnum svo hægt sé að ganga til verks. Ekki ætlum við með allar þessar auðlindir að sitja eftir í jafn stóru máli og orkuskiptum þegar við höfum allt til brunns að bera. Vitaskuld þurfum við að huga að umhverfinu hvar svo sem við ætlum að stinga niður skólfu, það segir sig sjálft. Það er þó aftur vert að benda á, að eins og staðan er í dag er ekki einu sinni eitt prósent landsins nýtt til þess að skapa þennan auð sem í landinu býr. Vel að merkja, grænan auð því á sama tíma erum við að reyna minnka notkun jarðefnaeldsneytis og búa til meira af endurnýjanlegri orku. Við höfum á síðustu 80 árum eða svo farið úr kolum í olíu í jarðvarma og nú er komið að rafmagninu. Ekki bara er það hrein orka heldur er það mat sérfræðinga að efnahagslegur ávinningur Ísland geti orðið um 1.700 milljarðar króna á næstu 25 árum. Höfundur skipar 5. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Orkuskipti Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Um leið og óhætt er að óska þeim sem standa að nýrri og endurbættri heimasíðu orkuskipta, www.orkuskipti.is, til hamingju með áfangann þurfum við á sama tíma að fara taka skilaboðin á henni alvarlega. Ísland, sem stendur öllum framar þegar kemur að endurnýjanlegri orku, er enn að flytja inn yfir eina milljón tonna af olíu á ári á sama tíma og 0,6 prósent af stærð landsins er nýtt til orkuvinnslu. Ísland greiðir 160 milljarða á ári fyrir innflutta olíu til að knýja hér áfram flugsamgöngur, skipaflotann og vegasamgöngur svo eitthvað sé nefnt. Þetta kostar um helming þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar en olían skilar þrettán teravattstundum sem er á pari við vatnsaflið sem við framleiðum hér á landi. Á mjög áhugaverðum morgunfundi í Hörpu á dögunum benti sérfræðingur EFLU verkfræðistofu á að komið er að þriðju orkuskiptunum hér á landi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, tók undir það og var nokkuð ómyrkur í máli þegar hann sagði að við þyrftum sem þjóð að fara hefja þessi orkuskipti til að dragast einfaldlega ekki aftur úr. Það er í raun nú eða aldrei ætlum við okkur að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum markaði í orkumálum framtíðarinnar. Samkvæmt orkuspá Landsnets þarf Ísland að framleiða fimm teravattstundir til viðbótar á næstu tíu árum til að halda dampi í þessum efnum og ekki má gleyma að þessi hreina orka heldur íslenskum stjórnvöldum einnig á pari við alþjóðlegt samkomulag um loftslagsaðgerðir. Orkustefna Íslands til næsta aldarfjórðungs er, að verða nær óháð olíu en þá er nokkuð augljóst hvað þarf að gera. Að virkja! Landsvirkjun er klár í bátana með Hvammsvirkjun en framkvæmdir þar hafa tafist verulega vegna kærumála. Það er alveg ljóst að einfalda þarf leyfisveitingar í þessum efnum svo hægt sé að ganga til verks. Ekki ætlum við með allar þessar auðlindir að sitja eftir í jafn stóru máli og orkuskiptum þegar við höfum allt til brunns að bera. Vitaskuld þurfum við að huga að umhverfinu hvar svo sem við ætlum að stinga niður skólfu, það segir sig sjálft. Það er þó aftur vert að benda á, að eins og staðan er í dag er ekki einu sinni eitt prósent landsins nýtt til þess að skapa þennan auð sem í landinu býr. Vel að merkja, grænan auð því á sama tíma erum við að reyna minnka notkun jarðefnaeldsneytis og búa til meira af endurnýjanlegri orku. Við höfum á síðustu 80 árum eða svo farið úr kolum í olíu í jarðvarma og nú er komið að rafmagninu. Ekki bara er það hrein orka heldur er það mat sérfræðinga að efnahagslegur ávinningur Ísland geti orðið um 1.700 milljarðar króna á næstu 25 árum. Höfundur skipar 5. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar